Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 9
Ólafsfjörður Sálar- og niðurdrepandi Puríður Rósinbergsdóttir gift smábátasjómanni með 2 börn 3 og 8 ára. Ekki gefið á sjóinn í vetur vegna ótíðar, ensjálfer hún búin að vera atvinnulaus síðan 26. september. Verstað vera með allt í vanskilum Eg er búin að vera atvinnulaus síðan 26. september 1988 en áður vann ég hálfan daginn í Hraðfrystihúsi Magnúsar Gama- líelssonar. I atvinnuleysisbætur fæ ég rúmar 20 þúsund krónur á mánuði. Maðurinn minn er smá- bátasjómaður en hefur haft litlar tekjur vegna ótíðar og við eigum tvö börn 3 og 8 ára. Að vera atvinnulaus í svo langan tíma er alveg svakalegt og er bæði sálar- og niðurdrepandi," sagði Þu- ríður Rósinbergsdóttir á Ólafs- firði. Svipaða sögu hafa fleiri íbúar á Ólafsfirði að segja því Hraðfry- stihús Ólafsfjarðar og Hraðfrysti- hús Magnúar G. hafa verið lokuð vegna rekstrarerfiðleika, en þau hafa verið stærstu atvinnufyrir- tæki bæjarins. Á meðan hefur fiskvinnslufólkið orðið að draga fram lífið á atvinnuleysisbótum sem eru mismiklar eftir því hvort fólkið hefur unnið hálfan eða heilan dag. Þeir sem eiga rétt á 100% bótum fá frá 33 - 38 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt yf- irliti vinnumálaskrifstofu fél- agsmálaráðuneytisins voru 80 manns atvinnulausir í bænum í fe- brúar en 103 í janúar. Að sögn Ágústar Sigurlaugs- sonar formmans verkalýðsfélags- ins Einingar eru 3 aðilar þegar dottnir út af atvinnuleysisbóta- skrá þar sem þeir hafa verið atvinnulausir lengur en í 180 daga. Eftir það fá þeir engar bæt- ur næstu 16 vikur. Ágúst sagði að búið væri að stofna nýtt fisk- vinnslufyrirtæki Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar sem tekur yfir eignir Hraðfrystihúss Magnúsar G. og stæði til að það tæki til starfa eftir páska. Hvenær nákvæmlega er hins vegar ekki vitað og fer eftir hvort fyrirgreiðsla fæst frá hinu opinbera og þá sérstaklega Hlut- afjársjóði. Að sögn Þuríðar var fjöl- skyldan nýbúinn að kaupa sér íbúð og ræður auðvitað engan veginn við að borga af henni og er þegar komin í vanskil með af- borganir með tilheyrandi dráttar- vöxtum. Eins og gefur að skilja ná endar ekki saman í rekstri heimilisins en þó hefur ekki enn verið lokað fyrir rafmagn og hita. Þuríður þakkar það eingöngu því að innheimtumenn hins opinbera hafa ekki verið harðir í sínum innheimtuaðgerðum og sýnt skilning á fjárhagsstöðu heimilis- ins. Samninganefndir Alþýðu- sambandsins og Vinnuveit- endasambandsins komu saman til fundar í húsakynnum ASI um miðjan dag í gær þar sem reynt var að ná skammtímasamningi þrátt fyrir andstöðu við það innan Verkamannasambandsins. Fundurinn stóð enn yfir þegar - Auðvitað tekur þetta á taugarnar að vera atvinnulaus svona lengi og ekki hefur ótíðin í vetur bætt þar um. Sýnu verst er að vera allt í einu orðin að van- Þjóðviljinn fór í prentun í gær- kvöldi. Á samninganefndarmönnum var að heyra í gær að svo gæti farið að fundur yrði með þeim og fulltrúum ríkisstjórnarinnar í dag til að fá úr því skorið hvað hún hefur uppá að bjóða í svonefnd- um félagsmálapakka sínum til launamanna. Það færi þó alveg skilamanneskju eftir að hafa staðið í skilum með sitt. Ef at- vinnuástandið fer ekki að lagast von bráðar og fólk almennt fer að detta út af bótaskrá býst ég fast- eftir því hvernig samningavið- ræðunum miðaði í gærkvöld. f gærmorgun kom fram- kvæmdastjórn Verkamannasam- bandsins saman til skyndifundar til að ræða stöðu mála en mörg verkalýðsfélög hafa lýst yfir mikilli andstöðu við skammtíma- samning og vilja fremur semja til eins árs. -grh lega við að fólk fari að krefjast úrbóta í þessum málum því þá hefur það að engu að hverfa, sagði Þuríður Rósinbergsdóttir. -grh Útvegsbanki Viðskipta- ráðheita ókyrrist Efallt um þrýtur verða Landsbanki, Búnaðar- banki og Útvegsbanki að þríeinu bankaveldi Hyggist einkabankar festa kaup á hlutabréfum ríkisins í Út- vegsbankanum verða þeir að uppfylla þrjú skilyrði. Reiða fram mun hærri upphæð en nafnverð, stuðla að sameiningu banka og sparisjóða og dreifa eignaraðild að bankanum. Þetta kom fram í svari Jóns Sig- urðssonar viðskiptaráðherra í gærmorgun við fyrirspurn Guð- mundar Ágústssonar: Eru hlutabréf ríkisins