Þjóðviljinn - 16.06.1989, Qupperneq 30

Þjóðviljinn - 16.06.1989, Qupperneq 30
Hvað á að gera um helgina? Jónas Viðar Sveinsson (málverk) í Alþýðubankanum Akureyri, opið á afgreiðslutíma. Edda Jónsdóttir með sýningu í Lista- salnum Nýhöfn. Myndir unnar með vatnslit, olíukrít og blýanti. Virka 10- 18, helgar14-18,21.6. FÍM-salurinn: Guðrún Guðmunds- dóttir, þrívíðar veggmyndir úr pappír. Virka 13-18, helgar 14-18. til 27.6. Galleri Madeira, Evrópuferðum Klapparstíg 25. Pétur P. Johnson sýnir Ijósmyndir. Hefst í dag kl. 17. 8-18 virkadagatil 16.7. Hafnarborg, Strandg. 34 hf, Á tólf- æringi, 14-19 alla daga nema þrið. til 7.8. Listasafn ASÍ: Gunnþórunn Sveinsdóttir frá Mælifellsá, til 18.6. Virka 16-20, helgar 14-20. Norræna húsið anddyri: Jörð úr ægi, myndun Surtseyjarog hamfar- irnar í Heimaey. Hefst lau. kl. 16,9-19 nemasu. 12-19 til 24.8. Kjallari: Sumarsýning á verkum Jóhanns Bri- em hefstkl. 16lau,daglega14-19til 24.8. Magnús Tómasson sýnir í útibúi SPRON Álfabakka 14. Opið á af- greiðslutímatil 1 sept. Ljósmyndasafn Reykjavíkur sýnir Ijósmyndiraf Jóhannesi Páli II páfa eftir Adam Bujak. Opið alla daga 11 - 19. Myndlistarsalurinn Muggur Aðal- stræti 9: Elín Karítas Thorarensen sýnir málverk og vatnslitamyndir, heft Id. kl. 14. Virka 16-19, helgar 14-19 til 12.6. Slunkaríki, ísafirði. Rósa Ingólfs- dóttir opnar sýningu á grafíkmyndum Id. 10.6. Sýninginstendurtil25.6., opiðfimmtud.-sunnud. 16-18. Listasafn Sigurjóns, opið ld.,sd. 14- 17. Mán, miðv.fim. 20-22. Tónleikar þrið. 20.30. Fd:lokað. Kaffistofan opin á sama tíma. Tekið á móti hóp- um eftirsamkomul. Saf n Ásgríms Jónssonar, lands- lagsmyndir, 13:30-16 alla daga nema mán. Til septemberloka. Þjóðminjasafn opið alla daga nema mán. 11-16. Fundur Ameríku. Sýning í Sjóminj- asafni íslands, Vesturgötu 8 Hf. Opin í sumar alla daga nema mán. 14-18. Listasafn Einars Jónssonar opið alla daga nema mán. 13.30-16. Opnum sýningu á listaverkum jarð- argróðans með vorinu. Aðgangur ókeypis sé góðri umgengni heitið, annars er goldið með himinháum upphæðum vanvirðingar. Folda. Kjarvalsstaðir: Hin árlegasumar- sýning á verkum Kjarvals. Uppstil- lingarog kyrralífsmyndir. Stendurtil 20. ágúst. Opið daglega frá 11 -18. Ásmundarsalur: Ásgeir Lárusson sýnir vatnslitamyndir. Til 25.6. Þrastarlundur v/ Sog, olíumálverk eftir Mattheu Jónsdóttur. Til 26.6. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Bílaverkstæði Badda, su í féiagsheimilinu Þing- hamri, Varmalandi í Borgarfirði, mán. fél.heim. Klif, Ólafsvíká Snæfells- nesi. Klambratún, Hagbarður og Signý, norskur gestaleikur sunnudag. TÓNLIST Kammersveit Seltjarnarness, tónl. í Seltjarnarneskirkju mánud. 20:30. Con-Brio, kór frá Norður Noregi, tón- leikar í Langholtskirkju mánud. þrið. miðv. 19. og 21. kirkjutónlist, 20. kammertónl. ÍÞRÓTTIR Fótbolti. 1 .d.ka. Þór-FH, ÍA-KAföd. 20.00, Fram-Valursd. 20.00, KR-ÍBK mád. 20.00, Víkingur-Fylkirþrd. 20.00.2.d.ka. Selfoss-Leiftur, Völsungur-UBK, Stjarnan-Einherji, Tindastóll-Víðirföd. 20.00.1 .d.kv. KA-Þór, Stjarnan-Valur mád. 20.00. Glíma. Meistaramót í axlatökum Kennaraháskóla föd. 19.00. Keppt í fjórum þyngdarflokkum, keppendur einnig frá Skotlandi, Bretagne og Hollandi og sýning á bretónskum fangbrögðum. Námskeið í keltneskum fangbrögðum undir Laugardalsvelli 18.