Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 8
ERLENDAR FRETTIR
Vestur-Pýskaland
Heimulleikur í heimilistölvum
Nýnasistar leita nýrra leiða í áróðri sínum og taka tölvutæknina í þjónustu sína
Nasistaáróður berst í stríðum
straumum til vesturþýsks
æskulýðs um heimilistölvur og
yfirvöld fá ekki rönd við reist.
Forrit með tölvuleikjum þar sem
allt ber að sama brunni nasískrar
kynþáttafyrirlitningar og þjóð-
rembu breiðast ört út.
Leikjaforritunum er dreift um
svonefndar rafpóstbrautir eða að
þeir eru afritaðir disklinga á milli
og ganga síðan frá manni til
manns. Þátttakendur eru látnir
spreyta sig í spurningakeppnum
og fær sá flest stig sem
hlynntastur er Adolf Hitler, for-
dómum hans og fordæmi, lof-
syngur „þýskan anda“ af mestri
rausn. Ennfremur er hægt að
keppa í gyðinga- og Tyrkjadrápi
og svala öðrum miður geðþekk-
um fýsnum í arískum anda.
Velsæmisvarðmenn sam-
bandsstjórnarinnar í Bonn hafa
til skamms tíma eytt kröftum sín-
um í að uppræta klám og ofbeldi í
les- og skjárefni unglinga. Og
orðið nokkuð ágengt. Nú hafa
þeir hinsvegar gengið á hólm við
ísmeygilegri fjanda en ennþá
ekki haft erindi sem erfiði.
Allt er þetta illt til afspurnar.
Sálardraugar vekjast upp æ ofaní
æ og herða á samviskukvölum
málsmetandi Þjóðverja. Nasism-
inn og helförin eru sem kunnugt
er enn opin holundarsár á þýsk-
um þjóðarkroppi.
„Fjörutíu árum eftir að við
stóðum yfir höfuðsvörðum nas-
ismans verðum við vitni að því að
viðurstyggilegum stormsveita-
slagorðum er dreift á meðal ung-
menna fyrir vélabrögð nýjustu
tækni,“ segir Rudolf Stefen,
oddviti þeirrar stofnunar sam-
bandsstjórnarinnar sem fylgist
með framboði á tortímandi og
mannskemmandi afþreyingar-
efni á vesturþýskum markaði
(BPS).
Þótt enn sjáist þess engin
merki að áróðurinn hrífi og setjist
um kyrrt í æskunni er Stefen ugg-
andi. Ungt fólk er áhrifagjarnt og
lengi býr að fyrstu gerð. „Það er
lífsspursmál fyrir nýnasismann að
fá hljómgrunn hjá yngstu kyn-
slóðinni á ný óg nú hafa fylgis-
menn hans dottið niður á þessa
leið til þess. Það er í senn ömur-
legt, dapurlegt og hættulegt."
Það er alkunna að hverskonar
nasistaáróður varðar við hegn-
ingarlög í Vestur-Þýskalandi svo
sem útbreiðsla hugmynda um
„yfirburði germanska kyn-
stofnsins" og ytri tákna á borð við
hakakrossa. Ennfremur telst það
opinberlega til glæpa að rógbera
kynþætti og þjóðir.
En illa gengur að koma lögum
yfir forsprakka tölvunasismans.
BPS hefur gert upptæka disklinga
með 24 „leikjum“, starfsmenn
stofnunarinnar hafa öll spjót úti í
leit sinni og hafa fengið kennara
og leyniþjónustumenn sem gát
hafa á þekktum nýnasistum til
liðs við sig. An árangurs.
Nöfn „leikjanna" sem BPS
hefur komist yfir gefa til kynna á
hvaða nótum þeir eru. „And-
Tyrkjaprófið“, „Hreinsum
Þýskaland" og „Nasistinn" svo
fáein séu tíunduð. Hakakrossar
veídlcehhun
NU ER LAG AÐ FA SER FYRSTA FLOKKS SÆNSKA
ÞVOTTAVÉL Á LÆGRA VERÐI: VEGNA VÖRUGJALDS-
LÆKKUNAR - OG ENN Á GAMLA GENGINU
Sænshu Cylinda þvottavélarnar
hafa fengið frábœra dóma í
neytendaprófum á kröfuhörbustu
mörkubum Evrópu.
Þú getur valib um framhlabnar eba
topphlabnar Cylinda vélar. Þœr topp-
hlöbnu spara gólfpláss og ekki þarf
ab bogra vib þvottin.
