Þjóðviljinn - 16.06.1989, Page 25

Þjóðviljinn - 16.06.1989, Page 25
QÆGURMAL ANDREA JÓNSDÓniR Prince ... AF LIFENDUM... Prlnœ var fenginn til að semja tónlist við nýja kvikmynd um Batman sem frumsýnd verður í Bandaríkjunum í sumar... það var einn leikenda í kvik- myndinni, sjálfur Jack Nicholson, sem fékk hina konunglegu ótukt til verksins. Eitt laganna, Batdance, hefur nú verið gefið út á smáskífu. ... OG DAUÐUM ... John Clpolllna, gitarleikari og einn af stofnendum San Francisco hljóm- sveitarinnar Quicksilver Messenger Service, Iést30. maí síðastliðinn, 45 áraaðaldri, afvöldum lungnasjúk- dóms sem við köllum líklega lungna- þembu. Cipollina hafði undanfarin ár oft dvalið á sjúkrahúsi af þessum or- sökum. Gítarstíll hans þótti mjög sér- stakur, en hann blandaði flamingó- hefð, rafmögnuðum blús og „sæka- delíu" hippanna. Auk Quicksilver lék Cipollina í hljómsveitunum Copper- head og um tíma í velsku hljóm- sveitinni Man, sem spilaði hér í Laugardalshöll rúmlega 1970... lík- lega '71, en gítarstíll Cipollina þótti hafa töluverð áhrif á þá sveit, og eins nýbylgjusveitina Television sem var og hét á 8. áratugnum. Síðari ár lék Cipollina með hljómsveit sem skipuð ergamalreyndum rokkurum úrhippa- hljómsveitum San Francisco, t.d. úr Country Joe and the Fish og Big Brot- herand the Holding Company, hljóm- sveitinni sem Janis Joplin varð fræg með... eða öfugt. Þess má loks geta, að þessi hippasamansafnssveit heitir Risaeðlumar-The Dinosaurs... John Cipollina Rafmagnslaus Síðan skein sól á landsbyggðina... Það eru ekki bara Bubbi og Megas sem í vor - nema við förum að geta kallað það sumar - hafa flutt fólki úti á landi söng sinn með órafmögnuðum undirleik. í fótspor þeirra ætlar nefnilega heil hijómsveit að feta næstum eins hljóðlega og á sokkaleistunum, en liðsmenn hafa fram að þessu ver- ið kenndari við rokkstígvélin. Þetta eru þeir félagar í Síðan skein sól, og ætla að hefja leik á Höfn í Hornafirði á mánudags- kvöld. Þaðan fara þeir á Breið- dalsvík, Norðfjörð og rekja áfram Austfirðina og halda síðan um Norðurland vestur á bóginn. Vesturlandið verður síðan fetað suður á bóginn. Þetta og dulítið fleira sagði okkur Helgi Björns- son söngvari, þegar við höfðum samband við hann í Leiklistar- skólanum þar sem hann var eitthvað að huga að list þeirrar stofnunar... - Ætliði að skilja Vestfirðinga útundan? -Nei, nei... Þeir og Sunnlend- ingar bíða bara betri tíma, því að þetta verður strangur túr, einir hljómleikar á kvöldi í þrjár vikur, og þá þurfum við áð fara í stúdíó til að undirbúa nýja plötu fyrir haustið. - Geturðu sagt eitthvað um prógrammið, eru þetta alvarlegir tónleikar eða ball...? - Þetta verða tónleikar, en með sveiflu... þannig að fólk á að geta fundið hjá sér þörf til að standa upp og dilla að minnsta kosti mjöðmunum. Við verðum bæði með lög sem komið hafa út á plötum með okkur, og eins nýtt efni sem er nú að koma út á safn- plötu og líka lög sem við ætlum á stóru plötuna sem við erum að fara að vinna. Auk þess spilum við lög eftir aðra, bæði innlend og erlend. Það má segja að við séum að kanna ný lönd með þessum lands- byggðatúr og það í öðrum skiln- ingi en landfræðilegum - bassa- leikarinn fæst nú við kassagítar- spil og trommarinn þenur nikku... - ... og þar með óskum vér þeim Síðsólarmönnum góðrar ferðar - og þeir fýrir austan ættu ekki að þurfa að fá heyrnarhlíf- arnar lánaðar í frystihúsinu til að dilla sér með þeim rafmagns- lausu. Ort um eigin- fjárstöðuna hér og þar Á aðalfundi SÍS fyrir nokkru sátu fulltrúar gneypir undir harmatölum Guðjóns B. Ól- afssonar forstjóra um bágan hag Sambandsins. Þá hraut þessi staka hér af munni eins þeirra, Jóns Thórs