Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 6
Getur heilbrigðiskerfið ekki þolað 4% niðurskurð> launakostnaðar eins og aðrar ríkisstofnanir án þess að það bitni á hjálparvana sjúku fólki? Hefur aukið framboð læknisþjónustu sjálfkrafa aukna eftirspurn og aukin útgjöld ríkisins í för með sér? o o Beita sjúkrastofnanir rangri forgangsröð í niður- skurði til þess að verja innbyggð þenslulögmál heilbrigðiskerfisins? Ætla stjórnvöld að láta samdráttinn í þjóðfélaginu bitna á skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins án þess að grípa til aðgerða? Sérhagsmunir og almannaheill í heilbrigðiskerfinu Tveim bæklunardeildum Landspítalans verður lokað í tvær vikur segir Davíð Á. Gunnarsson. Það mun lengja langa biðröð sjúklinga eftir nauðsynlegri aðstoð. Ofangreindar spurningar vakna vegna þeirra sterku viðbragða sem vart hefur orðið við undanfarið innan heilbrigð- iskerfisins vegna þeirra ákvæða fjárlaga yfirstandandi árs að launakostnaður ríkisins skuli skorinn niður um 4% með hag- ræðingu hjá öllum stofnunum ríkisins. Ákvörðun þessi var á sínum tíma tekin vegna þess mikla og hraða samdráttar sem orðið hef- ur í þjóðfélaginu á öllum sviðum, þar á meðal í tekjuöflun ríkis- sjóðs, eins og kom fram í hinum mikla fjárlagahalla síðasta árs. Vegna þessa samþykkti Alþingi að ríkisstofnanir skyldu eins og önnur fyrirtæki í landinu rifa segl- in og draga saman í launakostn- aði með hagræðingu og sparnaði. Þessum samdrætti virðast menn hafa tekið eins og hverju öðru hundsbiti á öllum sviðum ríkis- reksturs nema í heilbrigðiskerf- inu, þar sem nú dynja yfir hótanir gegn bækluðu fólki og hjálpar- vana um Iengingu biðraða og samdrátt í þjónustu. í kjölfarið fylgja svo þungar ásakanir frá læknum og samtökum þeirra um að ríkisstjórnin sé að bregðast yfirlýstum markmiðum sínum um félagshyggju og samhjálp. Þessi umræða öll vekur margar spurningar, og vissulega er málið ekki einfalt. Þó má fullyrða að' deilan snúist ekki bara um hagsmuni varnarlausra sjúklinga gagnvart vægðarlausri grimmd ríkisvaldsins. Innan heilbrigðis- kerfisins eru líka stórir sérhags- munir, sem tengjast læknastétt- inni og lyfsalastéttinni sérstak- lega og þurfa ekki endilega að fara saman við almannaheill. Það sem gerir málið flókið er að við vitum ekki alltaf hvenær lækna- stéttin er að standa vörð um for- réttindi sín og sérhagsmuni, og hvenær hún er að hugsa um al- mannaheill. Hvað kostar heilbrigðis- þjónustan? Útgjöld ríkisins til heilbrigðis- mála eru tvíþætt. Annars vegar eru sjúkrahúsin, sem hafa fasta fjárveitingu fjárlaga og hins veg- ar er það kostnaður sem greiddur er samkvæmt reikningi í gegnum Tryggingastofnun ríkisins. Á fjárlögum yfirstandandi árs er áætlað að verja 11,9 miljörðum til heilbrigðismála og 17,4 milj- örðum til tryggingamála. Þar af munu a.m.k. 6 miljarðar falla undir heilbrigðismál, t.d. lyfja- kostnað, sérfræðiþjónustu lækna, tannlækningar o.s.frv., þannig að segja má að heilbrigð- isþjónustan kosti í heild ekki undir 18 miljörðum króna. Fjögur prósent sparnaður af þeirri upphæð nemur 720 miljón- um. Bremsa á þensluna Þegar ákveðið var að hætta að greiða sjúkrahúsunum daggjöld eftir uppmælingu en setja þau á föst fjárlög í staðinn var sett bremsa á sjálfvirka þenslu sem orðið hafði í þessum geira heilbrigðiSþjónustunnar (því lengur sem sjúklingarnir lágu inni, þeim mun betra fyrir fjár- reiður sjúkrahúsanna). En við þessa breytingu varð skyndilega mikil aukning á öðrum kostnað- arlið kerfisins: kostnaður við sérfræðiþjónustu lækna, sem greiddur er út á reikning í gegn- um