Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 5
Sammæli flestra fréttaskýr- enda heiminn yfir um Möltu- ráðstefnu forseta Bandaríkjanna og Sovétríkjanna eru á þá leið, að þar hafi hafist nýtt tímabil í sögu samskipta þessara stórvelda, tímabil samvinnu í stað sam- keppni. Fleiri en nokkru sinni fyrr uppljúka nú cinum munni um að loksins sé lokið kalda stríð- inu milli „austurs“ og „vesturs“. Eðlilegt má kalla að svo sé, þar eð ráðamenn nýnefndra stór- velda tveggja hafa nú um stundir stórum meiri áhyggjur af ýmsu öðru en meintum útþenslutil- hneigingum hvors annars. Kalda- stríðsheimsmyndin er að mestu hrunin. Gangur mála í Sovétríkj- unum og Austur-Evrópu veldur vitaskuld mestu bar um. Það er Bush réttir Gorbatsjov hjálparhönd Perestrojka er í hættu, líkur á endursamein- ingu Þýskalands fara vaxandi og bandamenn síðari heimsstyrjaldar grafa kaldastríðsöxina meira að segja spuming hvort rétt sé að skilgreina Sovétríkin sem risaveldi lengur. Þjóðernis- hreyfingar þar og þó einkum gíf- urleg efnahagsbágindi, sem Gor- batsjov sjálfur kallar yfirhang- andi damóklesarverð, kalla á gagngert endurmat á styrk ríkis þessa mikils, er nær yfir sjötta hluta þurrlendis jarðar, sem stór- veldis. Sá djarfasti og sá varkárasti Um ráðstefnuna við Möltu er komist svo að orði, að þar hafi hist sá djarfasti allra sovéskra leiðtoga og einn sá varkárasti allra Bandaríkjaforseta. Fyrstu mánuði Bush í Hvíta húsinu fór stjórn hans ofurvarlega að öllu í samskiptum við Sovétríkin og var þar saman við heilmikið af tor- tryggni, sem safnast hafði fyrir á liðnum kaldastríðsáratugum, en einnig óvissa um hvemig snúast skyldi við breyttum kringum- stæðum í heimsmálum. En síðan í vor hefur Bush smámsaman verið að sveigja á braut jákvæðari og vinsamlegri afstöðu til Gorbat- sjovs. í bandarískum blaðaskrifum er gefið í skyn að um þetta hafi lengi staðið reiptog innan Bandaríkja- stjórnar milli „andsovéskra harð- línumanna“ og hófsamra. Sem helsti liðsoddur þeirra fyrrnefndu er tilnefndur Dick Cheney varn- armálaráðherra, en James Baker utanríkisráðherra er sagður fyrir þeim síðamefndu. Samhliða stefnubreytingu sinni hefur Bush haft sérstaka ástæðu til varkárni með hliðsjón af hægrimönnum í flokki repúblíkana, sem enn hugsa samkvæmt inngrónum hefðum kaldastríðs og klassísks andkommúnisma, og hagsmuna- aðilum þeim voldugum í her og stóriðnaði sem ljóst er að tapa munu á niðurskurði útgjalda til vígbúnaðar. Gagnger stefnu- breyting Áður hafði komið í ljós að AÐ UTAN Bush er sæmilega gæddur pólit- ískum klókindum, og það sýndi hann nú með því að láta harðlínu- manninn Cheney kynna fyrirætl- anir um verulegan niðurskurð út- gjalda til vígbúnaðar á næstu árum, sem og þá skoðun stjórnar- innar að þetta væri alveg í lagi, því að nú væri ekki lengur telj- andi hætta á að Rússar kæmu. Ætla má að bandarískir „haukar“ eigi auðveldara með að kingja slíku og þvflíku er þeir heyra það af munni eins úr sínum hópi en ef það væri borið fram af einhverj- um, sem þeir skilgreina sem „bleikan" eða „frjálslyndan“. Fyrirætlanir þær um niður- skurð vígbúnaðar, sem nú eru á döfinni hjá Bandaríkjastjórn, þar á meðal um að tugir herstöðva skuli lagðar niður og fækkað í bandaríska Evrópuhernum um jafnvel tvo þriðju á næsta áratug, benda til gegngerrar stefnu- breytingar af stjórnar þessarar hálfu í viðhorfum til Sovétríkj- anna og raunar heimsmála í heild. Grundvallarástæða hér að baki er að Bandaríkjamenn eru smátt og smátt að venjast af því að líta á Sovétríkin sem hættu og óvin og að í Hvíta húsinu hefur það viðhorf orðið ofan á. Önnur knýjandi ástæða eru viss vandmál Bandaríkjanna heimafyrir. í