Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 7
niður, og verður mest í júlí og ágúst. Aðspurður um hvort þessi lokun kæmi niður á bæklunar- deild, þar sem langar biðraðir eru eftir bráðnauðsynlegum aðgerð- um, sagði Davíð að svo myndi verða: tvær bæklunardeildir á Landspítalanum verða lokaðar í 4 vikur í sumar, en í fyrra var ein deild lokuð í einn mánuð. Davíð sagði að sparnaðinum væri ekki hægt að mæta nema með því að draga úr sumarafleysingum og þar með að loka deildum með þessum hætti. Stjórn Borgarspítalans hefur ákveðið að mæta þessum sam- drætti með því að loka skurðstofu og 18 rúma handlækningadeild á Fæðingarheimilinu frá 15 aprfl og út árið og „spara“ þannig um 30 miljónir króna. Benedikt Ó. Sveinsson læknir á Fæðingar- heimilinu lýsti því yfir í samtali við Þjóðviljann að þetta væri dauðadómur fyrir rekstur Fæð- ingarheimilisins í núverandi mynd. Logi Guðbrandsson fram- kvæmdastjóri Landakotsspítala sagði að þeir myndu loka deild 1B frá og með næstu mánaða- mótum og þrem öðrum deildum yrði lokað í 5 vikur hverri. Hugs- anlegt væri að Landakotsspítali yrði einnig að leggja niður bráða- þjónustu, en Landakot hefur haft 5 daga bráðaþjónustu á þriggja vikna fresti. A Landakotsspítala eru nú 199 sjúkrarúm. Samdrátt- urinn þýðir í raun að 50 rúm verða lokuð í 15 vikur og 22 rúm verða lokuð út árið frá næstu mánaðamótum. Sú spurning gerist nú áleitin, hvort það var þetta sem ætlast var til með sparnaðaráformunum í rekstri sjúkrahúsanna, eða hvort þar hafi verið beitt réttri for- gangsröð. Sparnaður án lokunar „Ég hef haft þá skoðun að 4% sparnaður í launaútgjöldum í þessum stóra geira, sem heilbrigðisþjónustan er, sé fram- kvæmanleg án þess að hann komi allur saman fram í lokun eða sam- drætti í þjónustu," sagði Guð- mundur Bjarnason heilbrigðis- ráðherra í samtali við Þjóðviljann í vikunni. „Það eru fjárlögin sem setja okkur ramma, og við verð- um fyrst og fremst að fara eftir þeim. En það er auðvitað afar slæmt ef þetta bitnar á þeim deildum þar sem við vitum að eru fyrir biðlistar, eins og bæklunar- deildinni, eða ef loka á bráðamóttöku á Landakoti, eins og rætt hefur verið um. Við eigum eftir að fara yfir þetta í heilbrigðisráðuneytinu til að átta okkur á því hvort við getum haft áhrif á hvernig þetta er fram- kvæmt í einstökum sjúkrahúsum. Það var hins vegar ákveðið á fundi með stjórnendum sjúkra- húsanna eftir áramótin að fram- kvæmd sparnaðaráformanna hvfli fyrst og fremst á stjórnend- um hverrar stofnunar. Framboð ræður eftirspurn „Þær sparnaðarleiðir, sem hér blasa við, eru þær helstar að nýta betur fé heilbrigðisþjónustunnar með virkri stjórnun og skipulagn- ingu á öllum stigum heilbrigðis- kerfisins. Hingað til hefur hér á landi ríkt smákóngaveldi, og sjúkrastofnanir virðast sumar vera fremur reknar í þágu lækn- anna en sjúklinganna. Þannig er það sárasjaldgæft, að sérmennt- aður læknir fái ekki þegar í stað vinnu, þegar heim kemur. Alltaf virðist vera hægt að finna eða búa til þörf fyrir nýja og nýja sérfræð- inga, sem aftur þurfa meiri og minni rannsóknaþjónustu, að- stöðu og tækjabúnað til viðbótar. Smákóngarnir, sem stjórna hin- um ýmsu deildum og sjúkrastofn- unum, hugsa alla jafnan fyrst um framgang sinn og sinnar deildar en minna um þjóðarhag.