Cylinda nafnib er try gging fy rir
fyrsta flokks vöru og sannkallabri
maraþonendingu.
Cylínda
ÞVOTTAVÉIAR - UPPÞVOTTAVÉIAR
TAUÞURRKARAR
þegar að.eins það
besta er nógu gott
/rOniX
HÁTÚNI 6A SÍMI (91124420
Börn í Auschwitz.
leiftra á skjánum og tölvan tónar
eftirlætis marsa foringjans sá-
luga.
I „Nasistanum“ er einskonar
krossapróf með 21 staðhæfingu
og þrem svarmöguleikum. Tölv-
an gerir síðan „fyndnar" athuga-
semdir við sérhvert svar. Dæmi:
„Félagi þinn kallar þig gyð-
ingabelju. Hvernig bregstu við?
a) Ég fyrirgef honum.
b) Ég skýt helvítis svínið til
bana.
c) Ég læt sem ég hafi ekki heyrt
hvað hann sagði.“
Síðan koma athugasemdir
„Nasistans":
,,a) Þjóðníðingur? Nei, það
skal aldrei verða!
b) Þetta er afar þýsk lausn!
c) Huglausa júðarottan þin!
Annar „leikur" er fólginn í því
að safna stigum. Því fleiri gyðinga
til Auschwitz, því fleiri stig. Því
fleiri slava til Maidanek, því fleiri
stig!
Reuter/-ks.
Palestína
Landnemar rísa upp
Israelskir hermenn skutu 11 ára dreng til bana ígœr. Shamír
verður fyrir aðkasti landnema
vareiðir landnemar af gyð-
ingaættum gerðu hróp og
harða hríð að Yitzhak Shamír,
forsætisráðherra ísraels, í bæn-
um Bracha á hernámssvæðinu
vestan Jórdanar í gær. Var hann
þar viðstaddur minningarathöfn
um tvo ísraelsmenn sem féllu
fyrir hendi Palestínumanna.
Landnemarnir hafa horn í síðu
meintrar undanlátssemi Shamírs
gagnvart Palestínumönnum og
hafa efnt til verkfalla.
í gær gerðist það ennfremur að
Palestínumaður, fórnarlamb
hernámsliðsins, lést af sárum sín-
um á sjúkrahúsi í bænum Tulk-
arm. Hann hét Marwan Mumt-
her al-Madni. Hann særðist í
átökum við ísraelsmenn á nýárs-
dag.
Þegar menn spurðu lát hans
þyrptust þeir út á götu og innan
skamms skarst í odda með þeim
og dátum. Skotum var hleypt af
og í götuna féll 11 ára gamall
drengur, örendur. Að minnsta
kosti 8 menn særðust.
En víkjum nú aftur að hinum
harmi lostnu en herskáu land-
nemum. Það fór aldrei svo að
þeir drægju ekki dám af baráttu-
glöðum erkifjendum sínum og
grönnum, burðarásum íntíföd-
unnar!
íbúar 32 landnámsbyggða
lögðu niður vinnu í gær. Þeir lok-
uðu skólum, vinnustöðum og
verslunum og reyndu að hindra
ökutæki sern leið áttu um vegi í og
við byggðirnar. Allt í mótmæla-
skyni vegna þess að stjórnvöldum
í Jerúsalem og hernámsyfirvöld-
um hefur enn ekki tekist að
brjóta uppreisn og mótþróa Pal-
estínumanna á bak aftur.
Shamír setti dreyrrauðan undir
ákúrum heimamanna við athöfn-
ina í gær. „Þú berð ábyrgð á
þessu,“ hrópaði einn. „Hefnd,
hefnd, hefnd!“ hrópaði annar.
Forsætisráðherrann reyndi að
réttlæta gjörðir sínar: „Borgara-
styrjöld er allra skaði“. Það dugði
skammt og neyddist hann í tví-
gang til þess að gera hlé á ræðu
sinni vegna glannalegra framí-
kalla. Hermt er að hann hafi ver-
ið áberandi taugaóstyrkur undir
ræðu landnemans, hægri öfga-
mannsins og eftirlaunaherfor-
ingjans Rehavams Zeevis. Var
gerður góður rómur að máli Zee-
vis enda lét hann þung orð falla í
garð „undansláttarmanna".
Reuter/-ks
8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. janúar 1989