Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 30
Hvað á að gera um helgina? Ásmundarsalur v/ Freyjugötu, Birna Kristjánsdóttir, myndverk. Til 3.12. 14-18 virka daga, 14-19 helgar. FÍM-salurinn, Bautasteinar, Ingi- björg Eyþórsdóttir, málverk. Til 28.11.13-18 virkadaga, 14-18helg- ar. Gallerí Borg, Pósthússtræti, Temma Bell, olíumyndir. Til 28.11. Virka daga 10-18,14-18 helgar. Grafík- Gallerí Borg, Austurstræti 10, Sossa (Mar- grét Soffía Björnsdóttir), nýjar grafík- myndir. Til 1.12.9-18virkadaga. Gallerí 11, Skólavöröustíg 4 A, Ólafur Lárusson, teikningar og mál- verk.Til 30.11.14-18daglega. Gallerí Hulduhólar, Mosfellsbæ, Steinunn Marteinsdóttir, veggmyndir ognytjalist, 13-19 lau ogsu. Gallerí List, Skipholti 50 B, Ella Magg, málverk. Til 26.11.10:30-18 virka daga, 14-18 helgar. Gallerí Madelra, Evrópuferðum, Klapparstíg 25, Björgvin Pálsson, Ijósmyndastækkanir. Til 24.11. virka daga 8:30-18. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9, Árni Páll, myndlist. Til 24.11.9-18 virkadaga. Hafnarborg, Strandg. 34 Hf, Til 3.12: Litli salurinn, Ómar Svavarsson, olíumálv. og vatnslitamyndir, 14-19 alla daga nema þri. Kaffistofa: Árni Elvar, vatnsl.myndir og teikn. 14-19 alladaga. Hestsháls 2-4, kynning FÍM-salarins og húsg.versl. Kristjáns Siggeirs- sonar á verkum Bjargar Örvar. Til nóvemberloka. íslenska óperan, Jón M. Baldvins- son, nýogeldrimálverk. 16-19dag- lega um óákveðinn tíma. Kjarvalsstaðir, opið daglega 11-22. Arvid Pettersen, málverk. Til nóv- emberloka. Jóhanna Bogadóttir, málverk og teikn. Til 3.12. Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir. Til 2.12. Listasafn ASÍ, Hringur Jóhannes- son, málverk, opn. lau kl. 14. Til 10.12.16-20 virka daga, 14-20 helg- ar. Listasafn Einars Jónssonar opið helgar 13.30-16, höggmyndagarður- inn alladaga 11-17. Listasafn Sigurjóns, járnmyndir Sigurjóns og gjafir sem safninu hafa borist undanfarin ár. Lau og su 14-17, þri 20-22. Mokka, T rúðarnir á ströndinni, vatnsl.mynd. e/ Kristján Hreinsson. Til 10.12. Norræna húsið, kjallari: Svava Björnsdóttir, pappírsskúlptúrar, opin lau kl. 14.TÍ110.12.14-19 daglega. Anddyri: Nordvision 30 ára. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Ágúst Pet- ersen, málverk.Til6.12.10-18virka daga, 14-18 helgar. Riddarinn, Hafnarfirði, Við búðar- borðið, sýn. tengd verslun fyrri tíma, á vegum Byggðasafns Hf. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti, ÞingvallamyndirÁs- gríms. Helgar, þri og fi 13:30-16 fram í feb.1990. MÍR, Vatnsstíg 10, Sovésk bókasýn- ing, 500nýjarbækurárússn.,ensku og öðrum tungumál. eftirprent. af ík- ónum, hljómplöturog bækur um (s- land og e/ ísl. höfunda, sem gefnar hafa verið út í Sovétríkj. Til 26.11. 17-19 virkadaga, 14-19helgar. Slunkaríki, isafirði, Björg Þor- steinsdóttir, olíukrítarm. opn. lau kl. 16. TÍI9.12.16-18fi-su. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8 Hf. Opið helgar 14-18, e/eftir samkomulagi. Þjóðminjasafnið, opið þri, fi, lau og su 11 -16. Bogasalur: Ljósmyndin 150 ára- Saga Ijósmyndunar á ís- landi. Til nóvemberloka, aðgangur ókeypis. ölkjallarinn, Haukur Halldórsson, grafík. TÓNLISTIN Ljóðatónleikar í Selfosskirkju su kl. 16: Dúfa S. Einarsdóttir messósópr- an og Guðbjörg Sigurjónsdóttir pí- anóleikari flytja íslensk einsöngslög e/SkúlaHalldórsson, EmilThorodd- sen, Sigvalda Kaldalóns og Atla Heimi Sveinsson og erl. Ijóðasöngva e/Schubert, Brahms, Sibelius og Richard Strauss. Heiti potturinn, Duus-húsi, djass- tónl. í tilefni að útkomu Nýs tóns su 21:30. Tómas R. Einarsson, Matthías Hemstock, Hilmar Jensson, Sigurður Flosason og Eyþór Gunnarsson. Sérstakurgestur: Ellen Kristjánsdótt- ir, sem syngur nýtt lag eftir Tómas R. við Ijóð Guðbergs Bergssonar, Vor- regníNjarðvíkum. Styrktarfélag Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar stendur fyrir tónleikum í skólanum, Hraunbergi 2 lau kl. 17. Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Steinunn Ragnarsdóttir píanóleikari flytja Són- ötu í D-dúr e/ Bach, Sónötu fyrir selló og píanó e/ Beethoven, Vocalise e/ Rachmaninoff og sónötu í a-moll e/ Schubert. Lúðrasveit Verkalýðsins heldur hausttónleika í Langholtskirkju lau kl. 17. Fyrstu heiðursfél. heiðraðir. Sinfóníuhljómsveit islands heldur tónleika í Borgarleikhúsinu lau kl. 14. Sinfónía fyrir blásturshljóðfæri e/ Stravinskíj, Draumnökkvi, fiðlukons- ert e/ Atla Heimi Sveinsson, Spjóta- lög, hljómsv.verke/HjálmarH. Ragn- arsson og Sechs Stucke e/ Webern. Einleikari á fiðlu Jari Valo, Stjórnandi Petri Sakari. LEIKLISTIN Frú Emilía, Skeifunni 3 c, Haust með Gorkí: Börn Sólarinnar, leiklestur lau ogsu kl. 14. Leikfélag Akureyrar, Hús Bernörðu Alba, lau 20:30. Næstsíðasta sýn- ingarhelgi. Lelkfélag Hafnarf jarðar, Leitin að týnda brandaranum. Leikfélag Keflavíkur, Félagsbíói, Grettir. Dagsbrúnarmenn - félagsfundur Félagsfundur veröur haldinn sunudaginn 26. nóvember kl. 14.00 í lönó. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. önnur mál. Stjórn Dagsbrúnar Leikfélag Kópavogs, Félagsheimili Kóp. Blúndur og blásýra, fi og su kl. 20. Leikfélag Reykjavíkur, Ljós heimsins, litla sviðinu í kvöld, lau og su kl. 20. Höll sumarlandsins, stóra sviðinu í kvöld og lau kl. 20. Litla leikhúsið, Gerðubergi, Regn- bogastrákurinn, lau kl. 17. HITT OG ÞETTA Kvikmyndasýning MÍR, Vatnsstíg 10 su kl. 16: fvan grimmi (Ivan grozní) eftir Eisenstein, síðari hluti. Myndin er gerð á árunum 1941-44. Kvikmyndasýning fyrirbörn í Nor- ræna húsinu su kl. 15, norrænt sjón- varpsefni fyrir börn og unglinga, að- gangurókeypis. Nordvision 30 ára, dagskrá í Nor- ræna húsinu undir yfirskr. Hvernig er unnt að efla norrænt sjónvarpssam- starf enn frekar. Lau kl. 15: Pétur Guðfinnsson framkv.stj. Sjónvarps og form. Nordvis. talar um norrænt sjónvarpssamstarf í framtíðinni. Sveinn Einarsson og Steen Priwin ræða