Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 3
Mímisbræðurnir Borgarráð samþykkti á dögnum að ráða séra Þóri Stephensen sem staðar- haldara í Viðey, en eins og flestir vita hefur Þórir gegnt þessari stöðu frá því í fyrra- sumar. Klerkurinn á nú í mála- ferlum við blaðamann á Tím- anum sem var ósáttur við ýmis verk sem Þórir hefur látið vinna í Viðey, einkum að slétta út kirkjugarðinn þar. Það var ríkissaksóknari Hallvarður Einvarðsson sem birti opinbera ákæru vegna skrifa í Tímanum um séra Þóri. Nú mun hins vegar óvænt staða vera að koma upp í þessu máli því sam- kvæmt heimildum blaðsins mun lögmaður stefnda ætla að gera athugasemdir við . ''náin tengsl þeirra Hallvarðs og Þóris sem geri ríkissak- sóknara óhæfan til að fara með mál fyrir klerkinn, en þeir Hallvarður og Þórir eru stúkubræður í frímúrarastúk- unni Mími í Reykjavík. Meðal annarra félaga þeirra í frímúr- / arastúkunni má nefna þá fyrrum Hafskipsforstjóra, Björgúlf Guðmundsson og Ragnar Kjartansson, þing- mennina Guðmund G. Garð- arsson og Óla Þ. Guðbjarts- son og nokkra forystumenn Sjálfstæðisflokksins í höfuð- borginni eins og Magnús L. Sveinsson, Harald Blöndal og Ragnar Julíusson.B Sundurgrafin sjálfsvirðing Fróðlegt viðtal er birt við Lúð- vík Jósepsson fyrrv. sjávar- útvegsráðherra í nýjasta Dag- fara, tímariti Samtaka her- stöðvaandstæðinga. Þar ræðir Lúðvík um afskipti sín af landhelgismálinu og einkum og sér í lagi afskipti og af- skiptaleysi NATO af deilun- um. Lúðvík er ekki að skafa utan af hlutunum varðandi áhrif hernaðarbandalagsins á einstaka stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka í þessum átökum. „Þeirsem áðurhöfðu talað fyrir lífshagsmunamáli þjóðarinnar og þeir sem virt- ust vera, og voru, sannfærðir um að við yrðum að færa út landhelgina, þeir kikna, þeir gugna, þeir fara að láta undan vinum sínum í NATO. Síðan segja þeir opinberlega að NATO sé dýrmætara en land- helgin. NATO megi ekki setja í neinn vanda. Þetta samstarf við NATO hefur holað að innan og grafið í sundur sjálfs- virðingu og sjálfstæði ákveð- inna stjórnmálamanna svo þeir hafa hvikað frá því að tala fyrir hagsmunum þjóðar sinn- ar en gerst málpípur hernað- arbandalags," segir Lúðvík Jósepsson i Dagfara.B Kokteilboð á námsskránni Það er ekki ofsögum sagt af kennsluferli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar Einsemdin er öldruðum þungbærust Sunnuhlíðarsamtökin stofnuð 17. mars 1979 og eiga því 10 ára afmæli í dag. Hafa beitt sér fyrir byggingu hjúkrunarheimilis sem á 7 ára afmæli í ár og þjónustuíbúðum fyrir aldraða í Kópavogi Idag eru 10 ár liðin frá því að 10 félög og klúbbar í Kópavogi tóku höndum saman og stofnuðu Sunnuhlíðarsamtökin sem hafa staðið fyrir byggingu hjúkrunar- heimils og þjónustuíbúða fyrir aldraða í bænum. Samtökin fengu lóðir fyrir byggingu hjúkr- unarheimilis og seinna meir fyrir þjónustuíbúðir fyrir aldraða í landi Ríkisspítalanna þar. í tilefni dagsins verður haldin hátíðar- samkoma að loknum aðalfundi fulltrúaráðs hinna 10 klúbba og félaga sem standa að samtökun- um. Þar verður dagsins minnst með ræðuhöidum og efnt til skemmtunar fyrir aldraða. Á morgun verður svo opið hús frá klukkan 15-17. Hjúkrunarheimilið var vígt 20 mars 1982 og verður því 7 ára í ár. í fyrstunni voru þar 38 rúm en hefur verið fjölgað í 47 og núna er stefnt að fjölga þeim upp í 54 í haust með því að gera ákveðnar breytingar innanhúss með færslu eldhúss og skrifstofu yfir í þjón- ustukjarna. Fyrstu 20 þjónustu- íbúðirnar voru teknar í