Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 19
þéttbýli og lífsafkoman ger- breytist. Menn fara að sjá pen- inga og fá ekki lengur borgað í smérklípum eða ullarvörum. Vistarbandið verður að engu. Þetta er á margan hátt miklu rosalegri bylting hjá okkur en sú í Frakklandi, og hún gerist blóð- laust, - blóðið rann annarstaðar. Sveitamennirnir sem fluttu á mölina voru hinsvegar áfram sveitamenn og áttu rætur í sjö- hundruð ára sveitamennsku. Við börnin þessa fólks hinsvegar- 68- kynslóðin á íslandi, fólk fætt frá um 1940 til um 1950 - við erum fyrsta kynslóðin sem elst upp annarstaðar en íslendingar höfðu alist upp frammað því, við alveg ný skilyrði. Fyrir okkur er borg- armenning, launavinna, og lýð- ræðisleg ákvarðanataka sjál- fsagðir hlutir. Borgin og baðstofan Pað var þessvegna ekki nema eðlilegt að þessi kynslóð liti - ó- meðvitað - á fortíðina sem mark- lausa. Hún kom mönnum eigii^ lega ekki við. Á vissan hátt hefur mér fundist að mín kynslóð hafi dottið úr sambandi við íslands- söguna. Ekkert af því sem áður stóð var lengur gilt, vegna þess að líf og hugsun foreldranna utanúr sveit, sú lífsreynsla dugði ekki við þessar nýju aðstæður. Það þarf þessvegna ekki að koma á óvart að þetta fólk íét í sér heyra þegar það var að komast til vits og ára. Þetta gerðist líka erlendis, samfé- lögin breyttust eftir strfð, ungt fólk varð sjálfstæðara, fór að hafa meiri tekjur, eignaðist eigin menningarviðmið. En sennilega eru umskiptin óvíða skarpari en hér. Þetta er ekki bara breyting á lífskjörum eftir stríðið einsog al- staðar á Vesturlöndum, heldur verður líka mikil breyting í valda- stöðu þjóðfélagshópa. Þetta er bylting, bæði stéttarleg, land- fræðileg og menningarleg. Þessi kynslóð sem datt úr sam- bandi við íslandssöguna getur ekki sótt neitt í gömlu baðstofu- menninguna. Menn fussa við ís- lendingasögunum, og leita til út- landa, fara útí heim að læra alls- kyns fræði. Leita ekki í hefðina - fyrren þeir hafa rekið sig á það að hin erlendu fræði veita mönnum fá svör við þeim spurningum sem kvikna hér á landi, reka sig á að við erum þráttfyrir allt afsprengi heillar menningar sem við verð- um að skilja til að geta skilið okk- ur sjálf. Er þá hin fræga 68-kynslóð loksins að koma aftur heim...? .. .eða niðrá jörðina. Já, hún er að koma aftur niðrá jörðina, sem er góðs viti. Hvernig kúplarðu þetta saman við þróunina í pólitík hér undan- farið? Þessi pólitísku form sem hér hafa verið í gangi eru öll frá nítj- ándu öld, eða byrjun þeirrar tutt- ugustu, og miðuðust við ákveðin verkefni í þeim veruleika sem þá var fyrir hendi. Verkalýðshreyf- ingin er til dæmis að langmestu leyti byggð upp fyrir stríð, meðan meirihluti landsmanna bjó uppí sveit. Pólitísku flokkarnir líka, og þeirra hugmyndir og áhugamál taka mið af þessari forsögu. Þeir hafa til dæmis mikinn áhuga á því að halda byggð í landinu á öllum Guðmundur Ólafsson og fortíðin. Myndin á veggnum sýnir Guðmund G. Bárðarson jarðfræðing, afa Guðmundar. (Mynd: Jim) mögulegum og ómögulegum stöðum og láta borga til þess mikla skatta af því þeim finnst það dyggð að búa á tilteknum stöðum. En fólk sem er fætt um eða eftir miðja öldina skilur ekki mikið í þessu og finnst það engin sérstök göfugmennska að búa á ákveðnum kletti eða inní vissum afdal. Dyggðin að búa rétt Ég á ekki við að það eigi að hrekja fólk í burtu af þessum