Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 19
◄ I I ! I hafa kannski rokið upp með ein- stök og út af fyrir sig ágæt mál og verið mjög uppteknir af þeim, en miklu síður litið á allt í samhengi. Tökum dæmi af tónskáldi sem vinnur til viðurkenningar á al- þjóðavettvangi - hann er um leið hvatning fyrir krakka í tónlistar- skóla sem iðkendur og hlustend- ur. Við þurfum að hætta að hugsa um einn þátt í einu, þetta er allt samfella... Ljósvakinn, íslensk tunga Eins og á var minnst í upphafi þessa máls, þá hefur Svavar Gestsson sett af stað nýja vinnu við alla veigamestu þœtti í starfi síns ráðuneytis og verður ekki far- ið út í ítarlegar upptalningar á því öllu hér (Menn eru að kvarta yfir því að ég sé búinn að skipa óskap- lega margar nefndir, segir ráð- herrann iðrunarlaust). En áður en þessu spjalli lyki tók blaða- maður tvö atriði úr málabunkan- um: ráðslag um eflingu Ríkisút- varpsins sem Svavar vék sér að strax á fyrstu dögum í ráðherras- tól og átak í þágu íslenskrar tungu sem verið er að undirbúa. Já það voru teknar ákvarðanir um að koma Ríkisútvarpinu úr verstu fjárhagslegu úlfakrepp- unni og nú er á döfinni að endur- skoða útvarpslögin í heild. Vinn- uhópur mun gera tillögur um fjöl- miðlafræðslu í grunnskólum og svo menntun fjölmiðlafólks. Það eru margar uppákomur afdrifa- ríkar að dynja yfir okkur í ljó- svakanum eins og menn vita og kannski væri einfaldast að bregð- ast við með því að setja reglugerð á reglugerð ofan. En meðal ann- ars vegna þess að tæknin þróast með þeim hætti að menn geta gert hvað sem þeim sýnist, þá held ég að eina svar okkar sem dugar sé blátt áfram að gera bet- ur. Búa til efni sem speglar ís- lenskan veruleika með þeim hætti að menn sjái sig þar en leiti síður í Dallas einhverskonar. Persónulega vil ég halda menn- ingarsjóði útvarpsins til eflingar innlendri dagskrárgerð. Ég vil gjama breyta útvarpsráði, hvem- ig - það veit ég ekki, en ég tel sjálfur að tími flokkapólitísks eft- irlits sé liðinn og að það kerfi hafi í reynd verið mjög hagstætt íhald- inu. Við þurfum fyrst og fremst sem besta faglega umfjöllun um hvaðeina og í annan stað er hollt að skipa yfirstjóm menningar- stofnana til takmarkaðs tíma. Forsetinn spurði í nýjársávarpi sínu hvað menn vildu gera í þágu íslenskrar tungu og vitaskuld hlustum við á forsetann. Við emm að undirbúa átak í þágu ís- lenskunnar og ég sé það fyrir mér þannig að það sé mjög víðtækt, nái til skóla og fjölmiðla og vinn- ustaða, það byggist á margvís- legri viðurkenningu til einstak- linga, samtaka og stofnana, á út- gáfustarfsemi og fleiru. Þetta átak byrji formlega með viðburð- um um sumarmál og haldi þessi lota áfram til fullveldisdagsins fyrsta desember. . Það kom til mín á dögunum hópur frá Æskulýðssambandi ís- lands sem hefur í huga átak í þágu íslenskrar tungu í september og ég fagna því - það skiptir miklu að tungan verði málstaður yngstu kynslóðarinnar. Þegar ég hefi komið í ffamhaldskóla hefi ég beðið krakkana um aðstoð - við verðum að gera allt hvað við get- um til að stilla saman strengina í þessum málum. Það er glapræði að annast ekki sem best það hjarta í þjóðarlíkamanum sem tungan er, það er líka jafnréttis- barátta að rækta virðingu fyrir tungunni allsstaðar, við viljum ekki að sumir menn tali „gott“ mál en aðrir „vont“ eins og það er kallað. Föstudagur 17. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.