Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 8
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ólafur Gíslason Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Afgreiðsla:® 68 13 33 Auglýsingadeild:@68 13 10-68 13 31 Símfax:68 19 35 Verð: í lausasölu 140 krónur Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Austurþýskir lærdómar Fyrirsögn hér í blaöinu í gær á frétt frá DDR, Austur- Þýskalandi: Ríkisflokkur aö hrynja. Og eru það orð að sönnu: ýmsir háttsettir menn úr stjórnkerfinu hafa verið á flótta að undanförnu og reynt að flýja vestur til illa fenginna gjaldeyris- reikninga í Sviss. Honecker, æðsti maður landsins, sem fyrir nokkrum vikum reyndi enn að gera sem minnst úr perestrojku Gorbatsjovs og var tilbúinn að senda vopnaðar sveitir gegn mótmælendafundum í Leipzig, hann situr í stofufangelsi, æru rúinn. Félagar hans í æðstu stjórn flokks og ríkis hafa neyðsttil að segja af sér. Nú síðast Egon Krenz sem hefur gert stuttan stans í embættum forseta og flokksformanns. Hinn þekkti austurþýski rithöfundur Stefan Heym, sem var um langt skeið valdhöfum Honeckertímans þyrnir í augum, dregur sínar ályktanir af ástandinu í grein sem hann skrifar í Spiegel á dögunum. Hann segir á þessa leið: Samloðun efnis- ins hefur gefið sig í þessu ríki, skrautið molnað í sundur og það kemur í Ijós hve lítið var undir sem traust og hald var í. „Það er skelfileg niðurstaða, því hér var ekki aðeins sólundað, hræsn- að og svikið, menn lögðu sig einnig fram af einlægni og tókst þrátt fyrir allar hindranir að koma mörgu góðu til leiðar, sem gæti nú lent á ruslahaugi sögunnar ásamt með óþrifum og heimskupörum liðinna ára.“ Vissulega er það dapurlegt að í hrunadansi skuli öllu út sópað, illu sem góðu: við skulum hafa það í huga, að þegar DDR varð til eftir stríð komu þar við sögu margir róttækir hugsjónamenn eins og sá sami Stefan Heym, sem var pólitískur útlagi frá Þýskalandi nasismans, barðist með bandaríska hernum og settist að í DDR vegna þess að hann vildi leggja sósíalisma lið. En hvað sem því líður: atburðir síðustu daga í Austur-Þýskalandi hafa enn og aftur staðfest ekki aðeins hið fornkveðna - að vald spillir. Heldur hafa þeir dregið fram með sérstaklega grimmum hætti þá staðreynd, að spilling valdsins verður feiknalega hröð einmitt þegar valdhaf- arnir hafa tekið sér alræði og geta skammtað sér lof og gagnrýni. Þá skiptir engu máli, þótt þeir hafi í upphafi verið andfasistar, jafnvel setið í fangabúðum hjá Hitler eins og Hon- ecker. Þeir sólunda fljótt sínum pólitísku innistæðum einmitt með því að ryðja úr vegi allri andspyrnu, öllu andófi, öllum þeim sem hugsa öðruvísi en þeir sjálfir. Þeir ánetjast því líka að gera forréttindi að stjórntæki, að einskonar vanhelgu bindiefni sem heldur öllum á mottunni, sem með mannaforráð fara. Á Vesturlöndum búa margir við þau forréttindi sem auður tryggir mönnum og eignarhald á miklum fyrirtækjum. Líf þeirra manna vekur samt ekki pólitíska gremju að ráði, líklega vegna þess að menn vita fyrirfram að hverju þeir ganga þegar þeir skoða eignastéttir og hegðun þeirra. Menn gera strax aðrar kröfur til kjörinna fulltrúa fólksins, almenningsálitið leyfir þeim miklu minna en kapítalistum. Og reiðastur verður almenningur þeim sjálfskipuðu alþýðufulltrúum, sem í löndum eins og DDR búa sér til sérstakan fríðindaheim um leið og þeir