Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 13
sína eingöngu af yfirborðinu, svo
sem máfar og skúmar, og víkur
nú að sögunni sem Garðar Sig-
urðsson sagði okkur forðum við
kommaborðið í kaffistofu Al-
þingis, frá því hann var stýrimað-
ur á Gullberginu frá Vest-
mannaeyjum:
Garöars saga
Svo var mál með vexti að þeir
voru að rétta af kompásinn, dól-
uðu við það út undir Alsey í góðu
veðri, og stóðu nokkrir saman í
brúnni sem ekki höfðu öðru að
sinna en spjalla og glápa. Sjá þeir
þá hvar kemur skúmur á lágflugi
og fylgir lognöldunni. Skyndilega
sveigði hann svo af, flaug í hring
með hröðum vængjaslætti, setti
niður lappirnar og ætlaði sýnilega
að setjast á sjóinn, en áður en
hann næði því, þá var sem gripið
væri í hann neðan úr sjónum og
hann dreginn á kaf. En nú vita
þeir sem til þekkja að skúmurinn
er enginn meðal fugl að vask-
leika, enda skaut honum upp aft-
ur með miklum vængjaslætti, og
tókst að þurrka sig upp af sjónum
með vængi og bol, en ekki lapp-
irnar. Og enn var hann dreginn á
kaf sem fyrr og enn tókst honum
að komast upp.
Þegar hér var komið sögu
sveigðu þeir Gullbergsmenn að
fuglinum og sáu þá hvers kyns
var, að það var skötuselur sem
hafði náð í lappirnar á honum og
hélt þeim sem fastast. Vest-
mannaeyingarnir brugðu þá
skjótt við og gogguðu skötuselinn
upp á dekk og losuðu skúminn úr
kjaftinum á honum hið bráðasta.
Hann var að vísu særður á löpp-
unum, en flaug hinn hressasti á
braut þegar hann losnaði úr gildr-
unni. Skötuselinn hirtu þeir aftur
á móti handa matsveini sínum.
Það var góð saga upp á
guðdómlegt frelsi einstaklingsins
til tómstundagamans. En hvernig
sem við veltum málinu fyrir okk-
ur, undir og eftir svefninn, feng-
um við ekki annað séð en þessi
sportveiði væri heildarafkomu
skötuselsstofnsins að öðru leyti
gjörsamlega óviðkomandi.
Lúðan við
Látrabjarg
Svo var það einhvern tíma
seinna að sagan vék að stúrlúð-
unni, hvernig hún verður sér úti
um svartfuglsegg, sem bjarg-
menn hafa séð kynslóðum sam-
an. Það auðnaðist mér reyndar
að sjá eigin augum forðum - held
ég þegar Þórður Jónsson á Látr-
um fór með mér á bjargið.
Ekki kann ég persónuleg skil á
Látrabjargi um fram undrun
mína á lengd þess, lofthræðsluna
að horfa af brúninni þar sem hæst
ber og svo furðu mína á ægifjölda
fuglanna þarna á eggtíðinni,
langvíum, stuttvíum, álkum, rit-
um, fýl og teistum niðri í urðun-
um, en lundum á grastorfunum
innan um hvönnina. Sumir telja
að sjófuglarnir í Látrabjargi
skipti hundruðum þúsunda, en
aðrir milljónum, og á að líta gæti
hvort heldur verið satt. í jeppan-
um á leiðinni suður eftir bjó
Þórður mig glaðlega undir furður
bjargsins, meðal annars með frá-
sögninni af ásókn stórlúðunnar í
eggin.
Það er á þeim stöðum í bjarg-
inu sem slúta út yfir sjóinn, með
litlum syllum, rákum og snösum
ofsetnum af fugli, þar sem eggin
liggja svo þétt á hávarptímanum
að ekki væri pláss fyrir fuglana að
liggja á þeim öllum samtímis. Þau
detta tugum ef ekki hundruðum
saman í hafið daglega án þess að
snerta bjargið og koma því óbrot-
in í sjóinn þar sem hann fellur
30-40 metra djúpur að bjargrót-
unum. Það er þar sem stórlúðan
bíður eftir eggjunum. Stundum
sér þessum risastóru fiskum að-
eins bregða fyrir eins og skuggum
þar sem þeir taka við eggjunum
undir yfirborðinu. Stundum rjúfa
þeir sjóskorpuna á meðan þeir
gína við góðgætinu á sjálfu yfir-
borðinu um leið og eggið kemur
niður, og ljósta skorpuna með
sporðinum um leið og þeir renna
sér aftur ofan í djúpið.
