Þjóðviljinn - 22.04.1989, Page 22

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Page 22
Ofviðrið Þjóðleikhúsið OFVIÐRIÐ eftir Vilhjálm Shakespeare Þýðing: Helgi Hálfdanarson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Leikmynd og húningar: Ulla Collins Lýsing: Páll Ragnarsson Tónlist: Lárus H. Grímsson Aðstoðarleikstjórn: Ingunn Ásdísar- dóttir Leikendur: Gunnar Eyjólfsson, Sig- rún Waage, Róbert Arnfinnsson, María Ellingsen, Helgi Björnsson, Arnar Jónsson, Sigurður Skúlason, Árni Tryggvason, Erlingur Gíslason, Sigurður Sigurjónsson, Bessi Bjarna- son, Hákon Waage, Jón S. Gunnars- son og fleiri. Fyrsta sýning í íslensku at- vinnuleikhúsi á Ofviðrinu. Og eftir harðan vetur á verkaskrá og daufar sýningar hlaðast vænting- arnar upp. Nú taka allir á hinum Fyrir hálfum mánuði birtist hér greinarkorn um flutning Ríkisút- varpsins á Flamlet. Var þar haft á orði að þar væri eina varðveitta hljóðupptakan á verkinu. Leiklistardeild hefur í kurteis- legu bréfi bent á að til er hljóðrit- un frá 1954 af leiknum með Lár- usi Pálssyni í titilhlutverkinu, sem greinarhöfundur taldi að væri einungis varðveitt í brotum. Eru hlutaðeigendur beðnir af- sökunar á þessari vanþekkingu. stóra sínum, nú gerist það. Bjart- ar vonir vakna. Ofviðrið er eitt glæstasta verk Vilhjálms. Það er fullkomið í byggingu sinni, djúpt í visku skáldskapar og hugsun, leiftrandi fyndið; nánast einsog spennu- mynd af ameríska skólanum í at- burðarás, enda „óskaverkefni" einsog leikstjórinn, Þórhallur Sigurðsson hefur sagt. Hann hef- ur líka haft ærinn undirbúnings- tíma til vinnunnar, sýningin á- kveðin fyrir ári og tíu vikur tekn- ar til æfinga. Augljósir kostir valdir í hlutverkin og engir við- vaningar ráðnir í útlit sýningar- innar, Ijós og hljóð. Þjóðleikhús- ið getur heldur ekki lagt út í sýn- ingu af þessu tagi nema vanda til verksins í hvívetna. Því má ekki mistakast: þetta leikrit lítum við varla aftur á ísiensku sviði á þess- ari öld. Hér er um lífið að tefla. Hjálp En sýningin mistekst í flestum greinum. Leikendur ráða ekki við hlutverkin, leikstjórinn markar sýningunni óljósa stefnu og reikula, leikmyndin er þung- lamaleg og flækir sviðsetningu leiksins, lýsingin flöt og tónlistin utangátta. Eftir sitja áhorfendur hljóðir og klappa listafólkinu lof í lófa af kurteisi og skyldurækni. Hvernig getur þetta gerst? Hvernig má þetta gerast? Það á ekki að gerast, það má ekki ger- ast. Hvernig stendur á því eftir allan þennan tíma, undirbúning María Ellingsen, Helgi Björnsson og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum sínum í Ofviðrinu. PÁLL BALDVIN BALDVINSSON með löngum fyrirvara, brýna nauðsyn þess að sýningin verði snjöll og heillandi, ekki bara verksins vegna, heldur líka sökum leikhópsins, fyrir leikhús- ið sem stendur höllum fæti gagnvart almenningsálitinu - áhorfendum - og kerfinu sem hefur líf þessa leikhúss nú á sínu valdi? Skoðum þessa sýningu betur: Þórhallur leggur megináherslu á tvo póla í verkinu og styðst þar við skýra túlkun’ Jan Kott á leiknum: valdaránið er þunga- miðja þeirrar túlkunar. Prosperó er rændur völdum og rænir Kalí- ban völdum. Napolíkóngur rænir völdum og er rændur völdum um stundarsakir í tvennum skilningi. Kenning Kotts gengur fullkom- lega upp og var á sínum tíma upp- reisn gegn túlkun sem hafði skoðað leikinn fyrst og fremst sem valdatafl Prosperó og Ariels: ævintýraleik um þjón og harðan Um leikgagnrýni Nú um helgina er boðað til málþings í Norræna húsinu um listir og listgagnrýni. Hingað kemur aragrúi af þekktu og virtu fólki frá öðrum Norðurlöndum til að ræða þessi mál. Nokkrir ís- lendingar slást í þennan hóp, lík- ast til svo við verðum ekki alveg utanveltu í