Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 24
Sé auga þitt heilt Undir eldfjalli Svava Jakobsdóttir Forlagið 1989 „Undir eldfjalli” er fjórða smá- sagnasafn Svövu Jakobsdóttur. Sögurnar eru sex talsins. Bókin dregur nafn sitt af fyrstu sögunni sem er að mínum dómi síst þeirra. Þar segir frá rosknum hjónum sem ætla að fara að rækta land við rætur Heklu. Sonur þeirra og tengdadóttir koma með barnið sitt og líst heldur illa á þetta tiltæki, finnst það tilgangs- laust. Stfllinn er fágaður en það vantar einhvem kraft eða spennu í frásögnina. Hins vegar er endir- inn mjög vel gerður og kemur eiginlega á óvart í lok tilþrifalítill- ar sögu. Konan þarf þá að svara því beint hvers vegna þau séu að leggja allt þetta erfiði á sig við að rækta upp landið. Hún leitar að svari og tekur ósjálfrátt um hönd barnabarns síns: „Hönd bamsins greip um fingur á henni og hélt ótrúlega föstu taki, af því handar- afli sem sagt er að smábörnum sé áskapað og hún hafði lesið að væri arfur úr bernsku mannkyns í frumskógunum, og loks með hönd smábarnsins utan um litla fingurinn, leit hún seinlega nær sér líkt og hún kæmi úr óralangri ferð og sagði: „Ég veit það ekki.” Fyrsta sagan er undantekning. Hinar sögurnar fimm halda les- anda föngnum frá upphafi til enda og það fer ekki á milli mála að hér skrifar meistari smásögu- nnar. Tvær sögur þótti mér bera af. Þær heita „Endurkoma” og „Pálmasunnudagsganga”. Ef til vill má segja að þær beri sterk- ustu höfundareinkenni Svövu. Flestar sögurnar em raunsæis- legar nema í „Endurkomu” riðl- ast ytri og innri vemleiki þegar lýst er mjög sterkri og mikilvægri lífsreynslu sögukonu í porti gamla Miðbæjarbamaskólans (eftir því sem næst verður kom- ist). Það er kona sem alist hefur upp vestan hafs frá 12 ára aldri en kemur heim til íslands fullorðin með eiginmanni sínum. Hún er kvíðin og óttast endurfundi við liðinn tíma. Lesandi er lengi í óvissu um hvað það er sem var svona hræðilegt. Þannig heldur höfundur spennu en auk þess verður það enn áhrifaríkara en ella þegar hið sanna kemur í ljós. Það er einnig kona sem segir frá í „Pálmasunnudagsgöngu”. Hún er nýkomin heim úr ferða- lagi til ísrael, ekkja með þrjá unglingsstráka. í sögunni er hún annars vegar að ergja sig yfir yngsta syninum, sem hún óttast að sé að lenda í einhverjum unglingavandræðum, og hins vegar að rifja upp ferðina, enda stöðugt illa minnt á hana; í göngu sem ferðamenn fóm í á pálma- sunnudag fékk hún pálmaviðar- grein í augað og er með stöðugan verk og fær enga bót hjá lækni. Svava Jakobsdóttir Augnverkurinn - óheilt augað - er mikilvægt atriði í sögunni. Það er vísun í Biblíuna. Bæði gæti það átt við flísina og bjálkann en einnig þetta: „Sé auga þitt heilt mun allur líkami þinn bjartur. En sé auga þitt spillt, verður allur líkami þinn dimmur. Ef nú ljósið í þér er myrkur, hvflíkt verður þá myrkrið.” (Matt. 6, 22-23). Framan af sögunni kemur ekki skýrt fram hvort hér er um raun- veruleika eða ímyndun að ræða, þ.e.a.s. hvort konan sé ef til vill rugluð að halda það að hún sjálf hafi verið viðstödd „innreiðina í Jerúsalem”. Þanniger undirstrik- uð táknræn merking þess sem gerðist. Ekki fyrr en langt er