Þjóðviljinn - 08.12.1989, Side 29

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Side 29
SKÁK Kynngimagnaðar maraþonskákir Æ síðan Friðrik Ólafsson vann Ulf Andersson í 104 leikjum og efftir 13 klst. taflnnennsku í Wijk aan Zee 1971,hafalangarskákirveriðísér - stöku uppáhaldi hjá mér. Tveir sterkir skákmenn setjast niðurog tefla upp í 100 leiki eða meira og það er viðbúið að skákin verði viðburðarík. Yfirleitt er það vegna smávægilegra tilfær- ingaað hið hárfínajafnvægi stöðu- nnar rakskast og staðan á borðinu tekur á sig hinar furðulegustu myndir. Gott dæmi er t.d. þrettánda einvígis- skák Spaskís og Fischers í Laugardalshöll 1972. Þessi lengsta skák einvígisins varði að vísu „ekki nema” 74 leiki en vegna hinnarfurðu- legu stöðu sem upp kom telst hún ein af gimsteinum skáksögunnar. Lengsta kappskák sem heimsmetabók Gu- innes tekur gilda er viðureign lítt þekktra Israelsmanna. Yedael nokk- ur Stepak vann Jakob Mashian í 191 leik. Fræðilega sóð getur skák náð 5949 leikjum og þá er tekið mið af 50 leikja reglunni. Islandsmetið er 163 leikir, skák undirritaðs og Margeirs Péturssonar á alþjóðlega mótinu á Akurey ri í fyrra. Niðurstaðan varð jafntefli. Lengsta skák sem tefld hefur verið í heimsmeistaraeinvígi er fimmta viður eign Kortsnojs og Karpovs í Baguio á Filippseyjum árið 1978. Hún stóð í 124 Ieiki og lauk með jafntefli. Ég skýrði skákir erkifjendanna í Þjóð- viljann og er þessi tiltekna skák fór í bið var staða Karpovs hartnær töpuð og gat ég þess í fyrirsögn. Þegar úrslit- in lágu fyrir og Karpov hafði náð jafn- tefli fór ég með telexskeytin með leikjum uppá kaffistofu Þjóðviljans. Þar var mættur einn af þessum gömlu Stalínistum, sem nú eru orðnir sorg- lega fáir. Hann hafði ýmislegt til mál- anna að leggja: „Þú hljópst laglega á þig. Hélstu virkilega að hann Anatoly færi að tapa fyrir þessum landráða- manni og Trotzkyista. Það er illt að hafa keypt þetta blað í 40 ár og þurfa að lesa slíkt bull. Svo er verið að hafa þetta lið á fullum launum.” Þekktur markvörður - sem vann þetta sumar á Þjóðviljknum og var staddur á kaffistofunni tók hiklaust málstað minn. Markvörðurinn hafði víst alveg áreiðanlega munninn fyrir neðan nefið en þó er ég hræddur um að þar hafi skrattinn hitt ömmu sína. Upphófst sem sagt hið hrikalegasta orðaskak sem undirritaður þoldi illa við og laumaðist burtu. Ég hef ekki frétt í smáatriðum hvernig við- skiptum þeirra lauk en þess má geta að glíman við Stalínistann hafði þær afleiðingar að markvörðurinn hleypti ekki bolta í netið hjá sér næstu 11 leiki í 1. deild. En þá er komið að skák dagsins. Þetta er lengsta skák sem heims- meistarinn Garrí Kasparov hefur teflt, sú eina sem farið hefur yfir 100 leiki. Það gefur auga leið að plássins vegna verða skýringar í styttra lagi: Belgrad 1989, 9. umferð: Nigel Short - Garrí Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 c5 4. Rxd4 Rf6 2. Rf3 d6 5. Rc3 a6 3. d4 cxd4 6. f4 („Enska leiðin”, 6. Be3 sem Short, Nunn og Chandler hafa notast við með frábærum árangri hin síðari ár, þykir ekki henta gegn Kasparov.) 