Þjóðviljinn - 03.02.1989, Qupperneq 24

Þjóðviljinn - 03.02.1989, Qupperneq 24
HELGARPISTILL t u ÁRNI BERGMANN inn af öðrum og hvað á milli ber og hvað er sameiginlegt. Og byrji til dæmis á málefnum verklýðs- hreyfingarinnar. Slík mála- flokkaumræða, sem fram færi með þeirri málefnalegu kurteisi sem hefur yfirleitt einkennt t.d. samskipti ítölsku vinstriflokk- ana, hún getur að sönnu orðið langdregin og þvælin. En hún er líkast til nauðsynleg forsenda þess, að hægt sé að draga úr því að umræðan um sambúð mar- gnefndra flokka verði ofhlaðin persónupólitík, geðsveifluaf- stöðu til einstakra forystumanna. Menn hafa verið að velta því fyrir sér að undanförnu hvort A-flokkarnir íslensku væru tímaskekkja eða ekki. Sjálfur var ég eitthvað að fjasa um þetta efni hér í blað- inu snemma í síðasta mánuði og var tilefnið grein eftir Einar Heimisson sem birtist í DV. Nú hefur Einar svarað þeim athugasemdum í viðhorfs- grein sem birtist hér í blaðinu á laugardaginn var og kann ég honum þökk fyrir: menn bregðast alltof sjaldan við greinum sem þeir eru ekki sammála með því sjálfsagða ráði að skrifa grein á móti. Kraftaverkamenn, stjórnfælni í greinum okkar Einars komu vesturþýskir sósíaldemókratar nokkuð við sögu og hugmynda- glaður foringi vinstramegin í þeim flokki, Oskar Lafontaine. Þar sýnast ekki deiluefni á ferð - við getum vel verið sammála bæði um að slíkur höfðingi sé ny- tsamlegur hverjum þeim pólitísk- um flokki sem ekki vill týna úr sér sálinni, og einnig um það að eng- inn einn „kraftaverkamaður" getur bjargað lífi flokks eða hreyfingar. Við getum líka verið alveg sammála um að það verður1 til lengdar mjög ófrjó afstaða sem sumir smáflokkar til vinstri hafa stundað í evrópskum stjórnmál- um, að neita með öllu fyrirfram aðild að ríkisstjórnum af ótta við að missa áruna, sogast inní kerfið (dæmi Græningjanna þýsku er hér nærtækt). Eg hafði reyndar minnt á það í minni grein að þetta væri ekki vandi sem herjaði sér- lega sterkt á A-flokkana ís- lensku. Þótt t.d. Alþýðubanda- lagið hafi jafnan átt innanstokks drjúgan skammt af vinstriróm- antík þá hefur sá flokkur ekki verið sérlega stjórnfælinn. Fylgið sem mælikvarði En þá er svo komið að þeirri spurningu sem mestu varðar: hvers vegna verða flokkar tíma- skekkja? Og við þvf gefur Einar Heimisson skýr svör af sinni hálfu: Hann segir að það sé mis- skilningur og hálfgerð rómantík að „nota einhverja aðra mæli- kvarða en kjörfylgið á það hvaða flokkar séu tímaskekkjur og hverjir ekki“. Hann segir enn- fremur: „Ég leyni ekki þeirri skoðun minni að ég tel smáflokka á vinstrivæng tímaskekkjur". Áður en lengra er haldið: hvað er smáflokkur? Ég hefi vanið mig á að dæma um það með nokkuð öðrum hætti en Einar Heimisson sem telur A-flokkana báða smá- flokka. Mér finnst hugtakið fyrst og fremst eiga við um þá flokka, sem hafa verið á sínu róli í kring- um fimm prósent fylgi í margra flokka kerfi - eða þaðan af minna. Meðal þeirra hafa svo sannarlega verið margir vinstri flokkar, sem hafa hengt sig lif- andi dauðir á eitthvert tiltekið af- brigði vinstrisannleikans og hafa fljótlega orðið „tímaskekkja". En að því er varðar flokka sem hrærast í kosningakerfi sem gefur á annað borð fleiri en tveim stór- flokkum lífsmöguleika, þá fer því fjarri að hægt sé að afskrifa flokka sem njóta segjum 10-15% fylgis sem áhrifalausa og meiningarlausa smáflokka - bar- asta vegna þess að þeir hafa ekki 30-40% fylgi. Stundum lenda miðjuflokkar innan við þessa stærð (Danmörk, FDP í Vestur- Þýskalandi) í þeirri stöðu til langframa að ráða því hverskon- ar stjórnarmeirihluta er hægt að mynda og fá drjúg áhrif út á það. PSI, Sósíalistaflokki Ítalíu, hefur tekist að verða mjög drjúgt afl í samstarfi við kommúnista í hér- aðsstjórnum og borgaraflokka í Iandstjórn þótt hann hafi lengst af ekki haft nema 10-17 % at- kvæða. Spurt um tvegga flokka kerfi Flokkar eru ekki tímabærir eða tímaskekkja eftir atkvæðatölu einni saman. Þeir sem því trúa eru helst þeir, sem trúa á að það sé farsælast fyrir lýðræðið að hafa tveggja flokka kerfi eða því sem næst. Og í þessu dæmi hér: stóran borgaraflokk andspænis stórum jafnaðarmannaflokki. Gallinn við slíkt kerfi (sem venjulega er tryggt með einmenningskjör- dæmum eða erfiðum hindrunum að stökkva yfir inn á þing) er hinsvegar sá, að tveir stórflokkar leita báðir inn að miðju og draga því æ meir dám hver af öðrum. Þeir geta hvor um sig talið sér víst drjúgt fylgi sem samkvæmt hefð og stöðu er til „hægri“ eða „vinstri", þeir telja sig ekki þurfa að rækta þann garð sérstaklega vegna þess að þetta fylgi getur ekkert annað farið. Þeim mun minna svigrúm verður svo fyrir nýmæli, róttækni, hugsjóna- mennsku sem öðru hvoru tekst að hleypa nýju blóði í þá pólitík sem verður andlaus og sálarlaus á því að reyna að lifa á raunsæinu einu saman. Af þeim sökum get- ur verið viss þörf fyrir „smá- flokka til vinstri" - þótt þar með sé ekki sagt að hver og einn slíkur flokkur skuli lifa eilíflega. Líf og dauði Græningja Tökum dæmi af Græningjun- um þýsku. Vissulega hafa þeir ekki verið tímaskekkja, hvort sem þeir voru innan við 5% mörkin í fylgi (sem ráða því í Vestur-Þýskalandi hvort flokkur kremst á þing) eða fóru að nálg- ast tíu prósentin. Þeir urðu til blátt áfram vegna þess að meng- un og náttúruspjöll voru orðin hrikalegur vandi í þéttbýlu og þauliðnvæddu landi. Þeir hafa „samræmst kröfum kjósenda" - sem sannast meðal annars á því, að þeir hafa með tilveru sinni litað hinn stóra flokk Sósíaldem- ókrata grænan, og neytt borgar- aflokkana einnig til að breyta um viðhorf og áherslur í ýmsum hin- um „grænu“ málum. Annað mál er það, að þessi sami flokkur Græningja sýnist nú vera að dæma sig úr leik vegna hat- rammra innbyrðis deilna um það hvort honum sé leyfilegt að vinna að stjórnsýslu með jafnaðar- mönnum eða ekki: flokkurinn fann sér m.ö.o. ekki þá skyn- semdarblöndu hugsjónakröfunn- ar og raunsæis sem virkar og ekki verður til lengdar án komist. Okkar menn En snúum okkur aftur að okk- ar hrútum. Með öðrum orðum: A-flokkunum íslensku. Þeir eru ekki tímaskekkjur vegna þess að þeir séu of litlir eða vegna þess að þeir þori ekki fyrir sitt litla líf að vasast í kerfinu. Spurning dagsins er hinsvegar sú, hvort sá ágrein- ingur sem milli þeirra hefur ríkt sé að einhverju leyti og kannski miklu leyti orðinn tímaskekkja. Hvort hann hafi skroppið svo saman að hægt sé í alvöru að tala um nána samvinnu þessara flokka og jafnvel samruna. Þetta þurfa menn vitanlega að skoða (og eru skyldugir til þess vegna þess að ekki er til sá vinstri- flokkur sem ekki ritar á sinn gunnfána sameiningu vinstri- manna). Og þá liggur næst fyrir að svara því, hvernig menn vilja standa að þeirri skoðun. Ég segi fyrir mína parta: mér sýnist skynsamlegast að menn í A- flokkum skoði hvern málaflokk- Ódýrasta bensín (heimi: Bíllinn er harður húsbóndi Margir hafa stunið yfir mikl- um halia á bandarískum fjár- lögum og tekið hann sem dæmi um að hægristjórnum farist ekki að saka vinstri- stjórnir (eða „frjálslyndar" ) um ábyrgðarleysi í fjármálum. Reaganstjórnin hefur rekið ríkisfjármálin með tölvert á annað hundrað miljarða dala halla á ári hverju og búist er við því að hallinn á fyrsta stjórnarári Bush verði a.m .k. hundrað miljarðar. Þetta er þeim mun merkilegra sem bandan'sk stjórnvöld geta mjög hæglega gripið til mjög ein- faldrar skattlagningar til að draga stórlega úr þessum halla og koma þar með í veg fyrir frekari skerð- ingar á hinu gloppótta velferð- arkerfi landsins. Ékki þarf annað en hækka skatta af bensíni - hvert sent á bensíngallón (gallón er rúmir 4,5 líttrar) mundi skila í ríkissjóð heilum miljarði dollara. Þetta virðist þeim mun sjálf- sagðara sem Bandaríkjamenn búa nú við ódýrasta bensín í heimi eða því sem næst. Gallónið kostar aðeins 93 sent eða innan við fimmtíu krónur íslenskar og af því verði nema skattar og önnur gjöld aðeins 24 sentum. Þetta er allt önnur stefna en rekin er í öðrum öflugum iðnríkjum (hjá öflugum keppinautum Bandaríkjamanna) eins og Japan og Vestur-Þýskalandi. Japanir borga 3,4 dollara fyrir sitt bens- íngallón og greiða af hverju gal- lóni 1,62 dollara í skatt. Vestur- Þjóðverjar borga 2,26 dollara og borga 1,19 sent eða rösklega helminginn í skatt. Með hækkuðu bensínverði mundu Bandaríkjamenn slá margar flugur í einu höggi. Þeir mundu draga úr gífurlegum bens- íninnflutningi, þeir mundu spara óbætanlegar orkulindir, þeir mundu ýta undir nýtingu annarra orkumöguleika. Og sem fýrr segir: lagfæra ríkisbúskapinn stórlega. Samt hafa stjórnmála- menn í Washington ekki enn safnað kjarki til að stíga þetta skref - þeir hafa til þessa hopað jafnt og þétt á hæli fyrir því að bíllinn er harður húsbóndi. Svo mjög reyndar, að þótt orku- kreppur hafi skollið yfir, þá hafa Bandaríkjamenn skammtað sér lægra bensínverð en þeir bjuggu við árið 1950 (þegar tekið er tillit til verðbólgu síðan þá). 24 S(ÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.