liðið á söguna, lýkst upp hvað höfund- ur er að fara en þá sést líka að allt var vandlega undirbúið; ekkert í sögunni er án tilgangs. Það er ot s wtíJr* s MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR skemmst frá því að segja að ákaf- lega hversdagsleg atvik afhjúpa hvernig sambúð gyðinga og araba er háttað í þessu landi og baksvið- ið, vettvangur guðspjallanna, fær nýja merkingu. Arabískur þjónn er niðurlægður af amerískum gyðingi og arabinn „sagði ekki eitt einasta orð”; hann „stóð þama eins og... já, eins og sauður sem átti að leiða til slátrunar” (88). í lok sögunnar sér konan samband sitt við yngsta soninn í nýju ljósi: „Hægt lét hún höndina falla og hörfaði frá dyrum er sjón- in hverfðist inn... skynjaði óbæri- lega þjáningu þess er hefur bæði augu heil...” (96). „Fyrnist yfir allt” og „Fjöru- steinn” eru hljóðlátari sögur en þó eftirminnilegar. Þessar tvær eiga það sameiginlegt að lýsa ein- staklingum - lítilli telpu og gömlum manni - sem standa máttvana gagnvart ytri aðstæðum sem þau fá ekki ráðið við. í báð- um tilfellum eru það róttækar breytingar sem verða á högum þeirra. „Fyrnist yfir allt” er saga telpu sem flytur með foreldrum sínum til Kanada og stendur þar „á landamærum tveggja tungu- mála”. í lok sögunnar er annað atvik sem átti sér stað löngu síðar tengt þessum minningum telp- unnar. Það virðist langsótt við fyrstu sýn: klæðskiptingur er rek- inn út af veitingastað í London. En í raun er þessi samtenging mjög áhrifarík og undirstrikar skelfilegt umkomuleysi þess sem er framandi, utanveltu og á hvergi heima. „Fjörusteinn” er eina sagan sem sögð er frá sjónar- hóli karlmanns. Hann er orðinn gamall og börnin hans eru komin til hans að flytja lasburða eigin- konu hans á stofnun. Gagnvart ákvörðunum uppkominna barna sinna er hann jafnmagnþrota og telpan í hinni sögunni. Tilfinning- ar þeirra skipta ekki máli; þau eru ekki spurð. Síðasta sagan í bókinni, „Saga bróður míns”, er óneitanlega margslungin. Hún er lögð í munn konu sem hefur nýlega misst yng- ri bróður sinn á voveiflegan hátt. Þegar þau voru börn, var hún vön að segja honum sögur. Hann drakk þær í sig og hún sýndi vald sitt yfir honum m.a. með því að láta sömu söguna enda í dag öðruvísi en í gær: „Ég sé að hon- um léttir yfir nýja endinum. Hann fyllist þakklæti í minn garð og gengst undir vald mitt. Ég ræð því hvað verður um hann og okk- ur öll og það gerir mig líka dálítið sérstaka.” (107). í þessari smá- sögu eru fleiri sögur, m.a. þjóð- saga um álfkonu og mennskan mann og sagan um Kain og Abel úr fyrstu Mósebók. Hér eru vakt- ar spurningar um það hvernig sögur renna saman, hvernig sögur verða til, hvert sé vald þess sem segir sögu og loks: hver ræður því hvemig sagan fer? í heild er þetta mjög gott smásagnasafn og kemur engum á óvart. Svava Jakobsdóttir er einn af okkar bestu höfundum og hún kann þá list betur en flestir aðrir að skrifa góða smásögu. Að formi til em sögurnar nokkum veginn hnökralausar, efnistökin ömgg og markviss, stíllinn agað- ur en um leið látlaus, eðlilegur. Hverri sögu lýkur á magnaðan hátt, þá nær sagan ekki bara há- maríci sínu heldur gengur höf- undur þar næst lesanda, snertir hann