þykjast vinna baki brotnu að uppbyggingu sósíalisma með jöfnuði og frelsi. Sá hrikalegi munur á orðum valdhafa og gjörðum sópar þeim nú um koll eins og völtum tindátum. Það er allrar athygli vert, að aðeins einn maður úr forystu- sveit ríkisflokksins austurþýska, SED, hefur til þessa staðið af sér ólguna i landinu og komist hjá því að reiði óbreyttra flokks- manna og almennings beindist gegn honum. Sá er Hans Mo- drow forsætisráðherra, áður flokksforingi í Dresden. Og hann fær þá fyrst og síðast að njóta þess, að vera blátt áfram ærlegur maður, sem reyndi að lifa í samræmi við það sem hann sagði. Hann virðist líka hafa verið sá eini í forystusveit landsins sem neitaði sér um fríðindi sem honum stóðu til boða. Bjó alltaf í blokkaríbúð, notaði ekki embættisbíl, gerði ekki innkaup í sér- verslununum fyrir útvalda. Og hvað sem segja má um sérstöðu DDR, þá er fordæmi hans gott og gilt hvar sem er, einnig hér á ísa landi köldu ÁB Brúöuleikhús í Bogasalnum Jón E. Guðmundsson heldur upp á 35 ára afmæli íslenska brúðuleik- hússins Jón með eina af brúðunum sem hann sýnir í Bogasalnum; Japana, sem áður hefur skemmt hjá honum, en er nú í fríi. Mynd: Kristinn. Jón E. Guðmundsson myndlistar- og leikbrúðugerðar- maður heldur nú upp á 35 ára afmæli íslenska brúðuleikhúss- ins, en leikhúsið stofnaði Jón árið 1954 og hefur rekið það óslitið síðan. í tilefni að afmælinu hefur Jón sett upp mikla sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins þar sem hann sýnir strengbrúður og tréskurðarmyndir, auk krítar- og vatnslitamynda frá undanförnum árum. Þar að auki býður Jón upp á klukkustundar brúðuleikhús flesta daga sýningarinnar, og er þar meðal annars leikin Rauð- hetta í þýðingu Ævars Kvarans, en það er einmitt sýningin sem Jón opnaði leikhúsið með fyrir 35 árum. Brúðurnar á sýningunni eru flestar nýjar eða nýlegar, þar hanga meðal annars á veggjum flestir leikendurnir úr Manni og konu, sem Jón sýndi á Listahátíð 1988, auk ýmissa skemmtikrafta úr fyrri sýningum Jóns, svo sem gítarleikara og fiðluleikara. Ekki má heldur gleyma Grámanni í Garðshorni, aðalpersónunni í leikriti Stefáns Jónssonar. Jón undirbýr nú sýningu á leikritinu og býst við að vera tilbúinn með hana næsta sumar. Að sögn Jóns hefur hver brúða sinn eigin persónuleika. - Það tekur Iangan tíma að læra á hverja brúðu, segir hann. - Eng- ar tvær lúta sömu lögmálum, og það getur tekið mig ár að læra svo vel á brúðu að ég geti sýnt hana á leiksviði. Þegar Jón hóf leikbrúðugerð gerði hann brúðurnar úr pappa en segist nú alfarið hafa snúið sér að trébrúðunum. Pappabrúðurn- ar finnist sér orðið of léttar. Leikendur í sýningunni á Rauðhettu eru því allir yngri en 35 ára. En það koma reyndar fleiri fram á leiksviðinu en Rauðhettuleikarar, sýningin hefst með því að jólasveinn heilsar áhorfendum og eins skemmta þeim bæði slöngutemj- ari og Japani áður en leikritið hefst, svo einhver dæmi séu npfnd. Óþarfi er að taka fram að eins og leikendur eru skemmtikraftarnir strengbrúður. Sýningar í brúðuleikhúsinu verðaídagkl. 14, ámorgunkl. 11 og kl. 14 á sunnudag. í næstu viku verða sýningar kl. 14 þriðju-, fimmtu-, laugar- og sunnudag, en kl. 11 miðvikudag og föstudag. LG Helgarveðrið hvöss suðvestanlands og rigning, en Horfur á laugardag og hægara og úrkomulaust í öðrum 8 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.