6. .. e6 12. Be3 b5 7. Df3 Rbd7 13. g5 hxg5 8. g4 h6 14. fxg5 Rh5 9. Be2 Db6 15. g6 Re5 10. Rb3 Dc7 16. gxf7+ Dxf7 11. Dg2 Hb8 17. Hfl Dg6! (Máttleysisleg byrjunartaflmennska hefur gefið svörtum afbragðs stöðu. Ósjaldan fær Kasparov yfirburðatafl vegna þess að menn treysta sér ekki út í hin krítísku afbrigði.) 20. Dcg6 Rxg6 25. e5 dxe5 21. Rd4 Re5 26. Bxe5 Rg4 20. a3 Bd7 27. Bf4 Bc5 21. 0-0-0 Hc8 28. Re4 e5 22. Bg5 Rf6 29. Rxc5 23. Bf4 Rc4 30. Hfel 24. Bxc4 Hxc4 31. Rb3 leika án raunverulegrar áhættu..) 31. .. Hxc2+ 36. Hcl Hxcl 32. Kxc2 Bf5+ 37. rxci f3 33. Kc3 exf4 38. Kc5 Rg4 34. Hd2 Hc8+ 39 Re2” 35. Kb4 Re3 (Aðþrengdur og að öllum líkindum í tímahraki gefur Short mann í þeirri von að ná jafntefli. Betra var þó 39. Rd3.) 39. .. fxe2 41. Kb6 b4! 40. Hxe2 Kf7 (Vitaskuld ekki 42. Kxa6 Bd3+ og vinnur.) 42. axb4 Bd3 46. Kc3 Kf6 43. Hg2 Re5 47. Hg3 Rf4 44. Kc5 Bb5 48. Hg4 Re6 45. Kd4 Rd3 49. Kd2 g5 (Eitt það merkilegasta við þessa stöðu er að í mörgum tilvikum þvælist tvípeðið á b-línunni fyrir hvítum. Þó að al-reiturinn hvíts sé ekki á áhrifa- svæði biskupsins þá tryggir 50. h4 ekki jafntefli, 5. .. Kf5! 51. Hxg5+ Rxg5 52. hxg5 Kxg5 og við fáum upp sömu stöðu og í lokin.) 50. Ke3 Kf5 60. Kgl Kg4 51. Hg3 Rf4 61. Hg3+ Kf5 52. Hf3 Ke5 62. H13 g4 53. Hg3 Rd5+ 63. He3 Rd5 54. Kf2 Kf5 64. Hb3 Kf4 55. Hf3+ Kg4 65. Kf2 Rf6 56. Hg3+ Kh4 66. Ha3 Re4+ 57. KO Rf6 67. Kg2 Be2 58. Kg2 Rh5 68. Hb3 Bfl+ 59. He3 Rf4+ 69. Kgl (Vitaskuld ekki 69. Kxfl Rd2+ og vinnur. Smátt og smátt þrengir Kasp- arov að Short og tekst að hrekja kónginn frá hinu h-peðinu.) 69. .. Bc4 72 Haj IJ 4 70. Ha3 Rg5 73. Kf2 Be4 71. Hc3 Bd5 (Ekki 72. Hxa6 Rh3+ og 73. .. Bd3+.) 73. .. Bb7 77. Hd3+ Ke4 74. Hd3 Rh3+ 78. Hg3 Kf4 75. Kel Bc6 79. Ha3 76. Hd4+ Kf3 (Eða 79. Kfl Bf3! 80. Kel Ke3 o.s.frv.) 79. .. Bb5 81. Hc8 Ke3 80. Hc3 Rg5 82. Hh8 Rf3+ 83. Kdl Be2+ 84. Kc2 Rxh2! (Eftir vel útfærða áætlun rekur þessi skemmtilega mannsfórn endahnútinn á skákina. Short hefur vitaskuld séð fyrir lokin en fyrir áhorfendur teflir hann þar til allt um þrýtur.) 85. Hxh2 g3 95. Kd2 Ke4 86. Hh3 Kf2 96. Kc3 Ke3 87. Kd2 g2 97. Kc2 Ke2 88. Hh2 Bb5 98. Kcl Bd3 89. Hh6 gl (D) 99. 