Þjóðviljinn - 22.04.1989, Page 12

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Page 12
 Þetta er BLÁKÖLD STAÐREYND w JUOWCAP Þvottavél ÞAÐ BÝÐUR ENGINN BETUR HEIMILISTÆKJADEILD SKJPHOLTI 7 — SÍMAR 20080—26800 Norðurlandsumdæmi vestra Stöður grunnskólakennara við eftirtalda grunnskóla Siglufirði, meðal kennslugreina sérkennsla, náttúrufræði og samfélagsfræði, Sauðárkróki, meðal kennslugreina sérkennsla, danska og tón- mennt, Staðarhreppi, Hvammstanga, Blönduósi, meðal kennslugreina tónmennt, mynd- og handmennt og kennsla yngri barna, Höfðaskóla, meðal kennslugreina íþróttir og handmennt, Hofsósi, meðal kennslugreina mynd- og handmennt, tungumál, íþróttir, danska, enska og kennsla yngri barna, Laugarbakkaskóla meðal kennslugreina handmennt, Vesturhópsskóla, Húnavallaskóla, meðal kennslugreina sérkennsla, Varmahlíðarskóla og Sólgarðaskóla. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Vesturlandsumdæmi Staða skólastjóra við Grunnskólann á Hellissandi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Akranesi, meðal kennslugreina náttúrufræði, sérkennsla og kennsla á bókasafni, Ólafsvík, meðal kennslugreina íþróttir, handmennt, heimilisfræði, tónmennt og sérkennsla, Borgarnesi, meðal kennslugreina heimilisfræði og kennsla á bókasafni, Stykkishólmi, Hellissandi, meðal kennslugreina handmennt og kennsla yngri barna, Grundarfirði, meðal kennslugreina erlend tungumál, handmennt, náttúrufræði og kennsla yngri barna, við Heiðarskóla, Kleppjárnsreykjaskóla, Laugargerðisskóla, meðal kennslugreina íþróttir, og við Laugaskóla, meðal kennslugreina íslenska, hand- og myndmennt og íþróttir. Suðurlandsumdæmi Stöður grunnskólakennara við eftirtalda grunnskóla: Vestmannaeyjum, meðal kennslugreina líffræði, eðlisfræði, tón- mennt og myndmennt, Selfossi, meðal kennslugreina tónmennt, íþróttir og sérkennsla, Hveragerði, meðal kennslugreina hand- mennt, Hvolsvelli, meðal kennslugreina mynd- og handmennt, Hellu, meðal kennslugreina kennsla yngri barna, Þykkvabæ, Stokkseyri, Eyrarbakka, Þorlákshöfn, meðal kennslugreina mynd- og handmennt, Laugalandsskóla, Villingaholtsskóla, Reykholtsskóla, og Ljósafossskóla. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Islenskt mál og menning Málþing um íslenskt mál og menningu, kvikmyndagerð og fjölmiðla r Ahugafólk um íslenskt mál og menningu, kvikmyndagero og fjölmiðla ætti að fjölmenna í Ársal Hótels Sögu í dag, laugar- dag, kl. 13.00, en þar verður haldið málþing undir heitinu „ís- lenskt mál og menning á öld gervi- tungla.“ Böðvar Bjarki með Ijóðflöskuna. Ljóðið er fiösku- skeyti Útgáfufélagið Alvitra hefur sent frá sér grip undarlegan, Ijóð- flösku, og vonar að engin önnur slík finnist í heiminum. Gripur- inn er þannig úr garði gerður, að bók er felld inn í flösku sem hefur verið söguð í tvennt. Flöskuhelm- ingarnir eru festir á kápu bókar- innar. Höfundur er Böðvar Bjarki. Þetta er þriðja ljóðabók hans og heitir Tveir drengir. Er henni svo lýst að þetta sé ljóðræn lýsing á ferð tveggja drengja frá suður- ströndum til íslands. - Mér fannst þetta við eiga, sagði höfundur, að ganga svona frá hlutum. Fyrst handskrifaði ég ljóðið og brenndi pappírinn og sveið svo þetta liti út sem eitthvað sem ég hefði fundið og bjargað. En síðan tók bókin á sig þetta form, flöskuskeyti, eitthvað sem maður finnur - og um leið eitthvað sem maður sendir frá sér og veit ekki hvað um verður. Stýrimanna- sýning Nemendafélag Stýrimanna- skólans heldur sérstakan kynn- ingardag í dag og verður skólinn opinn frá klukkan 13 til 17. Kenn- arar og nemendur sýna hvernig tæki skólans eru notuð og gefa upplýsingar um námið. Myndbönd um sjómennsku og slysavarnir verða sýnd allan dag- inn, meðal annars frumsýnir Hampiðjan nýjar neðansjávar- myndir. Slysavarnafélag íslands kynnir notkun björgunartækja og bátar verða til sýnis auk nýjustu fiskileitar- og siglingatækja. 