Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 17
SANNAR
Magnús fór utan um haustið en
kom aftur til landsins vorið eftir.
Hann sat síðan heima á Hólum
hjá konu sinni, en 16. mars 1709
dæmdi Hæstiréttur hann til ævi-
langrar þrælkunar á Brimar-
hólmi. Jafnframt var Jón dæmdur
til jafnlangrar útlegðar og ekki
veit ég hvað um hann varð, en
hann var þá um fimmtugt.
Á aíþingi um sumarið var lesin
skipun konungs um að handtaka
Magnús og flytja hann til refsi-
vistar. Um leið átti að gera allar
eignir hans upprækar og af þeim
átti að greiða Lárusi Scheving all-
an málskostnað. Magnús átti
jarðir í Eyjafirði og Skagafirði.
Þegar þetta spurðist lét Magnús
sig hverfa og grunur lék á að hann
hefði flúið land. Síðast fréttist af
honum að Ökrum í Skagafirði.
Lýst var eftir honum vfða, meðal
annars á Sauðanesi í ágúst 1709.
Þar vissu menn ekki til þess að
hann hefði verið á ferð um Lang-
anes og ekki þótti líklegt að hann
hefði komist í duggur framandi
þjóða. Yfirvöld settu fé til höfuðs
honum, en án árangurs og í þrjú
ár fór Magnús huldu höfði. A al-
þingi 1711 var lýst eftir honum,
og höfðu lögréttumenn þá heyrt
tvennar sögur: „Sumir segi að
Magnús muni í fyrra sumar siglt
hafa með einhverjum hvalföng-
urum einhvers staðar undan
Hornströndum. Aðrir segi að
nefndur Magnús muni enn nú
dyljast hér í landinu einhvers
staðar við útkjálka nálægt
óbyggðum og kveðast lögréttu-
menn engin skýr rök til vita hver
af þessum gátum kunni sönn að
reynast.“
Leyndist Magnús
á Hornströndum?
Haustið 1709 kom á Horn-
strandir maður sem enginn
þekkti og sagðist vera úr Hrúta-
firði. Hann nefndi sig Jón
Magnússon og hafði litla við-
stöðu, aðeins eina nótt á nokkr-
um bæjum „þar fátækir bjarg-
þrota menn fyrir voru.“ Eftir jól
kom Jón aftur í byggðir og um
vorið sögðu bændur Páli Torfa-
syni þáverandi sýslumanni til
hans. Páll sagði að ekki lægju
sektir við aö hýsa manninn og
skipaði þeim ekki að taka hann til
fanga. Næsta haust og allan þann
vetur kom Jón reglulega til
byggða. Bændur hýstu hann og
gáfu honum mat af með-
aumkvun. Ef til vill var þetta
Magnús Benediktsson þó ekki
verði úr því skorið úr þessu og
líklega voru það ekki helberir
hugarórar yfirvalda að Magnús
héldi til á Vestfjörðum. Orðróm-
urinn var að minnsta kosti það
þrálátur að vorið 1712 barst
Markúsi Bergssyni sýslumanni
ísafjarðarsýslu tiímæli Odds Sig-
urðssonar fulltrúa stiftamtmanns
„að hann skuli til fanga taka
Magnús Benediktsson sem til
Brimarhólms dæmdur hafi verið
1709.“ Markús kom í Grunnavík
5. maí og skipaði karlmönnum
þar og í Aðalvík að veita sér lið
við leit að Magnúsi. Morguninn
eftir fór sýslumaður við tólfta
mann „og leitaði norður um allar
Grunnavíkurstrandir, bæði á bæ-
jum og í óbyggðum.“ Leitinni
lauk kvöldið 8. maí, að menn
fengu „bæði fjúk og þoku svo aft-
ur urðu að snúa, þá búnir voru
þessa sýslu á Ströndum að kanna
og vissir vera þóttust um að sodd-
an mann var ekki í þessari sýslu
að finna eður neinn annan umh-
laupara." Sextán menn úr Aðal-
vík leituðu þremur dögum lengur
og rúmri viku síðar lögðu þeir af
stað til leitar í nyrstu sveitum
Strandasýslu. Ekki komust þeir
lengra en að Dröngum vegna
þess að þar var enginn karlmaður
heima við sem gæti leiðbeint
þeim áfram. En þar sem þeir fóru
skoðuðu þeir „öll þau fylgsni og
hvar helst sem líklegt var að
menn kynni í vera og fundum í
aungvan máta Magnús Bene-
diktsson eður nokkurn þann
mann ókenndan sem Magnús
Benediktsson kynni vera.“
Magnús leysti málið af sjálfs-
dáðum og gerði yfirvöldum
auðvelt fyrir með því að birtast á
heimili Odds Sigurðssonar að
Narfeyri á Snæfellsnesi áður en
kaupskip létu úr höfn haustið
1712. Hann var fluttur til Bessa-
staða, en þaðan með Hólmsskipi
til Kaupmannahafnar og settur í
járnáBrimarhólmi. Þaráttihann
að erfiða ævilangt, en var leystur
úr haldi í apríl 1722, eftir tæplega
tíu ára vist. Líklega kom hann til
íslands um sumarið og segir sag-
an að hann hafi verið hnýttur og
bæklaður á sál og líkama.
