Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 15
m Meryl Streep mun sýna nýja hlið á hæfileikum sínum í kvikmynd- inni um Evitu. Hún mun syngja og að sögn er hún hin frambærileg- asta söngkona, enda dreymdi hana um að verða óperustjarna þegar hún var á unga aldri. Tíu ára leit að leikkonu til þess að fara með hlutverk Evu Peron í kvikmynd byggðri ásöngleik Webberog Rice, Evita, er nú loksins lokið. Hef- ur leit þessari verið líkt við leitinaað ScarlettO‘Hara áðuren hægt varaðkvik- mynda Gone With the Wind fyrir hálfri öld. Hin fullkomna O'Hara reyndist vera Vivien Leight, en hin fullkomna Evita var engin önnur en Meryl Streep. Fyrsta leikkonan sem orðuð var við hlutverkið fyrir tíu árum var Bette Midler. Pað var hinn þekkti kvikmyndaframleiðandi Robert Stigwood sem hafði orðið sér úti um einkarétt á að kvik- mynda þennan fræga söngleik. Hann hafði nýlokið við fram- leiðslu metsölumyndanna Gre- ase og Saturday Night Fever. Barbra Streisand Stigwood hafði samband við leikstjórann Michael Cimino, sem það hafði nýlega slegið í gegn með myndinni Dear Hunter. Á meðan þeir ræddu við Bette Mi- dler komst Barbra Streisand á sporið og taldi hlutverk Evitu sniðið fyrir sig. Sá böggull fylgdi þó skammrifi Streisand að eigin- maður hennar vildi fá að fram- Madonna krafðist þess að tónlist- in væri sniðin að poppímynd hennar. huga en það voru þau Oliver Stone og Meryl Streep. Stigwood leist vel á þessa hugmynd og fékk sig lausan frá Paramount og það fyrsta sem hann gerði var að sjá kvikmyndina Platoon eftir Stone og leist honum harla vel á það sem hann sá. Eftir að hafa sest niður með Oliver Stone var ákveðið að halda til Argentínu og kanna staðhætti þar, en ætlunin er að taka kvikmyndina á þeim slóðum sem atburðirnir gerðust. Þar var tekið vel á móti þeim og þeim leyft að heimsækja staði sem ekki hafa verið opnir almenningi. Til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig ræddu þeir bæði við fulltrúa stjórnarinnar sem og fulltrúa stjórnarandstöðunnar því nú í maí verða kosningar í Argentínu. Þeir segjast hafa tryggt það að fá að vinna óáreittir að töku mynd- arinnar í Argentínu, sama hver niðurstaða kosninganna verður. Það hefur löngum verið vitað að Meryl Streep getur leikið en hinsvegar hefur það ekki farið hátt að hún getur einnig sungið. Áður en hún sló í gegn sem leik- kona hafði hún tekið þátt nokkr- um söngleikjum í New York og í fyrsta skipti sem hún steig á svið- ið lék hún og söng hlutverk Ado Annie í skólasviðsetningu á söng- leiknum Oklahóma. Þá dreymdi hana um að verða óperustjarna. Og hver veit? Að minnsta kosti segir Robert Stigwood að hún sé' stórkostleg söngkona. -Sáf/International Heral tribute 12 x Preflex Mótmælt á stuttum pilsum 35 mm, kr. 5.900,- Barbra Streisand vildi að eigin- maður sinn framleiddi kvikmynd- ina. Lisa Minelli var í uppáhaldi hjá Ken Russel. Spænskar konur mótmæla því að nauðgarar séu sýknaðir Mjög mikil reiði hefurgripið um sig hjá spænsku kven- þjóðinni vegna sýknudómaí nauðgunarmálum og náði sú reiði hámarki áalþjóðlegum baráttudegi kvenna8. mars sl. þegar mikill fjöldi mætti á samkomur, fundi og kröfu- göngur í tilefni dagsins. í stær- stu borgunum hafði lögreglan afskipti af mótmælendum. Ástæður þessarar vitundar- vakningar spænskra kvenna eru nýlegir dómsúrskurðir þar sem gerendur í nauðgunarmálum voru sýknaðir á grundvelli þess að fórnarlömbin hefðu æst þá upp kynferðislega með klæða- burði eða framkomu. í einum dómsúrskurði hélt dómarinn því fram að konan hefði ögrað karl- manninum þar sem hún hefði verið klædd stuttu pilsi. Þessi dómsúrskurður vakti mikla mótmælaöldu sem náði há- marki á alþjóðlegum baráttudegi kvenna en þá söfnuðust þúsundir kvenna á