Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 9
Erum að æfa Bach
og Saint-Saéns
Fjölbreytilegt tónlistarstarf á vegum Módettukórs og Listvinafélags Hallgríms-
kirkju
Um þessarmundireru kirkjukór-
ar og önnur áhugamannasamtök
tónlistarmanna víðs vegar um
landið að undirbúa tónleikahald
fyrir hátíðirnar. Margirgerasér
ekki grein fyrir því gíf urlega starfi
sem unnið er á þessu sviði, að
miklu leyti ísjálfboðavinnu. Einn
af hinum atorkusömu drifkröftum
þessa starfs er Hörður Áskels-
son organisti í Hallgrímskirkju,
sem jafnframt stýrir 60 manna
Módettukór kirkjunnar og er um
leið framkvæmdastjóri Listvina-
félags Hallgrímskirkju.
Við hittum Hörð að máli í
kirkjunni á dögunum og inntum
hann frétta af tónlistarstarfi þar.
Það má segja að við séum með
mörg járn í eldinum, sagði Hörð-
ur. I fyrsta lagi er Módettukórinn
nú að æfa Jólaóratoríu eftir
franska tónskáldið Saint-Saéns,
sem við munum flytja hér í Hall-
grímskirkju 28. desember.
Saint-Saéns er 19. aldar róm-
antíker, og þetta tónverk hans er
frábrugðið kirkjutónlist bar-
okktímans, sem við erum vönust
við. Verkið tekur um 40 mínútur í
flutningi, og í því er rakin fæðing-
arsaga Krists á latínu. í verkinu
eru harpan og orgelið áberandi,
en auk hljómsveitar og kórs eru 5
einsöngvarar, sem syngja bæði
sóló, dúett, tríó, kvartett og
kvintett.
Auk jólaóratoríunnar munum
við flytja enska jólasöngva, en
flestir þeirra verða nú fluttir hér á
landi í fyrsta sinn. Margir söngv-
anna eru með nýjum íslenskum
textum, og eru sumir þeirra eftir
kórfélaga.
Hefur Hallgrímskirkja reynst
vel til tónlistarflutnings?
Þegar kirkjan var í byggingu
var oft stutt í það að menn rétt-
lættu framkvæmdina með því að
hér ætti að vera alhliða aðstaða til
tónleikahalds. Það er hins vegar
ekki hægt að tala um sams konar
hljómburðarkröfur fyrir alla tón-
list, og þegar ég kom hingað í
kirkjuna fyrir 7 árum lagði ég
áherslu á að menn töluðu hreint
út um þetta mál. Þá var umræðan
um nýtt tónlistarhús komin af
stað og menn ákváðu þá að miða
bygginguna við kröfur kirkjutón-
listar fyrst og fremst. Mér er
kunnugt um að sögur hafa gengið
um að hljómburður hér sé slæm-
ur. Það á ekki við um kirkjutón-
list og hér eru möguleikar á að
gera hann enn betri. En við bíð-
um nú með það þar til nýja orgel-
ið er komið í kirkjuna.
Hvenær átt þú von á nýja orgel-
inu og hverju breytir það?
Það orgel, sem fyrirhugað er
að setja hér upp, á sér ekki hlið-
stæðu hér á landi. Þetta verður 70
radda orgel með um 5000 pípum,
og það mun kosta um 60 miljónir
króna. Það mun valda byltingu í
flutningi orgeltónlistar hér á
landi. Orgelið er svo fyrirferðar-
mikið að það mun sjálft hafa áhrif
á hljómburðinn. Nú er búið að
greiða þriðjung upp í kostnaðar-
verð, en helmingur kostnaðar-
verðs þarf að greiðast á næstu 3
árum. Takist það er von til þess
að orgelið komist í gagnið 1992.
Mönnum kann að þykja þetta
dýrt, en ef litið er til þess að við-
gerðin á kirkjuturninum í sumar
kostaði 30 miljónir, þá er þetta
kannski ekki svo mikið.
Hvað er fleira á dagskrá hjá
kórnum og Listvinafélaginu?
Okkar stóra verkefni á næsta
ári verður að flytja allar módettur
Johans Sebastians Bach á Lista-
hátíð á næsta ári, en þær eru 6
talsins. Undirbúningur þessa
verkefnis er þegar hafinn, og við
munum reyndar flytja fyrstu
kantötuna, Jesu meine Freude, á
sérstökum hátíðartónleikum í
Laugarneskirkju næstkomandi
fimmtudag. Tónleikarnir verða
haldnir í tilefni 40 ára afmælis
kirkjunnar.
Auk þessa er flutt tónlist og
tíðasöngur hér í Hallgrímskirkju
þrjú fyrstu miðvikudagskvöldin í
þessum mánuði. Næstkomandi
miðvikudag verður Kór Öldu-
túnsskóla hér og 20. desember
munu Camilla Söderberg og
Snorri Örn Snorrason leika á
blokkflautu og lútu. Annars hef-
ur Listvinafélagið gefið út dag-
skrá fyrir starfsemi sína allt fram
á næsta sumar. Félagið hefur nú
fengið nýja stjórn, en formaður
þess er Knut Ödegaard, fyrrver-
andi forstöðumaður Norræna
hússins.
Við þetta er einungis því að
bæta að Módettukórinn ætlar sér
að fylla Hallgrímskirkju 28. des-
ember. Því er rétt að hvetja menn
til að tryggja sér miða í tíma.
-ólg
Hörður Áskelsson organisti
og söngstjóri við orgelið í Hall-
grímskirkju. Ljósm. Kristinn.
Föstudagur 8. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9