Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 23
GUNNAR GUNNARSSON Uppinn með einkaritarann í fanginu. Ingrid Jónsdóttir og Kristján Franklín Magnús. „Við erum stórleikarar!“ „Sál mín er hirðfífl í kvöld“: Tveir einþáttungar hj á Egg-leikhúsinu með gönguferð á milli Egg-leikhúsið frumsýnir á sunnudaginn tvo einþáttunga undir leikstjórn Sveins Einars- sonar og sætir sýningin tíðindum fyrir ýmsar sakir. Fyrri einþátt- ungurinn heitir „Escuriel" og verður sýndur í drungalegum kjallara Hlaðvarpans. Þegar hon- um er lokið ganga áhorfendur út í Listasalinn Nýhöfn í Hafnar- stræti og horfa á einþáttunginn „Afsakið hlé“ á gljáandi steinflís- agólfi innan um nýtískuleg mál- verk. Og eftir það labba áhorf- endur aftur til baka og horfa á fyrri einþáttunginn aftur í kjallar- anum í allt öðru ljósi - í yfirfærðri og bókstaflegri merkingu. Þetta er voguð tilraun og þurfa áhorfendur að ákveða sem fyrst hvort þeir ætla að taka þátt í henni eða ekki. Leikararnir eru önnum kafnir við aðrar sýningar og taka fram að sýningarfjöldi á einþáttungunum verði takmark- aður. „Escuriel" er eftir belgíska rit- höfundinn Michel de Chelderode (1896-1962), eina heimsnafnið sem Belgar eiga meðal leik- skálda. Hann komst í tísku í París á 6. áratugnum og skrifar á belg- ískri frönsku en hefur aldrei verið leikinn hér áður. Það var Sigurð- ur Pálsson skáld sem þýddi leikritið. Árni Ibsen sagðist hafa kynnst verkum de Chelderode í Bret- landi þegar hann var þar við nám. Sjálfur skrifaði Árni hinn ein- þáttunginn sem tilbrigði við „Escuriel" úr nútímanum, en báðir fjalla þættirnir um valda- tafl. „Escuriel" gerist á miðöld- um og segir frá ofsóknaróðum og lífsfirrtum konungi og hirðfífli hans, „Afsakið hlé“ segir frá auðugum uppa og einkaritara hans. „Ég held að hann sé ný teg- und af leikriti,“ sagði Árni Ibsen, „Tragi-farsi með harmrænum endi, hvernig líst þér á það?“ Það fer vel á því þegar konun- gurinn segir í „Escuriel" að þeir hirðfíflið séu stórleikarar, því Sveinn hefur safnað að sér af- bragðs fólki í þessa óvenjulegu sýningu og nýtir kosti þess vel. Viðar Eggertsson og Þór H. Túl- iníus leika konung og hirðfífl og víxla hlutverkum þegar þátturinn er sýndur aftur. Uppann og einkaritarann leika þau Ingrid Jónsdóttir og Kristján Franklín Magnús. SA Sjö dauðasyndir skráðar á gamalt pergamentið á andlitinu á þér. Viðar Eggertsson kóngur og Þór H. Túliníus fífl í fyrri gerð. Gunnar H. Jónsson Tónlist Afmælis- tónleikar Fjöldi listamanna kemurfram í íslensku óperunni á nánudagsk- völdið kl. 20.30 í tilefni af sex- tugsafmæli Gunnars H. Jóns- sonar gítarleikara og kennara sem hefur byggt upp klassískan gítarleik hér á landi ásamt Eyþór Þorlákssyni. Margir gamlir ne- mendur Gunnars leika á afmæl- istónleikunum verk eftir innlend og erlend tónskáld. Föstudagur 17. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23 Hundunum í Búlgaríu líður vel Öldungis er það stórmerki- legt hvað fólk sem tekur þátt í hinum séríslensku umræðum um sjónvarpsefni kemst oft í vont skap, endist til að hár- toga orð hvers annars og viðra vanhæfni sína til að hugsa skýrt. Það virðist vera sorgleg staðreynd að þegar mikið liggur við bregst taugakerfið og munnurinn bablar tóma vitleysu á meðan heilinn barmafyllist af gremju. Ergi- legur pólitíkus eða umræðu- ljón minnir mig oft á gamla bflinn minn sem er orðinn móður og mæddur og þótt hann fari alltaf í gang, þá spýr hann oft eldi og eimyrju og öskrar hátt - en kemst ekki áfram. Ég var að hugsa um það um daginn meðan hvalveiðipexið stóð í sjónvarpinu hvort ekki væri gráupplagt að opna hér