um hvernig bæta megi norrænt samstarf í leiklist, tónlist og skemmtiefni. Su kl. 15,3jaklst. dag- skrá ífundarsal: Sigríður Ragna Sig- urðardóttir kynnir 8 þætti fyrir börn, sbr. tilkynningu hér að ofan. Bókin og haf ið, lesið úr nýjum bókum sem tengjast sjósókn við (s- land fyrr og nú í Sjóminjasafni fs- lands, Vesturgötu 8, Hf su kl. 15: Birgir Sigurðsson: Svartur sjór af síld, Erlingur Gíslason leikari les úr Ijóða- bók Birgis Svans Símonarsonar Á fallaskiptum, Elín Pálmadóttir: Fransí Bisk'/í, lesið úr samtalsbók Ómars Valdimarssonar við Guðmund J. Guðmundsson, Jakinn, Lúðvík Jós- epsson: Landhelgismálið í 40 ár, Pét- ur Már Ólafsson: Gullfoss, lífið um borð, Thor Vilhjálmsson: Náttvíg. Félag eldrl borgara í Reykjavík og nágrenni, Göngu Hrólfur hittist á morgun kl. 11 að Nóatúni 17, opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 su kl. 14. frjáls spilamennska, dansað frá kl. 20. Félag eldri borgara Kópavogi, af- mælisfagnaður félagsins verður í Fé- lagsheimili Kópav. (niðri) íkvöld. Mörg og góð skemmtiatr. Caprý tríóið leikur fyrir dansi. Húsiðopn.kl.20, skemmtiatriði hefjast 20:30. Að- göngumiðar við inngang. Ferðafélag íslands, Aðventuferð til Þórsmerkur 24.-26.11. Brottförkl. 20 í kvöld, upplýs. og farmiðasala á skrst. Öldugötu 3. Hana nú leggur upp í laugardags- göngunafráDigranesvegi 12 kl. 10. Nýlagað molakaffi. Allir velkomnir. Lesið verður úr nýjum barnabókum í Gerðubergi lau kl. 15:30: Gunnhildur Hrólfsdóttir, Herdís Egilsdóttir, Iðunn Steinsdóttir og Kristín Steinsdóttir lesa úr bókum sínum, kynnir verður Olga Guðrún Árnadóttir. Kl. 17 hefst sýning ábarnaleikritinu Regnbogast- ráknum. Miðverð 400 kr. fyrir leiksýn. ókeypis á bókakynningu. Kaffistofa opin fy rir og eftir dagskrá. Kvöldvökufélagið Ljóð og saga heldur kvöldvöku lau kl. 20:30 í Síðu- múla 17. Fjölmennum og tökum með okkurgesti. FJÖLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON Skattlagningu létt af fjölmiðlum Skjótt skipast veður í lofti, ég segi nú ekki annað. Loksins sér fyrir endann á áratuga langri bar- áttu bókaútgefenda og annarra bókavina fyrir afnámi söluskatt af bókum. Þegar fjármálaráð- herra lagði fram frumvarp að virðisaukaskatti á Alþingi í fyrra- dag kom í ljós að þar var að finna undanþáguákvæði sem snerta út- gáfu íslenskra bóka. Að vísu tekur þessi undanþága ekki gildi fyrr en eftir rétt ár en slagurinn er unninn fyrir því. Og það höfðu fleiri ástæðu til að fagna þegar frumvarpið um virðisaukaskattinn var lagt fram. Það hefur orðið niðurstaða stjómarflokkanna að undan- skilja allflesta fjölmiðla virðis- aukaskatti. Eigendur dagblaða, tímarita, héraðsfréttablaða, útvarps- og sjónvarpsstöðva þurfa ekki að leggja virðis- aukaskatt ofan á söluverð sitt. Um tíma leit út fyrir að dagblöðin ein nytu þessara forréttinda en nú er búið að kippa hinum miðlun- um inn í hlýjuna. Að vísu segir þetta ekki alla söguna því þessir fjölmiðlar