stuttum pilsum saman í spönskum borgum og mótmæltu þessum úrskurði. Vaxdúkkur af dómurum með svínsandlit og Hitlerskegg voru brenndar undir slagorðaflaumi og mótmælasöng- vum. Dagblöðin hafa tekið undir gagnrýnina á dómarastéttina og stjórnmálamenn hafa látið sig málið varða og krafist þess að ríkisstjórnin geri alvöru úr þeirri yfirlýstu stefnu sinni að gera dómskerfið réttlátara þannig að konur og karlar séu jafn rétthá fyrir lögum og að konum sé sýnd meiri tillitssemi þegar nauðgun- armál eru til umfjöllunar. Félagsmálaráðherra landsins, sósíalistinn Mathilde Fernández, hefur krafist þess að dómarnir vérði ógiltir og að dómsforsetarnir settir af. íhaldskonurnar vilja ekki vera eftirbátar kynsystra sinna á vinstrivængnum og hafa því mótað ákveðna stefnu í þessu máli. Manuel Fragas, helsti tals- maður kvenna í Hægri flokknum (PP), hvetur allar konur til þess að mæta skynsamlega og siðsam- lega til fara í vinnu til að komast hjá því að ögra karlmönnum á vinnustaðnum... -Sáf/Information Evita hvíta tjaldsins loksins fundin Eftir tíu ára leit að hinni fullkomnu Evitu þykjast menn loksins hafa fundið hana. Meryl Streep mun bæði leika og syngj a í kvikmynd Olivers Stones sem byggð er á söngleiknum Evitu leiða kvikmyndina en Stigwood var ekki á því að láta þann þátt frá sér. Á meðan þessar viðræður áttu sér stað stýrði Cimino hinni rán- dýru kvikmynd Heavens Gate sem fékk hörmulegar viðtökur, bæði gagnrýnenda sem og áhor- fenda, sem mættu ekki í kvik- myndahúsin. Stigwood snéri því baki við Cimino og ræddi við breska leikstjórann Ken Russel, en þeir höfðu áður starfað saman við kvikmyndina Tommy, sem byggð var á tónlist rokkhljóm- sveitarinnar The Who. Lisa Minelli Þeir Stigwood og Russel ferð- uðust um heiminn og virtu fyrir sér sviðsuppsetningar á átta Evit- um í mismunandi heimshornum með það í huga að hin fullkomna Evita leyndist á einhverju sviði. Stigwood hreifst mjög af Ellen Paige, sem fór með hlutverk Evitu í London, en Russel taldi enga af sviðs-Evitunum nógu góða og vildi fá Lisu Minelli í hlutverkið. Stigwood var andvíg- ur því en Russel varð ekki hagg- að. Hann var því rekinn. Nú voru góð ráð dýr. Stigwood þóttist hafa fundið sína Evitu en þá vantaði leikstjórann. Hann ræddi við Herbert Ross, sem hafði leikstýrt Funny Lady og Richard Attenborough, sem þá hafði nýlokið stórmyndinni Gandhi, en samningar náðust ekki. Madonna Nú lá Evita í salti í nokkur ár en á miðjum níunda áratugnum sló ung poppsöngkona í gegn bæði á hljómplötum og á hvíta tjaldinu. Þetta var Madonna. Stigwood þóttist himin hafa höndum tekið. Hún var hin fullkomna Evita. Hann ræddi við leikstjórana Alan J. Pakula, sem leikstýrði The Sterile Cuckoo og argentínska leikstjórann Hector Babenco, sem þá hafði nýlokið við kvik- myndina Koss kóngulóarkon- unnar en hvorugur hafði áhuga á starfinu. Madonna ræddi við Francis Ford Coppola og fékk hann áhuga á því að taka þetta að sér en hætti við á síðustu stundu. Ma- donna var full ákafa en bæði vantaði leikstjóra og einnig fóru að renna tvær grímur á Stigwood þegar hún krafðist þess að tónlist Andrew Lloyd Webbers og text- um Tim Rice yrði breytt svo lögin hentuðu betur ímynd hennar sem poppsöngvara. Hann gafst upp. Meryl Streep En nú tóku málin aðra og breytta stefnu sem virðist ætla að færa þessa kvikmynd loksins í höfn. Stigwood hafði haft samn- ing við Paramount um gerð Evitu en nýir aðilar vildu kaupa þann samning. Það var fyrirtækið Wintraub Entertainment Group. Þessir aðilar höfðu ákveðinn leik- stjóra og ákveðna leikkonu í mmm Linsur! margar gerðir. i I t Föstudagur 17. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍOA 15 SKIPHOLTI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.