Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 12
Vínarfundur hinn nýi Margt ber á milli á afvopnunarráðstefnunni í Vín. Bushstjórnin sýnir vissa tregðu gagnvart frumkvæðum Gorbatsjovs. Tækifæri til tímamótamarkandi ráðstafana Margt er umdeilt viðvíkjandi kalda stríðinu svonefnda, þar á meðal hvort um sé að ræða eitt slíkt stríð eða tvö eða hvort það hafi nokkurntíma lagst af. Meðal sagnfræðinga um nútíma- sögu er ekki óalgengt að setja punktinn aftan við „kalda stríðið fyrra“ við lok Kúbudeilunnar 1962 eða öllu heldur er Bandarík- in, Bretland og Sovétríkin undir- rituðu samning um bann við til- raunum með kjarnavopn í geimnum, í gufuhvolfinu og í sjó. Það gerðist í ágúst 1963. Samn- ingur þessi var merki þess, að valdhafar risaveldanna höfðu dregið lærdóm nokkurn af Kúbu- deilunni, er heimur rambaði á heljarbarmi, og komist að þeirri niðurstöðu að þeim væri hyggi- legast að afleggja keppni sína og fjandskap, þar eð samfara þessu væri alltof mikil áhætta fyrir risa- veldin sjálf. Sameiginlegur ótti við Kína átti sinn þátt í þessum nýja (tiltölulega mikla) bræðra- lagsanda, og sá ótti (og bræðral- agsandi risaveldanna líka) fékk byr undir vængi við það að Kín- verjar þvertóku fyrir að undirrita samninginn um tilraunabannið. Kalda stríðið síðara Þar með var ekki sagt að þykkj- an milli Bandaríkjanna og So- vétríkjanna legðist af, þau víg- bjuggust hvort gegn öðru og gagnkvæm tortryggni var áfram mikil. Margt varðtil aðeausa olíu á þann eld, ekki síst hugsjónir þær sem stórveldi þessi höfðu skráð á herkumbl sín til réttlæt- ingar athæfi sínu. Bandaríkja- menn tóku „baráttuna gegn kommúnismanum" svo alvarlega að þeir þvældust hennar vegna út í Indókínastríðið, þrátt fyrir ærna vitneskju um að allar Iíkur voru á að það endaði með ósköpum fyrir þá. Brezhnev og hans menn í Kreml studdu Norður-Víetnam, ekki af neinum brennandi áhuga, heldur af því að þeir voru hræddir um að hætt yrði að líta á Sovétrík- in sem forusturíki „heimskomm- únismans" að öðrum kosti. Á síðari hluta áttunda áratugar jókst á ný af ýmsum ástæðum misklíðin milli risaveldanna, og kalla sumir að þá hafi hafist „kalda stríðið síðara." Ef trúa má Oleg nokkrum Gordíevskíj, ' KGB-foringja sem stökk vestur- yfir, munaði minnstu að úr því yrði gereyðingarstríð haustið' 1983, sökum þess að þáverandi forusta í Kreml hafi verið orðin því sem næst sannfærð um, að kjarnavopnaárás úr vestri væri yfirvofandi. Sé þetta rétt, hefur hættan þetta haust verið enn skelfilegri en í Kúbudeilunni, vegna þess að kjarnavopnabirgð- ir risaveldanna voru miklu meiri 1983 en verið hafði rúmum 20 árum áður. Nú er lag Úr kulda þessa „stríðs“ hefur nú svo mjög dregið að eðlilegt er að líta svo á að því sé Iokið. Og margra álit er að nú sé lag til að binda að fullu enda á misklíð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og innleiða þesskonar samráðs- anda meðal ríkja norðurheims, er í stórum dráttum var ríkjandi í Evrópu frá lokum Napóleons- stríðanna til upphafs heimsstyrj- aldarinnar fyrri. í því sambandi eru miklar vonir bundnar við þá ráðstefnu ríkja Evrópu og Norður-Ameríku, sem fyrir AÐ UTAN skömmu er hafin í Vínarborg. Markmiðið með þeirri ráðstefnu er að ná samkomulagi um fækkun hermanna og vfgtóla í þeim herj- um þessara ríkja, sem væddir eru hefðbundnum eða venjulegum vopnum, svokölluðum. En ljónin eru mörg á þeim vegi og það fyrsta sem athygli var vak- in á við upphaf téðs Vínarfundar var að Atlantshafsbandalagið og Varsjárbandalagið eru síður en svo sammála um fjölda her- manna og hergagna hvors í ann- ars garði. Fyrrnefnda bandalagið telur að hið síðarnefnda hafi í jan. 1988 haft í Evrópu um 3.100.000 hermenn, 51.500 „meiriháttar orrustuskriðdreka", 22.400 brynvagna til flutnings fótgönguliða, 71.000 aðra bryn- vagna, rúmlega 