12 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Málþingið er á vegum íslenskr- ar málnefndar og með því vill málnefndin minnast 25 ára af- mælis síns og leggja málræktar- átaki menntamálaráðherra lið. Kristján Árnason, formaður málnefndar, mun setja málþingið en síðan ávarpar forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, gesti þingsins. Ágúst Guðmundsson og Kristín Jóhannesdóttir munu Apar eru Manneskjan er ekki eins ein- stæð og haldið var. Pví hefur ver- ið haldið fram að einungis mann- eskjan sé annaðhvort rétthent eða örvhent, allar aðrar skepnur jarðarinnar noti útlimina jafnt. Nú hefur hinsvegar komið í ljós að apar kjósa fremur aðra hönd- ina fram yfir hina þegar þeir framkvæma hluti og það sem er kannski einkennilegast við þetta er að þeir eru flestir örvhentir. 90% apa nota vinstri höndina. Heilinn skiptist í tvö heila- hvolf, það vinstra og það hægra. Vinstra heilahvolfið stýrir hægri hluta líkamans en hægra heila- hvolfið vinstri hlutanum. í vinstra heilahvolfi mannanna er ræða um íslenska kvikmynda- gerð, Gústav Arnar, Sveinn Ein- arsson, Jón Óttar Ragnarsson, Kjartan Gunnarsson og Markús Örn Antonsson um íslenskt sjón- varp og hljóðvarp. Þá munu þeir Helgi Skúli Kjartansson, Thor Vilhjálmsson og Höskuldur Þrá- insson fjalla um framtíð íslenskr- ar tungu. Að því loknu verða pallborðsumræður en Svavar Gestsson menntamálaráðherra mun slíta málþinginu. málstöð sem hefur gætt manninn þeim hæfileikaað tala.Nú segjast vísindamenn hafa uppgötvað vísi að málstöð í heilum mannapa. Sú kenning er til að hið talaða mál hafi þróast um svipað leyti og maðurinn lærði að nýta tól, að þegar maðurinn fór að beita hægri hendinni við að brjóta steina hafi hæfileiki hans til að gera sig skiljanlegan tekið mikl- um framförum. Ein skýring á því hversvegna apar eru yfirleitt örvhentir er að þeir hafa hangið í trjánum á hægri hendi en notað þá vinstri til fæðu- öflunar. Sáf/Svenska Dagbladet ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagsfélag Skagafjarðar Bæjarmálaráð Fundur í bæjarmálaráði Sauðárkróks í Villa Nova mánudag 24. apríl, kl. 20.30. Dagskrá: 1) Bæjarmálefni. 2) Önnur mál. Heitt á könnunni Stjórnin AB Reykjavík Félagsfundur miðvikudag 26. apríl kl. 20.30 í Miðgarði Dagskrá: 1) Ný menntastefna. Framsaga: Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Arthúr Mortens kennari. 2) Kosning uppstillingarnefndar vegna stjórnarkjörs. 3) Önnur mál. Munið félagsgjöldin. Stjórnin ÆSKUL ÝÐFYLKINGIN Heimsmót æskunnar Fundur hjá undirbúningsnefnd fyrir Heimsmót æskunnar í N-Kóreu, verður haldinn að Hverfisgötu 105, miðvikudaginn 26. apríl, kl. 20.00. - Æsku- lýðsfylkingin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Ólafur Ragnar Grímsson á fundi mánudagskvöldið 24. apríl kl. 20.30 í Þinghól, Hamraborg 11, og ræðir stjórnmálaástandið. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Morgunkaffi Einn bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins verður á skrifstofunni í Þinghól, Hamraborg 11, laugardaginn 22. apríl kl. 10-12, og ræðir bæjarmálin. - Stjórnin. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Guðmundur Rósinkarsson Lundarbrekku 10 Kópavogi lést miðvikudaginn 19. apríl. Sigurlína Sigurðardóttir Hreinn Guðmundsson Ingibjörg R. Guðmundsdóttir Aðalsteinn Ólafsson Sigurborg S. Guðmundsdóttir Auðunn Már Guðmundsson Guðmundur Freyr Aðalsteinsson örvhentir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.