-21.19.00-21.00. Uppl. hjá GLf s. 680045 eða hjá Jó- hannesi s. 686904. Sigurður Þór Salvarsson dagskrárgerðarmaður á Rás 2 „Ég verð nú mest heima hjá mér um helgina, en fer sennilega með fjölskylduna í bæinn 17. júní. Svo vinn ég eitthvað í garðinum og lóðinni, þannig að þetta verður þægileg helgi." Þjóðleikhúsið sýnir Bílaverkstæði Badda í Borgarfirði og á Snæfelisnesi á sunnudag og mánudag. Haffi og Raggi, Jóhann Sigurðarson og Sigurður Sigutjónsson. HITT OG ÞETTA Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, í kvöld kl. 22, Matthías Johannessen og Pétur Jónasson flytja dagskrá byggða á samspili Ijóðs og gítars. Norræna húsið, Borgþór Kærne- sted heldur fyrirlestra um íslenskt samfélag á laugardögum í sumar. Á sænsku kl. 17, finnsku kl. 18. Til 26.8. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni: Gönguferð hjá Göngu- Hrólfi fellur niður á morgun. Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, lau frá 20, dansleikur og skemmtiatriði, su. frjáls spilamennska kl. 14, dansað kl. 20. Ferðafélagið: Selvogsgatan lau kl. 10, Eldvörp-Staðarhverfi, su kl. 13. Helgarferðir 16-18.6: Þórsmörk, Mýrdalur-Heiðardalur-Dyrhólaey- Reynishverfi. Hana nú, vikuleg laugardagsganga frá Digranesvegi 12 kl. 10. Útivist: Su kl. 8, Hítardalur, Þórsmörk-Goðaland, kl. 13 Fjalla- hringurinn 3. ferð, a. Stóribolli, b. Grindaskörð. Helgarferðir16-18: Þórsmörk, Vestmannaeyjar, Langavatn-Hítardalur. Af hlutlausri naflaskoðun FJÖLMIÐLAR SONJA B. JÓNSDÓniR Ég ætla að byrja á því strax að viðurkenna að það var ekki laust við að hjartað í mér færi að slá örar þegar Þjóðviljamenn fóru þess á leit við mig að ég skrifaði fjölmiðlagreinar í blaðið - bar- asta sísona beint frá eigin brjósti! Bæði var það nú að þótt ég hafi oft undrast það í hljóði að ég væri ekki beðin um slík greinaskrif þá varð ég auðvitað afskaplega upp með mér, en á móti vó sú stað- reynd að ég var nógu lengi í spor- um fréttamanns með sjálfsvirð- ingu til þess að fela skoðanir mín- ar svo rækilega að ég er enn að leita að þeim. Hlutleysi er nefnilega talin vera helsta dyggð fréttamanna og er einkum og sér í lagi ætlast til þess að fréttamenn ríkisfjölmiðl- anna gæti fyllsta hlutleysis í frétt- aflutningi. Og það er heldur ekk- ert skrýtið, þeir eiga að veita öllum. landsmönnum hreinar og ómengaðar upplýsingar um það sem er að gerast í okkar samfélagi og við verðum, vessgú, öll að borga brúsann, hvar í flokki sem við stöndum. Fréttamenn með snefil af sjálfsvirðingu leggja sig því alla fram við að fela skoðanir sínar, oft með þeim afleiðingum að þeir finna þær ekki aftur þegar þeir þurfa á þeim að halda. Til þess að skilja betur hvað ég á við geta menn til dæmis ímyndað sér ang- ist fréttamannsins þegar í kjör- klefann er komið. Og sálarstríðið þar vekur aftur þá spurningu hvort hlutleysiskrafan sé ekki brot á mannréttindum, að minnsta kosti á meðan ekki er greitt sérstakiega fyrir þá miklu vinnu sem fer í það að fela skoð- anir sínar og jafnvel ganga af þeim dauðum. Þrátt fyrir þessa viðleitni fréttamanna þykjast menn stund- um sjá að þessi eða hinn sé sko alls ekkert hlutlaus, einn sé ör- ugglega stækasta íhald og annar argasti kommi. Og skyldi engan furða. Hlutleysið er érfitt viður- eignar, sumir segja ómögulegt, vegna þess að hver maður skoðar heiminn beina leið frá sínum eigin nafla og