Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 14
AUK/SÍA k9d21 -399 Alútboðin vinsæl í Firðinum Meðal nýjunga í útboðum hérlendis eru svokölluð alút- boð þar sem óskað er eftir bæði tillögum að hönnun mannvirkja og byggingu þeirra. Hafnarfjarðarbær hef- ur verið í fararbroddi varðandi slík útboð en fyrsta alútboðið hérlendis var hönnun og bygging Fiskmarkaðshússins í Firðinum sem reist var á ör- fáum mánuðum. í ársbyrjun buðu Gaflarar út íþróttahús og dagheimili í alúboði og nú hef- ur bærinn auglýst alúboð á byggingu heils íbúðahverfis. Hér er um að ræða svokallað Fjárhúsholt í Setbergshverfi, en þar stendur til að byggja um 100 íbúðir í töluverðum bratta. Fróðlegt verður að fylgjast með undirtektum verktaka varðandi þetta ný- stárlega útboð.B 50 miljónir duga skammt Glöggur Bolvíkingur sá það á dögunum í þinglýsingarbók- um hjá fógeta að Ishúsfé- laginu í bænum, sem er eitt fyrirtækja Einars Guðfinns- sonar hf., hafði verið veitt 20 miljóna króna lán úr Atvinnu- tryggingarsjóði. Hvort þær duga til að hressa uppá rekst- urinn skal ósagt látið en fyrir enn meiri háttar OSTATILBOÐ stendur til 21. mars nú eru það smurostarnir, 3 dósir í pakka Rækju-, sveppa- eða 3 ostategundir í pakka Áður kostuðu 3 dósir ca^^tfkr., ItÚ 290 kr.* yfir 20% lækkun. Beikonostur Áður kostuðu 3 dósir ca.HÚ 330 far.* yfir 20% lækkun. * leiðbeinandi smásöluverð. þá sem ekki vita veitti Byggðastofnun fyrirtækjum EG 30 miljóna króna lán í fyrra til hagræðingar og endurskip- ulagningar. Hefur hin vamm- lausa ætt, sem opinberlega er á móti allri ríkisaðstoð, því fengið 50 miljónir króna af al- mannafé til að ráðskast með í eigin þágu og kæmi ekki á óvart þótt hún þurfi annað eins von bráðar. Eftir einn ei aki neinn Kynduga ferðaauglýsingu mátti sjá í Mogga á dánardegi Júlíusar Cesars í vikunni. Þar auglýsti ferðaskrifstofa Félags íslenskra bifreiða- eigenda flug og bíl í Evrópu á góðum kjörum með Flug- leiðum eins og vera ber. Eitthvað hefur þó skolast til á auglýsingastofu GBB sem gerði auglýsinguna því í henni gefur að líta glaðbeittan ung- an mann íTýrólabúningi með hálffulla bjórkönnu í annarri hendi. Til að taka af allan vafa fyrir þá sem ekki vita, er bann- að að aka undir áhrifum áfengis í Evrópu sem og hér- lendis þótt viðkomandi ferðist á vegum ferðaskrifstofu FÍB. Fækkar í samvinnu- hreyfingunni Sala kaupfélagsmeirihlutans í stjórn Útgerðarfélags N- Þingeyinga á Súlnafellinu ÞH til félaga sinna hjá KEA á Ak- ureyri á eflaust eftir að draga dilk á eftir sér á Þórshöfn og næsta nágrenni. Samvinnu- menn hafa löngum þótt öflugir þar eystra en nú þykir mörg- um sem mælirinn sé orðinn fleytifullur og hafa margir nú þegar sagt skilið við sam- vinnuhreyfinguna þar, sem ber hagsmuni KEA meira fyrir brjósti en eigin. Heimamenn segja að nær hefði verið fyrir stjórn ÚNÞ að segja af sér en selja togarann því nóg hefði verið fyrir af vitleysunni á þeim bæ. Útgerðarfélagið veiddi nefnilega ríflega fram úr kvóta í fyrra og fékk fyrir vikið 4,2 miljónir króna í sekt. Á síðari hluta ársins í fyrra seldi kaupfélagsmeirihlutinn í stjórn ÚNÞ útgerðarfyrirtæki- nu skrifstofuhúsnæði án hús- gagna á 5 miljónir króna á efri hæð lögreglustöðvarinnar á Þórshöfn. Ólöglegar uppsagnir á Bylgjunni Starfsstjórn sú sem nú fer með stjórn á sameinaðri Bylgju og Stjörnu, sagði i gær upp öllum starfsmönnum ís- lenska útvarpsfélagsins eða Bylgjunnar. Mikil óánægja er meðal starfsmanna með þessa ráðstöfun því menn áttu fyrst von á einhverjum aðgerðum eftir að hlutafé- lagafundur hafði verið haldinn í hinu sameiginlega útvarps- fyrirtæki og ný stjórn kjörin. Sá fundur er fyrirhugaður nk. þriðjudag. Telja starfsmenn óeðlilegt að bráðabirgða- starfsstjórn grípi til svona af- gerandi aðgerða. Þar að auki er starfsmönnum „sagt upp frá og með deginum í dag aö telja“, en þar sem nú er miður mánuður er uppsögnin ólögleg. í niðurlagi 1. gr. laga nr. 19/1979 segir nefnilega skýrt og greinilega að upp- sagnir skuli miðast viö mán- aðamót. Útlit er því fyrir að stjórn Stjórnubylgjunnar verði að draga uppsagnirnar til baka, vilji hún ekki hefja feril sinn sem lögbrjótur...H 1 ... 'ernunampwo RITSAFN H.C. ANDERSENS er þrjár innbundnar bækur í vandaðri öskju. RITSAFN H.C. ANDERSENS er sígild eign sem fylgir eigandanum alla ævi. < ÆSKAN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.