Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 14
EVA LUNA EFTIR ISABEL ALLENDE er saga af ógleymanlegu fólkí, kostulegum uppátækjum þess, ástum og sorgum. Eva Luna missir ung móður sína, er þá komið fyrir hjá ókunnugum og lendir brátt í æsilegum atburðum í tengslum við stjórnmálabaráttu í heimalandinu. í þessari bók sitja frásagnargleðin, fyndnin og persónusköpunin í fyrirrúmi. BÖRN ARBATS EFTIR ANATOLI RYBAKOV er áhrifamikil skáldsaga um líf ungs fólks á myrku tímabili í sovéskri sögu, hugsjónir þess, ástir og fjötra. Eftir 20 ár var banni við útgáfu hennar aflétt í Sovétríkjunum og hefur hún síðan farið sigurför um heiminn. Höfundur er verðugur fulltrúi hinnar miklu rússnesku skáldsögu, sver sig í ætt við meistara hennar Dostojevskí og Tolstoj. og menning Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240. ICELAND TOURIST BUREAU i m S AÉl Ferðaskrifstofa íslands var stofnuð fyrir 53 árum, þá undir nafninu Ferðaskrifstofa ríkisins. Þar starfa nú um 20 starfsmenn, í innanlands- deild, ráðstefnudeild, utan- landsdeild og við rekstur Edduhótelanna. Áratuga reynsla Ferðaskrifstofunnar í skipulagningu ferða- laga, utanlands jafntsem innan, hefurskipað henni sérstakan sess í íslenskum ferðamálum. Ólfkt öðrum ferðaskrifstof- um, hefur Ferðaskrifstofa íslands sérhœft sig í þjón- ustu viðfarþega í áœtlunar- flugi. Fjölmörg fyrirtœki og stofnanir hafa um árabil nýtt sér fljóta og örugga þjón- ustu utanlandsdeildarinnar við skipulagningu viðskiptaferða um heiminn. Þaulvanir starfsmenn utanlandsdeildarinnar sjá um að viðskiptavinir njóti hagstœðustu fargjalda sem völ er á hverju sinni auk þess sem þeir úfvega gistingu, bílaleigubíla og aðra þá þjónustu sem þarf í öllum helstu borgum austan hafs og vestan. Innanlandsdeild Síðastliðið sumar fóru á þriðja hundrað hópa erlendra ferðamanna í skoðunarferðir um ísland á vegum Ferðaskrifstofunnar. Auk þúsunda erlendra ferðamanna, sem nýtt hafa sér þjónustu innanlands- deildar Ferðaskrifstofunnar, hafa fyrirtœki og félaga- samtök innanlands notfœrt sér hana í sívaxandi mceli. Ráðstefnudeildin annast einnig árlega fjölda innlendra og alþjóðlegra funda og ráðstefna, þarsem þátttakendafjöldi erfrá 151ÍI 750 manns. Edduhótelin eru löngu landsþekkt fyrir góða þjón- ustu og hóflegtverðlag, en Ferðaskrifstofan hefur séð um uppbyggingu og rekstur þeirra frá upphafi. Sfðast- liðið sumar voru 15 hótel starfrœkt undir nafninu Hótel Edda og eru þau staðsetf í öllum landsfjórð- ungum. Þar býðst notaleg gisting og góður matur og víða < aðstaða til íþróttaiðkana, funda- og ráðstefnuhalds. ier Skógarhlíð 18 • 101 Reykjavík • Sími: 91-25855 • Telex- 2049 • Telefáx: 91-625895

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.