sjónaukann sækir hann í sitt umhverfi, sitt uppeldi og sína lífsreynslu. Sumir eru líka þannig gerðir að þeir taka gagnrýnislaust við ríkjandi gildis- mati, siðum og venjum og halda að það sé hlutleysi að fjalla um hlutina út frá því venjubundna og oft staðnaða hugsanamynstri. Og þannig laumast viðhorf frétta- mannsins, fréttastjórans eða jafnvel heilu hópanna, iðulega inn í umfjöllunina. Þetta gerðist einmitt um dag- inn þegar fjallað var í fréttum um grein aðstoðarlandlæknis í Læknablaðinu, en þar skýrði hann frá því hvernig röng með- höndlun á gamalli konu á slysa- deild Borgarspítalans leiddi til dauða hennar. Það kom fram í fréttinni að konan hefði dottið og verið flutt á slysadeildina, en þar sem hjúkrunarfólki hefði verið sagt að hún væri drykkfelld hefði það lagt hana til hliðar án þess að taka röntgenmynd. Síðar hefði bara komið í ljós að konan var alls ekkert drykkfelld og var það helst að skilja á fréttaflutningn- um að fyrst hún var ekki fyllibytta þá hefði hún sko átt að fá al- mennilega þjónustu og röntgen- mynd. Viðhorfið sem þama læddist fram fór heldur fyrir brjóstið á mér því ég hef alltaf haldið að þeir sem slasast og komast undir læknishendur væru skoðaðir og myndaðir í bak og fyrir, fullir eða ófullir. Ég hef líka alltaf haldið að DV ’réttír talinn ölvaður og ranga J nýjasta heíli l-'eknahlaöíms. fVétíahréfe Ja/ktia, refur aöstoöar- landlæknir. ^ Guðjón Mafrmisarín. fcvarianir veíó>a heiÖirtgÖisfé^ösju : húröSarídi. 1 Gaðjón «agisf -sknfa i>e»sa frásögu fil aö ’valýja kna tii umimgsr«nar oj; gertr það þó aö Jmkitír, sem Sas frásógniha. faafi faJíö förántegí aö hirta hana i Ijnfcnatóaðinu. 16 daga píeJarganga Siöasia öutmudaí'ínn f>rír jól var komiii nwö nidraöan sjúfcling á aiysa- cieiid Bmgarspftalanö. Þ«la var IS. desembéi'en sextfrn dógnm írfflan eðe 2. januav. anríawt sjukLingurinn. Ðán' arorvfk samkvannt fcmfnlngu var broi á efstu báLsiiöutn með nrisgengi, sem þrýsti á eísta híuui og ueösta hiuta manTukíiifs. Afun frrýatingur á m?vimkó!f hafi« vakLið dauöa tg'úk!- mgshts, í grela aftetoöariandlœfcnls I LtefcnaWaöJnu nepr tré þvl : þeir ættu rétt á því, fullir eða ófullir. Og ég hef ennfremur alltaf haldið að hlutverk lækna væri að reyna - að minnsta kosti - að bjarga mannslífum, án þess að spyrja fyrst að því hvort sjúkling- urinn sé nokkuð alkóhólisti! í fréttum af þessu máli var hins vegar aldrei tekið á þessari hlið málsins en ég hefði gjarnan viljað fá að heyra svarið við því hvort læknar á slysadeild Borgarspítal- ans væru vanir að meðhöndla drukkið fólk með þessum hætti. í framhaldi af þessu máli gæti ég líka vel hugsað mér að fá svar við þeirri spurningu hvort við- horfið til alkóhólista, eða drykk- fellds fólks, sem þama kom fram sé almennt, eða hvort þetta var bara viðhorf viðkomandi frétta- manna. Þetta var sem sagt laumu- viðhorfið sem ég þóttist greina í þessum fréttaflutningi en ég hef heyrt um fleiri. Fólk sem ég þekki, og farið er að reskjast, þóttist nefnilega greina þarna það viðhorf að ekki þyrfti að vera að splæsa rándýrri þjónustu, myndatöku og öllu á gamalt fólk - það ætti hvort sem er ekki svo Iangt eftir! Þetta viðhorf var þó ekki eignað fréttamönnum held- ur læknum. 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. Júní 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.