Þjóðviljinn - 03.02.1989, Síða 30

Þjóðviljinn - 03.02.1989, Síða 30
MYNDLIST fvar Valgarðsson og Níels Haf- stein í Nýlistasafninu, hefst Id. Opið virka 16-20, helgar 14-20. Lýkur 19.2. „Steinn og stál." Grímur M. Stelndórsson sýnir í Bókasafni Kópavogs Fannborg 3-5, opið virka 10-21. Id. 11-14. Lýkur 28.2. Ljósbrot, Ijósmyndarar í f ram- haldsskólum, í Hafnarborg Hfirði, hefst ld., opið dagl. 14-19 nema þd.,lýkur19.2. „Birta“ - Vatnslitamyndir Kristínar Þorkelsdóttur í Nýhöfn, Hafnar- stræti, opið virka 10-18, helgar 14- 18. Stendurtil8.2. Dúkristur Guðbjargar Rlngsted í Alþýðubankanum Akureyri, lýkur 10.3. Erla B. Axelsdóttlr sýnir í FÍM- salnum, Garðastrætl 6, hefst Id. Opið 12-18 virka, 14-18 helgar, Iýkur19.2. Gallerí Llst, nýjar myndir og ker- amik, 10-18virka, 10.30-14 laugard. Gal er í Sál, Tryggvagötu 18, sýning Tryggva Gunnars Hansens, 17- 21 dagl. Listasafn Elnars Jónssonar, opið id. sd. 13.30-16. Höggmyndagarð- urinndagl. 11-17. Gallerí Borg. Pósthússtræti: eldri meistarar. Austurstræti: grafík, leir, gler og olía eftiryngri menn. Opið 10-18virka. Listasafn fslands. Salur 1: Jón Stefánsson, Jóhannes Kjarval, Gunnlaugur Scheving. Salur 2: Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson. Aðrir salir: Ný aðföng. Leiðsögn sd. 15.00. Opið nema mánud. 11-17. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi, 50 verk Sigurjóns, 14- 17 um helgar. Mokkav/Skólavörðustíg, Ríkey Ingimundardóttir sýnir um óákv. tíma. Gallerí Gangskör, opið þd.-föd. 12-18, verk gangskörunga til sýnis og sölu. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74, þióðsagna- og ævintýramyndir Asgríms til febrúar- loka, dagl. 13.10-16 nema mánu- og miðvd. SPRON, Álfabakka 14, Breiðholti, verk eftir Sigurð Þórl Slgurðsson, opið virka 9.15-16 nema föstud. 9.15-18. Lýkur31.3. Kjarvalsstaðir, vesturs., Kristján Guðmundsson „Teikningar 1972-1988", austurs. sýn. Hall- dórs Ásgeirssonar. Opið dagl. 11—18, lýkur 12.2. Börn norðursins, sýning frá IBBY um myndskreytingar í norrænum barnabókum, Norræna húsinu, lýk- ur 12.2. Ráðstefna Id. frá 13.00 um barnamenningu. TONLIST Gershwin-tónleikar Kammer- hljóms veitar Akureyrar sd. 20.30 í íþróttaskemmunni u. stjórn Eriks Tchentscher, einleikari á píanó Kristinn örn Kristinsson. Félagar úr íslensku hljóm- sveitinni leikaverke. Mozart, Pou- lenc, Roussel, Koechlinf. blásturs- hljóðfæri í Gerðubergi sd. 16.00. Sniglabandið í Abracadabra um helgina. LEIKLIST ÓvitaríÞjlh.ld.,sd 14.00. „og mærin fór í dansinn..." Nem- endaleikhúsinu Lindarbæ, föd., sd. 20.00 Sjang-Eng í Iðnó Id. 20.00. Allt i misgripum, Leikfélag Hfjarð- ar í Bæjarbíói, föd., Id. 20.30. Sveitasinfónían í Iðnóföd., sd. 20.30. Ævintýri Hoffmanns, Þjlh. Id., sd. 20.00. Koss kóngulóarkonunnar í Al- þýðuleikhúsinu, kjallara Hlaðvarþ- ans föd. 20.30, sd. 16.00. Síðustu sýningar. Fjalla-Eyvindur og kona hans, Þjlh. föd. 20.00, fáar sýningar eftir. Voriðkallare. FrankWedekind, leikstj. Þórdís Arnljótsdóttir. Thalía, leikfélag MS, sýnir í Hlaðvarpanum ld.,sd. 20.30. HITT OG ÞETTA Pólitík á laugardegi. Guðrún Helgadóttir á Hverf isgötu 105,4. hæð, Id. 11-14. Þjóðviljinn/ABR. MÍR-bíó Vatnsstíg 10 sd. 16.00, „Zhúkovmarskálkur", heimildar- mynd um hinafrægu sovésku heimsstyrjaldarhetju. Enskir textar, ókeypis inn. Félag eldri borgara, opið hús í Tónabæ laugard. frá 13.30, dans- kennsla 14.30-17.30. Opið hús sd. í Goðheimum, Sigtúni 3, spjall, spil og tafl frá 14, dansað 20-23.30. Opið hús íTónabæ mánud. frá 13.30, félagsvist frá 14.00. Ath. Þorrablót sem augfýst var 11.2. verður haldið í Sigtúni 310.2. Miðar seldirþarsd. Laugardagsganga Hana nú, lagt af stað 10.00 frá Digranesvegi 12. Samvera, súrefni, hreyfing. Ferðafélagið, sd. 13.00:1) Þor- lákshöf n - Haf narskeið, ekið að Óseyrarbrú. 