Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 27
Form reynslunnar Norræna húsið: Svava Björnsdóttir, pappírsskúlptúrar. Sýningin stendur til 10. des. og er opin ki. 14-19. Formið í listinni hefur tvíræða afstöðu til reynslunnar. Það er óhugsandi án hennar en upphef- ur sig um leið yfir hana og opnar okkur heim frelsisins. Því reynslan verður ekki frjáls vegna þess að hún er formlaus. Frelsið er afrakstur og ávöxtur þeirrar vinnu sem við leggjum í að gefa reynslu okkar form. Þessar vangaveltur komu upp í huga minn eftir að hafa séð sýn- ingu Svövu Björnsdóttur í kjall- ara Norræna hússins. Hún sýnir þar undarleg og mögnuð form sem mótuð eru í pappamassa, og vekja strax spurningar, sem ekki er auðvelt að svara í orðum. Formin á sýningu Svövu hafa enga beina skírskotun til ytri hlutveruleika. Þau eru ekki lík- ingar við eitthvað annað eða ab- straktsjónir af einhverjum innri eða ytri veruleika. Þetta eru fullkomlega hlutlæg form, sem segja enga sögu út fyrir það sem þau eru sjálf. Þó eru þau ekki tilkomin sjálfs sín vegna. Ekki formið formsins vegna eða listin listarinnar vegna, eins og stund- um er sagt. Þegar best til tekst býr í þeim einhver mögnuð og geisl- andi nærvera sem yfirstígur efnis- lega mynd þeirra. Þau vekja áleitnar spurningar um tengsl formsins og reynslunnar. Þau vekja spurningar um inntak, sem ekki verður auðveldlega miðlað með orðum. Ef við lítum gróflega yfir þróun vestrænnar myndlistar á þessari öld, þá hefur mátt lesa úr henni örvæntingarfulla viðleitni til þess að gefa reynslunni marktækt form. í þessari viðleitni hafa margar hreinsanir verið gerðar: listin hefur verið hreinsuð af öllu því góssi fortíðarinnar, sem í reynd varð til þess að slæva myndmálið og gera formið merk- ingarlaust. Það er ljóst að Svava Björns- dóttir hefur hreinsað margt hism- ið úr sínu hafurtaski áður en hún heldur okkur þessa fyrstu einka- sýningu sína. Og það eru vissu- lega tíðindi að sjá jafn markviss vinnubrögð hjá ungri listakonu sem hér heldur sína fýrstu sýn- ingu. Af ljósmyndum af eldri verkum hennar má sjá, að form- mótun hennar hefur þróast frá eins konar líkingu við lífrænar formmyndir í náttúrunni og þekkt fyrirbæri úr tækniheimi og hversdagsveröld samtímans yfir í það að skapa fyrirbæri sem eru einstök og kunnugleg í senn. Ein- stök af því að þau eiga sér ekki ytri hliðstæður, en kunnugleg af því að þau eru unnin út frá reynslu, sem er að einhverju marki sammannleg. Þetta er bæði Hamra- skáld III Nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð hafa gefið út ljóða- bókina Perlur, mold og margt annað, þriðju ljóðabókina í flokknum Hamraskáld, úrval ljóða eftir nemendur skólans. Ljóðin í bókinni eru valin úr 130 ljóðum, sem safnað var á meðal nemenda á þessu ári, en um valið sáu Gunnlaugur Ástgeirsson kennari, Kristín Ómarsdóttir skáldkona, Orri Steinarsson fyrrverandi ritari NFMH og Þuríður Jóhannsdóttir kennari. Höfundar bókarinnar eru 21 talsins og er hún myndskreytt af Hamrahlíðarnemendum. AFLAKÓNGAR OG ATHAFNAMENN III í þessu síðasta bindi ritsafnsins eru stór- fróðleg viðtöl Hjartar Gíslasonar við útvegsmenn og skipstjóra úr öllum