munu þurfa að greiða virðis- aukaskatt af sumum hlutum í framleiðsluferlinu. í núgildandi kerfi er lagður 25% söluskattur ofan á auglýsingagerð. Hún verð- ur áfram skattlögð og framvegis þurfa blöðin að leggja virðis- aukaskatt ofan á það verð sem þau taka fyrir að birta auglýsing- arnar. Hingað til hafa þau verið undanþegin því, andstætt því sem gildir um sjónvarpsstöðvamar. Þetta þýðir að samkeppnisstaða sjónvarpsins gagnvart dagblöð- unum ætti að skána að mun. Eftir áramót breytist það einn- ig að blaðamenn sem starfa í lausamennsku eins og verktakar og skrifa greinar í blöð þurfa að innheimta virðisaukaskatt af greinum sínum. í söluskattskerf- inu vom greinaskrif og ljós- myndataka undanþegin skatti en ýmis önriur vinna sem blaðamenn sinna, svo sem útlitsteikning, bar söluskatt í lægra þrepi, þe. 12%. Nú er öll vinna lausráðinna blaðamanna, ljósmyndara og út- litsteiknara flokkuð sem verktak- aþjónusta og af henni ber að inn- heimta fullan virðisaukaskatt, 26%, sem að sögn DV er hæsta skattprósenta í heimi. Að öðru leyti verða blöðin laus við virðisaukaskattinn. Þau þurfa ekki að leggja hann ofan á á- skriftarverðið og þann skatt sem prentsmiðjur leggja ofan á sína vinnu munu blöðin fá endur- greiddan. Eins og ég nefndi í síðasta pistli var það vonum seinna að lausn fannst á þessu máli. Á síðustu stigum málsins var ég farinn að efast um réttmæti þess að krefjast þess að blöðin yrðu undanþegin virðisaukaskatti heldur væri rétt- ara að þau bæm hann en fengju í staðinn myndarlegan lána- og styrkjasjóð til varnar málfrelsinu og lýðræðinu í landinu. Með því móti væri ríkisvaldið ekkert að hlaða undir þá fjölmiðla sem skila hagnaði en gæti styrkt þá sem standa höllum fæti á mark- aðnum, h'kt og gert er í Noregi og Svíþjóð. Ég hef heyrt að undirbúningur að stofnun slíks sjóðs sé að hefj- ast í menntamálaráðuneytinu og finnst ástæða til að fagna því. Þótt ofangreind lending hafi orðið út- koman úr virðisaukaskattsdæm- inu er full þörf fyrir að stofna sjóð sem hefur það markmið að styrkja málfrelsið í blöðunum og efla menninguna á öldum ljó- svakans. Og ég tek þá áhættu að verða líkt við rómverska þing- manninn sem vildi eyða Karþagó þegar ég endurtek að það þarf að aðgreina styrki til blaðaútgáfu og styrki til starfsemi stjómmála- flokka. Það em tvö óskyld mál og engin ástæða til að blanda þeim saman. Stóm tíðindin eru hins vegar niðurfelling skattsins af bókun- um. Þar hafði verið reiknað með fullum og óskertum 26% virðis- aukaskatti en nú verður hann felldur niður af íslenskum bókum. Rithöfundar og útgef- endur hafa að undanförnu haldið uppi stífum áróðri fyrir þessu þjóðþrifamáli, íslenskrar menn- ingar. Það er því við hæfi að óska íslenskum bókavinum til ham- ingju með það að fá í framtíðinni ódýrari bækur. 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ j Föstudagur 24. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.