innanlandsmálum eru hendur Bush að verulegu leyti bundnar vegna fjárlagahallans, í ýmsum greinum framleiðslu eru Banda- ríkjamenn fyrir löngu farnir að dragast aftur úr Japönum og öðr- um vegna skorts á fjárfestingum til endurnýjunarútbúnaði, skóla- kerfinu er í mörgu ábótavant og áhyggjur vaxa út af eiturlyfjum, eyðni og örvæntingu mögu- leikasnauðrar „undirstéttar" (underclass). Af þessu, skrifar Robert Kuttner í Washington Post, stafar Bandaríkjunum miklu meiri hætta en af Rússum. Þeim Bandaríkjamönnum fer sífjölgandi, sem telja fulla ástæðu til að taka drjúgan hluta þeirra 300 miljarða dollara, sem árlega er varið til hersins, til að takast á við þennan innanlandsvanda. Evrópa er vettvangur breytinga svo hraðra og viður- hlutamikilla að leiðtogum evrópskra Natóríkja, sem jafn- framt eru í Evrópubandalaginu, er nokkur vorkunn þótt fyrir þeim vefjist hvernig við skuli bregðast. Sá hraði gangur mála hefur að vísu losað þá við áhyggj- ur af sumu, t.d. skammdrægu kjarnaflaugunum í Vestur- Þýskalandi. Deilan um þær, sem var verulegur höfuðverkur innan Nató fyrr á árinu, er nú úrelt. Þegar er fyrir hendi þegjandi samkomulag milli Bandaríkj- anna og Vestur-Þýskalands um að þær flaugar verði aldrei endur- nýjaðar. Nú, þegar meiri eða minni samruni þýsku ríkjanna er á döfinni, er útilokað að nokkur vesturþýsk ríkisstjóm taki í mál að láta stilla upp hjá sér nýjum kjarnaflaugum, sem miðað sé á austurþýskar borgir. Og sagt er að vesturþýska varnarmálaráðu- neytið hafi til taks áætlun um 15% fækkun í hemum næstu tvö ár. Á hinn bóginn kvíða Vestur- Evrópuríki því að fyrirætlanir Bandaríkjanna um fækkun í Evr- ópuher sínum séu fyrirboði þess að þau dragi sig að meira eða minna leyti í hlé frá Evrópu. Sá kvíði er að einhverju leyti tengd- ur ótta við að Gorbatsjov mistak- ist og við taki kannski í Sovétríkj- unum íhaldssamari stjóm eða öllu heldur þjóðemissinnað her- einræði. Eins og sakir standa veg- ur endursameining Þýskalands, sem margir telja/óttast nú að sé óhjákvæmileg, þyngra í þessu sambandi. í Evrópu án Banda- ríkjanna hljóti sameinað Þýska- land að hafa undirtökin. DAGUR ÞORLEIFSSON Austurþýskur hermaður klippir sér minjagrip úr járntjaldinu - í Þýskalandi vex endursamein- ingufylgi.enaðrirviljaslá henniá frest sem lengst. Gorbatsjov skal studdur Eigi að síður á það við um Vestur-Evrópu ekki síður en Bandaríkin að austurblökkin sem slík og Varsjárbandalagið em að mestu úr sögunni sem óvinar- ímynd. Á Natófundum er úrelt orðið að fjalla um Varsjárbanda- lagið sem andstæðing, enda spurning að hve miklu leyti það enn fúngerar sem hemaðar- bandalag, en í staðinn er farið að tala um það og Nató sem tvo máttarstólpa stöðugleika í Evr- ópu. Hér er sem sé farið að hilla undir einskonar bandalag þess- ara tveggja hernaðarbandalaga, svarinna andstæðinga í fjóra ára- tugi. Gorbatsjov lét í samræmi við þetta í ljós á Möltufundi ósk um að bandalögin yrðu í framtíð- inni fremur „pólitísks" eðlis en „hemaðarlegs“ og undir það tók Bush. Á bakvið þetta liggur sam- eiginlegur ótti við að Gorbatsjov mistakist og hættuástand sem þá kynni að taka við, sem og áhyggj- ur af Þýskalandsmálum. Nú er það afdráttarlaus stefna Banda- ríkjastjórnar að styðja við bakið á Gorbatsjov með því að hraða samningsgerð um afvopnun og greiða fyrir viðskiptum milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, t.d. með því að gera Sovét- mönnum kost á bestukjarasamn- ingi. Það er sem sé aðlögun So- vétríkjanna að efnahagskerfi fyrsta heimsins, sem virðist vera á döfinni. Þýskalandsmálin em þessa stundina enn meiri höfuð- verkur í augum Evrópumanna (a.m.k. utan