Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 18
Við duttum úr samfai Guðmundur Ólafsson pistilhöfundur, Péturs- borgarfari, 68-kommi og viðskiptafræðinemi í alvarlegu viðtali um lífið og tilveruna við Islandss Hafa ekki allir landsmenn tekið eftir þessari djúpu rödd í pistlunum á dægurmáladeild rásar tvö? sem laumar með góðkynjuðum ísmeygileikað manni beittum athuga- semdum um mannlífið hingað og þangað, -og einkum hing- að-ípistli GuðmundarÓlafs- sonar. f vinahópi hefur Guðmundur Ólafsson lengi verið kunnur fyrir góða frásagnarhæfileika og mik- inn húmor - og þessir vinir segja hið séreiginlega tjáningarform hafa fundið Guðmund í útvarps- pistlinum. En hver er eiginlega þessi Guðmundur Ólafsson? Pjóðviljinn brá undir sig betri fætinum og hitti fyrir fertugan viðskiptafræðinema í fræði- mannslegri risíbúð vestast í Vest- urbænum: Viðskiptafræði, Guðmundur - slík örlög hefðu ekki þött par fín í vinstrihópum þegar þú varst að komast til manns. Hvað gerðist? -Það er svolítið skrítið mál. Ég var atvinnulaus eitt haust og við sátum nokkrir saman og ég var að gantast með það að nú væri lík- lega réttast að innrita sig í há- skólann frekar en ekki neitt, og best að fara í eitthvað sem væri nú örugglega óarðbært bæði fyrir mann sjálfan og fyrir þjóðfélagið. Ég ákvað að opna kennslu- skrána og benda fingri og fara í það sem fingurinn lenti á, - og það voru þá almenn málvísindi, sem átti að byrja að kenna um haustið. Ég innritaði mig svo í þetta til þess að halda áfram grín- inu. Og svo vildi ég vera í fullu námi og ákvað að fara í heimspeki líka - til að samfélaginu gagnaðist ör- ugglega ekkert af þessu námi... -í stærðfræðinni, bæði í Menntaskólanum á Akureyri og áfram, hafði ég verið alinn upp af miklum snillingum í traustri og klassískri raunvísindahefð, og eiginlega var ég orðinn raunvís- indalegur eintrjáningur eftir þetta. Þessvegna var það að þessi blanda, málvísindin og heimspekin, umturnuðu allri minni hugsun, sérstaklega mál- vísindin. Jón Gunnarsson heldur þarna uppi kennslu meðal annars í sögu málvísinda, sem ég varð mjög hugfanginn af, í indóevrópskri samanburðarmálfræði, sanskrít og tyrknesku, - að þarna kynnist ég í fyrsta skipti almennilegri húmaníóru, þeim fræðum sem stæðu undir nafni utanvið svo- kölluð raunvísindi og geymdu eitthvað bitastætt. Þarna kynntist maður svo auðvitað helstu grund- vallarspekingum nútímamálvís- inda -og það er nú svo skrítið með það að í einu höfuðriti mál- vísinda á okkar öld, eftir Saussure, er einmitt sótt mjög í samlíkingar til hagfræðinnar, og hann notar dæmi úr hagfræði til að skýra þau hugtök sem hann telur vera ómissandi innan mál- vísinda. Þessi hugtök reynast síð- an mörg vera sameiginleg öllum þessum greinum... Ofbeldisfræði og erfðaréttur -Samt kenndi ég nú stærðfræði í framhaldsskólum í ein tíu ár. Það var svo einu sinni að kennar- ar fóru í ólöglegt verkfall og þeg- ar það kom í ljós að þessi kjara- barátta átti ekki að snúast að neinu leyti um mig af því ég hafði ekki einhver réttindi í krafti of- beldisfræða, - ofbeldis- og kennslufræða - þá dró ég upp- sögn mína til baka, kenndi í verk- fallinu, og hætti svo kennslu um vorið. Og ákvað að læra meira, ein- hver fræði í hæfilegri fjarlægð frá stærðfræðinni, settist aftur inní háskólann, fékk starf við nætur- vörslu, og valdi viðskiptafræðina eftir nokkrar bollaleggingar, meðal annars um lögfræði, en vinir mínir í þeirri grein réðu mér eindregið frá að fara í lögfræðina því hún væri svo leiðinleg, og nefndu erfðaréttinn sem dæmi um