lands- fjórðungum. Viðmælendur eru: Guðrún Lárusdóttir, Hafnarfirði, Ólafur Örn Jónsson, Reykjavík, Ingvi Rafn Alberts- son, Eskifirði, Runólfur Hallfreðsson, Akranesi, Örn Erlingsson, Keflavík og Guðbjartur Ásgeirsson, Isafirði. Þetta er bók sem fjallar í máli og myndum um það sem efst er á baugi í íslenskum sjávarút- vegi og gefur raunsanna mynd af lífi sjó- manna. Verð: 2980 kr. flótta út í tilgerðarlega goðmögn- un tómleikans, sem svo algeng er í myndlist samtímans, og hún er gefandi vegna þess að hún sýnir okkur myndmál sem er einfalt og skýrt. Þessi sýning er með ánægju- legri listviðburðum á þessu hausti, og það er óhætt að óska þessari ungu listakonu til ham- ingju með árangurinn. Það vekur hins vegar spurningu hvers vegna þeir sem ábyrgð bera á opinber- um listaverkakaupum hafa ekki séð ástæðu til þess að kaupa verk af sýningunni, þótt henni sé nú senn að ljúka. Eða þeir mörgu áhugamenn um myndlist, sem oft gera innkaup af minna tilefni. Enn virðist þjóðin ætla að gjalda örlæti listamanna okkar með tómlæti og tregðu. -ólg BÆNDURÁ HVUNNDAGSFÖTUM Samtalsbók Helga Bjarnasonar um nútíma bændur, líf þeirra, búskap og áhugamál, félagsstörf og skoðanir. Þau sem segja frá eru: Aðalsteinn Aðalsteins- son á Vaðbrekku, Guðrún Egilsdóttir f Holtsseli, Pálmi Jónsson á Akri, Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri, Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku og Þórólfur Sveinsson á Ferjubakka. 120 Ijósmyndir prýða bókina. Hún er fróðleiksnáma um líf og störf bænda. Verð: 3280 kr. rökrétt og markviss þróun að því marki að gefa reynslunni mark- tækt form. Að baki þessara verka liggur vinna sem er í senn ögrandi og gefandi. Hún er ögrandi vegna þess að hún storkar stöðnuðu myndmáli samtímans og þeim ÍSLENZK ÁSTALJÓÐ Snorri Hjartarson valdi Ijóðin. í bókinni eru 70 Ijóð eftir 50 íslensk skáld, öll Ijóðin eru listaverk. Snorri Hjartarson var einn af öndvegishöfundum íslenskrar Ijóðlistar á þessari öld. Nafn hans tryggir vandað Ijóðaval. Verð: 1950 kr. HALLGRÍMUR PÉTURSSON Sálmar og kvæði - úrval Fyrra bindið er Passíusálmarnir í útgáfu Helga Skúla Kjart- anssonar, en síðara bindið er safn sálma og kvæða, úrval, tekið saman af Páli Bjarnasyni cand. mag. Hallgrímur Péturs- son er eitt mesta trúarskáld okkar fyrr og síðar, en hann orti einnig gamankvæði, stökur, lausavísur og rímur. Einstaklega fallegt og eigulegt ritsafn sem á erindi inn á hvert heimili. Verð: 4975 kr. HÖRPUÚTGÁFAN Stekkjarholti 8-10, 300 Akranes Suöurlandsbraut 4, 108 Reykjavík ÓLAFUR GÍSLASON LÍFSREYNSLA III I þessu lokabindi safnsins er sem fyrr skyggnst inn í margþætta reynslu fólks úr öllum landshlutum. Meðal efnis er frásögn Sigríðar Guðmundsdóttur af hjúkrunar- störfum hennar í Eþíópíu, sagt frá ótrúlegri björgun Islendings úr námuslysi á Sval- barða, frásögn Ágústu Guðmundsdóttur sem lamaðist í mótorhjólaslysi og lýsing Einars Sigurfinnssonar á martröð alkóhól- istans. Einnig frásagnir af björgun úr lífs- háska á sjó og landi. Ógleymanleg og áhrifamikil bók. Verð: 2980 kr. NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27 EB. NÝR DAGUR.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.