44.000 vopn ætl- uð gegn skriðdrekum og yfir 8.200 orrustuflugvélar. Atlants- hafsbandalagið hafi hinsvegar í álfunni „aðeins“ rúmlega 2.200.000 hermenn, um 16.400 skriðdreka samsvarandi þeim ný- nefndu hjá hinum, um 4.200 brynvagna fyrir fótgöngulið, lið- lega 35.300 aðra brynvagna, rúm- lega 18.200 vopn gegn skriðdrek- um og tæplega 4.000 orrustuflu- gvélar. Mynd Varsjár- bandalags Varsjárbandalagið bregður upp nokkuð annarri mynd, mið- að við skýrslu frá því í júlí s.l. ár. Það segist hafa í Evrópu um 3.570.000 manna lið á móti 3.660.000 Natóhermönnum, um 59.500 skriðdreka á móti um 30.700 hjá hinu bandalaginu og um 70.300 brynvagna fyrir fót- göngulið á móti um 47.000 hjá hinum. Austanvérar halda því og fram að vestmenn hafi tæplega 18.100 „hereiningar búnar eld- flaugum gegn skriðdrekum“ á móti tæplega 11.500 slíkum ein- ingum hjá þeim sjálfum. Atlants- hafsbandalagið hafi tæplega 5.300 bardagaþyrlur, tæplega 4.100 orrustu- og sprengjuflug- vélar og 5.450 „taktískar" flu- gvélar, en samsvarandi tölur hjá mótleikaranum séu hér um bil 2.800, 2.780 og 5.350. Hætt er við að mörgum þeim sem ekki eru fagmenn í hernaði reynist fullerfitt að ráða í þetta. Þó virðist vera ljóst að banda- lögin séu sammála um yfirburði austanvéra í skriðdrekum og brynvögnum, og fram kemur einnig af skýrslunum að viss ein- hugur virðist ríkja um yfirburði þeirra í stórskotaliði. En Varsjár- bandalagsmenn vilja meina að upp á móti þessu vegi það að þinir hafi lið ívið/leira, meira af eldf- laugum ætluðum gegn skriðdrek- um, fleiri herþyrlur og öflugri sjóher, en síðasttalda atriðið er að vísu ekki með á dagskrá Vín- arráðstefnunnar. Sovésk ffrumkvæði í samræmi við þetta mismun- andi mat telur Varsjárbandalagið rétt að niðurskurðurinn verði álíka mikill hjá báðum, þegar á heildina sé litið, en Atlantshafs- bandalagið vill að hann verði miklum mun meiri hjá þeim fyrir austan. Sovétmenn hafa raunar þegar gefið í skyn, að þeir séu í þessu ekki fráhverfir því að koma eitthvað til móts við vestrið. Frá því að Gorbatsjov kom til valda eystra hefur frumkvæðið DAGUR ÞORLEIFSSON um bætt samskipti valdablakk- anna tveggja og afvopnun fyrst og fremst verið af hálfu Sovét- ríkjanna. Hin nýja sovéska for- usta hefur komið fram með til- lögu eftir tillögu um afvopnun, ákveðið fækkun hermanna og hergagna í herjum sínum einhliða og tilkynnt endurskipulagningu á her sínum úr sóknar- í varnarher. í upphafi umtalaðrar Vínarráð- stefnu hvatti Shevardnadze,, utanríkisráðherra Sovétríkj anna, til þess að hafnar yrðu sérstakar samningaviðræður með það fyrir augum að allar skammdrægar kjarnaflaugar í Evrópu yrðu eyðilagðar eða fluttar á brott. Samspil hers og hergagnafram- leiðenda Undirtektirnar af hálfu Banda- ríkjastjórnarinnar nýju hafa ein- kennst af vissri tregðu sem segja má að stundum jaðri við ólund. Meðal ástæðna til þess er efalaust að stjórn Bush hefur verið dálítið sein að koma sér almennilega í ganginn. Standið með Tower þann, sem Bush vildi fá fyrir varnarmálaráðherra en öldunga- deild þingsins hafnaði, hefur valdið talsverðu um það. Bush er varkár maður og að líkindum hygginn, en varkárni hans gæti einmitt orðið þess valdandi að hann léti vissar pólitískar kring- umstæður heima fyrir ganga fyrir sögulegum málamiðlunum við Gorbatsjov. í Bandaríkjunum eru margir, sem á einn eða annan hátt hagsmuna að gæta í sam- bandi við „kalda stríðið." Það eru herforingjar sem hugsa um frama sinn og virðingu í samfélaginu, urmull af vísindamönnum og ið viðvíkjandi innri markaði Evr- ópubandalagsins, sem til stendur að verði orðinn að veruleika í árs- lok 1992. Komið hefur til orða af hálfu þess bandalags að tolla bandarísk hergögn innflutt til Evrópubandalagsríkja. Banda- ríkjamenn, sem þénað hafa vel á þeim innflutningi, hafa brugðist