sérlega leiðinlega lögfræði, - og ég vildi ekki fara í tölvunar- fræði, því ég sá fyrir mér að þeir menn mundu gera sig óþarfa á örfáum árum. Enda er þessi svokallaða tölvubylting mun minni atburður en til dæmis upp- fynding símans sem olli meiri breytingum í háttum manna en tölvan gerir ein og sér. Það er haft eftir þér - við mis- mikla hrifningu í háskólanum - að viðskiptafræðin sé hvorki meira né minna en drottning fé- lagsvísindanna? -Já, ég geri það að gamni mínu að reyna á þanþol hugtaka, stilla þeim upp á ýmsa vegu. Þetta um drottningu félagsvísindanna var nú meðal annars til að stríða fé- lagsfræðingunum sem finnst svona tal heldur óviðurkvæmi- legt, og til voru viðskiptafræðing- ar og hagfræðingar sem urðu beinlínis reiðir. Þeir ganga sumir með þá grillu að hér sé um raun- vísindi að ræða. Kóróna drottn- ingarinnar Svo bætti ég gráu oná svart með því að tala um bókhaldið sem kórónu þessarar drottning- ar. En það er ekki mikill vandi að rökstyðja það að bókhaldið er sennilega upphaf allra vísinda, - sjáðu fyrir þér birgðahaldara far- aósins í skemmunni að telja inn og út hveitisekkina og annað góss. Hann verður að skrá hjá sér og merkja við, telja, -birgða- stjórinn er sennilega fyrsti við- skiptafræðingurinn og hag- fræðingurinn. Og þarna erum við líklega komnir nokkuð nærri upphafi allra vísinda. Birgða- stjórarnir voru náttúrlega prestar sem fylgdust með stjörnunum og þurftu að kunna ritmál, þannig að þarna kemur þetta allt saman í einn punkt. Þetta er þessvegna alls ekkert fráleitt, að hagfræðin sé drottning félagsvísinadanna, hinn efnislegi grunnur sem öll fé- lagsvísindi verða að standa á, og bókhaldið kóróna hennar, virð- ulegasti og elsti þáttur þessara fræða. Ætli Marx hefði ekki verið nokkuð hress með þetta líka? Sósíalisminn, hvar er hann? Samkvæmt Morgunblaðinu er hann búinn að vera, vinstrimenn hér vestra fallnir frá hugmyndum um miðstýringu og áætlunarbú- skap, og fyrir austan séu Rússar og Kínverjar að taka upp kapítal- isma. Hvað segir viðskiptafræði- neminn? -Þetta er auðvitað túlkun Morgunblaðsins. Það er reyndar merkilegt að borgaraleg viðhorf, viðhorf þeirra sem vilja halda sem mest í vestræn iðnríki einsog þau eru nú, einkennast af því að líta á þetta sögulega skeið sem eilíft, að svona muni þetta standa um alla framtíð. Það eru aldrei ræddir möguleikar um það hvað muni taka við. Kúppið í Pétursborg Þessi ríki fyrir austan eru svo annar handleggur. Vinur minn í tónskáldastétt, Jón Ásgeirsson, var einhverntíma að velta því fyrir sér hvort ekki væri hægt að fara í mál við Sovétríkin fyrir að hafa eyðilagt fyrir sér lífshugsjón- ina, - og ég sagði honum að hafa ekki áhyggjur af því, það gæti verið að lífsskoðun hans væri enn í fullu gildi. Hann þyrfti bara að horfa í vesturátt. Það var hluti af hugmynd Marx að breytingin til sósíalisma, þessi sjálfs-tortíming kapítalismans, mundi fara fram í þróuðustu og auðugustu iðnríkjunum. Svo ger- ist það að sveit manna flýtur til valda austur í Rússlandi á bylgju- faldi heimstyrjaldarinnar fyrri. Þeir gera nánast hernaðarlegt kúpp í Pétursborg, ráða fyrir tveimur þremur borgum og síðan í landinu öllu í kjölfar fjögurra ára borgarastyrjaldar. Þessir menn ákveða síðan að þær sam- félagsbreytingar og það þjóð- skipulag sem þeir setja af stað eigi að kalla sósíalisma. En var nokkurntíma glóra í þeirri nafn- gift? -Að mínu viti varð engin raun- veruleg breyting á stjórnskipu- lagi í Rússlandi á þessum tíma. Helstu drættir í valdakerfinu haldast óbreyttir. Keisarinn sem áður var er