Sovétríkjanna) en baslið með perestrojku í ríki Gor- batsjovs. Eftir atburði síðustu daga í Austur-Þýskalandi er fyrir hendi almennur ótti um að á- standið þar sé að fara úr böndun- um með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Um Þýskalandsmál er í stórum dráttum samstaða með bandamönnunum gömlu úr síðari heimsstyrjöld (í fyrsta sinn síðan Bush og Gorbatsjov á Möltufundi (á milli þeirra Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna) - ekki lengur andstæðingar. henni lauk). Þeir útiloka að vísu ekki sameiningu, en leggja áherslu á að hún verði ekki að veruleika fyrr en í meira eða minna fjarlægri framtíð og þá innan ramma evrópsks/vestræns samstarfs. Viðkvæmt mál I Evrópubandalagi Þetta er mikið áhyggjuefni innan Evrópubandalagsins og í því hafa helstu ríki þess, Vestur- Þýskaland, Frakkland og Bret- land, sína afstöðuna hvert. í Fin- ancial Times lætur Edward Mort- imer í ljós efa um mikla einlægni á bakvið hollustuyfirlýsingar Kohls sambandskanslara við Nató á leiðtogafundinum í Brúss- el nýverið. „í hans augum var hlutverk Nató undirbúningur fyrir þann dag, er þess væri ekki lengur þörf vegna þess að ástand, sem gerði bandalagið að nauð- syn, þ.e.a.s. kalda stríðið, væri ekki lengur fyrir hendi.“ Kohl er allur af vilja gerður til að láta endursameininguna fara fram innan ramma Evrópusamstarfs, til að geðjast bandamönnum sín- um og Sovétmönnum, og hann vill því að samruni Austur- Evrópuríkja við Evrópubanda- lagið verði látinn ganga fyrir nán- ari samruna ríkja þeirra, sem þegar eru í því. Vesturþýska stjórnin óttast að meiri samruni núverandi Evrópubandalagsríkja myndi gera öðrum ríkjum erfið- ara um vik að aðlagast því. Frakkar leggja hinsvegar áherslu á að hraða fullum sam- runa Evrópubandalagsríkja í efnahags- og gjaldeyrismálum, vel trúlega með það á bakvið eyrað að þegar sá samruni sé orð- inn að veruleika verði hann hindrun í vegi ríkjum þeim, sem eftir það vildu ganga í banda- lagið, og þar með endur- ssmeiningu Þýskalands. Margar- et Thatcher líst illa á hvorttveg- gja, þýska endursameiningu og nánari samruna Evrópubandal- agsríkja, sem hún telur að ganga muni of nærri sjálfstæði Bret- lands. Af tvennu illu kvað hún vera líkleg til að kjósa endursam- eininguna frekar, og Mitterrand er sagður hafa stórar áhyggjur af að breskt-þýskt bandalag um þetta kunni að vera á döfinni. Hægriflokkur gegn hernaðar- bandalögum Það er freistandi fyrir Kohl að tryggja frægð sína í sögunni með því að standa fyrir endursamein- tngu lands síns, ekki síst þar sem pólitískur ferill hans gæti verið í veði ef hann reyndi að spyma fót- um gegn þeirri þróun. Fylgi við endursameiningu virðist fara vaxandi í báðum Þýskalöndum. Nýr vettvangur í Austur- Þýskalandi, sem framan af tók lítt undir þetta vill nú þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið og hinn hægrisinnaði Lýðveldisflokkur beitir sér eindregið fyrir samein- ingu. Flokkurinn vill að fyrir sameininguna gangi Austur- Þýskaland úr Varsjárbandalagi og Vestur-Þýskaland úr Nató. Einhvemtíma hefði Sovét- mönnum þótt sá kostur sæmi- legur, en öðm máli kann að gegna nú, er þeir em famir að líta á Nató sem máttarstólpa evr- ópsks stöðugleika. í flokki Kohls sjálfs, og sérstaklega í CSU- flokknum í Bæjaralandi, tala margir um þetta efni svipað Schönhuber, leiðtoga Lýðveldis- flokksins. Ef Kohl gerði banda- mönnum sínum í Evrópubanda- lagi og Nató það til geðs að draga í land í sameiningarmálinu, em líkur á að niðurstaðan yrði vem- legur sigur Lýðveldisflokksins í þingkosningunum næsta ár og fall stjórnar Kohls. Föstudagur 8. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.