Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 4
Magnús Guðmundsson er á beininu
Myndin er óhjá-
kvæmilega hlutdræg
Greenpeace hefur engan grundvöll til
málshöfðunar. Skaðabætur koma ekki til
greina nema að Greenpeace breyti um
eðli. Ríkisstjórnin hefur verið ferlega slöpp
við að kynna málstaö íslendinga erlendis.
Getur verið réttlætanlegt að
umhverf issamtök skipti sér af því hvernig
þjóðir nýta náttúrauðlindir sínar.
Greenpeace notar falsaðar myndir
Magnús Guðmundsson hefur
hlotið landsathygli fyrir mynd
sína, Lífsbjörg í norðurhöfum.
Hvað sem um myndina má segja
að öðru leyti hafa viðbrögð við
henni verið mjög sterk hér á landi
og þá hafa hörð viðbrögð um-
hverfisverndunarsamtakanna
Greenpeace ekki síður orðið til
þess að vekja á henni athygli.
Hver er þín skoðun á Græn-
friðungum, Greenpeace-
samtökunum, eru þetta umhverf-
isverndarsamtök eða peninga-
samtök?
„Þau eru hvorttveggja. Mín
skoðun á flestum Greenpeace-
meðlimum er jákvæð, þetta er
velmeinandi fólk og vill náttúru
og mannlífi vel. Hins vegar hafa
samtökin lent á villigötum í ein-
hvern tíma og á þeim villigötum
keyra þau ansi mikið. Þá á ég við
að þau leggi meira upp úr því sem
þau kalla „fund raising issues",
eða fjáröflunarmálum, eins og
selum, hvölum og kengúrum.
Þetta eru dýr sem fyrst og fremst
eru falleg og sæt og höfða fyrst og
fremst til tilfinninga og þessarar
gæludýraáráttu á vesturlöndum."
Finnst þér rétt að umhverfis-
samtök á borð við Grænfriðunga
skipti sér af því, hvernig einstak-
ar þjóðir nýti náttúruauðiindir
sínar, hvort sem það cru hvaiir,
selir eða þorskur?
„Það getur verið réttlætanlegt
en það getur líka verið mjög vafa-
samt. Af hverju skipta þau sér
t.d. ekki af eyðingu regnskóga á
Amozonsvæðinu? Þau hafa ekki
gert það. Þeir segjast hafa
áhyggjur af ástandinu, en þeir
gera ekkert í málinu. Þeir eru
ekki með aðgerðir þar eða læti
eins og gegn þessum smáþjóðum.
Af hverju eru þeir þá ekki tilbún-
ir til að hlusta á rök vísindamanna
og styðja rannsóknir á þessu lífr-
íki sem þeir þykjast ætla að
verja?
Ríkisstjórn Brasilíu hefur
reynt að skapa þá tilfinningu
meðal landsmanna að afskipti
annarra þjóða t.d. Bandaríkja-
manna af eyðingu regnskóga sé
íhlutun í innanríkismál Brasílíu
sem öðrum komi ekki við. Hér er
ekki um sambærileg mál að ræða
hvað varðar lífsafkomu mann-
kyns, en sýnir þetta ekki ákveðna
hættu sem fylgir því að vera dóm-
ari í eigin sök og hvernig ríkis-
stjórnir geta skapað áiit meðal
þjóðarinnar, sem að vafasamt er
að séu henni í hag þó einstakir
sterkir aðilar innanlands geti haft
ákveðna hagsmuni af ofnýtingu
náttúruauðlinda um skamman
tíma?
„Þetta er á engan hátt
sambærilegt. Regnskógarnir í
Amazon og Suður-Ameríku eru
undirstaða jarðlífsins og því kem-
ur það öllum heiminum við ef að
þeim yrði eytt. Hins vegar er
augljóst að smáþjóðirnar hafa
ekki hag af því að eyða sinni nátt-
úru eða sínu dýralífi, heldur vilja
þær halda því við. Þetta vita allir.
Ég hef hins vegar ekki orðið
var við það að ríkisstjórnin hafi
gert mikið í þessu máli eða byggt
upp neina þjóðrembu, því mér
finnst þeir ferlega slappir. Það
kemur mér reyndar á óvart hvað
ríkisstjórnin er léleg í því að
kynna þennan málstað. En hins
vegar mega menn ekki rugla mál-
um saman. Menn hafa talað um
hvort myndin geri menn hlynnta
hvalveiðum eða afhuga. Það er
ekki ætlunin með myndinni, hún
segir einfaldlega frá staðreyndum
sem eru taldar upp og þær eru
sannar. Síðan geta umhverfis-
verndarmennirnir komið og bor-
ið fram sín rök.“
Telur þú að Lífsbjörg á
norðurslóðum sé hlutdræg
mynd?
„Hlutdræg? Já, hún er óhjá-
kvæmilega hlutdræg að vissu
marki, því þetta er í fyrsta sinn
sem þessum þjóðum er gefinn
kostur á að svara fyrir sig, segja
sína skoðun. Að því leyti til er
hún hlutdræg, en vinnubrögðin í
myndinni myndi ég telja hlutlaus,
alla vega framan af. Allir aðilar
koma og segja sína meiningu og
að því leyti til er myndin hlutlaus.
