Þjóðviljinn - 03.02.1989, Side 22

Þjóðviljinn - 03.02.1989, Side 22
Listræn efnishyggja Um sýningu Kristjáns Guðmundssonar að Kjarvalsstöðum Viðfangsefni listarinnar er ekki að búa til mynd af veruleikanum, heldur er listin sjálfstæður veru- leiki. Þetta gæti verið eins konar mottó yfir þá sýningu sem nú stendur uppi í austursal Kjar- valsstaða. Þar sýnir Kristján Guðmundsson yfirlit yfir þann hluta verka sinna, sem hann kall- ar „teikningar“ og eru frá árun- um 1972-88. Af framangreindu má ráða að hér er ekki um hefðbundnar teikningar að ræða, ekki teikningar „af einhverju". Þessar myndir eru ekki heldur „ab- strakt" eða „óhlutlægar" í þeim skilningi að þær séu afmyndun hins fullkomna forms eða hinnar fullkomnu ímyndar í platónskum skilningi, eins og segja má um harðlínumenn í abstraktmálverki eins og Malewitch eða Mondrian. Þvert á móti eru myndir eða „teikningar" Kristjáns Guð- mundssonar fullkomlega hlut- lægar, og það er einmitt þessi áþreifanlega hlutlægni sem gefur þeim merkingu. í því skyni að gefa verkum sín- um fullkomna hlutlægni leitasti Kristján við að hreinsa þau af allri tjáningu tilfinningar. Línan verður eins konar mælistika sem hefur þrjár víddir: lengd, breidd og tíma. Annað hefur verið hreinsað burt. Myndirnar með tímalínum Kristjáns segja okkur akkúrat þetta: lengd, breidd og tíma. Og ekkert annað. Eða hvað? Þegar við höfum séð þessi verk og staðreyrtt þessi hlutlægu lögmál línunnar svart á hvítu og förum að horfa eitthvað annað er eins og eitthvað nagi mann í hnakkann, og eftir situr einhver undarleg efablandin tilfinning: var þetta í rauninni allt og sumt? Hangir ekki eitthvað meira á spýtunni? Og svarið er jú: það sem hangir á spýtunni er allt hið ósagða, öll sú ómælisþögn sem liggur handan línunnar, allur sá stóri sannleikur sem við héldum kannski að línan gæti opinberað okkur. Eins og til dæmis í teikningum Rembrandts, Picasso eða Klee. í myndum sínum er ÓLAFUR GÍSLASON Kristján jafnframt að segja okkur að sú list línuteikningar sem þess- ir meistarar réðu yfir, verði ekki endurtekin. Línan er ekki lengur nothæft tæki til þess að endur- spegla veruleika samtímans, hún hefur einungis gildi í eiginleika sínum sem lína. Það er þessi yfir- lýsing sem við getum einnig lesið út úr verkum Kristjáns, og hún vekur upp undarlegan hrollkenndan fiðring í hnakk- agrófinni sem leiðir niður á bak. 6x7 jafntíma línur 1974. Blek/ þerripappír. Því hér er verið að kollvarpa við- teknum hugmyndum um það hvað er list. Listin sem sjálfstæð- ur veruleiki er ný hugsun, sem við erum ekki vön að velta fyrir okk- ur, og þessar myndir gera því þær kröfur til okkar að við endur- skoðum allar hugmyndir okkar um listina, ef við á annað borð viljum taka þær alvarlega. Þegar Kristján hefur í verkum sínum gert þessum þrem eigin- leikum línunnar skil, lengd, breidd og tíma, þá snýr hann sér að fjórða eiginleikanum, sem er efnið. Grafít og pappír eru efni- viður í teikningu. 