Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 20
BARNAKOMPAN Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON Kóramót Börn eru mikið fyrirmyndar- fólk. Eins og við höfum séð eru margir snjallir upprenn- andi rithöfundar til á Islandi. Myndlist er í hávegum höfð hjá börnum og svo eru margir sem stunda tónlist af ein- hverju tagi. Um síðustu helgi var mikil hátíð hjá ungu tón- listarfólki og ein peirra sem tók þátt í móti þeirra skrifar hér í dag sína lýsingu á Landsmóti íslenskra barnakóra Ég heiti Þóra Marteinsdóttir og ég er tíu ára. Ég hef sungið í skólakórnum í Kárnsesskóla frá sjö ára aldri. Kórinn æfir tvisvar í viku og við syngjum á skemmtunum, höldum tón- leika, syngjum fyrir aldraða og margt margt fleira. Annað hvert ár er haldið Landsmót íslenskra barnaskóra og þá hittast fleiri hundruð börn gg syngja saman eina helgi. Ég hef tekið þátt í tveimur kóra- mótum, 1987 var kóramót á Rangárvöllum og um síðustu helgi hittust 550 krakkar úr 17 kórum í Kópavogi. Á laugardag hittust allir kl. 10 í íþróttahúsinu og þá æfð- Ljóð Sigga hopparmömmumót hýr og falleg snóí hleypur líka hýr og rjóð og er svo voða móð. Sigríður Hauksdóttir 10 ára um við þrjú lög sem kórarnir höfðu æft fyrir mótið. Það var gaman að heyra svona stóran kór syngja. Eftir það fengum við kór- hefti og merki. Þá var öllum skipt niður í hópa, til dæmis æfði annar sópran (röddin mín) í salnum í Kársnesskóla, fyrsti sópran æfði í kirkjunni o.s.frv. A þessum hópæfing- um æfðum við lög úr kórheft- inu. Eftir æfinguna borðuðum við og þá var hlé í hálftíma. Áfram var æft til klukkan fjögur en þá fórum við í Þing- hólsskóla og þar var haldin skemmtun. Þá kom hver kór fram með eitt skemmtiatriði. Mér fannst atriðið frá Mela- skólanum skemmtilegast. Loksins var borðað og voru gestirnir fyrstir og aumingja við í Kársneskórnum þurftum að bíða lengst. Að lokum var ball og þá spilaði hljómsveitin Tóbías, en strákarnir úr hljóm- sveitinni eru í kórnum sem ég er í. Það var ofsalegt fjör. Á sunnudeginum var loka- æfing í Háskólabíói og þá fór hver kór yfir lögin sem hann ætlaði að syngja á tónleikun- um. Um eftirmiðdaginn voru tónleikarnir og það var troð- fullt hús. Þá söng hver kór tvö lög og að lokum sungu allir kórarnir saman lögin sem þeir æfðu. En loksins var pakkað saman og allir fóru heim. Það er mjög gaman og þýð- ingarmikið að syngja á svona móti. Ég kynntist nokkrum krökkum úr öðrum kórum og vona að aðrir hafi skemmt sér vel. Og eitt vil ég minnast á áður en ég hætti. Eg vil minnast á reglurnar sem kórstjórarnir settu á kóramótinu. Þær eru svona: eru 1. Allir kórstjórar skemmtilegir. 2. Allur matur er góður. 3. Bannað að klaga (eða kvarta). Og ég hlakka til næsta móts. Þóra Marteinsdóttir 10 ára Melgerði 37 200 Kóp. Hópur sex ára barna heimsótti SÚM-sýningu á Kjarvalsstöðum. Hér eru teikningar þriggja barna sem sýna hvað þeim þótti merkilegast á sýningunni. þeUa eru merkHeg og 'aaumgceftley verk d fc^arvu/ssíoðu Á þessari mynd eru margir kettir en líka fimm mýs. Getur þú fundið þær? - og síðan má lita kisurnar. 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.