Þjóðviljinn - 22.04.1989, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Qupperneq 13
Stórveldi Suður-Asíu DAGUR ÞORLEIFSSON AÐ UTAN Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands - Monroe-kenning fyrir Suður-Asíu? sem er í klemmu milli Kína og Indlands eins og Nepal, er raunar formlega leppríki Indlands, sam- kvæmt samningi gerðum fyrir allmörgum árum. En að slepptu einhverju fólki í löndum þessum er enginn sem skammar Indland fyrir ágengni Indland er eitt afmestu herveldum heims, ráðríki þess gagnvart miklu smærri grönnum fœrist í vöxt og önnur stórveldi láta sér vel líka r Ihcimspressunni undanfarið hefur þó nokkuð verið fjallað um Indland sem nýtt stórveldi eða jafnvel risaveldi. Einnig heyrist að Indverjar séu búnir að koma sér upp „Rajiv-kenningu,“ sem sé þeirra eigin útgáfa af Monroe- kenningunni bandarísku og gildi fyrir Suður-Asíu. Vitaskuld má halda því fram að Indland, sem og Kína, þessi tvö langfjölmennustu ríki heims, séu risaveldi, þó ekki sé nema vegna mannfjöldans. íbúar Indlands munu nú vera um 820 miljónir. Bandaríkin og Sovétríkin eru ekki risaveldi aðeins í krafti mannfjölda síns, heldur og efna- hagslegs máttar síns, auðlinda og herstyrks. Formlega teljast stór- veldi heims vera fimm, Bandarík- in, Sovétríkin, Bretland, Frakk- land og Kína, og er sú virðing þeirra auðkennd með fastasetu í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Stórveldi fyrr og nú Þegar þetta var ákveðið á síðari árum heimsstyrjaldarinnar síðari voru þrjú fyrstnefndu ríkin vissulega stórveldi, hin tvö ekki, en pólitískir hentugleikar og söguhefðir réðu því að þau fengu að vera með. Bandaríkin og So- vétríkin eru stórveldi enn og Kína er orðið það. Hvort Bretland og Frakkland séu stórveldi í dag er umdeilanlegt, en líkur benda til að Evrópubandalagið bræðist á komandi áratugum saman póli- tískt og verði nýtt risaveldi. En þar yrðu Þjóðverjar líklega í for- ustu fremur en Bretar og Frakk- ar. Japan er stórveldi, og raunar meiriháttar, vegna gífurlegs og vaxandi efnahagsstyrks. Skipanin í fastasæti öryggis- ráðsins er þannig ekki nema að takmörkuðu leyti í samræmi við veruleikann í heiminum í dag. Enda kváðu Indverjar Iíta á hana sem móðgun við sig; hversvegna, er þeim spurn, skyldu Kínverjar, Bretar eða Frakkar njóta þessara forréttinda en ekki við? Risaveldi framtíðar? Indland hefur vissulega af meiru að státa en manngrúanum einum. Iðn- og tæknivæðingu, sem og hagvexti, fleygir þar fram jafnt og þétt, og einhverjir fram- tíðarfræðingar voru þegar fyrir nokkru farnir að sjá Indland í sýn sem „efnahagsveldi 21. aldar“. Her þess er sá fjórði fjölmennasti í heimi, ágætlega þjálfaður og vel vopnum búinn. Síðan 1986 hefur Indland flutt inn meira af vopn- um en nokkurt annað ríki heims. Sjálft hefur það og framþróaðan hergagnaiðnað og býr sig undir að fjármagna vígbúnað sinn með útflutningi á vopnum. Að margra áliti er Indland þeg- ar komið í tölu þeirra ríkja, sem eiga kjarnorkuvopn eða hafa að minnsta kosti möguleika á að framleiða þau með litlum fyrir- vara. Líkur eru taldar á að á næstu áratugum gæti áhrifa Ind- lands ekki aðeins í grannríkjum þess, heldur og á öllu Indlands- hafssvæðinu og víðar. íhlutun á Sri Lanka — viðskiptabann á Nepal Eðlilegt er að spurt sé hvaða „þörf“ Indland hafi fyrir allan þennan vígbúnað, nú á tímum spennuslökunar milli Sovétríkj- anna