1 stað þess að bera grafítið eða teikniblýið á pappírinn þá sýnir hann okkur hreinan grafítmassa og ósnertar rúllur af hvítum pappír. Úr þessu verða „skúlptúrar" þar sem fullkomins samræmis er gætt í framsetningu. Grafítmassinn er vélrænt mótaður eins og hann sé kominn ósnortinn frá verksmiðj- unni og pappírsrúllurnar eru sömuleiðis ósnortnar frá verk- smiðjunni. Samspil þessara efn- ismassa er tvíþætt: annars vegar sá möguleiki til teikningar, sem þeir bjóða upp á sem efniviður, hins vegar er á milli þeirra form- legt samræmi sem virkar ögrandi í einfaldleika sínum og reglu. Teikningin er hér fólgin í mögu- leika, sem jafnframt myndi eyði- leggja það formræna samræmi sem efniviðurinn býr yfir. Grafít- ið og pappírinn eru einfaldlega fallegust þegar þau eru ósnortin. Fyrir skömmu heyrði ég sögu af þeim bræðrum Sigurði og Kristjáni Guðmundssyni. Hún gerðist á þeim tíma þegar þeir voru báðir búsettir með fjöl- skyldur sínar í Amsterdam. Sig- urður, sem er heimildarmaður sögunnar, sagði að þeir bræður hefðu á þessum árum haft náin samskipti og oft rætt þau vanda- mál sem þeir voru að glíma við sín á milli. Eitt sinn gerðist það síðla nætur að Kristján hringir í Sigurð og biður hann að koma yfir til sín, því hann þurfi að ræða við hann áríðandi mál. Sigurður sagðist hafa látið til leiðast þótt áliðið væri nætur. Er hann kemur í vinnustofu Kristjáns réttir Krist- ján honum blað. Á blaðinu voru þrjár blýantslínur jafnlangar dregnar eftir reglustriku með jafnstóru millibili. Sigurður skoðar blaðið og bíður þangað til Kristján leggur fyrir hann þessa spurningu: „Segðu mér, Sigurð- ur, finnst þér þetta ekki vera of sentimentalt?“ Þessi saga þótti mér lýsandi fyrir Kristján og þau vandamál sem hann er að fást við: að tæma listina af allri tjáningu tilfinninga á svo sannfærandi hátt að það grípi okkur önnur tilfinning, sem er bæði svimandi og ný: tilfinn- ingin fyrir því hyldýpistómi sem er hvort tveggja í senn óskrifað blað og ögrun gagnvart okkur sjálfum. Segðu mér, Kristján, er . þetta ekki of sentimentalt? —ólg Stórar stelpur Nemendaleikhúsið sýnir Og mærin fór í dansinn... eftir Debbie Horsfield. Þýðandi: Ólafur Gunnarsson. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikmynd: Messíana Tómasdóttir. Búningar: Ása Björk Ólafsdóttir. Lýsing: Árni Baldvinsson. Hárgreiðsla: Árni Kristjánsson. Leikendur: Bára Lyngdal Magnús- dóttir, Steinunn Ólafsdóttir, Christ- ine Carr, Elva Ósk Ólafsdóttir, Sigur- þór Albert Heimisson, Steinn Ar- mann Magnússon, Ólafur Guð- mundsson, Helga Braga Jónsdóttir, Ari Matthíasson Magnús Jónsson Það eru hartnærþrjátíu árliðin síðan nútíminn kvaddi dyra í breskri leikritun og leikskáldin rituðu táknin á vegginn. Glufa var hægt og sígandi að myndast um landið mitt, frá norðri til suðurs um England mitt var gjá og óx ár frá ári. Og norðanmenn voru fyrstir til að benda á þetta bil milli menntunar og menntunarskorts, tækifæra og vonleysis, velmegun- ar og fátæktar. Þeir fóru hratt um og höfðu hátt, ruddust inn í leikhúsið, bók- menntirnar, rokkið, kvikmynd- irnar. Gjáin sem óx enn og óx endur- nærði listirnar og gerir enn. Sama er hvar gripið er niður, norðan- menn fara fremstir, þótt þeir fyrir sunnan lifi sældarlífi á því að kynna hinum menntuðu og um- heiminum þessa endurnýjun. Gárur af þessum umbrotum berast hingað - Nemendaleik- húsið sýnir nú þetta leikrit Debb- ie Horsfield og upphaflega er það sprottið úr æsku hennar sjálfrar, sögunni af vinkonunum fjórum sem lifa fyrir fótboltaliðið og leikinn á laugardaginn. Og mærin fór í dansinn eða True Dare Kiss er miðbálkurinn úr þessari drápu þegar unglings- árin eru að baki og framundan er atvinna eða atvinnuleysi, gifting- ar og nám. Víst er þetta verk trútt upp- runa sínum - Liverpool Playho- use - rétt eins og Rauðhóla-Ransí og Blóðbræður, Julie Walters og Alan Bleasdale, frjálst