Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 21
Eg læt sem ég sofi, en samt mun eg vaka! Tíu daga baráttuhátíð gegn her í landi. Herstöðvaandstæðingar minna þjóðina á að 30. marseru40 ár síðan við gengum í Nató 30. mars næstkomandi eru fjörutíu ár liðin síðan íslend- ingar urðu stofnaðilar að Atl- antshafsbandalaginu þrátt fyrir hörð mótmæli margra góðra manna sem jafnvel guldufyrirmeð mannréttindum sínum. Samtök herstöðvaandstæð- inga efna af þessu tilefni til Menningardaga í Listasafni alþýðu, Grensásvegi 16, og er setningarathöfnin strax 22. mars, á miðvikudaginn kem- „ ur. ÞáflyturSvavaJakobs- dóttir ávarp og sönghópur undir stjórn Arnar Magnús- sonar flytur lög sem tengjast friðar- og þjóðfrelsisbaráttu. Þá verða einnig opnaðar tvær myndlistarsýningar í listasafninu. Á annarri verða sýnd verk eftir um þrjátíu listamenn úr flestum greinum myndlista, málara, myndhöggvara, grafíklistamenn og vefara. Á hinni sem verður í kaffistofunni verður „Ræxna“ Sigurðar Thoroddsens til sýnis, skopmyndir af þingmönnunum sem samþykktu aðild íslands að Nató. Myndlistarsýningarnar verða eins konar rammi utan um fjölbreytta dagskrá menningar- daganna. Mál og tónar Herstöðvamálið er orðið gam- alt baráttumál, en á menningar- dögunum verður hleypt nýju blóði í baráttuna með frumflutt- um listaverkum í máli, myndum og tónum. Á skírdag verður fyrsti viðburðurinn af því tagi þegar jasssveit skipuð Tómasi R. Ein- arssyni, Ellen Kristjánsdóttur, Eyþóri Gunnarssyni og Birgi Baldurssyni flytur meðal annars nýtt lag eftir Tómas við ljóðið Vorregn í Njarðvíkum eftir Guð- berg Bergsson. „Þetta lag er Guðmundi Ge- orgssyni lækni að þakka, það hlýtur að vera ár síðan hann minntist á þessa baráttuhátíð við mig og sagði að það væri gráupp- lagt að semja eitthvað fyrir hana. Ég fór að leita að ljóði og fann þessa næturstemningu eftir Guð- berg, óhefðbundið ljóð í Endur- teknum orðum sem freistaði mín,“ sagði Tómas. Ljóðið lýsir kyrri nótt og hljóðu regni, en með morgninum koma flugvélar, koma stríðsmenn og rjúfa kyrrð- ina. Á föstudaginn langa lesa skáldin Hannes Sigfússon, Helgi Hálfdanarson, Ingibjörg Har- aldsdóttir og Þorsteinn frá Hamri ljóð, Sigrún Valgerður Gests- dóttir frumflytur sönglög eftir Sigursvein D. Kristinsson við ljóð Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, og Páll Eyjólfsson gítarleikari og Laufey Sigurðardóttir fiðlu- leikari leika sígilda tónlist. Meiri tónlist er á laugardaginn 25. mars, þá syngja Eiður Á. Gunnarsson, Inga Jónína Bac- kman, Jóhanna Þórhallsdóttir og Viðar Gunnarsson einsöng. Viöskulum kalla það gjörninga Á páskadag verða Bachtón- leikar í Listasafninu í umsjón Kolbeins Bjarnasonar. Það eru Einar Einarsson og Kristinn Árnason gítarleikarar, Robyn Koh semballeikari og Örn Magnússon píanóleikari sem flytja einleiksverk eftir Bach. „Mér datt í hug að það væri ágætt að stela Bach einmitt á páskahátíðinni þegar allir kepp- ast um að flytja hann á háborg- aralegum samkomum,“ sagði Kolbeinn. „Þó veit maður ekkert Föstudagur 17. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21 hvaða afstöðu hann hefði tekið í herstöðvamálinu. Hann er að vísu frjór og frumlegur í tónlist sinni en varla byltingarmaður heldur hápunktur á langri þróun. En ég held að hann eigi vel heima í þessu samhengi og það verður gaman að ræða í panelumræðun- um eftir páska hvernig þessi gamla list gagnast okkur. Allir sem hlusta á hana með opin eyrun verða að betri mönnum, það er ég sannfærður um.“ Kolbeinn sagði líka að deilt væri um hvort ætti að leika hljóm- borðsverk Bachs á sembal eða pí- anó og yfirleitt veldu menn annað hvort á tónleikum, en í þetta sinn verða bæði hljóðfærin notuð. Á annan í páskum koma sagna- skáldin, sjá og sigra: Einar Kára- son, Guðmundur Andri Thors- son, Kristín Ómarsdóttir, Svava Jakobsdóttir og Thor Vilhjálms- son munu lesa úr verkum sínum, ýmist birtum eða óbirtum. Og daginn eftir, þriðjudaginn 28. mars, verða tónlistargjörn- ingar. Aðalmennirnir eru þeir Elías Davíðsson og Gunnar Kristinsson, en með þeim leika Einar Einarsson, Guðni Franz- son, Ríkharður Friðriksson og Sigursveinn Magnússon. „Þetta er stundum kallað anarkistamús- ík þó að það megi helst ekki,“ sagði Kolbeinn, „köllum það frekar gjörninga! Þetta eru oft verk eftir fólk sem ekki hefur tón- listarmenntun og stundum eru þessi verk alls ekki leikin á hljóð- færi. En þau eru spennandi - og það gengur ekki að vera bara með Bach!“ Miðvikudaginn 29. mars verð- ur frumflutt verkið „fsland og Nató í 40 ár“ eftir Ríkharð Frið- riksson. Flytjendur eru Jóhanna Þórhallsdóttir, Guðni Franzson og Kolbeinn Bjarnason. Rík- harður er bæði tónskáld og sagn- fræðingur og nýtw menntunar sinnar á báðum sviðum í þessu pólitíska verki. Á eftir verða pall- borðsumræður um efnið „List og barátta“. Var þá kallað Fimmtudaginn 30 mars, á sjálf- an höfuðdaginn, verður athöfn á Austurvelli straxeftir hádegi, kl. 13.00, sem ber heitið: Nafnakall á Austurvelli. Baldvin Halldórs- son leikari stýrir henni. Lokapunkturinn verður svo baráttufundur í Háskólabíói sunnudaginn 2. apríl kl. 14.00. Þar verður mikil og fjölbreytt dagskrá og þangað kemur gestur menningardaganna, Peter Armi- tage mannfræðingur, og heldur ávarp. Peter er frá Kanada og hefur lengi barist með ínúítum í Alaska. Góðir gestir héðan að heiman eru Bubbi Morthens og Bjartmar Guðlaugsson, og loks verður frumflutt leikritið: Rétt- lætið gegn RÚV eftir Justus. Brynja Benediktsdóttir leikstýr- ir. Góða skemmtun! SA Dagur Kl. Staður Viðburðir Miðvikudagur 22.3. 20.30 Listasafn ASÍ Grensásvegi 16 Listavakan opnuð, einnig málverka- sýning og sýning á Ræxnu. Fimmtudagur 23.3. 16.00 Listasafn ASÍ Jass. Tómas R. Einarsson og félagar Föstudagur 24.3. 16.00 Listasafn ASÍ Ljóð og tónar. Skáld og tónlistarmenn. Laugardagur 25.3. 16.00 Listasafn AS( Einsöngur Sunnudagur 26.3. 16.00 Listasafn ASl Bachtónleikar Mánudagur 27.3. 16.00 Listasafn ASÍ Sagnaskáld lesa úr verkum sínum. Þriðjudagur 28.3. 20.30 Listasafn ASÍ Tónlistargjörningar Miðvikudagur 29.3. 20.30 Listasafn ASÍ List og barátta, tónlist og pallborðsumræður. Fimmtudagur 30.3. 13.00 Austurvöllur Nafnakall Sunnudagur 2.4. 14.00 Háskólabíó Baráttufundur. Flutt leikritið Réttlætið gegn Rúv. í.tv»s ,Ti U D i h u- iv.SS TH'i ■ &0&3 c-s Klippið út og geymið dagskrána

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.