Lausnarbréf hans var lesið upp
að Saurbæ vorið 1723 og á alþingi
um sumarið. Ekki kemur fram
hvort hann var viðstaddur upp-
lesturinn, en það er af honum að
segja að til dauðadags árið 1730
lifði hann kyrrlátu lífi, ekki segir
hvar, og aldrei viðurkenndi hann
að hafa myrt Guðrúnu.
Heimildir eru dómabækur Eyjafjarð-
arsýslu 1699-1707 og 1721-25, Þing-
eyjarsýslu 1702-12 og Isafjarðarsýslu
1711-19. Ennfremur Alþingisbækur
og Annálar. Frá heimkomu Magnús-
ar og andláti segir í Sýslumannaævum
Boga Benediktssonar.
ur 17. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17
Bandarískar hrollvekjur
Byssur og eiturlyf - hinar bandarísku hrollvekjur
Eiturlyf eru hrikalegtvanda-
mál í Bandaríkjunum. í New
York einni eru 600 þúsund
heróínneytendur, þrisvar
sinnum fleiri en fyrir þrem
árum. Eiturlyfjasalar leggja
meö skiþulögöum hætti undir
sig nýjarog nýjarborgirog
breiöa þar út hið skjótvirka
eitur krakk meöal skólabarna.
Eiturlyfjasölunni og hinum
mikla gróöa af henni fylgir
mikill bófahasar og skyttirí,
sem er þeim mun erfiöara aö
kveöa niður sem byssulöggjöf
er mjög rúm í Bandaríkjunum.
Og hefur reynst ógerningur
aö heröa hana: ööru nær- nú
er meira að segja hægur
vandi að kaupa vélbyssur í
búöum til heimilisbrúks.
Um þennan vanda er fjallað í
nýlegri grein í New York Times.
Þar segir á þá leið, að ef hermdar-
verkamenn dræpu nokkra
Bandaríkjamenn á götum í er-
lendri borg, þá mundi stjórnin og
allur almenningur bregða við
hart. Ef að Bandaríkjamenn
væru drepnir á degi hverjum í er-
lendum borgum eða sprengdir í
Þessi teikning fylgdi umræddri grein: „Og hver hefur nú gleymt að
yfirfara byssuna sína í dag, krakkar mínir?"
tætlur á heimkynnum sínum, þá
mundu menn hrópa'Tiátt á að-
gerðir - og heirnta vitanlega að
hermdarverkamenn væru af-
vopnaðir og bannað að selja þeim
vopnm.
En svo gerist þetta hér:
Á hverjum degi deyja nokkrir
rnenn í Bandaríkjunum sjálfum í
eiturlyfjabardögum. Þúsundir á
ári hverju. Stundum drepa eitur-
lyfjasalar hver annan og hefur
farið fé betra. En því miður drepa
þeir aðra oftar - til dæmis þegar
þeir eru að hrella heil borgar-
liverfi eða blátt áfram vegna þess
að ef menn drita í kringum sig
nógu mörgum kúlum, þá deyja
einhverjir þeir sem nær eru
staddir. Og morðingjarnir (sem
margir eru á miklum og öruggum
tekjum við það eitt að drepa fólk)
skemmta sér við að kalla sakleys-
ingja sem þeir drepa með þessu
móti sveppi. Þeir eru einatt að
saxa niður „sveppi“, jafnvel í
næsta nágrenni við Hvíta húsið í
Washington og finnst það einmitt
alveg æðislega fyndið.
Enginn gerir
neitt
En þessu hafa landsmenn lært
að taka eins og hverju öðru
hundsbiti. Flestir þingmenn láta
sér ekki einu sinni detta það í
hug, að það sé skylda þeirra að
takmarka vopnastreymið með
lögum, koma t.d. í veg fyrir að
eiturlyfjagengi geti fengið sér vél-
byssur í næstu búð. Og Bush for-
seti sem hefur lofað því að reka
eiturvofuna á flótta, hann neitar
með öllu að styðja alríkislöggjöf
gegn sjálfvirkum vopnum - af
ótta við að hinn heilagi réttur til
að eiga tilteknar gerðir veiði-
byssa verði þar með skertur.
Hvernig ætlar, spyr greinarhöf-
undur New York Times, sá sami
forseti að horfa frarnan í aðrar
þjóðir og krefjast af þeim átaks
og fórna í stríðinu við eiturlyfin?