Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR 0 Eins og þið vitið öll stendur ættarfé mitt, Skaða, víða fótum. Ég á nána ættingja í öllum flokkum og það er náttúrlega mikill húskross þegar maður er í vondu skapi en búhnykkur ef maður er í skapi til að skemmta sér og stríða þessum aumingjum sem ekki eiga alminni- legan Sjálfstæðisflokk á bak við sig eins og ég, sem var alltaf velkom- inn heim til Ólafs Thors bæði fyrir og eftir mat Einn frændinn er nú hann Kalli, sem heitir í höfuðið á Karli Marx og hefur mar^a hildi háð og stenst ekki reiðari en þegar hann er kallaður allaballi. Eg er sósíalisti, segir hann eins og það sé eitthvað merkilegt. Syndum vér fiskarnir, sögðu hornsílin. Ég hitti Kalla á dögunum og spurði hann hvort honum liði ekki vel í stjórnarsamstarfinu. Nei, sagði hann. Mér verður ekki um sel í stjórnarsamstarfi. Mér finnst það svo ónáttúrlegt eitthvað að vera í stjórn. Af hverju? spurði ég sisona. Af því ég vil fá að vera á móti þessu andskotans þjóðfélagi í friði. Ekki get ég tekið trú á þennan andskotans rlkiskassa eins og Ólafur Ragnar. Hvað varðar mig um þennan þjóðarhag ukkar? Mér finnst nú, sagði ég og gerði mig Ijúfan og umburðarlyndan í framan, að þið kommarnir hafið þokast töluvert til nokkurs manndóms upp á síðkastið. Þið þorið að minnsta kosti að vera með í að stjórna kreppunni eins og ábyrgir menn. Ég kalla það ekki að þora, sagði Kalli, að álpast út í lífsháska. Að sitja í svona stjórn það er eins og að vera í þessum fræga bát í vísunni: Eitt sinn flutt var yfir á úlfur lamb og heypokinn ekkert granda öðru má eitt og mann tók báturinn Þú manst þetta Skaði, þá má ekki skilja eftir úlf og lamb saman án eftirlits og ekki lamb og heyþoka og þetta er feiknahnútur, pólitískur og siðferðilegur Og hver er þá hvað, Kalli minn? spurði ég. Hlýtur Steingrímur ekki að vera heypokinn svo sem í anda hinnar hvanngrænu sögu Fram- sóknarflokksins? Nei þvíernú verr, sagði Kalli. Steingrímur hefurskiptum ham. Hann er í rauninni úlfur í sauðargæru, sem mun háma í sig lambið eftir að það hefur étið heypokann. Þú ætlar þó ekki að fara að kalla Ólaf þinn Ragnar heypoka? Nei, ég veit það passar ekki, og ekki fyrir Jón Baldvin heldur og einhver guðs blessuð lömb eru þeir ekki heldur. Kannski þeim takist að slá sig saman og verði úr þeim sameinaður alþýðlegur lambhrútur, sem stangar mann og annan svo jafnvel úlfurinn má fara að vara sig. Já, en þá gengur gátan ekki upp Kalli, sagði ég. Hver er þá heypok- inn? Já komdu þar, sagði Kalli þungt hugsi. Kannski er heypokinn bar- asta þessi alþýða sem stundum er verið að minnast á og er svo formlaus og skoðanalaus sem skraufþurrt hey og verður áreiðanlega étin fyrr en síðar, hver sem það gerir. Já, sagði ég, en hver er þá maðurinn í bátnum, þessi sem er að flytja úlf og lamb og heypoka yfir lífsins fljót? Það er líka mjög flókið mál Skaði, sagði Kalli. Sumir halda að þetta sé Stefán Valgeirsson. En þeir sem leggjast dýpra segja að maðurinn sé Jóhannes Nordal eða eitthvert annað vaxtatröll og þá skipti farþeg- arnir í bátnum í rauninni litlu máli eða hvort þeir éti hver annan eða ekki. En ef svo er, er þá ekki allt fútt farið úr gátunni? Við þögðum stundarkorn frændurnir og hvor hugsaði sitt. Svo segir Kalli: Og svo er það þessi spurning: Til hvers er verið að fara yfir ána? Gat þetta lið ekki verið kyrrt? Veit nokkur hvað bíður hinum megin á bakkanum? Það liggur í augum uppi, sagði ég. Þegar þessir þrírskipta með sér hlutverkum á báti, þá er förinni heitið beint í ófrelsið. Hið íslenska Gúlag. Svo hefur Hannes sagt. Nei Skaði, sagði Kalli og hristi hausinn. Þú gleymir manninum í bátnum. Ég hefi pælt mikið í honum og mig grunar sterklega að hann sé enginn annar en Auövaldið sjálft. Auðvaldið sem hefur komið öllu svo haganlega fyrir, að farþegarnir vita varla af því, heldur fara barasta eftir þess reglum eins og aldrei hefði annað komið til greina undir sólunni. Og þegar yfir kemur mun þessi auðvaldsstýrimaður selja heyiö, slátra lambinu og loka úlfinn inni á Ssedýrasafninu. í RÓSA- GARÐINUM Hvar er í heimi hæli tryggt? Fylgifiskar bjórsins eru margir og sumir óvæntir. Þannig hefur bjórinn komið óorði á gangandi vegfarendur. Víkurblaóið Andi yöar skelfist eigi Alþýðuflokksmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af ræðu minni í dag, sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra í morgun. DV Laun heimsins Og nú er mér sagt og les það jafnvel í blöðunum að ég, þetta blessað Ijós, sé alversta karl- skepnan í bænum og æði um rýt- andi og rymjandi eins og svín í svaðinu. Tónlistarrýni í DV Heimskingi, í nótt veröur þetta allt frá þértekiö Það er kannski von að maður sem á góða konu, fimm börn og hundrað miljónir dollara óttist að tapa því öllu í baráttuni við krabbamein. Tíminn Til dæmis aö safna ekki óþörfu fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur því margt að læra af Alþýðuflokkn- um. Alþýðublaðið Oft er Ijótur draumur fyrir litlu efni Hinn gamli draumurforystu- manna Sjálfstæðisflokksins um Alþýðuflokkinn sem margnota hækju er nú að breytast í mar- tröð. Alþýðublaðið Nei, hann heföi náttúrlega ritstýrt Tímanum Þess vegna er eiginlega eng- inn kominn til með að segja að Þórbergur hefði endilega orðið sami sósíalistinn og hann varð ef hann hefði verið í blóma ritferils síns á öðrum tíma og við aðrar aðstæður. Tíminn Aldrei er f riöur fyrir karlinum Ludwig van Beethoven leikur á rafgítar. Morgunblaðið Svo lengi lærir sem lifir Níræður maður, Adolfo Fiam- ma, og sjötug kona hans, Gius- eppina Scandurra, sem hlupust á brott fyrir einu ári síðan til þess að giftast, eru nú skilin að skiptum. Morgunblaðið 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.