Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 4
• • fn^TI TFIA rWDFTT r UJo J. U FJ/WjroF Ivll/ JL 1 rj Seltjarnarnes Skólpræsin í ólestri Svörtskýrsla Heilbrigðisnefndar Kjósarsvœðis umfrágang skólprœsa á Nesinu. Ibúum stafar hœtta afsmiti, mengun afkóligerlum, saurkóligerlum og veirum úr skólprœsum bœjarins vo virðist sem Seltjarnarnes- búum stafi hætta á smiti, r Loðna Obreytt ástand Sjávarútvegsráðu- neytinu þykir ekki ástœða til að banna veiðarnar. Óvístum framhald veiðanna sökum hafíss Niðurstaða fundarins var sú að ekki þykir ástæða til að setja bann á loðnuveiðarnar af hálfu stjórnvalda þar sem loðnan er ekki eins blönduð á miðunum og áður og var almenn samstaða um þessa niðurstöðu, sagði Arni Kol- beinsson ráðuneytisstjóri í sjáv- arútvegsráðuneytinu. Ráðherra boðaði hagsmunaaðila í sjávarútvegi til fundar við sig í sjávarútvegsráðu- neytinu snemma í gærmorgun til að ræða ástandið á loðnumiðun- um en eins og kunnugt er hefur verið svo til nánast algjör ör- deyða á miðunum það sem af er vertíðinni og á því varð engin breyting síðasta sólarhring. Á fundinn mættu fulltrúar frá Farmanna- og fiskimannasamb- andi íslands, Sjómannasamband- inu, útgerðarmönnum, loðnu- verksmiðjum og frá Hafrann- sóknastofnun. Hólmgeir Jónsson fram- kvæmdastjóri Sjómannasam- bandsins sagðist fagna þessari niðurstöðu fyrir hönd sjómanna sem ellu hefðu átt von á því að útgerðarmenn loðnuskipa segðu þeim upp störfum ef veiðibann hefði verið ákveðið. Hólmgeir sagðist vona að sjómennirnir haldi ráðningu sinni og þar með kauptryggingunni en þó væri aldrei að vita nema útgerðirnir taki ákvörðun um að hætta veiðum tímabundið á meðan loðnan gefur sig ekki á miðunum. Pá er einnig með öllu óvíst hvað skipin geta lengi haldið úti á mið- unum fyrir Norðurlandi sökum hafíss sem þegar er farinn að valda skipunum vandræðum og allt eins víst að veiðunum verði sjálfhætt af þeim sökum. -grh mengun af kólígerlum, saurkólíg- erlum og veirum sökum þess að skólpræsi bæjarins ná ekki út fyrir stórstraumfjöruborð þó að kveði á um það í heilbrigðisreglu- gerð nr. 45/1972 nema heil- brigðisnefnd geri ríkari kröfur. Þetta kemur fram í umsögn Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis í kjölfar eftirlitsferðar sem farin var fyrr á árinu um fjöruna á Sel- tjarnamesi. Skoðuð voru ellefu frárennslisstútar, ræsi og sam- eiginlegt með þeim öllum var að ekkert þeirra náði út fyrir stór- straumsfjöruborð en fimm þeirra náðu að einhverju marki út í fjöruna en öll hin voru mun styttri. í skýrslunni er varað við þessu fyrirkomulagi eins og það er sökum smithættu eins og áður var minnst á en einnig þeim sjóúða sem borist getur yfir byggðina og þá sérstaklega í hvössu veðri þeg- ar brim er. En eins og kunnugt er stendur byggðin á Nesinu nálægt fjöru og sjó og í engu skjóli fyrir veðri og vindum og því fátt sem getur hamlað þeim heilsuspill- andi áhrifum sem til staðar geta verið við núverandi aðstæður. í skýrslunni segir að „hér sé um mjög fínan úða að ræða sem getur borist langar leiðir. Veirur jafnt sem bakteríur sitja á þessum úða, eða öllu heldur á örfínum drop- um sem mynda úðann. Þess hátt- ar úði getur myndast við ofan- greindar aðstæður og borist yfir bæinn og lengt flensufaraldur svo dæmi séu tekin.“ Þá er jafnframt í skýrslunni varað við þeim hættum sem mat- vælafyrirtækjum við Austur- strönd getur stafað af við núver- andi ástandi. Þar eru ma. starf- rækt bakarí, veislueldhús og pizzastaður. Orðrétt segir í skýrslunni: „Hættan á að örverur berist hér óbeint í matvæli með úðasmiti er vissulega til staðar. Líkurnar á að upp geti komið matareitrun sem rekja má til skólpmengunar er því að sama skapi til staðar. Hversu líklegt það hins vegar er að slíkt gerist er afar erfitt að geta sér til um en nægjanlegt er að möguleikinn sé fyrir hendi.