í formi og hressilegt, laust við alla fágun, uppreisnarfullt og grimmt. Það jaðrar oft við sentimentalitet og banalisma, er klúrt og fullt af kát- ínu í allri svartsýninni. Nú myndi ég hlæja væri ég ekki dauður, get- ur áhorfandinn sagt ef honum leiðist. Það hentar afbragðsvel hópn- um sem að sýningunni stendur, þótt fullvissu og öryggi þess sviðs- vana stafi ekki af honum. Þýðing co pr\ o Z * ua * —J & PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Ólafs Gunnarssonar er persónu- leg og lifandi, leikstjórn Stefáns er gegnumsneytt smekkleg og mátuleg, leikmynd Messíönu frá- bærlega hugsuð og glæsilega út- færð, lýsing Árna dramatísk og smart. Sýninguna skortir ekkert á útlit prófessjónal sýningar. Leikendur eru átta á síðasta ári og njóta aðstoðar eins yngri nem- anda. Fyrstar skal telja stúlkurn- ar fimm: Christine Carr er Phil, sú sem burtu slapp, fór í nám. Þessi fíngerða stúlka hæfir hlut- verkinu prýðilega, stærilæti hennar og upphafning hefði mátt mótast af ögn meiri íroníu, sjálfs- dýrkun hennar dregin skýrari dráttum, en Carr fer vel með rull- una, burður eðlilegur og radd- beiting til sóma. Elva Ósk er pönkarinn, sú sem enn er á vellinum og til í tuskið. Hennar máti var einna lausastur í sýningunni og að því leytinu trúr þeim leikmáta sem ég tel að henti verkinu best. Elva er björt kona yfirlitum og saknaði ég skelfilegri maska á hana í anda persónunn- ar. í frjálsu fasi Beth má hún gæta að þeim duldu miðum sársauka sem með henni búa, ekki þannig að úr verði æsingur heldur hinu smá sem varla sést. Það getur Elva líka vel. Steinunn Ólafsdóttir er Pakist- aninn sem hverfur inn í skjólríka veröld. Steinunn túlkar prýðilega þá kynslóð sem hefur tveggja heima sýn. Hún er glæsileg og myndugleg, en mótar þó sérstöðu persónunnar innan klíkunnar. Hún hefur sérkennilega rödd og verður að gæta hennar vel. Hún hefur skaphita í persónunni sem teygði sig framúr öðrum. Alice er sú sem giftist strax og verður undirgefin allt til enda leiksins. Bára Lyngdal Magnús- dóttir kom því til skila á sjúklega bældan máta. Hennar persóna krefst passífari leikmáta en önnur hlutverk í leiknum og saknaði ég að leikstjóri skyldi hvergi gefa leikkonunni tækifæri á útrás, eins og td. á fundi þeirra Nidu og Al- ice á götuhorninu. Bára vann hlutverkið í samfellu og snurðu- lítið á þessum nótum. Helga Braga Jónsdóttir fer með ekki færri en sex hiutverk í sýningunni og lendir í þeirri erf- iðu stöðu að marka öllum sínum viðfangsefnum ljósa persónu í fáum dráttum. Þetta gekk prýði- lega upp og konan hefur ljósa hæfileika á því sviði. Hún var fyndin, þurfti að bera einhverja herfilegustu hárkollu sem lengi hefur sést stóran hluta kvöldsins og var sú glyðra reyndar síst unn- in af henni og ljósmóður hlut- verksins, Stefáni Baldurssyni. Steinunn og Elva í uppfærslu Nemendaleikhússins á leikritinu Og mærin fór I dansinn. Stórar stelpur, komnar á svið, geta margt og fá vonandi nóg að gera. Strákarnir eru þrír og skipta með sér ellefu rullum. Steinn Ármann er Joey og Danny (hvers vegna heita þeir ekki bara Jói og Danni?), tveir örlagavaldar í lífi stelpnanna. Steinn hefur líkamlega burði sem hér hafa ekki sést um hríð. Hann er þéttvaxinn og nærvera hans skapar trúverðugleika sem er fás- éður í þessari stétt, þyngdar - þungavigtar væri nær. Leikarar okkar eru flestir grannir og vant- 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.