Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 16
GOMSÆTT OGGOTT PajÓMSÆTT OG GOTT er afar áhuga- ■Ji verð og holl lesning öllum þeim sem iinna góðum mat og góðri heilsu. í bókinni er að finna gómsæta forrétti, aðalrétti og ábætisrétti og fylgir litmynd hverjum þeirra. Bókin er sett upp á þann hátt að raða má myndunum saman og sjá þannig fyrir sér girnilegan þrírétta matseðil... í ótal útgáfum. SETBERG Tónlistarkennarar Staða skólastjóra við Tónskóla Hólmavíkur- og Kirkjubólshreppa er laus til umsóknar frá næstkomandi áramótum. Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri Hólma- víkurhrepps í símum 95-13193 og13112, og for- maður skólanefndar ? símum 95-13111 og 13180. Skólanefnd Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför Jóns Einarssonar frá Berjanesi í Vestmannaeyjum Elísa G. Jónsdóttir Jón Hannesson Ragnheiður Jónsdóttir Ernst Backman Gunnar Sv. Jónsson Erla Blöndal Ólöf J. Sigurgeirsdóttir Jón Sigurðsson barnabörn, langafabörn og langaiangafabörn. Woody Allen og Mia Farrow skála á Manhattan fyrir týndri móður þess fyrrnefnda. KVIKMYNDIR ÞORFINNUR ÓMARSSON Svo bregðast krosstré New York sögur (New York Stori- es), sýnd í Bíóborginni. Banda- rísk, árgerð 1989. Leikstjórn: Woody Allen, Francis Coppola, Martin Scorsese. Handrit: Woo- dy Allen, Francis og Sofia Copp- ola, Richard Price. Fram- leiðandi: Robert Greenhut. Kvik- myndataka: Sven Nykvist, Vitt- orio Storaro, Nestor Almendros. Aðalhlutverk: Woody Ailen, Mia Farrow, Yae Questei, Heather McComb, Talia Shire, Giancarlo Giannini, Nick Nolte, Rosanna Arquette. New York Stories er ein af þeim myndum sem beðið hefur verið eftir með hvað mestri eftir- væntingu þetta árið. Þrír viður- kenndustu leikstjórar Bandaríkj- anna í nær tvo áratugi slá þar saman í púkk og útkoman er þr j ár myndir í einni sem eiga ekk- ert annað sameiginlegt en að ger- ast allar í New York. Eftirvænti- ngin eftir myndinni kann að hafa áhrif á niðurstöðu áhorfenda, en hún er nefnilega ekkert annað en vonbrigði. Martin Scorsese ríður á vaðið með sögu úr listamannaheimi borgarinnar og fer vel á því að útlit Life Lessons er ákaflega list- rænt og smart. Kvikmyndataka Almendros minnir mjög á fyrrum samstarfsmann Scorsese, Micha- el Ballhaus, þarsem tökuvélinni er snúið í kringum persónurnar með hröðum klippingum Thelmu Schoonmakers. Enda þótt þessi notkun hans á myndmáli undir háværri tónlist Procul Harum ofl. gefi myndinni skemmtilegan blæ er því miður fátt athyglisvert í sögunni. Richard Price, sem skrifaði líka Color of Money, fær þarna fjárhættuspilara Dostojev- skís að láni en klisjukennt ástar- samband höfuðpersónanna er engan veginn nógu athyglisvert til að vel fari. Að vísu leikur Nick Nolte málarann Dobie á mjög skemmtilegan hátt en myndin hefur því miður ekkert fram að færa að öðru leyti. Þá er röðin komin að Francis Coppola með Life Without Zoe, sem hann byggir, ásamt dóttur sinni, á lífi eigin fjölskyldu. Þeir sem eru ekki ánægðir með fyrstu myndina geta allt eins fengið sér blund yfir þessari því hún er miklu verri. Myndin á greinilega að vera það persónulegasta sem frá Coppola hefur komið en er ekkert nema þreytt saga af stelpu sem lifir nær sjálfstæðu lífi án for- eldra í flottu hóteli. Ekki er við Heather McComb að sakast en aðrar persónur eru ákaflega þokukenndar og bullið með ara- badrenginn var út í hött. Það er greinilegt að þessi meistari átt- unda áratugarins ræður ekki við svona litlar, saklausar sögur úr hversdagsleikanum og gildir þá einu þótt sagan sé nánast sönn úr hans eigin lífi. Vonandi tekur eitthvað betra við hjá Coppola á komandi áratug. Ég get að vísu ekki sagt að ég hafi mikla trú á þriðja kapítula Guðföðurins, en maður veit aldrei. Það var snjallt hjá Robert Greenhut að láta Woody Allen ljúka þessum þríleik, því annars hefðu áhorfendur hrökklast út í þunglyndiskasti. Oedipus Wrecks er að vísu ekkert sérstak- lega merkileg mynd en Allen tekst þó að segja sniðuga sögu frá upphafi til enda. Allen hefur ekki leikið sjálfur síðan í Hönnu árið 1986 en í millitíðinni hefur hann gert þrjár kvikmyndir og nýjasta mynd hans er á klippiborðinu. Hér hefur hann skrifað hlutverk beinlínis utan um sjálfan sig, lög- fræðing á Manhattan af gyðinga- ættum sem þarf sífellt að skam- mast sín fyrir móður sína. Hún er aftur frábærlega leikin af Yae Questel og slær jafnvel út Ann Ramsey í Throw Momma from the Train. Niðurstaðan er því sú að New York Stories uppfyllir alls ekki þær kröfur sem gerðar eru til mynda þessara þriggja meistara. Hún er þó ekki beinlínis vond mynd og líklega munu flestir kunna að me.ta einhvem hlut- anna þriggja. Fæstir munu heil- last af Life without Zoe en aðrir geta vafalaust unað sér við stíl Scorsese eða meinfyndni Allens. ... á við bestu galdraþulu! Ef þér finnst eitthvað vanta upp á bragðið af súpunni, pottréttinurn, heitu sósunni, salatsósunni eða ídýfunni skaltu einfaldlega bæta við MS sýrðum rjóma, 18%. Það er allur galdurinn. Regnboginn Áfram listrænn Nú þegar Regnboginn hefur fengið nýjan eiganda, Jón Ólafs- son hljómplötuútgefanda með meiru, velta menn því fyrir sér hvort einhverjar breytingar verði á stefnu hússins. „Nei, það verða engar stór- breytingar. Ég ætla að leggja áherslu á íslenskar myndir og list- rænar myndir og líst bara vel á að reka kvikmyndahús,“ sagði Jón í gær. Þeir sem farið hafa þangað nýlega velta fyrir sér hvers vegna sýnd eru tvö gömul lög með HLH-flokknum í upphafi sýning- ar! „Það er nú meira í gamni gert. HLH er 10 ára og mér fannst til- valið að þurrka rykið af þessu af þeim sökum,“ sagði Jón. Ja, sér- hvert er nú gamanið. Hitaeiningar MS sýrður rjómi Majónsósa 18% (Mayonnaise) 1 tsk (5 g) 9.7 37 1 msk (15 g) 29 112 100 g 193 753 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.