Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 8
ERLENDAR FRETTIR Gíslar í Líbanon Vonir dvína Deilur um bók Rushdies draga úr líkum á að þeir verði látnir lausir Talið er að 17 Vesturlanda- menn, þar af tíu Bandaríkja- menn, séu í haldi í Líbanon hjá ýmsum hópum ofstækistrúaðra sjíta í tengslum við íran. Vonir, sem vaknað höfðu um að gíslar þessir yrðu látnir lausir innan skamms, hafa nú dvínað vegna versnandi samskipta írans og Vesturlanda út af deilunum kringum Salman rithöfund Rush- die og bók hans, sem margir mús- límar fordæma sem guðlast. Eftir að stríði frans og fraks lauk gætti þíðu nokkurrar í sam- skiptum fyrrnefnda ríkisins og Vesturlanda og á bakvið tjöldin hófust samningaumleitanir, sem um síðir leiddu til þess að veru- legar líkur virtust orðnar á því að gíslarnir yrðu fljótlega látnir lausir. En eftir að óstandið hófst kringum bók Rushdies kipptu talsmenn hópa þeirra, sem hafa gíslana í haldi, að sér hendinni með þetta, enda eru téðir hópar eindregið á bandi írans í málinu. Sá gíslanna 17 er lengst hefur verið í haldi umræddra mannræn- ingja er Terry Anderson, 41 árs að aidri, frá Ohio í Bandaríkjun- um. Hann starfaði í Beirút sem aðalfréttamaður fréttastofunnar Associated Press og var numinn á brott af þremur vopnuðum mönnum í Vestur-Beirút 16. mars 1985. Hann hefur því verið fangi mannræningja þessara, sem opinberlega nefnast íslamskt Ji- had (heilagt stríð), í fjögur ár. Skömmu eftir að honum var rænt fæddist dóttir, sem hann á með líbanskri konu, en það barn sitt hefur hann aldrei séð. Síðustu fréttirnar af Anderson komu með myndbandi, sem mannræningjarnir sendu frá sér í okt. s.l. Á því segist hann eiga erfitt með að viðhalda von og hugrekki. Óttast hefur verið að líbönsku mannræningjarnir hefni sín út af Rushdie með því að myrða gíslana, en enn sem komið er bendir ekkert til þess að af því hafi orðið. Reuter/-dþ. Anderson skömmu áður en honum var rænt og á myndbandi frá mannræningjum (innfellda myndin) eftir nærri fjögurra ára vist í klóm þeirra. Evrópubandalag Áhugj á Austur-Evrópu Jacques Delors, forseti stjórn- arnefndar Evrópubandalagsins, sagði í gær á Evrópuþingi í Strassbúrg, að bandalagið ætti að gefa umbúðalaust til kynna að það óskaði eftir nánari sambönd- um við Austur-Evrópuríki. EB ætti að láta í Ijós að það hefði „ekki einungis áhuga á EFTA- ríkjum, heldur og á Evrópu allri,“ mælti Delors. Honum fórust ennfremur við þetta tækifæri orð á þá leið, að ekkert ætti að vera því til fyrir- stöðu að Austur-Evrópuríki þau, sem virtu grundvallarmannrétt- indi, kæmust í nánari sambönd við EB. Haft er eftir stjórnarn- efndarmönnum að Delors sé það kappsmál að koma á auknum tengslum milli EB annarsvegar og hinsvegar annarra Evrópur- íkja. Reuter/-dþ. Islamsráðstefna Stjóm mujahideen viðurkennd Samþykkt gegn bók Rushdies, en drápskipun ekki studd Utanríkisráðhcrrar íslamsríkja samþykktu í gær á fundi Is- lömsku ráðstefnustofnunarinnar (Islamic Conference Organisati- on, ICO) í Riyadh, höfuðborg Saúdi-Arabíu, að samtök þessi, er 46 íslömsk ríki eiga aðiid að, skyldu veita bráðabirgðaríkis- stjórn afganskra mujahideen viðurkenningu sína og jafnframt aðild að samtökunum, en Afgan- istan hefur verið utan