Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 5
Alnæmisprófun ekki örngg Skimun á blóði útilokar ekki að blóðið geti verið sýkt af alnæmi. Hættan á því samt talin mjög lítil. í Danmörku hefur ein kona sýkst af alnæmi vegna blóðgjafar þrátt fyrir að blóðið hafi verið alnæmisprófað Um síðustu helgi bárust þær fregnir frá Danmörku að blóðþegi hefði smitast af alnæmi vegna blóðgjafar þrátt fyrir að blóðið hefði verið alnæmisprófað (skimað) og við skimun talið ó- sýkt af HIV veirunni. Þegar farið var að kanna þetta mál kom í ljós að þótt skimun á blóði sýni ekki mótefni gegn al- næmisveirunni er samt ekki hægt að ábyrgjast að blóðið sé ekki sýkt af henni. Skimunin byggist á því að mælt er hvort mótefni hafi myndast í blóðinu gegn algengasta afbrigði alnæmisveirunnar en það gerist yfirleitt ekki fyrr en eftir átta til tólf vikur og einstaklingur getur gengið með veiruna í líkamanum í allt að tveimur árum áður en mótefni myndast. Hættan lítil Það skal þó tekið fram strax að lítil hætta er talin á að smitað blóð komist í notkun og ekkert dæmi er um það hér á landi að sögn Ólafs Jenssonar yfirlæknis í Blóð- bankanum. Þetta danska tilfelli sem getið var um í upphafi þess- arar greinar er fyrsta dæmið um þessa sýkingarleið á Norðurlönd- unum, sem Ólafur hefur heyrt um. Hér er um að ræða konu sem fékk blóð í upphafi ársins 1987 og í ágúst sama ár kom í ljós að hún hafði sýkst af alnæmisveirunni. Danir tóku upp skimun á blóði 1. janúar 1986. íslendingar byrjuðu að skima blóð 1. nóvember 1985 og er allt blóð sem notað er til lækninga alnæmisprófað. „Við höfum samt alltaf vitað af þessum möguleika,“ sagði Ólafur Jensson. Hann sagði að hættan á að þetta gæti gerst væri talin mjög lítil enda væri mest af blóðbirgð- unum frá ákveðnum þekktum blóðgjöfum sem kæmu reglulega í Blóðbankann og væri mjög vel fylgst með þeim. Auk þess fer blóðbíllinn í heimsóknir á vinnustaði og út á land. Það er einkum við slíkar aðstæður að hætta gæti skapast á að blóðgjafi væri sýktur. Blóð- gjöfunum er þó gerð grein fyrir því að ef þeir telja minnstu hættu á að þeir hafi getað sýkst af al- næmi þá eigi þeir ekki að gefa blóð. Þá er átt við kynhegðun þeirra, hvort karlmenn hafi haft samfarir við aðra karlmenn eða verið með gleðikonum og einnig teljast þeir til áhættuhóps sem hafa sprautað vímuefnum í sig. „Við verðum að leggja trúnað á upplýsingar gefanda og verðum að ganga út frá því að blóðgjafar taki tillit til þessara reglna. Sá möguleiki er hinsvegar fyrir hendi að alnæmissjúklingar brenglist andlega vegna sjúk- dómsins en það er þá ekki fyrr en sjúkdómurinn er kominn á hátt stig og þá er öruggt að mótefnið mælist í blóðinu,“ sagði Ólafur. Ólafur var spurður að því hvort engin leið væri til þess að rann- saka blóðið þannig að það væri algjörlega öruggt að það væri ekki sýkt. Öruggt próf talið ófram- kvæmanlegt „Það er verið að reyna að út- búa þannig próf, sem nær yfir þennan tíma einnig, frá því að einstaklingurinn sýkist og þangað til mótefni myndast í blóðinu en enn hefur ekki tekist að útbúa slíkt próf. Það er af ýmsum talið allt að því óframkvæmanlegt auk þess sem það myndi hafa gífur- legan kostnað í för með sér og þá er það matsatriði hvort það borg- aði sig að leggja í slíkan kostnað fyrir þau örfáu tilvik sem gætu komið upp. Þetta tilvik í Dan- mörku er það eina sem ég hef heyrt um á Norðurlöndunum þannig að mjög lítil hætta er talin á að þetta geti gerst.“ Ólafur var þá spurður að því hvort notað væri blóð í lækninga- skyni frá blóðgjöfum sem væru að gefa í fyrsta skipti. Hann sagði að það væri gert en sumstaðar er- lendis tíðkaðist það að nota ekki blóð frá blóðgjafa fyrr en hann gæfi í annað skipti. Það væri hins- vegar ekki öruggt heldur, því blóðgjafi gæti sýkst á þeim tíma sem liði á milli fyrstu og annarrar blóðgjafar. „Við verðum einfaldlega að leggja trúnað á upplýsingar blóð- gjafanna og treysta því að þeir greini rétt og satt frá.