illa við þessum fyrirætlunum og haft við orð að verði þær að veru- leika gæti svo farið, að Bandarík- in drægju til muna úr fjárfram- lögum til herja Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu. Sú hótun er ekki í samræmi við þann grundvallarþanka þess bandalags að Vestur-Evrópa þurfi varnar við gegn Rússum. Sálræn vandamál herforingja Hliðstæð sjónarmið eru á kreiki austan megin, þótt minna beri á þeim þar. Miklar líkur eru á að ýmsir sovéskir hershöfðingj- ar séu lítt hrifnir af einhliða ráð- stöfunum Gorbatsjovsstjórnar- innar til fækkunar hermanna og vígtóla. Eftir að þær ráðstafanir höfðu verið tilkynntar birtust í sovéskum blöðum lesendabréf frá herforingjum sem fjölluðu um „sálræn vandamál“ er menn í þeirri stétt ættu yfir höfði sér vegna brostinna vona um frama. Svipað hugsa að líkindum margir herforingjar vestan megin. Hætt er við að bæði austan megin og vestan séu öflugir aðil- ar, sem af ofantöldum ástæðum ali meira eða minna meðvitað þá von í brjósti, að perestrojka Gor- batsjovs verði ekki til langframa og að við af honum taki einhvers- konar nýr Brezhnev. Helmut Kohl, sambandskanslari Vestur-Þýskalands, og Francois Mitterrand Frakklandsforseti leiðast í fyllsta bróðerni - sammni ríkja meginlands Vestur- Evrópu hefur í för með sér breytt viðhorf innan Atlantshafsbandalagsins. tæknifræðingum margskonar sem lifa gott af allra handa rann- sóknum og öðrum störfum fyrir hinar ýmsu greinar hersins, verkamenn sem hafa atvinnu við vígtólaframleiðslu og síðast en ekki síst stórfyrirtæki sem þéna drjúgum á því að framleiða fyrir herinn. Bandarískum forustu- mönnum er þetta vel ljóst, eins og best sýndi sig er eitt af því sem varð Tower að falli var að hann var grunaður um að vera of vins- amlegur vissum hergagnafram- leiðendum. Eisenhower forseti mun fyrst- ur manna hafa vakið athygli á að samspil hers og hergagnafram- leiðenda gæti leitt til óhæfilega mikilla áhrifa þessara aðila á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Hann var hershöfðingi sjálfur og kunni lagið á því að hafa taumhald á herforustunni, en Kennedy eftirmaður hans lenti í erfiðleikum með bandalag hers- höfðingja og hergagnaframleið- enda þegar áður áminnst tilraun- abann var á döfinni. Hagsmuna- sjónarmiðið í þessu sambandi hefur komið skýrt í ljós undanfar- Andi frá ffyrri Vínarfundi En rétt er að benda á að það eru ekki Bandaríkjamenn og So- vétmenn einir, sem ræðast við í Vín. Þróun Vestur-Evrópuríkja í átt til sameiningar gerir að verk- um, að sjálfstæði þeirra gagnvart Bandaríkjunum í hermálum fer vaxandi. Mest munar þar um Vestur-Þjóðverja, sem löngu eru orðnir þreyttir á að vera í fram- línu Atlantshafsbandalagsins, og leggja áherslu á að tækifærið sé notað til bættra samskipta við So- vétríkin og vilja losna við sem mest af kjarnavopnum úr sínu landi. Og í Bandaríkjastjórn sjálfri eru menn af skóla Kissin- gers, sem líklegir eru til að vilja stilla svo til, að nýbyrjaður Vín- arfundur marki ekki síður tíma- mót í sögu alþjóðlegra samskipta og sá sem haldinn var 1814-15. Um þann fund var sagt að hann „kæmist ekki fetið" og líkur eru á að sá sem fyrir skömmu hófst í sömu borg verði enn langdregn- ari, hver sem niðurstaða hans verður. Shevardnadze (t.v.) og Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjastjórnar Reagans. Með þeim skapaðist gagnkvæmt traust og velvild. Spurningin er hvort þeim Shevardnadze og Baker, utanríkisráðherra í Bushstjórninni, á eftir að lynda eins vel saman. Castro Kúbuleiðtogi og Khrústsjov - Kúbudeilan færði þáverandi leiðtogum risaveldanna heim sanninn um að kalda stríðið væri of hættulegur leikur. 12 SÍÐA - NÝTT HELGABBLAÐ Föstudagur 17. mars 1989 £i ASÍ8 - ÖAJaRAfljaH TTtV? WP.t amrw XI mgsbuJaóT

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.