“ Þannig kemst Pétur Pétursson heilsugæslulæknir á Akureyri að orði í grein sem hann ritaði í tíma- ritið Hjúkrun 1986. Pétur hefur víðar sett fram athyglisverða gagnrýni á gagnsemi og forgangs- röðun í heilbrigðiskerfinu, og hann var því að því spurður, hvernig framkvæma mætti sparn- að á þessu sviði. „Það er ekki hægt að spara í heilsugæslukerfinu með tilskip- unum ofanfrá," sagði Pétur. „Viljinn verður að koma frá þeim sem eru innan kerfisins. Annars er það athyglisvert að kostnaður við heilsugæsluna dreifist land- fræðilega eftir framboði. Sama á við um lyfjakostnaðinn. Þar er Reykjavííc með 20% yfir lands- meðaltali og Bolungarvík með 50% undir landsmeðaltali, svo dæmi sé tekið. Sannleikurinn er sá, að erfitt hefur reynst að sýna fram á að þjóðarheilsan sé bætt með fjölgun sjúkrarúma og sjúkrastofnana. Hingað koma fleiri og fleiri dugmiklir sérfræð- ingar sem vilja vinna og þeir fá alltaf verkefni, og þannig verður kerfið dýrara og dýrara. Sparnaði verður að mínu viti fyrst og fremst náð með því að byggja upp vandaða heilsugæslu á persónu- legum grunni í stað þess að láta fólk hringla á milli lækna. Afnám tilvísanakerfisins var þannig aft- urför að mínum dómi fyrir það fólk, sem bjó við sæmilega heimilislæknisþjónustu. Niður- felling tilvísanakerfisins samfara gífurlegu framboði á hörkudug- legum sérfræðingum hefur leitt til þess að heilbrigðisreikningarnir hækka og fólk leitar oftar til læknis. En það þarf ekki endilega að þýða að fólk njóti betri læknis- þjónustu." Forgangsrööun í kerfinu „Læknaráði Landspítalans varð tíðrætt um biðröð bæklunar- sjúklinga. Það hljómar undarlega að heyra af slíkri biðröð í landi sem hefur hlutfallslega fleiri lækna en nokkurt annað land í heimi. Eru þeir að fást við önnur verkefni en þau, sem brýnt er að leysa? Ganga fegrunaraðgerðir, rannsóknir á skammdegisþung- lyndi og leit að sjúkdómum í heilbrigðu fólki fyrir brýnum verkefnum eins og bæklunarað- gerðum? Hver ber ábyrgð á slíkri forgangsröðun í heilbrigðiskerf- inu?“ Þannig kemst Hörður Berg- mann að orði í nýlegri grein, sem hann hefur ritað um sparnað hjá heilbrigðisstofnunum. Og Hörð- ur heldur áfram: „Eðli málsins samkvæmt mun alltaf skorta fé til rekstrar heilbrigðiskerfa eins og þau tíðk- ast í vestrænum iðnríkjum. Því er rétt forgangsröð verkefna brýn. Verkefni, sem allir eru sammála um að krefjist úrlausnar, hljóta að ganga fyrir verkefnum, sem læknar eru ekki sammála um að hafi þýðingu. Sbr. gagnrýni hei- milislækna á Hjartaverndarskoð- anir og gagnrýni Skúla Bjarna- sonar heilsugæslulæknis á kemb- irannsókn Krabbameinsfélagsins á konum yngri en 50 ára.“ Sú gagnrýni heimilislækna á Hjartaverndarskoðanir, sem hér er vísað til er frá árinu 1983, þar sem stjórn félags heimilislækna gaf út fréttatilkynningu þar sem sagði m.a: „Ástæðulaust er að senda fólk í umfangsmiklar rann- sóknir, t.d. hjartarafrit,öndun- arpróf, sykurþolspróf eða blóð- rannsóknir. Engu að síður eru 1500 manns sendir með tilvísanir til Hjartaverndar í slíkar rann- sóknir; rannsóknir sem koma ekki að neinum vísindalegum notum og eru ekki til neins gagns fyrir einstaklinginn sjálfan.