í Útvegsbanka íslands hf. til sölu? Ef svo er, á hvaða kjörum og með hvaða skilmálum? Viðskiptaráðherra sagði að sameining banka hefði verið á dagskrá hérlendis síðastliðna tvo áratugi og væri mál til komið að menn létu verkin tala enda öllum ljóst að bankar væru alltof margir í okkar litla þjóðfélagi (7). Ráðherra kvaðst óska þess að einkabankarnir færu að gera upp hug sinn til kaupa á hlutbréfum ríkisins og fiskveiðasjóðs í Út- vegsbanka (nafnvirði ca. 950 miljónir, raunvirði ca. 1,4 milj- arðar). Að öðrum kosti myndi hann beita sér fyrir sameiningu ríkisbankanna, Landsbanka og Búnaðarbanka, og koma þeim í eina sæng með Útvegsbanka. Karvel Pálmason varaformaður Verkamannasambandsins og Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ heilsast kumpánlega við upphaf samningafundar ASÍ og VSÍ í gær í húsakynnum ASÍ. Mynd: ÞÓM. ASÍ/VSÍ Boltinn hjjá ríkisvaldinu Stefnt að skammtímasamningi þrátt fyrir andstöðu VMSÍ Óvissa um verðlagsþróun Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagði á ársfundi Félags íslenskra iðnrekenda í gær að töluverð óvissa ríkti um þróun verðlags- mála á næstu misserum. Þrátt fyrir hækkun framfærsluvísitölu í byrjun mánaðarins um 2,5% væri það ekki fyrirboði um að verð- bólga væri að fara úr böndunum. Ná þyrfti sem fyrst hóflegum launasamningum, tryggja at- vinnuöryggi, aðhald með verð- hækkunum og kjarajöfnun í þjóðfélaginu. Fjárfesting aldrei minni? Á þessu ári stefnir í það að fjár- festing hérlendis verði minni en hún hefur verið í rúma öld, segir Víglundur Þorsteinsson formað- ur iðnrekenda. Hann segir að all- ar götur síðan 1981 hafi hlutur fjárfestingar og sparnaðar minnkað jafnt og þétt og á síðasta ári hafi fjárfesting verið komin niður í 17.7% af landsfram- leiðslu. Áætlanir bendi til þess að á þessu ári verði fjárfesting kom- in niður í 17% af vergri land- sframleiðslu og fari svo sé hún aðeins um 60% af því sem hún var að meðaltali á áttunda ára- tugnum. Baggi lands- byggðarinnar! Er landsbyggðin baggi á höfuð- borginni? Þetta er yfirskrift námsstefnu sem félag þjóðfé- lagsfræðinema við Háskólann efnir til á morgun í Odda. Frum- mælendur verða þeir Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðing- ur á Byggðastofnun, Bjarni Harðarson ritstjóri Bændablaðs- ;ns, Baldur Hermannsson eðlis- fræðingur, Ásgeir Magnússon bæjarstjóri í Neskaupstað og Ólafur Hannibalsson blaðamað- ur. Innlendir „vinahreppar“ Presthólahreppur í Norður- Þingeyjarsýslu og Kirkjubæjar- hreppur í Vestur-Skaftafellssýslu hafa tekið upp „vinahreppasam- band“. Þetta er fyrsta formlega vinasamband sveitarfélaga hér- lendis en Vigdís Finnbogadóttir forseti hvatti til þess í opinberri heimsókn sinni í Húnavatnssýslu á sl. hausti að sveitarfélögin kæmu á milli sín eins konar „vina- bæjartengslum. Vinahreppirnir eiga það m.a. sameiginlegt að í báðum er fiskeldi í mikilli upp- byggingu. Neyðarsími fyrir heyrnarlausa Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra hefur ákveðið að tekin verði upp sérstök neyðar- símaþjónusta fyrir heyrnarlausa í tilraunaskyni næstu mánuði. Sér- stökum textasímum verður kom- ið upp hjá lögreglu, slökkviliði og læknaþjónustu. Tveir læknar ákærðir Ríkissaksóknari hefur ákært tvo heilsugæslulækna, annan á Hellu og hinn í Ólafsvík fyrir að hafa skrifað út falska reikninga fyrir læknisaðgerðir sem aldrei voru framkvæmdar og þannig svikið út stórar upphæðir úr trygginga- kerfinu. Mál þetta verður rekið fyrir Sakadómi Reykjavíkur. Greenpeace ákveður að kæra Forystumenn Greenpeace- samtakanna ákváðu í gær að höfða mál á hendur íslenska ríkis- sjónvarpinu vegna sýningar á myndinni „Lífsbjörg í Norður- höfum“. Jafnframt hafa samtök- in ákveðið að höfða mál á hendur Magnúsi Guðmundssyni fram- leiðanda myndarinnar fyrir „lygar, fals og óhróður í garð samtakanna“ eins og talsmaður samtakanna sagði í gær. Þá hafa samtökin ákveðið að höfða mál á hendur öllum öðrum sjónvarps- stöðvum sem sýna myndina, en ráðgert er að sýna hana í fær- eyska sjónvarpinu annað kvöld. Samkvæmt heimildum blaðsins er lögfræðingur samtakanna væntanlegur til landsins í næstu viku til að undirbúa málshöfðun. Föstudagur 17. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.