stórt veitingahús sem sérhæfði sig í hvers kyns sjávarfangi: hval og sel, fugli og fiski. Þar fengju vesalings stórborgar- búar sem hingað kæmu til að anda að sér fersku lofti og ilmi af ómengaðri jörð að bragða spik og rengi, skrítna fiska og súran sel. Og í framhaldi af því rifjaðist það upp fyrir mér að náttúruverndarfólk á villi- götum eyðilagði um árið markað fyrir selskinn þannig að bændur sem áður öfluðu sér tekna með því að selja skinn urðu að hefja hokur við kind eða kú. Hvernig stendur eiginlega á því að hver einasti Islendingur á ekki volduga selskinnsskápu til að hlýja sér í þegar hann blæs napur á norðan? Hvalveiðar íslendinga? Mér fannst ég ekki vera neinu nær um þær eða seldráp á norðurslóðum eftir að hafa séð fræga mynd sem einhverju félagi fannst liggja á að banna og stóð mig að því að fara að hugsa um hundana í Búlgaríu þegar þeir sýndu myndir af selum, og um íslenska kot- bóndann þegar þeir sýndu myndir af kengúrum. Hundarnir í Búlgaríu voru um eitt skeið hugleikið yrkis- efni formanns búlgarska rit- höfundasambandsins. Þessi formaður hét og heitir Lyu- bomir Levchev (sem enginn þarf að leggja á minnið því það er sögunni óviðkomandi) og skrifaði eitthvert haustið margar og langar greinar í blöð og tímarit lands síns og fjallaði allt saman um þá þjóð- arskömm sem hann taldi með- ferð landa sinna á hundum vera. Margur varð til þess að þakka formanninum þessi skrif. Hann fékk þakkarbréf frá fólki sem sagði hann hafa opnað augu sín og að nú skildi það betur eðli hunda og æskileg lífsskilyrði þeirra. Og hver um annan þveran lofuðu bréfritarar dagblaðanna upp á æru og trú að nú skyldu þeir loksins fara að hugsa vel um hundinn sinn eða vera góðir við hund grannans. Levchev formaður varð að vonum hrærður yfir já- kvæðum og miklum við- brögðum landa sinna vegna þessa hundamáls. Hann sagði seinna að samtals hefði hann fengið yfir sjö hundruð skrif- aðar nótur vegna þessa og margfalt vasklegri viðbrögð við hundaskrifunum en ljóð- um sínum eða skáldsögum. En af öllum þessum fjölda bréfa var aðeins eitt sem hon- um fannst umhugsunarvert. Það bréf skrifaði vinur hans og þar sagði aðeins: „Kæri vinur! Mikið var þetta dásam- legt. Og þegar þú nú hefur bjargað hundum þessa lands ætlarðu þá að snúa þér að björgun okkar mannanna?“ Ég held að hundarnir í Búlgaríu hafi það gott núna og vitneskjan um þá staðreynd kemur mér í gott skap. Ég vona bara að formanni rit- höfundasambandsins austur þar hafi nú tekist að kippa málum í liðinn fyrir fólkið í landinu. Og ég fyllist vellíðan og jákvæðum hugsunum þeg- ar mér í framhaldi af þessu öllu verður hugsað til þeirra tíma þegar það fólk sem nú berst af hve mestri fylgju fyrir friðun hvals, sels og þorsksins í hafdjúpunum, snýr sér að því að vernda og friða mannfólk út um allar trissur. I þeirri væntanlegu herferð verður trúlega ekkert það til sparað sem gæti orðið einu barni til bjargar. íslenski bóndinn og keng- úrurnar? Hann neitaði víst að trúa sínum eigin augum þegar hann stóð andspænis því kvik- indi í dýragarði. „Nei,“ sagði bóndinn: „þetta er ekki satt.“ Og fór að horfa á aðrar skepnur. Eiginlega er margt líkt með honum og því fólki sem er svo gersamlega ókunn- ugt lífsskilyrðum okkar hér, menningu okkar og daglegu lífi að það getur ekki skilið nein einstök atriði í lífi okkar og sér ekkert í samhengi. Heimóttarskapur þeirra sem pexa úr sér allt loft um málefni sem þeim gengur auðheyri- lega illa að skilja minnir um margt á þann sem gengur gegnum dýragarðinn og neitar að trúa því sem hann sér.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.