og Vesturlanda og þegar samskipti þess við Kína og meira að segja erfðafjandann Pakistan virðast fara batnandi. Auðvitað halda Indverjar því fram, að víg- búnaður þeirra sé einungis í varn- arskyni, til að tryggja öryggi þeirra. En raunverulega ástæðan er líklega miklu fremur metnað- ur. Tónninn er eitthvað á þessa leið: Nú er að okkur komið að verða stórveldi - jafnvel risaveldi - eins og hinir. Einmitt upp á síðkastið hefur ráðríki Indlands gagnvart smáum (eða tiltölulega smáum) grönnum þess færst áberandi í vöxt. Það studdi Tamíla á Sri Lanka í uppreisn þeirra gegn stjórn landsins, knúði síðan báða aðila til samkomulags og reynir nú að framfylgja því samkomu- lagi með hersetu norður- og austurhluta eyjarinnar. Og í lok s.l. mánaðar setti það viðskipta- bann (eða því sem næst) á Himal- ajaríkið Nepal í refsingarskyni vegna þess að Nepalstjórn leyfði sér s.l. ár að kaupa eitthvað af vopnum af Kína. Þótt einhverjum kunni undar- legt að þykja má vera að einmitt afslappaðra ástand á alþjóðavett- vangi geri að verkum að Indverj- ar gefi útþenslustefnu sinni lausari taum en áður. Risaveldin draga að sér klærnar og það hefur í för með sér aukið olnbogarými fyrir önnur ríki út um allan heim. Indland virðist ætla að notfæra sér þetta til að verða að stórveldi Suður-Asíu og Indlandshafs- svæðisins. Enginn skammar Indland í grannríkjum Indlands, sem fyrir barðinu á því verða á einn eða annan hátt, hafa menn skiljanlega áhyggjur af þessu. Síðustu fréttir frá Sri Lanka benda meira að segja til þess að stjórn eyríkisins og tamílskir skæruliðar, er gegn henni berj- ast, séu í þann veginn að draga sig saman vegna sameiginlegs áhuga á að losna við Indlandsher úr landi. Bangladesh, Nepal og Bútan eru fangar Indlands vegna legu landa þessara, sem og af efnahagslegum ástæðum og hern- aðarlegum. Síðastnefnda ríkið, Skriðdrekar Indlandshers sýndir í Nýju Delhi - Indland flytur inn meira af vopnum en nokkurt annað ríki heims. Indverskur kjarnorkuknúinn kafbátur, framleiddur í Sovétríkjunum, með háhýsi í Bombay í baksýn - grundvöllur vígbúnaðarins er fram- þróun í efnahagsmálum og tækni. og útþensluhyggju. Frá því að þetta ríki var stofnað hefur það haft vinsamlegt samband við So- vétríkin, notið virðingar á Vest- urlöndum sem eitt örfárra lýð- ræðisríkja þriðja heimsins og baðað sig í virðingu á alþjóða- vettvangi sem forustuaðili meðal þeirra ríkja, er leitast hafa við að vera sem óháðust risaveldunum. í nóv. s.l., þegar Indverjar sendu í skyndi her til Maldíveyja, til að skakka leikinn í valdabaráttu tveggja þarlendra pótintáta, fögnuðu bæði Bandaríkin og Bretland. Skrifstofur Sambands íslenskra samvinnufélaga í Reykjavík hafa nú verid fluttar af Sölvhólsgötu 4 í nýja Sambandshúsið á Kirkjusandi. Deildirnar sem um er að ræða eru: Búvörudeild 3. næð Fjárhagsdeild 4. hæð Sjávarafurðadeild 4. hæð Forstjóraskrifstofa 5. hæð I næsta mánuði flyturSkipadeild frá Lindargötu 9a og verður á 1. og 2. hæð Sambandshússins. Verslunardeild er áfram í Holtagörðumog Búnaðardeild í Ármúla 3. Símanúmer skiptiborðs Sambandsinser69 81 00. Sérstakt símanúmer Sjávarafurðadeildar er69 82 00. @ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA SAMBANDSHÚSINU KIRKJUSANDI 105 REYKJAVÍK «"NJi v... 1J 1 j JU SjiJ ÍJ Sj JU j fJsíJ ÍJUUAjJUJ Laugardagur 22. april 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.