“ Vegna þessara ummæla úrskurð- aði siðanefnd Læknafélags ís- lands að stjórn heimilislæknafé - lagsins hefði brotið gegn siðaregl- um félagsins „með því að kasta rýrð á störf stéttarbræðra" (sbr. Ársskýrslu Læknafélags íslands 1983-84, Læknablaðið nóv. ‘84). Hörður Bergmann sagði í sam- tali við Þjóðviljann að hann fengi ekki betur séð en að með því að loka bráðnauðsynlegri starfsemi eins og bæklunardeildum, skurð- stofu Fæðingarheimilisins og bráðaþjónustu á Landakoti væru yfirvöld sjúkrastofnana meðvitað að skapa ótta og vandræði og brjóta á bak aftur allar tilraunir yfirvalda til sparnaðar. Hörður taldi hins vegar að stjómvöld hefðu valið ranga leið til þess að framkvæma sparnað í kerfinu, og þannig gefið höggstað á sér. Rétt- ara hefði verið að líta á heilbrigð- isþjónustuna í heild sinni og at- huga í hvaða geirum væri hægt að spara, frekar en að heimta 4% yfir alla línuna. í þessu sambandi væri lyfjakostnaðurinn t.d. stór liður. Lyf fyrir 2 miljarða Að sögn heilbrigðisráðuneytis- ins er gert ráð fyrir því að ríkið greiði um 1,6 miljarði fyrir lyf á þessu ári. Því til viðbótar greiða sjúklingar 20% og má því áætla að veltan í lyfjaverslunini losi 2 miljarða. Af því er álagning lyf- sala 68% og áætlaðar tekjur þeirra því um 650 miljónir. Heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd til þess að kanna leiðir til sparnaðar á þessum geira heilbrigðiskerfisins. Formaður nefndarinnar er Brynjólfur Sig- urðsson prófessor. Hann sagði í samtali við Þjóðviljann að nefnd- in myndi væntanlega skila af sér í næsta mánuði, og að ráðherra yrði fyrst greint frá niðurstöðum. Brynjólfur sagði lyfjamálið flók- ið, og það væri ekki bara dreifing- arkostnaðurinn sem skipti máli, heldur ekki síður ávísunarvenjur lækna, innkaup heildsala og vilji sjúklinga til að nota dýr lyf þó önnur jafn góð væru á boðstólum á vægara verði. Þá gætu lyf einnig sparað á öðrum póstum heilsu- gæslunnar, t.d. hefðu tiltölulega dýr magalyf sparað fé í verulegri fækkun magauppskurða. Brynj- ólfur sagði hins vegar að hann teldi að spara mætti fé í þessum pósti. Landfræöileg skipting kostnaöar Athyglisvert er að bera saman dreifingu heilsugæslukostnaðar á íbúa eftir búsetu, en þessi skipt- ing kemur fram í skýrslu Trygg- ingastofnunar ríkisins, sem birt er í Tímaritinu Félagsmál, 2. tbl. 1988. Þar kemur í ljós að bæði lyfjakostnaður og lækniskostnað- ur Tryggingastofnunarinnar á hvern íbúa er lang hæstur í Reykjavík, þar sem sérfræðing- arnir eru flestir. Minnstur er kostnaðurinn hins vegar á Bol- ungarvík. Þannig greiddi Trygg- ingastofnunin 5962 kr á hvern íbúa Reykjavíkur í lækninga- kostnað 1987 en 2251 kr. á hvern íbúa Bolungarvíkur. Og lyfja- kostnaðurinn á hvern Reykvík- ing var 4192 kr. en 1512 kr. á hvern Bolvíking. Einhver kynni að ætla að skýringin gæti legið í að fleiri gamalmenni væru í höf- uðborginni, en skýringin liggur ekki öll í því, því bæði Garðabær og Seltjarnarnes, sem eru „ung“ bæjarfélög hafa háan lækninga- og lyfjakostnað miðað við lands- meðaltal: Hver Seltirningur kost- aði 4.619 kr í læknisþjónustu og 2947 í lyfjum og hver Garðbæing- ur 3782 kr í læknisþjónustu og 2958 í lyfjum. Að mati fagmanna er skýringin á lágum kostnaði fyrst og fremst fólgin í stöðugri og persónulegri heimilislæknisþjón- ustu, þar sem ekki er stöðugt ver- ið að skipta um lækni og hlaupa á milli sérfræðinga. Almannaheill og