svo um munar og vekur þörf fyrir að sagan sé hugleidd öll upp á nýtt. Og síðast en ekki síst er efni þessara sagna áríðandi, það skiptir máli og kemur okkur við. JÓNAS GUÐMUNDS'SON: TOGARAMAÐURIN N GUÐMUNDUR HALLDÓR GUÐMUNDUR HALLDÓR OG SONUR HANS GUÐMUNDUR J. SEGJA FRÁ Togaramaðurínn Guðmundur Halldór og sonur hans Guðmundur J. Þessi snilldctrvel skrifaða bók Jóncisar Guðmundssonar stýrimanns um þá feðga Guðmund Halldór og son hans, Guðmund J., fæst ennþá á afgreiðslu útgáfunnar. Einnig í nokkrum betri bókabúðum. Verð aðeins kr. 1.125,- Bókaútgófan Hildur Auðbrekku 4 Sími 641890, PÉTUR GUNNARSSON PISTILL íslenski hesturinn og við Um daginn þegar ég var að taka bensín varð ég áheyrandi að samtali þar sem maðurinn á kass- anum sagði við sprautumanninn (og nú set ég gæsalappir): „Það eru ekki lengur neinir stjórnmálamenn á Islandi, bara pólitíkusar.“ Auðvitað hef ég ekkert leyfi til að vera að taka glefsu úr tveggja manna tali og varpa því út yfir þjóðina, en ég geri það samt af því ég held að þau séu prýðileg einkunnarorð fyrir lágt gengi stjórnmála nú um stundir. Þá miklu ládeyðu sem ríkir í pólitískri hugsun má kannski marka af því að skil hafa nú að mestu verið numin upp á milli hinni stríðandi flokka, menn halda til málamynda tryggð við gömul vörumerki, en þegar til kastanna kemur, þ.e.a.s. vald- anna - þá geta allir átt samleið. í stað þess samkomulags um ósamkomulag sem var ráðandi fyrir ekki margt löngu er nú þegj- andi samkomulag um lágmarks- markmið og lágmarksleiðir og lágmarkslíf. Ástæðuna fyrir þessu sam- ferðalagi hygg ég vera þá að þjóð- félagsvagninn spólar fastur. Ef ökutæki lendir í ófærð, sljákkar óhjákvæmilega í rifrildi farþeg- anna og þeir fara út að ýta. Skyndilega, allt í einu, smátt og smátt er færð tekin að þyngjast á atvinnuvegunum. Með þeirri tækni sem við búum yfir í dag þarf ekki nema brot af fiskiskipastóli landsmanna til að veiða og verka ársaflann. Og með þeirri tækni sem við ráðum yfir í landbúnaði þarf ekki nema hluta af býlum Íandsins til að sjá okkur fyrir mjólk og kjöti. Og þannig mætti áfram halda um fleiri svið, ekki síst verslun og þjónustu ýmiss konar. En við tregðumst samt við að halda áfram í sama gamla farinu og höldum úti of stórum flota til fiskveiða, of mörgum býlum til landbúnaðar, of mörgum versl- unum, tryggingafyrirtækjum, ferðaskrifstofum, bílaumboðum, útvarpsstöðvum... af þeirri ein- skæru ástæðu að fólk þarf að hafa atvinnu. Einhvem veginn er atvinnan óaðskiljanlegur hluti af mannsmyndinni alveg síðan í Mósebók að Guð lagði það á manninn í refsiskyni fyrir ein- hvem tittlingaskít að „í sveita andlitis þíns skalt þú neyta brauðs þíns.“ Tökum til hliðsjónar dæmi af einhverri annarri dýrategund, t.d. hestinum. Fyrir fáum ára- tugum var hann gangverkið í atvinnulífi landsmanna og sam- göngum. Hann dró vélar og vagna og flutti fólk milli staða. Eins og fingri væri smellt breytti tæknibylting hestinum úr atvinnutæki í lystisemd. í dag em hestar eingöngu til ánægju. En maðurinn? Af hverju getur hann ekki verið eingöngu til ánægju? Er ekki kominn tími til að fara úr Gamla testamentinu yfir í hið Nýja, t.d. Matteusar- guðspjall en þar standa þessi frægu orð Meistarans í þýðingu Odds Gottskálkssonar frá 1540: „Sjáið fugla himins, þeir eð hvorki sá né upp skera, og eigi safna þeir í komhlöður, og yðar himneskur faðir hann fæðir þá. Em þér eigi miklu framar en þeir? ... Hyggið að akursins lilju- grösum, hveminn þau vaxa. Þau vinna hvorki né spinna.