nú nefndur aðalritari framkvæmdanefndar Kommún- istaflokksins, valdatækin eru áfram lögregla og her, og al- menningur er settur undir aðeins eitt forræðisvald, sem er einmitt megineinkenni rússneska keisar- aveldisins, - despótisminn, þar- sem þessi eini valdhafi ræður öllu frá efstu tindum og niðrúr. Þetta einveldi hefur svo aukist með vaxandi tækni og betri sam- göngum, og hefur orðið enn rosa- legra en á keisaratímanum. Þarna hefur ekki þróast það sem varð til í borgaralegu félagi hér vestra á mörgum hundruðum ára, þokkalegt réttarríki, viður- kennd mannréttindaskrá og lýð- ræðislegt löggjafarvald. Þetta hefur aldrei þróast í Rússlandi. -Það breyttist ekkert efnislega við byltinguna 1917, heldur skiptu menn um hlutverk. Aðall- inn gamli var ekki lengur við völd heldur kom til nýr aðall úr Kommúnistaflokknum gegnum nomenclatura, og kerfið virkaði nákvæmlega eins. Fyrir venju- legum vinnandi manni varð engin breyting. Menn voru ofurseldir valdhöfunum sem gáfu út tilskip- anir á tilskipanir ofan alveg óháð almannavilja. Sósíalismi að vestan? Framleiðsla á stáli og vopnum stórjókst, en hveitiframleiðsla kommúnismans í Sovétríkjunum fór ekki frammmúr fram- leiðslunni 1913 fyrren um 1960. Vilji einvaldans réð, ekki óskir og vonir almennings. Þú ert með öðrum orðum að scgja að það væri nær fyrir áhugamenn um jákvæðar samfé- lagsbreytingar, fyrir vinstri- menn, að horfa til þróuðustu iðn- ríkja, þarsem tæknin er mest og viðskiptin örust? -Að sjálfsögðu. Mér sýnist það hafa gengið eftir nokkurn veginn undanfarna áratugi. Það er líka merkilegt að í Bandaríkjunum, þessu forysturíki kapítalismans, eru allskonar hugmyndir í gangi um annað skipulag fram- leiðslunnar, til dæmis um eigna- þátttöku launafólks í fyrirtækjun- um, um að hafa laun bundin ágóðahluta líkt og hjá sjó- mönnum hér, - alls kyns slíkar tilraunir eru í gangi innan þessa kerfis og þær gætu vel leitt til þess að menn standi einn daginn uppi með samfélag sem hæpið væri að kalla kapítalískt í fornum skiln- ingi. Raunar eru sömu hlutir að gerast hér á landi, samanber eignarform á verkfræði- og arki- tektastofum, að ógleymdri ára- tuga hefð í samvinnurekstri. -í stuttu máli: Byltingin í Rúss- landi var ekki sósíalísk bylting. Með henni varð engin breyting á afstöðu venjulegra vinnandi manna til framleiðslutækjanna, þeir höfðu jafnmikið - eða lítið - yfir þeim að segja á undan og á eftir. Það er þessvegna ekki rétt að segja að þar hafi marxisminn verið afsannaður, - hann var þar aldrei prófaður. Ýmsar af hug- myndum marxismans eru úreltar og hafa ekki reynst frjóar, en aðr- ar lifa, söguspekin og díalektísk efnishyggja til dæmis. Þær koma fyrir í flestum félagsvísindum nú á tímum, þótt þær séu nefndar öðrum nöfnum, talað um átaka- kenningar í staðinn fyrir marxísk- ar kenningar og fundin ýmis heiti sem þykja fínni í framan. Svo er skilinn eftir svolítill hluti af þess- um marxísku fræðum, það sem er minna virði, fuliyrðingar ýmsar og spádómar, -og það eitt er svo kallaður marxismi. Síðasti náms- maður Flokksins Þú varst sjálfur í Leníngrad einn vetur? Sósíalistaflokkurinn eða for- ystumenn hans höfðu þá haft nokkra hríð milligöngu um slíkar námsferðir, og eftir að ég hafði sfðasta veturinn í MA, árið 1968, borið upp slíkt erindi við Einar Olgeirsson vissi ég ekki fyrri til en ég var kominn austur, síðasti maðurinn sem flokkurinn sendi með þessum hætti. Enda var sá flokkur lagður nið- ur sama árið, og yfir dynur innrásin í Tékkóslólvakíu, sem meðal annars varð til þess að Al- þýðubandalagið