noktun í desember 1987 og aðrar 20 í apríl í fyrra. Stefnt er að byggingu 60- 80 íbúða til viðbótar því þörfin er mikil og til marks um það hafa um 200 aðilar óskað eftir að vera með í þeim áfanga. Ennfremur er mikil ásókn eftir að komast að á hjúkrunarheimilinu sem annar engan veginn eftirspurn eftir plássi. Að sögn Jóhanns Árnasonar framkvæmdastjóra Sunnuhlíð- arsamtakanna er stefnt að koma upp Dagvist fyrir aldraða auk fyrrnefndra framkvæmda sem lúta að fjölgun þjónustuíbúða. Hugmyndin að dagvistuninni er að aldraðir geti komið þangað nokkrum sinnum í viku þar sem fylgst er með þeim og haft ofan af fyrir þeim með föndri og öðru sem lýtur að umönnun aldraðra. Þetta mun létta mjög undir með aðstandendum gamla fólksins sem verður boðið uppá máltíð, hár- og fótsnyrtingu. Jafnframt verður þar baðaðstaða, heitur pottur ofl. Á þessu ári varð grundvallar- breyting á rekstri hjúkrunar- heimilisins þegar það fór á föst fjárlög hjá ríkinu en fyrir þann tíma hafði það fengið greidd dag- gjöld frá Tryggingastofnun ríkis- ins. Að sögn Jóhanns mun 4% niðurskurður á launalið heil- brigðiskerfisins koma niður á þeirri þjónustu sem innt er af hendi í hjúkrunarheimilinu og þessa dagana er einmitt verið að leita leiða til aukins sparnaðar og hagræðingar þar jafnt sem annars staðar í heilbrigðisgeiranum hjá hinu opinbera. Jóhann sagðist vonast til að ekki þyrfti að koma til uppsagna starfsfólks en stöðu- gildi eru 45 sem eru ekki fullnýtt vegna skorts á hjúkrunarfræðing- um. Þegar fyrstu þjónustuíbúðirnar voru byggðar var tekin upp sú ný- breytni í samvinnu við Búnaðar- bankann í Kópavogi að hann tryggði fjármögnun þeirra sem gerði það að verkum að kostnað- urinn var greiddur upp á 18 mán- uðum. Á móti greiðir viðkom- andi aðili inná reikning í bankan- um sem tryggir honum íbúðarétt að þjónustuíbúðinni með samn- ingi þar að lútandi en íbúðirnar Sunnuhliðarsamtökin hafa lyft grettistaki í málefnum aldraðra í Kópavogi með byggingu hjúkr- unarheimilis og þjónustuíbúðum fyrir aldraða. En betur má ef duga skal, enda verkefnin nánast óþrjótandi og margir á biðlistum. eru í eigu Sunnuhlíðarsamtak- anna. Að sögn Jóhanns hefur starf- semin tekist vonum framar en við var búist í upphafi og á þessum tímamótum er mikill hugur í mönnum að gera enn betur og auka enn frekar við umsvif sam- takanna sem ekki er vanþörf á sé tekið mið af þeim fjölda sem er á biðlistum bæði eftir plássi á hjúkrunarheimilinu og þjónustu- íbúðunum. - Staða aldraðra er mjög mis- jöfn svo ekki sé meira sagt. Þeir sem hafa verið í verkalýðsstétt eru sýnu verst settir því þeir búa við kröpp kjör sökum lítils líf- eyris og bóta frá hinu opinbera. En sammerkt með þeim öllum án tillits til efnalegra gæða er ein- semdin sem er þeim þungbærust í ellinni, sagði Jóhann Árnason. -grh við Háskólann. Hingað til hef- ur honum gengið illa að fá nemendur til að skrá sig á námskeið þau sem hann er skrifaður fyrir. Hannes hefur nú brugðið á það ráð að bjóða upþá töluvert öðruvísi nám- skeið þar sem nemendur þurfa ekki hafa eilifar ur af prófum o fyrirlestrum. Þannig er nú í gangi hjá Hannesi sérstakt námskeið um heimspeki og fjölmiðla. í námslýsingu er sérstaklega tekið fram að einn liður í þessu fróðlega námi er heimsókn og kokkteil- boð í Höfða til Davíðs Odds- sonar borgarstjóra. Hver get- ur boðið betur?B TVOFALDUR 1. VINMNGUR á laugardag handa þér, ef þú hittír á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn! Föstudagur 17. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.