Tryggingastofnun ríkisins jókst úr 337 miljónum árið 1985 upp í um 900 miljónir árið 1988. Það skal ósagt látið hvort sam- band sé á milli þessara breytinga, en orsökina á þessari óeðlilegu hækkun sérfræðiþjónustunnar má rekja til samnings, sem lækn- ar gerðu við Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra 1984 um að fella niður tilvísunarskyldu heim- ilislækna til sérfræðinga. Sá samningur var gerður í trássi við lög sem enn eru í gildi, og átti að vera til reynslu í eitt ár. Hann er hins vegar enn í gildi og hefur reynst læknum drjúg kjarabót og opnað þeim nýja leið að fjárhirsl- um ríkissjóðs. Sérhagsmunir og almannaheill Það var m.a. í krafti þessa samnings sem yfirlæknir á rannsóknarstofu Landakotsspít- ala tók 18,1 miljón króna í laun á árinu 1987 og það var í krafti þessa samnings sem 50 sérfræð- ingar fengu 5-8 miljónir króna hver úr Sjúkratryggingum fyrir sérfræðiþjónustu sína árið 1987, eins og fram kom í greinargerð Ríkisendurskoðunar í desember s.l. Við þetta bætist svo að sjúkrahúslæknar hafa samnings- bundinn rétt til þess að veita þessa dýru sérfræðiþjónustu á fullum launum hjá sjúkrahúsun- um í 9 klst. á viku hverri, en þau útgjöld skrifast á reksturskostnað sjúkrahússins. Þegar við þetta bætast svo ýmis furðuleg forrétt- indi læknastéttarinnar varðandi bílastyrki, námsferðir og annað, þá er ekki von á öðru en að rétt- lætiskennd almennings verði að einhverju leyti misboðið og sú spurning vakni, hvort sá sam- radda kór sem upp er nú kveðinn meðal lækna í blöðum sé ekki málum blandinn: er læknastéttin að standa vörð um heilbrigðis- kerfið, eða er hún að standa vörð um sérhagsmuni sína gagnvart al- menningi, þar með töldum skjól- stæðingum heilbrigðiskerfisins? Samið um „magnafslátt“ Um síðustu áramót var gerður nýr samningur við lækna um greiðslu fyrir sérfræðiþjónustu. Samningurinn gerir sem kunnugt er ráð fyrir „magnafslætti“, og felur í raun í sér viðurkenningu lækna á að vöxtur þessa útgjalda- liðs hafi farið fram úr hófi. Heilbrigðisráðherra taldi að „magnafslátturinn“ gæti hugsan- lega gefið 80 miljón króna sparn- að, en gildi samningsins hefur engu að síður verið vefengt. Þannig sagði Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráð- uneytinu, að „ef verk væri á ann- að borð ofborgað, þá væri vafa- mál hvort heppilegasta lausnin á því væri eitthvert afsláttarfýrir- komulag.“ Og Skúli Johnsen borgarlæknir sagði í Tímanum 29.8.1987 að afnám tilvísanakerf- isins hefði haft í för með sér að „stór hluti verkefna heimilis- lækna er hjá sérfræðingum. Bæði er þetta margfalt dýrara og þar á ofan lélegri þjónusta fyrir sjúkl- ingana. Það sem við sækjumst eftir er samfelldnin, þ.e. að sami læknirinn fylgist með heilsufari einstaklingsins og fjölskyldunnar í heild.“ Spurningin er þá: Hvers vegna er læknastéttinni svona mikill akkur í að halda í samning sem veitir bæði dýrari og lélegri þjón- ustu fyrir sjúklinga? Og hvers vegna er hægt að gera slíkan samning í trássi við gildandi lög um tilvísunarskyldu? Lokun deilda á sjúkrahúsum Davíð Á. Gunnarsson fram- kvæmdastjóri ríkisspítalanna sagði í samtali við Þjóðviljann að 4% niðurskurðurinn kæmi þann- ig niður á ríkisspítölunum að lok- að yrði sjúkrarúmum sem svaraði 26 deildarmánuðum, en deildar- mánuður er ein sjúkradeild með um það bil 20 rúm í einn mánuð. Samsvarandi lokun vegna sumar- leyfa í fyrra var 18 deildarmánuð- ir. Þetta samsvarar að tveim sjúkradeildum verður lokað allt árið miðað við eina og hálfa í fyrra. Lokunin kemur misþungt 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.