En ég hafði engann vegin ætlað
mér að gera hlutlausa mynd,
þannig að sá sem á hana horfir
standi upp engu nær.“
Hefðir þú ekki gert sterkari
mynd og hugsanlega losnað
undan óþægindum jafnframt, ef
þú hefðir bent á baráttu Græn-
friðunga gegn losun eiturúrgangs
í norðurhöf, gegn kjarnorkuvæð-
ingu o.s.frv.?
„Myndin fjallar ekkert um
Grænfriðunga, það er bara rangt
og miskilningur hjá þeim og öðr-
um eins og Guðrúnu Helgadótt-
ur. Myndin er um lífsbjörg í
norðurhöfum, síðan koma Græn-
friðungar inn í þá lífsbjörg og lífs-
baráttu sem ákveðnir örlagavald-
ar. Mér kemur ekkert við hvað
Grænfriðungar eru að bardúsa út
í Nevadaeyðimörkinni eða ein-
hvers staðar annars staðar.
Menn eru hins vegar alltaf að
tíunda baráttu Grænfriðunga
gegn úrgangslosun hér og þar,
þetta er bara ekki satt. Menn
verða einfaldlega að horfast í
augu við það að Grænfriðungar
eru ekkert að berjast í þessum
málum. Þeir elta eitt lítið skip
sem er að henda einhverju drasli í
hafið, með myndavélar frá öllum
sjónarhornum, láta sprauta á sig
örlitlu vatr.i og leika hetjur í
nokkra daga, en hvað svo? Ekki
ráðast þeir á þýska eða banda-
ríska stóriðnaðinn sem býr til
eitrið, ekki reyna þeir að stöðva
framleiðslu á þessum skít og eitri
sem er að eyðileggja umhverfi
manna í Evrópu og Bandaríkjun-
um. Ég er alveg klár á því að þeir
ráðast ekki á þær stóru iðnaðar-
samsteypur sem framleiða þetta
eitur. Hins vegar elta þeir stöku
skip af því það hefur auglýsinga-
gildi.“
Telur þú þig hafa sannað að
Grænfriðungar hafi beitt fölsu-
num í framieiðslu á áróðurs-
myndum sínum eða haft beina
vitneskju um að efni sem þeir
hafa nýtt sér hafi verið sviðsett?
„Ég er ekki að reyna að sanna
að þeir hafi búið til falsanir sjálf-
ir, en það er ljóst að þeir hafa
notað falsanir. Hvort þær hafa
verið búnar til af öðrum eða þeim
sjálfum veit égekki um. Þeir hafa
reyndar sjálfir lýst því yfir að þeir
hafa búið til þessar myndir, sem
bent hefur verið á að eru falsaðar
og þar af leiðandi viðurkenna
þeir upp á sig að þeir telja þetta
vera rétt.“
Þannig að þú telur engum vafa
undirorpið að þessar myndir séu
falsaðar?
„Það er engum vafa undirorpið
að þessar myndir eru sviðsettar.
Þetta eru raunverulegar myndir,
en þær eru sviðsettar. Þær sýna
ekki raunveruleikann, þær sýna
ekki hvernig að veiðum er vana-
lega staðið.“
En af hverju var forvígis-
mönnum Grænfriðunga ekki gef-
ið tækifæri á, í myndinni sjálfri,
að svara þeim ásökunum sem á
samtökin eru bornar?
„ Af hverj u ætti það af hafa ver-
ið gert? Það er verið að segja frá
dómum í myndinni, sem eru
staðreynd og ekki spurning um
rétt eða rangt."
En það er ekki verið að tala um
dóma í myndinni sem fallið hafa á
Grænfriðunga, heldur einhverja
allt aðra?
„Það er heldur ekkert sagt í
myndinni að Grænfriðungar hafi
verið dæmdir, en myndirnar eru
frá þeim og það kemur fram í
myndinni. Þær eru fengnar frá
þeim og þeir eiga copyright eða
höfundarrétt af þeim, sem þeir
endurselja mér svo eða gefa mér
reyndar. Ég er með dóminn upp á
það að þessir hlutir gerðust og
auðvitað datt mér ekki hug að
láta Grænfriðunga ritskoða
myndina, því að sjálfsögðu vissi
ég að þeir yrðu vitlausir þegar
þetta kæmi fram. Það er bara
heilbrigð skynsemi að gefa þeim
ekki of mikil færi á að reyna að
eyðileggja okkar verk, meðan
myndin var enn í vinnslu."
Má ekki segja að þú hafir sjálf-
ur verið á mörkum sanngjarnrar
frásagnar í myndinni, þar sem
þar er látið að því liggja að ís-
lendingar séu á sama báti og
veiðimannabyggðir í Grænlandi
og eigi verulegra efnahagslegra og
þjóðfélagslegra hagsmuna að
gæta með hvalveiðum?
„Það er ekki látið að því liggja,
það er aðeins verið að telja fram
einfaldar staöreyndir."