“ -grh Hornbjarg Betra en á vori „Hvönnin er farin að grænka og eins er rabarbarinn farinn að taka við sér og með sama áfram- haldi geri ég ráð fyrir að geta haft glænýjan rabarabaragraut um jólin. Þá er Bjargið orðið autt af snjó og stutt í að fjöllin hérna í kring verði það sömuleiðis,“ sagði Ólafur Þ. Jónsson vitavörð- ur á Horni. Ástæður þessa alls er sú að nyrðra hefur verið rakin suðvest- an átt með hlýindum og í gær var átta stiga hiti á Horni þó svo að hafísinn sé kominn í sjónmál frá vitanum í Látravík. Ólafur sagð- ist í gær sjá stóra ísspöng sem væri á leið inn á siglingaleiðir og því fyllsta ástæða fyrir sjófarendur að gæta varúðar þegar siglt er fyrir Horn. „Eins og er hefur veðurblíðan hér verið meiri en maður á að venjast á vorin og skiptir þá engu þó hafísinn sé á næsta leiti. Skyggni er gott og enginn kuldi af ísnum enn sem komið er,“ sagði Ólafur Þ. Jónsson. -grh íþróttamaöur ársins Sigrún Huld Hrafnsdóttir var í gær út- nefnd íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra. Hún er 19 ára gömul og keppir í flokki þroskaheftra fyrir Iþrótt- afélagið Ösp. Sigrún Huld er einstak- lega vel að titlinum komin því á árinu vann hún ma. fimm gullverðlaun á Norðurlandamótinu í Vestmannaeyj- um og setti þar þrjú mótsmet og á heimsmeistaramóti þroskaheftra í Svíþjóð sigraði hún í öllum fimm keppnisgreinum sínum. Hún á 12 fs- landsmet í sundi í flokki fullorðinna og hefur einnig náð góðum árangri í frjálsum íþróttum. Mynd: -þóm. Fasteignamat Matsverð hækkarum18% Sé litið á heildarmat allra fast- eigna í landinu sem er metið á 615,2 miljarða króna er eign hvers íslendings í fasteignum 2,4 miljónir króna. Til samanburðar nam heildarmatið á síðasta ári 528,5 miljörðum króna. Þessar upplýsingar koma fram nýrri fasteignaskrá sem Fast- eignamat ríkisins gefur út 1. des- ember ár hvert. Þar kemur einnig fram að Yfirfasteignamatsnefnd hefur ákveðið að hækka mats- verð allra fasteigna á landinu um 18%. Til hliðsjónar við þessa ákvörðun hefur nefndin þær breytingar sem orðið hafa á verð- lagi fasteigna við kaup og sölu frá því í nóvember á síðasta ári sem Fasteignamat ríkisins safnar og vinnur úr. í nokkrum tilvikum þar sem um vanmat hefur verið að ræða frá fyrri tíð hækkar mat- sverðið mun meira ss. í Kjalarn- eshreppi um 35% og í Mosfellsbæ og Húsavík um 25%. Á næsta ári verður fasteigna- skattur til sveitarfélaga lagður á eftir nýjum lögum um tekju- stofna sveitarfélaga sem sam- þykkt voru á Alþingi í vor þar sem litið er á skattinn sem gjald fyrir veitta þjónustu en ekki sem eignaskatt. í lögunum var ákvæðum um álagningarprós- entu einnig breytt og er hún nú allt að 0,5% í lægri flokki og allt að 1% í þeim hærri. Sveitarst- jórnum er heimilt að hækka þessa álagningarprósentu um 25% og getur hún því verið 0 - 0,625% í lægri flokknum og 0 - 1,25% í þeim hærri. Til þess að njóta óskertra fram- laga úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga má álagningarprósentan ekki vera lægri en 0,4% af lægri flokki og 1,0% af hærri flokki sem félagsmálaráðherra hefur þegar ákveðið. Sé litið á þær breytingar sem lögin hafa í för með sér þá hækkar álagningar- stofn fasteignaskatts í heild úr 615,2 miljörðum króna í 721,6 miljarð eða um 17,3%. Breyting- in er engin í Reykjavík, Kópa- vogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi en annars staðar er hækkunin tæp 48% úr 221,9 milj- örðum króna í 328,2 miljarða. Hækkunin er mest í sveitahrepp- um og víða um það bil helmings hækkun. í kaupstöðum og kauptúnum er hækkunin á bilinu 20% - 80% og á stöku stað meiri. -grh Sumaráætlun Norrænu er komin út! Skipuleggiðsumarfríiðtímanlegaog verðiðykkur úti um eintak í vetur bjóðum við meðal annars upp á: Búdapest - 6 dagar frá kr. 33.500 Kaupm.höfn - 6 dagar frá kr. 29.835 Færeyjar - 4 dagar frá kr. 24.950 Öll almenn farseðlasala og skipulagning ferða innanlands sem utan NORRÆNA FERÐASKRIF STOFAN HF. Laugavegi 3, R.vík Sími 91-626362 Fjarðargötu 8, Seyðisfirði Sími 97-21111

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.