þeirra frá því að Sovétmenn sendu her inn í landið 1979. Hingað tii hafa aðeins þrjú ríki, Saúdi-Arabía, Bahrain og Ævilengd Bandaríkjamanna Hvrtir lifa lengur - svarb'r skemur Dauðsföllum afvöldum hjartasjúkdómafœkkar. Morð og eyðnistytta meðallífslengd blökkumanna Súdan, viðurkennt stjórn muja- hideen, en þeir gera sér vonir um að viðurkenningu ICO fylgi fljót- lega formleg viðurkenning ann- arra aðildarríkja samtakanna. Utanríkisráðherrar Sýrlands og Suður-Jemens voru þeir einu á fundinum, er létu í ljós efasemdir um viðurkenninguna, og þessi ríki auk íraks og Frelsissamtaka Palestínu (PLO) munu hafa setið hjá við atkvæðagreiðsluna. Mu- jahideen telja úrslit hennar mik- inn sigur fyrir sig og eru trúaðir á að þetta muni stórum auka virð- ingu stjórnar þeirra í augum al- mennings í Afganistan. Þessi ráðstefna ICO samþykkti einnig í gær áskorun til útgefenda Salmans Rushdie rithöfundar um að taka bók hans Kölskavers úr umferð og hvetur íslömsk ríki til að setja bann á öll viðskipti við útgefendurna, taki þeir ekki á- skorunina til greina. Bókin er harðlega fordæmd í þessari sam- þykkt ráðstefnunnar og kveðið svo að orði um höfund hennar, sem er íslamskrar ættar, að hann sé genginn af trúnni. En tilmæl- um írans um að önnur íslamsríki tækju undir drápsfyrirskipun Khomeinis erkiklerks gegn Rushdie og útgefendum hans var hafnað. Reuter/-dþ. Samkvæmt bandarískum hag- skýrslum fer meðalævilengdin þarlendis hækkandi, en meðal- ævilengd blökkumanna er undir því sem er hjá hvítum löndum þeirra og fer lækkandi. Reiknað hefur verið út að Bandaríkja- menn þeir, sem fæddust 1986, verði að meðaitaii 74 ára og átta mánaða gamlir. Talið er að landar þeirra, sem fæddust árið áður, verði að meðaltali fimm vikum skammlífari. Blökkumenn þeir, sem fædd- ust í Bandaríkjunum 1986, verða hinsvegar að sætta sig við að ná ekki nema 69 ára og fjögurra mánaða aldri að meðaltali, ef rétt hefur verið út reiknað. Verða þeir að jafnaði fimm vikum skammlífari en bandarískir blökkumenn fæddir 1985. Hvítir Bandaríkjamenn fæddir 1986 verða að jafnaði 75 ára og fjög- urra mánaða gamlir, samkvæmt hagskýrslunum. Meðallxfslengd Bandaríkja- manna hefur farið hækkandi, en 1985 og 1986 hefur komið aftur- kippur í þá þróun hvað blökku- menn varðar. Heilbrigðismála- ráðuneyti Bandaríkjanna telur, að hækkandi meðallífslengd stafi fyrst og fremst af fækkandi dauðsföllum af völdum hjarta- sjúkdóma og slags á tímabilinu 1970-86, en lækkandi meðallífs- lengd blökkumanna stafi einkum af meiri tíðni morða og dauðs- falla af völdum eyðni þeirra á meðal. Reuter/-dþ. Cheney fær blessun hermálanefndar Hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings lýsti í gær yfir eindregnum stuðningi við útnefn- ingu Dicks Cheney, fulltrúa- deildarþingmanns frá Wyoming, í embætti varnarmálaráðherra. Bush forseti útnefndi Cheney til embættisins eftir að öldunga- deildin hafði hafnað John Tower. Útnefningin fer nú fyrir öldunga- deildina og er ekki búist við öðru en að hún staðfesti úrskurð hermálanefndar. Cheney, repú- blíkani í íhaldssamara lagi, er ekki talinn vera neinn sérfræð- ingur um hermál, en kvað hafa orð á sér fyrir raunsæi og góða stjórnunarhæfileika. Reuter/-dþ. Koskotas