málefnalegri og fag- legri umræðu um sambýlisvanda listar og listgagnrýni þegar hún á annað borð er flutt inn til lands- ins. Enn gengur okkur erfiðlega að ræða heimilishald á þeim bæn- um. Full ástæða er til að hvetja áhugamenn að sækja þingið heim. Sjálfur verð ég erlendis og missi af þessari skemmtun. Opinberumfjöllun um leiksýn- ingar hefur lengi verið uppspretta óánægju og reiði meðal leikhús- fólks á þessu landi. Það er ekkert einsdæmi. í öllum löndum vest- urálfu ríkir sú skoðun meðal þeirra sem í leikhúsi vinna að gagnrýni á leiksýningar sé ill nauðsyn, sár kvöl. í því sambandi er rétt að hafa í huga hvers eðlis hún er. Leikgagnrýni er vitnis- burður sem lýtur sterkum hefð- um fréttaritarans. Oftast er hún rituð að kvöldi frumsýningar- dags, jafnvel tilbúin að hluta frá forsýningum. Henni er skammtað þröngt rúm ög er ætl- að skemmtigildi umfram upplýs- ingagildi. Rýmisins vegna getur leikgagnrýni aldrei gert viðfangs- efni sínu skil. Leiksýning er í eðli sínu svo flókið fyrirbæri í rann- sókn og túlkun að enn hafa hug- vísindin ekki fundið sér aðferðir til að gera henni viðhlítandi skil. Og í þeim tilraunum sem ákafast- ar eru á síðustu árum í þá átt má sjá vanmátt rannsóknaraðferða þótt víða sé leitað fanga til að höndla verkefnið. Skiptir leik- gagnrýni máli? Vitaskuld. Þrátt fyrir mein- fýsni, fordóma, fákunnáttu og sjálfumgleði, sem oft má greina í leikgagnrýni dagblaða víða um lönd, er þetta form á umfjöllun um listaverkið skárra en ekkert, betra en yfirborðskennd viðtöl og frásagnir af tilurð sýninga. 1 leikgagnrýni má þó gjarnan greina tilraun til fagurfræðilegs mats á samsetningu listaverksins þótt einungis sé tæpt á þeim fjöl- mörgu þáttum sem sameinaðir skapa sýninguna. Lesandinn veit að sú skoðun er einungis per- sónulegt mat og les hann sem slíka. Hann veit af reynslu að höf- undur er ekki óskeikull og hon- um leyfist að vera annarrar skoð- unar. En gagnrýnandinn hefur þó í framrás sýningarinnar á meðvit- aðan máta reynt að meta lista- verkið og setur sig í stellingar til þess. En þorir hann að segja skoðun sína umbúðalaust? Það fer eftir ýmsu. Meðal ann- ars ræðst það af því stigi sem op- inber umræða er á í þjóðfélagi hvers lands. Hér á landi skortir mjög á þroskaða umræðu og er þá sama hvert er litið. Menntakerfi okkar hefur ekki þjálfað okkur til málefnalegra umræðna. Og hvarvetna hljóma raddir sem vilja feiga alla gagnrýni sem byggir á grunni skil- greindra hugtaka, dirfsku í fram- setningu og hreinskini í skoðana- skiptum. Hér er litið á skoðanir í umfjöllun sem árás á einkalíf við- komandi einstaklings, nánast róg um hæfni hans og getu um alla framtíð. Hvaða öfl í samfélaginu sjá sér hag í því að úthrópa alla menntaða umræðu sem „mennta- mannakjaftæði og niðurrif" læt ég ósagt um, en ljóst er að ekkert samfélag getur þróast að gagni án málefnalegs ágreinings manna á meðal á opinberum vettvangi. Sá ágreiningur verður líka að vera um leikhúsið og leiklistina og komi hann ekki fram stefnir hvort tveggja í blindgötu, gagnrýnin og listin. Gerir gagnrýni um leiksýningar eitt- hvert gagn? Eitthvert gagn gerir hún les- andanum og leikhúsinu um leið, fæli hún ekki áhorfendur frá. Stundum trúi ég hún geri leikar- anum gagn, ef hann er ekki svo forstokkaður í trú sinni á sjálfan sig að annarra álit skipti hann engu. Oft tel ég að annmarkar leiksýninga séu leikstjórum mun ljósari en gagnrýnendum og stutt ágrip af vandamáli sem leikstjóri hefur glímt við með samverka- mönnum sínum vikum saman varði hann næsta lítið. Honum kann aftur að mislíka þegar litið er framhjá áhersluatriðum sem hann hefur lagt ríka rækt við, en getur þá huggað sig við að sjónar- vottar eru einatt blindir