2) Eldborg - Leiti - Geitafell, skíðaganga. 800 kr. (frítt undir 15), brottför austanvið Umfmst. Útivist, Blikastaöakró- Leirvogur- Víðines, sd. 13.00, brottför vestan- við Umfmst, 500 kr, frítt f. börn m. full. Útvarp Rót ársgamalt, afmælis- veisla Risinu föd. frá 19.30. Matur, ávörp, söngur, dans. Vfkingar í Jórvík og Austurvegi, í Norræna húsinu og Þjóðminja- safni, opin dagl. nema mánud. 11- 18. Alþýðubandalagið í Kópavogi, morgunkaffi Þinghóli 10-12, Hvað á að gera um helgina? Einar Thoroddsen læknir: Ég verð á vakt á spítalanum og ætla að lækna grimmt, þá sem eru með háls-, nef- og eymasjúkdóma, og svo reyni ég bara að hvfla mig svolítið á milli. Heiðrún Sverrisdóttir hellir uppá. Þorrablót Idkvöld Þinghóli frá 20.00 Þjóðfræðafélagið fundar md. kl. 20.30 íÁrnagarði, stofu 301. Sagt frá þjóðfræðaþingi í Noregi um síð- ustu helgi. Félagsvist hjá Borgfirðingafé- laginu í Sóknarsalnum, Skipholti 50asd.frá 14.30. Árshátíð Félags Eskfirðlnga og Reyðfirðlnga í Goðheimum Sig- túni3ld.frá20.00. Félag eldri borgara í Kópavogi, fundur um lífeyris- og tryggingamál í Félagsheimili Kópavogs Id. 13.30. Unnur Júlíusdóttir og Hilmar Björg- vinsson tala og svara. Trúogtrúarlíf. Séra Sigurbjörn Einarsson flytur fjögur erindi í Safnaðarheimili Neskirkju. Fyrsta erindisd. 15.30. Norræn fegurð í Broadway sd.kvöld og Sjallanum Akureyri fö,- lau ,-kvöld dagskrá fegurðardísa f rá Norðurlöndum. IÞROTTIR Handbolti ka. föd. 20.30 ísland- Noregur Höllinni. 2.d. föd. 20.00 UMFA-UMFN Varmá, Id. 14.00 (R-Haukar Seljask., 14.00 HK-Þór Digran., sd. 14.00 (BK-ÍH, 14.00 Selfoss-Ármann. 1 .d.kv. föd. 20.00 Þór-ValurAk., 19.00FH-ÍBV Strandg., 20.15 Haukar-Fram Strandg. Karfa, úrvalsd. ka. sd. Þór-KR Höll Ak„ UMFG-UMFT (þrh. Grv., Haukar-UMFN Strandg., (BK-ÍS iþrh. Kv„ ÍR-Valur Seljask. Alls- staðar 20.00. Blak. (slm. ka. Id. 16.00 Þróttur N- HK, fslm. kv. Id. 17.15 Þróttur N- HK. Badminton. fslmót Laugardalshöll Id. frá 10.00, sd. frá 10.00, úrslita- leikir meistaraflokki 14.00. FJÖLMIÐLAR Fréttir DV Fögur ný veröld blasir viö sjónvarpsáhorfendum: HARALDSSON Við getum séð 30 30 rásir - af hverju? sjonvarpsrasir Frá og meö S. febrúar munu á 5. þúsund íslendingar, sem geta náö gervihnattasjónvarpi, náö allt aö 30 erlendum sjónvarpsrásum inn I stofu til sln. íslendingar hafa til þessa séö tðluvert margar erlendar sjón- varpsráslr en nýlega uröu breytlngar útl I hlminhvolfinu sem auka úrvaliö til muna. Munar þar mest um hinn nýja sjónvarps- og Qarskipta gerví hnött ASTRA scm sendur var á loft í desember. Hefur ASTRA-hnöttur- lnn alls 16 rásir. Sendingar um ASTRA hnöttinn hcfiast 5. febrúar en um hann munu fara nýjar stöövar á vegum SKY-Channel og annarra stööva sem áöur sendu cfni sitt meö- al annars um Eutelsat-1 genrthnött- inn. Þeír sem hafa tll þess tækjabúnað geta þannig náö sjónvarpssending um um 4 gervihnetti. Auk ASTRA. náum viö sjónvarpsefni i gegnum Eutelsat-4 sem heíur 8 rásir, Eutel- sat-5 sem hefur 4 ráslr og franskan gervihnött meö 4 rásum. f haust veröur síðan sendur upp breskur gervihnöttur. BSB, sem ekki er vítaö hve margar rásir mun hafa en viö Á kortinu sést staö- setning þeirra gervi- hnatta sem fslending- ná með 1,8 m diski. Ég hef ekki tölu á öllum þeim sem hafa spáð því að hin fagra nýja veröld sjónvarpsáhorfand- ans sé rétt handan við hornið því nú séu alls konar velgjörðarmenn hans í óða önn að skjóta upp gervihnöttum sem hver um sig býr yfír fjölmörgum sjónvarps- rásum. Og í DV á þriðjudaginn var það upplýst að frá og með næsta sunnudegi hefðu fímm þús- und íslendingar aðgang að 30 sjónvarpsrásum utan úr geimnum, þe. til viðbótar þessum tveimur sem sendar eru út hér á