Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 9
Leikfélag Akureyrar Bemarða að kveðja „Aösókn að Húsi Bernörðu Alba hefur verið betri en við áætl- uðum í upphafi,” segir Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar, „en síðustu sýningar á þessu fræga verki Garcia Lorca verða núna laugar- dagskvöld 25. og sunnudags- kvöld 26. nóvember kl. 20.30. „Talsvert af hópum hefur kom- ið úr nágrannabyggðarlögum, en Leikfélagsfólk verður hins vegar líka vart við að Akureyringar hafa sótt leikhúsið vel í vetur. Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri og aðrir aðstandendur sýning- arinnar hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir verk sitt.” „Hvað um næsta verkefni?” „Æfingar eru hafnar á jóla- verkefninu, sem eer nýtt barna- og fjölskylduleikrit eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur og ber það heitið „Eyrnalangur og ann- að fólk”. Ragnhildur Gísladóttir hefur samið tónlist við verkið og við fáum m.a. Guðrúnu Þ. Stephensen sem gestaleikara frá Reykjavík.” Sigríður Hagalín í hlutverki Bernörðu Alba. í baksýn sjást María Sigurðardóttir í hlutverki Mörtu og Elva Ósk Ólafsdóttir í hlutverki Aðelu. Hringur Jóhannesson við eitt verka sinna á sýningunni í Listasafni Así. Ljósm. Kristinn Hið óvænta sjónarhom Listasafn ASÍ við Grensásveg opnar sýningu á málverkum Hrings Jóhannessonar á laugar- dag kl. 14. Þar eru einkum verk frá þessu ári, raunsæislega mál- aðar myndir af afmörkuðum hlutum og flötum úr umhverfi sem Hringur gjörþekkir frá heimaslóðum sínum í Aðaldal. Myndir Hrings eru þess eðlis að vel mætti spyrja, hvers vegna málarinn hafi ekki notað handhægari aðferð og tekið ljós- mynd af viðfangsefninu. En við það að mála smáatriðin í þröngu sjónarhorni á heysátu, þýfi, poll í götu eða speglun í glugga með natni natúralistans öðlast við- fangsefnið eins og nýja og nær- komnari sjónræna merkingu, þegar best lætur. Flestar mynd- irnar eru að sögn Hrings málaðar á þessu ári, en með hafa flotið nokkrar frá fyrri árum. Samfara þessari sýningu kem- ur út hjá Listasafni ASÍ og Lög- bergi vegleg bók um listamann- inn skreytt fjölda litmynda. Bjöm Th. Björnsson hefur ritað formála að bókinni. Listasafn ASÍ tekur nú upp á þeirri nýbreytni að senda sýningu Hreins út á landsbyggðina. Verð- ur hún opnuð á Akureyri 16. des- ember og á Egilsstöðum 31. des- ember. Aðgangur að sýningunni er ókeypis, en sýningin við Grensásveg er opin virka daga kl. 16-20 og 14-20 um helgar til 10. desember. Föstudagur 24. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SfÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.