á heildar- mynd atburða, athyglisgáfan vel- ur úr og er einstaklingsbundin. Leikgagnrýni kann að verða leikhúsum að gagni byggi hún á samfelldri skoðun og viðleitni til að meta starf að leiksýningum í lengri tímaskeiðum. En þá er rýnin farin að beinast hjá hinu staka listaverki og skoðar það í sögulegu ljósi. Hver er ábyrgð gagnrýnandans? Sá sem skrifar í dagblöð stutta pistla um leiksýningar verður fyrst og fremst að vera heiðar- legur og sannur í skrifum sínum. Hann má ekkert draga undan hvorki í lofi sínu eða lasti. Ábyrgð hans er á þann veg holl- ust lesendum hans og vinnu- veitendum, viðfangsefni hans hverju sinni og þeim sem að því standa. Hann má ekki láta per- sónulegt dálæti snerta sig né held- ur þá óvild sem hann kann að mæta. Hans skylda er að sundur- greina eðlisþætti listaverksins í því takmarkaða rúmi sem honum er ætlað, meta vægi þeirra og veg, og finna listaverkinu átt í samfé- laginu. Hann er að semja stuttan leiðarvísi og verður að gera það samkvæmt bestu vitund. Ágagnrýni að vera fagleg eða tæknileg? Að sjálfsögðu verður gagnrýni að lúta sömu meginkröfum og umræðan meðal þeirra sem vinna að sköpun listaverksins. Gagnrýnandi má samt ekki falla í þá gryfju að tileinka sér oft á tíð- um grunna umræðuhætti leikhús- fólks. Honum er skylt að fylgjast með helstu straumum í leikhús- um heimsins, ekki til samanburð- ar, því leikhús þjóðanna lúta ó- líkum hefðum í hverju landi, heldur til að öðlast víðsýni. Gagnrýnandinn er fyrst og fremst að skrifa fyrir almenning - vænt- anlega áhorfendur - síður fyrir skapendur listaverksins. Vilji hann ná áheyrn þeirra þarf hann annan vettvang. Er þá gagnrýni yfirborðskennd? Oftast, stundum finnst þér hún ramba á kjarna málsins. Ánægju þinni eða óánægju er lýst svo sem talað væri úr þínu hjarta. En eðli hennar er brigðult. Gagnrýnin sem á að skynja kjarna listaverks- ins vinnur í sköpun þess og býr í dómgreind og tilfinningu lista- mannsins sjálfs, hvort sem hann er leikari, leikstjóri eða leik- myndahöfundur. Hún er líka brigðul en í henni felst sá frjó- máttur sem magnar lífið í list- averkinu.Og ef sú gagnrýni er yfirborðsleg og greinir ekki kjarna sköpunarverksins og leiðir hann í ljós með einhverjum ráðum, þá er listaverkið andvana borið í þennan heim. Er til annarskonar gagnrýni? Fræðileg umfjöllun um listir er læst innan veggja háskólanna, í listtímaritum og á vettvangi sem er lokaður almenningi. Hún byggir á mun flóknara skoðana- kerfi en sú almenna stutta um- fjöllun sem hér er rædd. Hún er ekki til á íslandi og þótt fjöldi manna hafi menntast til slíkrar fræðimennsku, þá iðka þeir ekki þann starfa, hvorki hér ná á al- þjóðavettvangi. Slík gagnrýni eða fræðirannsókn er alþjóðlegur iðnaður og virðist lítið snerta starfsemi leikhúsanna nema mönnum takist að skjótast af ein- um vettvangi á annan og um- skapa fyrri reynslu sína í nýjum viðfangsefnum: úr skýrslum ieikhússins í skýrslur rannsókna eða á hinn veginn. í fyrsta sinn sem ég sinnti verk- efni sem fastráðinn leikhús- gagnrýnandi hitti ég Ólaf heitinn Jónsson sem hafði þá starfað í tvo áratugi rúma sem gagnrýnandi. Hann hafði leiðbeint mér um ís- lenska leikhús- og leikritunar- sögu og ég unnið undir hans handleiðslu stóra sögulega rann- sókn um revíur. Þetta var í síð- asta sinn sem ég sá hann, skömmu fyrir hans sviplega and- lát. Þetta var í Þjóðleikhúsinu og það var hlé. Hann horfði á mig brúnum döprum augum og spurði mig hvort ég væri kominn hingað til þessa starfa, að gagnrýna. Og svo - hvort ég héldi að það væri til nokkurs. Enn kann ég ekki svar við spurningu hans. 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 22. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.