klakanum. Ýmsir örðugleikar eru þó á móttöku alls þessa efnis ofan úr geimnum. Lega landsins gerir það til dæmis að verkum að við erum í útjaðri þeirra sjónvarps- geisla sem gervihnettimir stafa frá sér. Það þýðir að ekki dugir minni móttökuskermur en tæpir tveir metrar í þvermál og hann kostar að sögn DV 130-230 þús- und krónur upp kominn. Það er ljóst að venjulegir meðaljónar þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggja út í slíka fjár- festingu. Aðrar hömlur em í gildandi út- varpslögum (eða þeim sem giltu til síðustu áramóta). Þar er bann- að að taka á móti sjónvarpsefni utan úr geimnum og dreifa því til fleiri en 36 móttakenda. Þetta kemur í veg fyrir að félög áhuga- manna, til dæmis Útvarpsfélag Seltjarnarness, geti reist mót- tökuskerm og leitt rásimar þrjá- tíu inn í hvert hús á Nesinu. Væntanlega er þetta eitt þeirra atriða sem eru til skoðunar hjá nefndinni sem Svavar Gestsson ætlar að láta endurskoða útvarps- lögin. Þetta með dreifingu efnisins úr gervihnöttunum hefur vafist ó- skaplega fyrir fólki, ekki bara hér á landi. Júlíus Sólnes sem hefur verið í forsvari fyrir Útvarpsfélag Seltjarnarness er þeirrar skoðun- ar að réttast sé að áhugafélög eða einkafyrirtæki taki á móti efninu og leiði það inn á næstu símstöð en þaðan fari það í hvert hús um símaþræði Pósts og síma. Ég fæ hins vegar ekki séð neina ástæðu fyrir því að blanda félögum eða fyrirtækjum í málið. Mér finnst Póstur og sfmi geta reist mót- tökuskerma (eins og raunar hefur þegar verið gert með Skyggni) og, annast alla dreifingu á efninu, rétt eins og um væri að ræða síma, telex, fax og allt það. Póstur og sími hefur dreifikerfið (að vísu þyrfti að endurnýja það víða) og um það gætu menn keypt sér að- gang að sjónvarpi að eigin vali. Fyrir sumt þyrfti að borga áskrift- argjald og svo þyrfti Póstur og sími að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Mér finnst þetta einfald- asta lausnin. En þá er komið að enn einum þröskuldinum sem er krafa lög- gjafans um að allt efni sem sent er til almennings skuli þýtt á ís- lensku, textað, talsett eða túlkað jafnóðum. Þetta er í sjálfu sér afar erfítt viðureignar því þarna er um beinar sendingar að ræða. Á því hef ég enga lausn frekar en aðrir í samfélaginu. En það er greinilegur vilji fyrir því að lausn fínnist enda í sjálfu sér fáránlegt að dreifa til íslendinga sjónvarps- efni sem allt er á erlendum tung- um. Þessi vandi var eitt af því sem um var rætt í spjalli Hrafns Gunn- DV boðar fagra nýja veröld. laugssonar við nokkra valin- kunna um erlend áhrif á íslenska menningu en sá þáttur var á dag- skrá Sjónvarpsins á þriðjudag. Þar útskýrði áðurnefndur Júlíus Sólnes áhuga sinn á gervihnatta- sjónvarpi með því að hann vildi rjúfa einokun engilsaxa á sjón- varpseffti. Enda hefðu evrópskir sjónvarpsmenn verulegar á- hyggjur af þessari einokun. Júl- íusi fannst það heillandi framtíð- arsýn að geta horft á beint sjón- varp frá Suður- Evrópu, já meira að segja Balkanskaga. Þetta er vissulega fróm hugsun hjá þingmanninum. En einhvern veginn á ég erfitt með að sjá fyrir mér venjulega íslenska sjón- varpsáhorfendur fylgjast af mikilli athygli með umræðum um vandann sem júgóslavneskt efna- hagslíf á við að etja - á frummál- inu. Ætli flestir þeir sem koma þreyttir heim úr aukavinnunni og fleygja sér fyrir framan kassann kjósi ekki að svissa á rásir á borð við Sky Channel eða Super Channel þar sem framboðið á amerískum sápuóperum er óþrjótandi. Það er nefnilega partur af áhyggjum evrópskra sjón- varpsfrömuða að tilkoma gervi- hnattasjónvarpsins bæti enn sam- keppnisstöðu bandaríska sjón- varpsiðnaðarins og er forskot hans þó ærið fyrir. 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.