bankastjóri - hneykslið kringum hann ógnar stöðu Pap- andreou. Gríska stjómin segir af sér Gríska ríkisstjórnin sagði af sér í gær að tilmælum Andreasar Papandreou, forsætisráðherra. Hyggst hann mynda í staðinn stjórn að miklu leyti skipaða nýj- um ráðherrum, í von um að geta þannig aflað sér og flokki sínum, Panhellensku sósíalistahreyfing- unni, trausts á ný. Papandreou og stjórn hans hafa undanfarið orðið fyrir miklum álitshnekki vegna kvennamála forsætisráðherrans og þó einkum sambanda háttsett- ra manna í flokki hans við Kosk- otas nokkurn bankastjóra, sem sakaður er um stórfelld fjársvik. Reuter/-dþ. 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. mars 1989 Þingmenn 24 ríkja fordæma drápsskipun Þingmenn 24 vestrænna ríkja, sem þessa dagana sitja ráðstefnu Alþjóðlega þingmannasambandsins (Interparliamentary Union, IPU) í Búdapest, fordæmdu í gær hvatningar til að ráða af dögum Salman rithöfund Rushdie. Er komist svo að orði í yfirlýsingu þingmannanna, að slíkar hvatningar til morðs séu brot á grundvallarreglum um skoðana- og tjáningarfrelsi. Hinsvegar segir í yfirlýsingunni, að viðurkennast verði að bók Rush- dies hafi snortið marga í íslamska heiminum mjög illa. Yfir 100 ríki eru í IPU og er íran eitt þeirra. Sambandið hefur fyrir meginmarkmið að vinna að eflingu friðar og þingræðis. Yfirstandandi ráðstefna er öðrum þræði haldin í tilefni aldarafmælis þess. Fangelsaðir fyrir stuðning við Kúrda Tyrkneskur dómstóll dæmdi nýverið sex blaðamenn til sex ára og þriggja mánaða fangelsisvistar hvern eftir að þeir höfðu verið bornir sökum um að dreifa kúrdneskum áróðri. Þeir eru sagðir hafa starfað við vinstrisinnuð vikurit og hlynntir Kúrdneska verkamannaflokknum, sem þekktur er undir skammstöfuninni PKK og hefur marxíska stefnu- skrá. PKK berst fyrir sjálfstjórn fyrir tyrkneska Kúrdistan, þar sem um helmingur kúrdnesku þjóðarinnar býr, og síðan 1984 hafa yfir 1300 manns fallið í skærum milli skæruliða á vegum flokksins og hers og lögreglu Tyrkja. Mæður fasta Þrjár franskar konur og ein bresk, sem undanfarna daga hafa fastað á Orlyflugvelli við París, hafa hætt föstunni þar, en sú breska, Margar- et Ward að nafni, segist ætla að hefja föstu í staðinn á Heathrowflug- velli við Lundúnaborg. Konurnar fjórar eiga það sameiginlegt að vera fyrryerandi eiginkonur Alsíringa, sem eftir skilnaðinn tóku börn þau, er í hjónaböndunum höfðu fæðst, með sér til Alsír að mæðrunum forn- spurðum og hafa þær ekkert samband fengið að hafa við þau síðan. Konurnar reyna með föstunni að knýja stjórnvöld landa sinna til að- gerða í málunum. Mál af þessu tagi hafa oft komið upp undanfarið í vesturevrópskum löndum, með fjölgandi hjónaböndum og skilnuðum innfæddra kvenna og íslamskra karlmanna. 5000 látnir úr hungri í Mósambik Næstum 5000 manns hafa dáið úr hungri síðan í janúar í Nampula- héraði í norðurhluta Mósambiks, að sögn opinberrarfréttastofu lands- ins. Hungrið stafar bæði af þurrkum og athöfnum skæruliða and- stæðra stjórnvöldum, sem rekið hafa fjölda sveitafólks af jörðum sínum. Sagt er að á annað hundrað þúsund manns á þeim slóðum séu í bráðri hættu af völdum fæðuskorts. ■ Reuter/-dþ.a

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.