Lúða tekur egg
Þetta var á björtum degi og hlý-
jum og svo lygnum að ég fagnaði
hverjum gusti sem aldrei gerði
betur en strjúka manni um vang-
ana, og ég var orðinn renns-
veittur af göngunni þegar við
settumst á snösina á bjargbrún-
inni þar sem Þórður ætlaði mér
að sjá bjargfuglseggjatínslu
heilagfískisins.
Kannski hefur biðin verið
býsna löng þó ég fyndi ekki fyrir
henni, með augun hvesst á iðandi
fuglagerið og lognskyggðan,
kvikan og glampandi sjóinn við
bjargsræturnar. Við sáum ekki
eggin þegar þau ultu fram af syll-
unum, og kannski hafa þau ekki
dottið mjög mörg þarna í logn-
inu. Við sáum þau samt í fallinu
eitt og eitt þegar þau voru komin
nógu neðarlega til að bera í bjart-
an sjóinn. Það má vel vera að við
hefðum séð skugga af sprökum
taka eggin undir yfirborðinu ef
ekki hefði verið sólskins-
glampinn á sólskorpunni. Tvisvar
þóttumst við sjá forvitnilega yl-
gju á yfírborðinu án þess að af
yrðu nein tíðindi. En svo loksins,
í miðri bjargsögu Þórðar, þá
gerðist það, og þar með
gleymdist upphaf þeirrar sögu.
Það reis boði af stórri skepnu fast
upp við bergið, og í miðri skvett-
unni sáum við glampa á svart lúð-
ubakið. Við sáum hana ekki taka
egg, og það var tæpast andartak
sem hún var þarna uppi. En ég
fékk nú samt að sjá hana eigin
augum við eggjatínsluna.
Nú nú!
Auðvitað fékk ég þá hugmynd
að hér mætti líklega veiða stór-
lúðu á flugu á eggtíðinni með því
að leggjast við fast og kasta flugu
í líki svartfuglseggs upp að bjarg-
inu. Það væri stórkostlegt ævin-
týri að veiða 200 kílóa lúðu á flugu
með hægsökkvandi línu. En
auðvitað hafði ég ekki dáð í mér
til að reyna það á meðan ég var
nógu ungur, og seinna eftir að ég
fór að skoða uppreisn einstakl-
inganna gegn ísköpun tegund-
anna, varð ég því reyndar feginn
að hafa ekki fest öngul í tálknun-
um á þessari sérvitru skapgerð-
arlúðu undir Látrabjargi því það
hefði hún ekki lifað blessunin.
Köttur, sem hugsar
abstrakt
Þær hafa orðið furðumargar
með árunum, eftir að við fórum
að ræða af alvöru um atferlisfræði
Konrad Lorenz, þessar sögur af
sérstæðum persónuleikum meðal
fiska og fugla. Mér finnst við hæfi
að klykkja út með sögu um
vestfirskan fressköt sem lærði að
hugsa abstrakt, en þá sögu sagði
mér hún Hallfríður Þorkelsdóttir
kennari einu sinni þegar ég kom
heim til þeirra Sigurðar Rúnólfs-
sonar, sem líka var kennari, til að
borga af íbúðinni sem ég keypti af
þeim.
Hallfríður fæddist á Bíldudal
og átti heima í ysta húsi í plássinu
sem hét Jaðar. Það var reyndar
móðir hennar sem átti þennan
gulbröndótta högna, og sagan
gerist þegar Hallfríður var smá-
steipa í föðurgarði, yngst margra
systkina á árunum fyrir gömlu
heimsstyr j öldina.
Þannig hagaði til hjá þeim á
Jaðri að bæjarhúsin stóðu spöl-
korn ofan við sjávarbakkann
með fiskhjall á blaðinu, en allb-
rött sjávargata ofan í naustið þar
sem Þorkell bóndi geymdi bát
sinn og veiðarfæri þaðan sem
hann réri til fiskjar með sonum
sínum haust og vor.
Svo gerist það skömmu fyrir
Jónsmessu eitt vorið að kisi fer að
leggja á borð með sér. Strax og
bærinn var opnaður á morgnana
steðjaði Brandur inn til húsfreyju
og lagði að fótum hennar ýmist
kríu eða ritu, en stundum kjóa.