En því er heldur ekki haldið
fram að á íslandi eru mjög
skiptar skoðanir um hvalveiðar
og þá stefnu sem hér hefur verið
rekin og ekki minnst á hugsanleg
áhrif hagsmunaaðila eins og
Hvals hf. o.s.frv.?
„Nei, sjáðu til, þetta er ekki
mynd um íslenska innanríkispóli-
tík, skoðanir á hvalveiðistefn-
unni eða neitt slíkt. Þetta er
staðreyndamynd en ekki um
skoðanir sem sveiflast dag frá
degi, innanríkisþras um hvort
eigi að láta undan Greenpeace
eða ekki, eða hvort eigi að veiða
svona marga hvali eða ekki.
Myndin fjallar um það á hverju
þessar þjóðir lifa. Mér er alveg
sama um hvort menn veiða hval
eða ekki, ég var bara að rekja
ákveðnar staðreyndir.
Grænfriðungar hóta þér mál-
sókn m.a. að því er virðist vegna
þess að þú hafir fengið efni frá
þeim á fölskum forsendum, þú
hafir notað efni án heimildar og
vegna þess að í myndinni sé að
finna ærumeiðandi atriði um
Greenpeace og ákveðna einstak-
linga, t.d. Dean Wilkinson þar
sem myndin sé þannig saman sett
að gefið sé i skyn að hann eða
Grænfriðungar hafi átt þátt í að
sökkva hvalbátunum. Hvað viltu
segja um þessar ásakanir og
hvernig heldur þú að hugsanleg
málaferli fari?
„í fyrsta lagi vil ég benda á að
ég reikna ekki með að nokkurn
tíma muni koma til málaferla. f
öðru lagi er dómstóll búinn að
skera úr um réttmæti höfundarr-
éttar. Borgarfógeti er jafnmerk-
ur dómstólum út í heimi. Síðan
hvað varðar atriðið þegar sökktu
hvalbátarnir koma í mynd þegar
Dean Wilkinson, talsmaður
Greepeace er að Ijúka sínu máli
að þá er það í inngangi myndar-
innar, þar sem stiklað er á stóru
um það sem síðar kemur. Þetta
var spurning um myndræna fe^
gurð í myndinni að láta hljóð
alltaf ganga inn á næsta mynd-
ræna atriði. Menn gætu hugsan-
lega túlkað þetta sem samteng-
ingu ef þeir sæju bara eina mín-
útu af myndinni, en síðar í mynd-
inni kemur skýrt fram hvaða aðil-
ar stóðu að því að sökkva hval-
bátunum og myndir af þeim sýnd-
ar.
Ég á ekki von á málsókn af því
Greenpeace hefur ekki grundvöll
til málsóknar. Það koma fram
andstæðar skoðanir í myndinni
og þar segja aðilar sínar skoðanir
á Greenpeace. Það er ekki beitt
fölsunum um Greenpeace, en
það er ekki ástæða til málshöfðu-
nar þó að fram komi neikvæðar
skoðanir um samtökin. Þeir
verða bara að kyngja því og reyna
að bæta um betur ætli þeir að
halda sinni starfsemi áfram. Allt
kjaftæðið í Greenpeace um að
þetta eigi eftir að reynast okkur
dýrt og að þeir eigi eftir að fara
fram á skaðabætur, byggist ein-
faldlega á vanþekkingu þeirra á
eigin samtökum. Þeirsegja sjálfir
að Greenpeace séu ekki
hagsmunasamtök og fari þeir
fram á skaðabætur þá eru þeir að
segja um leið að samtökin séu
peningasamtök og eru þá að
breyta öllu formi á starfseminni.
Þeir heita á ensku „non-profit
organisation" og eru skattlögð
samkvæmt því í öllum löndum,
þannig að verði þeim að góðu ef
þau ætla að fara að heimta pen-
inga af mér.“
Hafa sjónvarpstöðvar erlendis
kippt að sér hendinni vegna hót-
ana Grænfriðunga um málaferli
verði myndin sýnd?
„Nei, áhugi þeirra hefur þvert
á móti aukist.“
Að lokum, hvernig tilfinning er
það að hafa skapað mynd sem,
eins og þú hefur sjálfur orðað það
með óbeinum hætti, „samcinaði
þjóðina og kom henni á rétta línu í
hvalamálinu“?
„Það sem ég sagði var það að
Greenpeace væru hræddir af því
þeim hafði næstum tekist að
kljúfa einingu þjóðarinnar í hval-
amálinu. Og allt í einu kemur
þessi mynd, sem reyndar var ekki
framleidd fyrir innanlandsmark-
að og átti ekki að sýna hér, og þá
sameinast þjóðin aftur sem einn
maður og þjappar sér saman um
sinn málstað. Mér finnst það
mjög merkilegt fyrirbrigði og
sérstakt að ég skyldi hafa orðið til
þess því ég hafði ekki ímyndað
mér að ég gæti haft siíkan áhrifa-
mátt. Ég er mjög ánægður með
viðbrögðin við myndinni, því 99
prósent hafa gefið henni góða
dóma,“ sagði Magnús Guð-
mundsson.
phh
4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. mars 1989