“ Mest smit fyrst Margrét Guðnadóttir, prófess- or í sýklafræði, sagði að tveir áhættuþættir væru varðandi al- næmispróf á blóði. í fyrsta lagi það að líkaminn myndaði ekki mótefni strax og því væri ekki hægt að merkja smitið. Hún sagði að það væri mjög einstaklings- bundið hversu langan tíma það tæki auk þess sem það færi líka eftir því hversu sterk sýkingin er. Yfirleitt tæki það þó líkamann innan við þrjá mánuði að mynda mótefni en í einstaka tilfellum getur það tekið allt að tveimur árum. Á það ber einnig að líta að fyrst eftir sýkingu er mest smit í blóðinu. Það eru ekki bara blóðgjafar sem þurfa að hafa þetta í huga heldur einnig þeir sem fara í al- næmispróf vegna þess að þeir ótt- ast að þeir hafi sýkst. Þótt fyrsta prófið sé neikvætt þýðir það ekki endilega að þeir hafi ekki sýkst. „Einstaklingur getur ekki verið öruggur nema prófið hafi verið endurtekið þremur mánuðum eftir að hann stofnaði sér í hættu. í raun og veru er hann ekki úr allri hættu fyrr en eftir tvö ár,“ sagði Margrét. Nýir stofnar Hinn áhættuþátturinn er að skimunin er gerð á einni tegund af alnæmisveirunni, þeirri tegund sem þekktust er, en það er alltaf hætta á að það geti komið upp stofnar sem prófið grípur ekki. „Sú hætta er alltaf fyrir hendi að veiran breyti sér. Eftir nokkur ár getum við fengið yfir okkur alveg nýjan stofn af alnæmisveir- um. Ef slíkt gerist munum við hinsvegar breyta skimuninni Ólafur Jensson: Verðum að leggja trúnað á upplýsingar blóð- gjafa. Margrét Guðnadóttir: Niðurstaða alnæmisprófs ekki örugg nema' að prófið sé endurtekið eftir þrjá mánuði. Blaðamaður Nýs Helgarblaðs í alnæmisprófi. Mynd Sig.' 1:250.000 Mjög mikil hætta er talin á að blóðþegi smitist af alnæmi ef blóðgjafinn er sýktur, eða um 89% líkur. í Danmörku er hættan á að smiíað blóð sé notað við blóðgjöf talin að um þrjú til fjögur hundruð þúsundasta hver blóðgjöf geti borið smit. í Dan- mörku eru árlega gefnar um 200- 250.000 blóðgjafir þannig að samkvæmt því ætti um ein blóð- gjöf annað hvert ár að geta verið með HlV-veiruna þrátt fyrir að blóðið hafi verið skimað. Einsog sjá má á þessum tölum er hættan á þessu mjög lítil tölfræðilega en hættan er til staðar. Það er því brýnt að þeir sem gefa blóð gefi réttar og nákvæmar upplýsingar svo örugglega megi koma í veg fyrir að smitið berist eftir þessari leið. „Hafi fólk minnsta grun um að það gæti hafa smitast, t.d. að það hafi verið með vændiskonu eða eitthvað í kynhegðun þess gefi til- efni til að blóðgjafinn geti hafa smitast, að ekki sé talað um ef hann hefur notað sprautur, þá á hann að segja frá því,“ sagði Mar- grét og Ólafur tók í sama streng. „Viðkomandi einstaklingur getur alltaf fundið ráð til þess að koma slíkum upplýsingum á framfæri án þess að það veki umtal.“ -Sáf þannig að prófíð merki líka þá veiru.“ Virk hætta Margrét telur að hættan á að alnæmissmit greinist ekki við skimun sé virk, einkum hvað varðar fyrri áhættuþáttinn. Hún telur þó að lítil hætta sé á að þeir sem gefa blóð reglulega í Blóð- bankanum skapi þó ekki þessa hættu, heldur geti hún skapast þegar farið er með blóðbílinn og safnað blóði t.d. úti á landi. „Það getur verið erfitt fyrir fólk að neita að gefa blóð t.d. á vinnustöðum þegar blóðbfllinn er mættur á staðinn. Fólk gæti óttast að það vekti ýmsar spurningar um það hversvegna það vilji ekki gefa blóð.“ Ólafur sagði að menn gerðu sér grein fyrir þessu en hér á landi væri yfirleitt farið á sömu stóru vinnustaðina einsog t.d. í Álverið í Straumsvík og yfirleitt væri það sama fólkið sem gæfi aftur og aft- ur blóð. Málið horfði hinsvegar öðru- vísi við þegar farið væri út á land. Hann sagði að víða erlendis væri það tíðkað að bjóða fólki að gefa blóð í vísindaskyni til þess að koma því ekki í erfiða stöðu ef það hefði minnsta grun um að það gæti verið sýkt. Föstudagur 17. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.