53 Kel 90. Hf6+ Kg2 100. Kb2 Kd2 91. Hg6+ Kfl joi. Kal Kc2 92. Hxgl+ Kxgl |02. Ka2 Kcl 93. Kel Kg2 103. Kal Bbl 94. Kdl Kf3 - og Short gafst ypp. Hann er í leikþröng. Helgi Ólafsson 4______________ ogsalaíbúðar Lög um húsbréfaviðskipti gilda um kaup og sölu notaðra íbúða, sem eiga sér stað eftir 15. nóvember 1989. Hvað era húsbréf? Húsbréf eru skuldabréf sem seljandi íbúðar getur fengið hjá húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, í skiptum fyrir fasteignaveðbréf, sem kaupandi íbúðarinnar gefur út. Húsbréf eru verðtryggð og gefin út með föstum vöxtum til 25 ára. Gengi þeirra er opinberlega skráð daglega. Húsbréf eru með ríkisábyrgð og undanþegin skatti. m Umsögn ráðgjafastöðvar er __A skilyrði fyrir tilboði. Allir kaupendur í húsbréfakerfinu verða að hafa í höndum skriflega umsögn ráðgj.afastöðvar Húsnæðisstofnunar um greiðslugetu sína og kaupverð íbúðar, áður en þeir geta gert seljanda kauptilboð. /\ o \ Seljandi fær kauptilboð. /,!—~\ *** \ Tilvonandi kaupandi sýnir seljanda umsögn ráðgjafastöðvar og gerir honum kauptilboð með tilliti til greiðslugetu sinnar skv. umsögninni. \ Tilboði tekið með fyrirvara um ^ \ skuldabréfaskipti. Þegar samkomulag hefur náðst um kaupverð, samþykkir seljandi kauptilboðið með fyrirvara um skuldabréfaskipti við húsbréfadeild Húsnæðisstofn- unar. Allt að 65% af kaupverði íbúðarinnar getur verið fasteignaveðbréf sem kaupandinn gefur út og seljandinn fær skipt fyrir húsbréf. Fasteignaveðbréfin geta verið tvö, ef seljandi þarf að aflétta skuldum sem kaupandi tekur ekki við, frumbréf og viðauka- bréf. k \ Undirbúningur að skuldabréfa- í-----X skiptum. Þegar seljandi hefur gengið að tilboði, fer tilvonandi kaupandi fram á skuldabréfaskipti við húsbréfadeildina. Afgreiðsla húsbréfadeildar. _—A Húsbréfadeild metur veðhæfni íbúðar og matsverð og athugar greiðslugetu væntanlegs kaupanda. Samþykki hún kaupin, sendir hún væntanlegum kaupanda fasteignaveð- bréfið, útgefið á nafni seljanda. Ae \Kaupsamningur undirritaður - A fasteignaveðbréf afhent seljanda. íbúðarkaupandi og íbúðarseljandi gera með sér kaupsamning og kaupandi afhendir seljanda fasteignaveðbréfið. A' Kaupandi lætur þinglýsa kaupsamningnum. A Seljandi lætur þinglýsa fasteignaveðbréfinu. Fram að 15. maí 1990 eiga þeir einir aðgang að húsbréfakerfinu sem sóttu um húsnæðislán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 15. mars sl. og hafa lánsrétt. Seljandi skiptir á fasteigna- , veðbréfi fyrir húsbréf. Óski seljandi eftir því að fá húsbréf, fær hann þau afhent hjá húsbréfadeildinni í skiptum fyrir fasteignaveðbréfið. *n\Húsnæðisstofnun annast inn- heimtu fasteignaveðbréfsins af kaupanda, enda orðinn eigandi þess, þegar hér er komið. /\\W\ Seljandi i að vild. i ráðstafar húsbréfunum i Vild. Seljandi getur átt bréfin, notað þau við íbúðarkaup eða leyst þau út. (Það virðist ekki skipta neinu máli hvort drottningarnar séu horfnar af borðinu, ávallt tekst Kasparov að hleypa taflinu upp. Skiptamunsfórnin gefur honum góða vinningsmögu- NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 29 HÚSNÆDISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK SÍMI -696900

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.