bú- stöðum sínum, en það getur ekki heimtað að aðrir borgi fyrir þetta áhugamál þeirra. Hér gildir enginn frunta- skapur, og það er best að breytingar í búsetu taki langan tíma. En menn verða auðvitað að gjöra svo vel að koma sér upp ákveðnum grundvallarskilningi, hvort sem um er að ræða fólk í landbúnaðarstörfum eða þá sem nú taka peninga af öðrum fyrir að velta við pappír hér í Reykjavík, - það getur ekki gengið til lengd- ar að einhver fái eitthvað fyrir ekki neitt. Gömlu flokkarnir tilheyra á margan hátt gömlum tíma, og þeir hafa ekki nema að hluta til aðlagast breyttum aðstæðum. Þessvegna kemur það auðvitað upp að menn stofna stjórnmála- hreyfingar og flokka kringum allskonar mál sem þeir hafa áhuga á og gömlu flokkarnir sinna ekki eða illa. Eitt af þeim áhugamálum er í tengslum við breytta stöðu kvenna. Eftir flutn- ingana til bæjanna frammeftir öldinni og sérstaklega á fimmta áratugnum var varla verk fyrir konur í bæjunum, engin bústörf lengur. En það hefur aldrei verið þannig í sögunni að konur væru verklausar og sætu heima og bróderuðu. Flokkar og áhugamál Þær hafa alltaf verið fullgildir framleiðsluaðilar. Og hér fara þær útá vinnumarkaðinn í sí- auknum mæli, og sérstaklega um og eftir 1970 - þá verður einnig mikið framfarastökk í menntun - og það blasir við að þær hafa lægri laun og verri aðstöðu á alla lund. Gömlu flokkarnir höfðu lítinn áhuga á þessum málum og þess- vegna var ekki óeðlilegt að upp kæmu stjórnmálaflokkar sem sinntu þessu sérstaklega. Menn stofna flokka um áhugamál sín. Og það gerist áfram. Ef flokk- arnir taka ekki mið af breyttum aðstæðum munu menn einfald- lega stofna flokka um hitt og þetta sem menn hafa áhuga á, - til dæmis húsnæðismál. Ágætt dæmi um aðstæður fyrir stríð sem enn móta íslenska póli- tík eru þessi tveir A-flokkar. Þessa flokka skilur nánast ekkert nema sögulegur fjandskapur, sem þeim virðist ekki nokkur vegur að komast yfir, - þeir eru reyndar prýðileg myndskreyting við þann marxisma að ýmsar hug- myndir um veruleikann lifi oft prýðilegu lífi löngu eftir að hinar efnislegar forsendur eru brostn- ar. Kvennaframboðið og Kvenna- listinn eru auðvitað tilraun til að höggva í þetta stirðnaða kerfi. Það breytir hinsvegar ekki því að þessi hugmyndafræðilegi grund- völlur sem nokkrar konur hafa hrófað upp er að mestu leyti tómt þvaður sem byggir ekki síður á horfnum veruleika en hjá hinum flokkunum, - til dæmis stríði Simone de Beauvoir við kyn- deyfð amfetamínistans Jean-Paul Sartre, og öðrum hlutum álíka fráleitum. Hættu nú herra... En að lokum: Um hvað verður næsti pistill á rásinni? Ég veit það ekki. Ég veit það aldrei fyrren ég fer að skrifa hann. Svona pistlar verða að mið- ast við núið og ég reyni að hafa þetta í þægilegra lagi, fyrir fólk sem er við stýrið, að minnsta kosti ekki of svakalegt. Ég hef annars enga stefnu aðra í þessum pistlum en að vera ekki meiðandi gagnvart þeim sem gætu átt um sárt að binda. Ég nefni þessvegna alltaf nöfn þegar ég tala vel um menn þannig að aðrir geti ekki tekið það til sín. Hinsvegar nefni ég helst ekki nöfn þegar ég tala illa um menn til að fleiri geti öðlast hlutdeild í þeim ummælum. Annars er ég að hugsa um að nefna til sögunnar litlu gulu hæn- una. Kannski tekst ntér að koma henni í talningu landbúnaðarráð- herra. -m Föstudagur 17. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.