Þjóðviljinn - 24.11.1989, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 24.11.1989, Qupperneq 19
hvað sem tengist höfði fólks, má treysta því að hann sé að leggja áherslu á táknræna merkingu höfuðsins. 1. Höfuðhögg. Jórunn keyrði sokkana um höfuð Melkorku. Eftir það flytur Melkorka af bæn- um. (13. kafli). Hámark ósvífn- innar við konungborna konu eins og Melkorku var að óvirða höfuð hennar. 2. Höfuðhögg. Hallur bróðir Ingjalds Sauðeyjagoða hafði ójafnað í frammi og vildi „færa“ höggjárn „í höfuð Þórólfi“ (14. kafli). Það þótti ruddalegt að höggva í höfuð manna, og í þokkabót er hér ófélegt vopn í hendi. Hallur er með þessu móti afhjúpaður sem lítt siðaður fugl, enda „fauk“ brátt hausinn af hon- um sjálfum. 3. Afhausun. Þórólfur heggur höfuðið af Halli í Bjarneyjum (14. kafli). Með þessu höfuðflugi er undirbúið ríkidæmi Ólafs pá síðar í sögunni, þótt hann komi þarna hvergi nærri né ættmenn hans. 4. Höfuðfat. Ólafur pá, nafnið pá er hugsanlega tenging við páfa eða páfugl, hvort tveggja kon- ungs eða höfðingjatákn, ef til vill með vísan til höfuðprýði eða höfuðfats (16. kafli). 5. Höfuðsmátt. Guðrún útbjó fyrsta manni sínum skyrtu með svo stórri höfuðsmátt að skilnað- arsök var. (34. kafli). 6. Horn. Fjögur horn nautsins Harra, eitt brotið af, forspá um dauða Kjartans. (31. kafli.) 7. Höfuðsbani. Helgi Harð- beinsson þerrar blóð Bolla í blæju Guðrúnar og segir sig gruna að „undir þessu blæjuhorni búi minn höfuðsbani“. (55. kafli). 8. Höfði. Guðrún Ósvífurs- dóttir og Snorri goði semja um aðferð til að hefna Bolla á hamri þeim er Höfði heitir við Hauka- dalsá í Lækjarskógslandi. (59. kafli). 9. Höfuðið nefndi ellefu. Þor- gils Hölluson vóg silfur til að bæta Helga Harðbeinsson á alþingi en Auðgísl Þórarinsson hjó af hon- um höfuðið sem nefndi töluna el- lefu um leið og það fauk af boln- um. (67. kafli). Þetta verður til- efni orðaleiks þegar Snorri goði heyrir tíðindin og segir við fregnberann: þú hefur misskilið þetta. Þorgils hefur vegið (silfr- ið). 10. Þöngulshöfuð. Halldór Ól- afsson í Hjarðarholti neitar að handsala land sitt Þorkatli Eyjólfssyni og segir að fyrr muni hann kynnast þönglahausum á Breiðafjarðarbotni en ná landi af sér. HEFUR ÞU TROMP ENDI? HUGM Þátttaka er öllum heimil. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir sem geta orðið grundvöllur að stofnun nýrra fyrirtækja eða orðið þáttur í starfsemi núverandi fyrirtækja á Akureyri. Skilafrestur hugmynda er til 15. desember 1989. Dómnefnd er skipuð fulltrúum Atvinnumálanefndar Akureyrar, Iðntæknistofnunar 1. verðlaun kr. 2. verðlaun kr. 3. verðlaun kr. AMKEPPNI íslands og Háskólans á Akureyri. Dómnefnd metur hugmyndirnar eftir arðsemi, líklegri veltu, atvinnutækifærum, þörf, nýjung og hvernig starfsemin fellur að atvinnulífinu í bænum. Skilmálar samkeppninnar og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf., Geislagötu 5, sími 96-26200. 300.000,- 200.000,- 100.000,- Atvinnumálanefnd Akureyrar NU GETUR ÞU BORGAD - OG - Hafðu samband við skrifstofur Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Reykjavíkur. 3 RAFMAGNSVEITA REYKiAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SlMI 68 62 22 |f| HITAVEITA REYKJAVIKUR IgP GRENSÁSVEGI 1, SÍMI 600100 ún er skáldsaga. ún heiti'r Draumur þinn rætist tvisvar. ún er eftir Kjartan Árnason. Þetta er saga um glaðværð lífsins og hina óumflýjanlegu skugga, saga um dreng í áhyggjuleysi daganna, saga um ungling í al- gleymi fálætisins, saga um mann sem stendur andspænis vali milli lífs og dauða. Kitlandi og áhrifarík skáldsaga. Verð kr. 2.531,- Gluggar hafsins eftir Jóhann Hjálmars- son er þrettánda Ijóða- bók höfundar. Suðrænt andrúmsloft og rammíslensk djúphygli mætast hér í kyrrlátum, ágengum Ijóðum. Einstök bók, full af mannlegri hlýju. Verð kr. 1.313,- Draumur þinn rætist tvisvar Gluggar hafsins Tvær stórar bækur frá litlu forlagi. ÖRLAGIÐ Meðalholti 9 105 Reykjavík. Sími 62 26 18

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.