sérhagsmunir Heilbrigðiskerfið á íslandi er að vonum flókið og ekki auðvelt að fá yfirsýn yfir hvernig það virkar og hvers vegna það er jafn dýrt og raun ber vitni. Við íslend- ingar erum stoltir af okkar heilbrigðisþjónustu og okkar vel menntaða starfsfólki innan henn- ar. En slíkt stolt má ekki svipta okkur allri gagnrýni. Það er auðvelt að sýna fram á nauðsyn aukinna útgjalda í heilbrigðis- málum. Hér hefur hins vegar ver- ið leitast við að gera hið gagns- tæða: það er ekki sjálfgefið að öll útgjöld í heilbrigðiskerfinu komi að notum í bættri heilsu þjóðar- innar. Það væri óskandi að læknastéttin gerði meira af því að benda á slíkar hagræðingarleiðir en að jarma stöðugt sama söng- inn um meira fé. Það mundi enn auka á virðingu hennar. -ólg Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra. Spamaður án lokunar 4% sparnaður mögulegur án lokunar segir Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra Sp: Telur heilbrigðisráðherra það eðlilega sparnaðarráðstöfun að loka bæklunardeildum Land- spítalans, skurðstofu Fæðingar- heimilisins og bráðaþjónustu á Landakoti miðað við þann 4% niðurskurð sem fjárlög gera ráð fyrir? G.B.: Við höfum lagt áherslu á að menn leituðu allra annarra leiða og litu á slíkar lokanir sem hreina neyðarlausn. Það er hins vegar ljóst af þeim viðbrögðum sem ég er nú að fá frá sjúkrastofn- unum, að nokkuð mikið er um að menn telji sig þurfa að loka deildum. Við eigum auðvitað eftir að fara yfir það í heilbrigðis- ráðuneytinu,' til að átta okkur á því hvort við getum haft áhrif á hvernig þetta er framkvæmt á einstökum sjúkrahúsum. Það er auðvitað afar slæmt ef þetta á að bitna á bæklunardeildum og öðr- um þeim deildum sem mikil þörf er fyrir, en fjárlögin skammta okkur hins vegar rammann, og við verðum að horfast í augu við það. Sp.: Munt þú gera kröfu um aðra forgangsröð en þá sem hér hefur verið nefnd? G.B.: Við erum einmitt að skoða þessa þætti sem þú nefndir, og ég lít t.d. svo á að ef loka á bráðadeild á einu sjúkrahúsi til þess að auka álag á annað, þá sé verið að færa vandamálið til í kerfinu, en ekki spara. Ég hef þegar rætt við stjórnendur Land- akots um að við beittum þessu á annan hátt. Það er auðvitað eng- inn raunsparnaður fólginn í því að flytja þjónustu af einni stofn- un yfir á aðra eða úr spítölum yfir á einkastofur út í bæ eins og hætta verður á þegar verið erað skrúfa fyrir einn krana til þess að opna annan. Sp .: Er hugsanlegt að stjórn- endur sjúkrastofnana séu að storka almenningsálitinu og stjórnvöldum með því að hóta að loka fyrir bráðnauðsynlega starf- semi og sýna þannig fram á að ekki sé í raun hægt að spara? G.B.: Ekki vil ég gera mönnum upp skoðanir eða segja til hvaða aðferðum menn eru að beita, en ég hef lagt áherslu á að þessi nið- urskurður eigi að verða sem sárs- aukaminnstur fyrir sjúklinga. En allur sparnaður hlýtur engu að síður að bitna að einhverju leyti á þeirri þjónustu sem við höfum komið okkur upp, og það hlýtur einhvers staðar að koma niður á sjúklingum líka. Ég hef hins veg- ar haft þá skoðun að 4% sparnað- ur í launaútgjöldum þessa stóra geira sé framkvæmanlegur án þess að hann komi allur saman fram í lokun eða samdrætti þjón- ustu. -ólg Föstudagur 17. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.