Haralds- sonar: Það syrtir í álinnm og voðinn er vís og verðmætasköpunin þver, eiginfjárstaðan er afleit hjá SÍS - og ekki er hún betri hjá mér. ■ Stúdents- afmæli í Moskvu Menn halda upp á stú- dentsafmæli sín með ýmsum hætti - en fáir munu gera það með jafnmiklum tilþrifum um þessar mundir og þeir sem nú eru fjörutiu ára stúdentar frá menntaskólanum í Reykjavík. Þeir ætla til Sovétríkjanna. Mun tvennt ráða öðru meir um staðarval til skólasystkina- fundar: annarsvegar forvitni um Gorba, hinsvegar sú staðreynd að einn, skóla- bræðranna, Tómas A Tóm- asson, er nú sendiherra í Moskvu. Meðal þeirra sem útskrifuð- ust frá MR fyrir fjörutíu árum eru þau Vigdís forseti, Svava Jakobsdóttir rithöfundur, Ragnhildur Helgadóttir fyrr- um ráðherra og Þór Vil- hjálmsson fyrrum hæstarétt- arforseti, svo aðeins fá séu nefnd. ■ Sturtað niður í ystu myrkur Auglýsingastríð Visa og Kre- ditkorta hefur verið hat- rammlegt á síðustu vikum og bæði siðanefnd Sambands íslenskra auglýsingastofa og Verðlagsstofnun hafa blandað sér í málin. í gær sendi Verðlagsstofnun frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Eurocard vegi að Visa Island á ótilhlýðilegan hátt og fer fram á að fyrirtækið taki auglýsingamál sín til endur- skoðunar. Einari S. Ein- arssyni forstjóra Visa er mikið niðri fyrir í nýjasta tölu- blaði Visafrétta þar sem hann segir m.a. að í auglýsingum sínum gefi Eurocard til kynna að korthafar Visa séu yfirleitt óvelkomnir gestir, „sem megi búast við því að verða beittir ofbeldi, varpað á dyr, sturtað niður í ystu myrkur, þola dauða í eyðimörkinni eða muni deyja út eins og risaeðl- urnar." En sjaldan á einn í hlut þá tveir deila því Verðlags- stofnun segir i yfirlýsingu sinni í gær að Visa ísland hafi einn- ig auglýst á þann hátt að að- eins sé stigsmunur á þeim og auglýsingum keppinautarins. Nær væri að greiðslukortafyr- irtækin auglýstu gæði og eðli þjónustu sinnar frekar en að beina spjótum sínum hvort að öðru. Og þar hafiði það. ■ Inga Bjarnasón í fótspor Helga og Helgú Einsog kunnugt er hefur LR yfirgefið Iðnó og hjónin Helgi Skulason og Helga Bach- mann hafa hreiðrað um sig á sviði þessa gamla leikhúss með sýningu á Virginíu Woolf. Verður verkið frumsýnt á þriðjudagskvöld. Það fór vart framhjá neinum við frumsýn- ingu Virginíu á Akureyri í vetur að allt fór í bál og brand milli Ingu Bjarnason, sem hafði tekið að sér að leikstýra verk- inu fyrir Leikfélag Akureyrar, og aðalleikaranna þeirra Helga og Helgu. Endaði það með því að Inga vildi ekki að sitt nafn yrði bendlað við sýn- inguna. Nú herma fregnir hinsvegar að Inga hafi fengið Iðnó seinna í sumar þegar sýningar hætta á Virginíu og ætli sér að setja þar á svið klassískt meistarastykki. Varaflugvöllurinn staðreynd Nú er Ijóst að páfaheim- sóknin leysti varaflugvalla- málið í eitt skipti fyrir öll. Þegar hann kyssti flugbrautina á Keflavíkurflugvelli varð flug- völlurinn sjálfkrafa varaflug- völlur. Síðan verður hægt að setja nýjan aðalflugvöll í Að- aldal og þyrfti hann ekki að vera ýkja stór. Fóstrur athugið Forstööumaöur óskast á dagvistarstofnun í Vestmannaeyjum frá og með 1. ágúst n.k. Fóstrumenntun æskileg. Fjölbreytt starf í skemmtilegu umhverfi. Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 98-12816. Þroskaþjálfi Þroskaþjálfi óskast til starfa hjá Vestmanna- eyjabæ frá og meö 1. september n.k. Fjölbreytt starf. Nánari upplýsingar veita sálfræöingur eöa félagsmálastjóri í síma 98-11088. Aðalfundur Aðalfundur Prentsmiöju Þjóðviljans hf. verður haldinn þriðjudaginn 27. júní, kl. 18.00 að Síðu- múla6. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2.önnurmál. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.