tók aldrei upp nein flokkstengsl austur eftir Tékkó-innrásina. Þannig atvikaðist þetta, að ég var vetur í þessum stað, Péturs- borg, sem ég vil kalla, ekki eftir sankti Pétri heldur höfundi borg- arinnar Pétri mikla - hún er í grófum dráttum hugmynd hans og þessvegna réttnefnd Péturs- borg. Alls ekki Leníngrad eftir aðkomumanni sem dvaldi þarna í nokkrar vikur, útkjálkamanni af Volgubökkum. Það nafn er auðvitað bara móðgun við íbúa Pétursborgar. Þarna fyrir austan komst mað- ur svo að því að Morgunblaðið og Þjóðviljinn höfðu logið hér um bil jafnmiklu um Sovétríkin. Hér var svo sannarlega enginn sælu- reitur á jörðu, en þetta var líka menningarstaður þarsem venju- legt fólk átti ýmiskonar merkileg samskipti. Þetta var mikil reynsla, ekki síst vegna þess að ég lifði þarna breytingarnar í kjölfar innrásarinnar í Tékkóslóvakíu. Það harðnaði verulega á dalnum við innrásina, og þá var endan- lega lokað á ýmislegt frjálsræði frá Krústsjovstímanum. Maður fann það greinilega hvað þetta kom illa við fólk, - og mér er sagt að þeta hafi verið í fyrsta skipti sem flokksmenn hafi farið að ef- ast verulega um ágæti flokksins og kerfisins. Að innrásin í Tékk- óslóvakíu hafi í raun og veru markað endapunktinn á þeirri til- trú sem almenningur hafði á for- ystumönnum flokksins frá því í stríðinu. Tugþúsundir af ungum Rússum fóru til Tékkóslóvakíu og sáu og heyrðu og töluðu við fólk og vissu hvað um var að vera þrátt fyrir allt. Þetta var í Sovét. En hér heima urðu líka breytingar uppúr 1968, og sumar af þcim hafa verið nokkurskonar leiðarminni í pistlum þínum. Skiptir einhverju máli að vera af þessari „68- kynslóð“? Voru þetta einhverjar raunverulegar breytingar? -Já. En kannski öðruvísi en hér er yfirleitt látið. Sko, - á íslandi hafa í stórum dráttum ríkt þrjú söguleg tíma- skeið. Það fyrsta var skeið þræla- halds. Það leggst af fljótlega eftir landnám, svona eftir tvöhundruð ár samkvæmt rannsóknum Önnu Agnarsdóttur og Ragnars Árna- sonar, vegna þess að það reyndist ekki ábatasamt, og við tekur næsta skeið þarsem hagkvæmara er að hafa leiguliða og vinnuhjú, ódýrara að hafa á fólki vistarband en þrælahald. Þetta skeið vistarbandsins stendur svo nánast óslitið til 1940. Það setur sterkan svip á samfélagshætti og heimilishagi á íslandi allan fyrri hluta aldarinn- ar. Um það eru ýmis dæmi, ég nefni bara elstu blokkirnar í Reykjavík, í Lönguhlíðinni og við Hringbrautina, sem eru byggðar þannig að efst er mikið ris og mörg lítil herbergi, - þau voru upphaflega herbergi fyrir vinnukonur þess stönduga fólks sem flutti inn í blokkirnar. í stríðinu breytist þetta í einu vetfangi. Fólkið í landinu fær í fyrsta sinn aðstöðu til að geta lifað af launavinnu. Fyrir þann tíma hafði ekki nema lítill hluti landsmanna getað þetta, lýður- inn á mölinni, og átti ekki of góða ævi. Áttatíu prósent þjóðarinnar voru svo uppí sveit og stór hluti vinnufólks bjó við vistarband langt frammeftir öldinni. Bretarmeð franska byltingu Eiginlega má segja að um mið- bik aldarinnar verði borgarabylt- ing á íslandi, sögulega hliðstæð þeirri í Frakklandi fyrir tvöhund- ruð árum. Vald hinna hefð- bundnu stétta, menntastéttarinn- ar og stórbændanna, - það hryn- ur. Hingað kemur erlendur her og getur borgað mönnum laun til að jifa af, en það gat þessi vísir að íslenskri borgarastétt varla áður. Það sem gerist er að menn flytja á mölina. Það verða þvílík umskipti á þessum árum, á fimmta áratugnum, að meirihluti íbúanna er allt í einu kominn í 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.