Ekki hugnaðist henni þetta, og
fékk kisi enga þökk fyrir, heldur
aðeins snuprur, og fór brátt svo
að honum lærðist það sem hann
átti bágt með að trúa, að mat-
móður hans væru þessi aðföng
ekki þóknanleg, og lét af þeim.
En í staðinn ber nú svo við þegar
þau á Jaðri koma út á hlað á
morgnana, að þá eru ávalít flögr-
andi fuglar inni í hjallinum
þeirra, oftast kríur, en stundum
ritur og stöku kjói, og komust'
ekki út nema með aðstoð, og
þóttust menn sjá þar ráð kattar-
ins. Er þessu hafði farið fram
nokkra morgna var svo ákveðið
að setja til mann að njósna um
ferðir Brands næstu nótt, og varð
sá nokkurs vísari.
Upp úr lágnættinu reis kisi úr
bæli sínu og hvarf út um bað-
stofugluggann. Sást svo til hans af
hlaðinu þar sem hann skundaði
ofan sjávargötuna til naustsins.
Þar lá eikartunna á hliðinni þar
sem bóndi geymdi þorskalifur og
lét sjálfrenna til lýsis handa kind-
um sínum til vetrargjafar. Upp á
þessa tunnu stökk nú kötturinn
og krækti sér í lifrarbrodd upp um
sponsgatið með loppunni og flutti
síðan á hentugan stein þar sem
hann lá síðan í leyni og greip fug-
linn sepi sótti eftir agninu.Fugl-
inn dró hann síðan lifandi upp á
hlað og skreið með hann undir
gaflinn á hjallinum og sleppti
honum. Að svo búnu hljóp hann
sem hraðast ofan í naust að nýju
og beitti á steininn með sama ár-
angri, og hafði safnað nokkrum
lifandi fuglum í hjallinn áður en
laukj. Þeim var að vísu hleypt út á
hverjum degi, en þennan veiði-
skap kattarins lét fólkið á Jaðri
annars óátalinn framvegis. Fór
svo fram næstu vor meðan köttu-
rinn náði í beitu, að hann stund-
aði fuglaveiðar með þessum hætti
og reyndar allt þar til hann hvarf
af bænum. Þau töldu að hann
kynni að hafa orðið tófu að bráð,
og lýkur hér sögunni um veiðik-
öttinn sem hugsaði abstrakt.
Veiðimaður með
hálstau
Ég er viss um að við höfum
ekki dregið neinar sameiginlegar
ályktanir af sögunum okkar, en
mín niðurstaða af þessum þremur
varð svolátandi:
Skötuselir veiða ekki fugla á
flugi. Lúður éta ekki bjargfugls-
egg, og kettir beita ekki fyrir sjó-
fugla með lifur. Uppátæki skötu-
selsins stendur í andskotann engu
samhengi við öryggi stofnsins eða
afkomumöguleika. Það sama
gildir um eggjaát stórlúðunnar.
Eg hef meira að segja lúmskan
grun um að einsaklingar beggja
þessara botnfisktegunda gerðu
stofninum meira gagn með því að
einbeita sér að annars konar áti
og sóa ekki tíma sínum í veiði-
sport og sælgætisát. Hvað köttinn
áhrærir, þá kom hugkvæmni hans
í fuglaveiðum kattastofninum að
alls engum notum, hvorki til
verndar né viðgangs, nema síður
sé, og má raunar ætla að það hafi
verið niðri í fjörunni, þar sem
hann lá í leyni við steininn sinn,
hugstola af eftirvæntingu að bíða
eftir fugli, sem tófan náði þessum
framúrskarandi duglega veiði-
ketti, til mikils tjóns fyrir stofn-
inn.
Hvergi hefur það orðið mér
hátíðleg athöfn að kasta af mér
vatni nema í logni á hlaði veiði-
hússins við Geirlandsá undir
stjörnubjörtum himni.
Og svo er hann brostinn á með
suðaustanslagviðri um morgun-
inn, og kaffið ilmar í eldhúsinu og
Jón að skera niður brauðið og
Vilhjálmur að snyrta sig til dags-
ins. Hann einan þekki ég og hef
til einskis annars manns spurt
sem aldrei gengur bindislaus til
veiða.
Föstudagur 8. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 13