“ Hvemig skyldi þessi boð- skapur hafa hljómað í íslenskum afdalakirkjum á sextándu öld þegar hver maður var hlekkjaður við ævilangt brauðstrit. Hér eru hvorki meira né minna en bein skilaboð frá Almættinu um að fólk eigi að hætta þessu basli og fara að dæmi blóma og fugla og bara vera til. Hefur þetta hljómað sem öfug- mæli, gáta, skáldskapur? Eða hreinlega verið sleppt, presturinn ekki treyst sér til að stama því upp. I dag aftur á móti gæti þetta verið venjulegur dagblaðsleiðari. „Lítið til íslenska hestsins, hann lyftir ekki litlafingri og lifir samt í lystisemdum.“ Hvers vegna ekki mennirnir? En áður en orlofið getur hafist þurfum við að leggja atvinnuveg- ina í púkk, skilgreina til hvers við ætlum að hafa þá og fá síðan af- raksturinn á silfurfati nýjustu tækni og vísinda. Það væri ekki pólitík. Það væru stjórnmál. Hvað eiga menn þá að gera þegar fríið skellur á? kynnu vinnuhestarnir að spyrja. Og svarið er: það sem þá langar til: læra dönsku, hnýta flugur, dansa suður-ameríska dansa, horfa á sjónvarp, líta jafnvel í bók, líta til fugla himins og akursins lilju- grasa. Og íslenska hestsins. P.s. Það er hættuspil að skrifa í Þjóðviljann! Grein mín frá því 1. des. moraði í villum og viðbótum og úrfellingum sem ofanritaður getur með engu móti kannast við. Hér er hvorki staður né stund til að leiðrétta alla gófluna, aðeins numið staðar þar sem merkingin brenglast. f greininni spyr ég: „er örugglega verið að jarða rétt lík?“ Þjóðviljinn breytir líki í „ríki“. Og setjari lætur sig ekki muna um að brengla merkingu í tilvitnun í sjálfan Lenín, fellir burt „ekki“ í spurningunni: „hvers vegna ættum við þá EKKI að byrja á því að skapa forsend- umar...“ Sjálfum urðu mér á glöp í málsgrein sem rétt á að vera svona: „Að Lenín gengnum kom það í hlut Stalíns að ham- fletta hræið af sósíalismanum og smokra skinninu upp á hinn sov- éska ríkiskapítalisma sem var byrjaður að standa í fæturna og fá heimshreyfingu kommúnista til að gangast við afkvæminu.“ Það er umhugsunarefni hvem- ig frágangur er orðinn á efni dag- blaða. Maður nostrar og fágar svo jaðrar við smásmygli. Síðan tekur setjarinn textann og þyrlar honum upp í loft og að því er virðist hending hvemig orðin raðast á blaðið. Stundum er eins og súrrealisminn sé loksins orð- inn ríkjandi bókmenntahreyfing. Hugsið ykkur til dæmis vesalings manninn sem ætlaði að skrifa að „bókmenntir væm undirstaða ís- lensku þjóðarinnar“ og las síðan í dagblaðinu að „bólmenntir væm undirstaða íslensku þjóðarinn- ar“. Auðvitað mátti hvort tveggja til sanns vegar færa, báð- ar fullyrðingarnar nánast tátó- lógíur þótt sú síðamefnda væri full augljós. En í leiðinni og alveg óvart varð til nýtt orð „ból- menntir“. Fallegt orð og merk- ingartært. Það er ekki í núverandi Orðabók Menningarsjóðs en hlýtur að rata í næstu útgáfu hennar. (Tekið skal fram, að mistök þau sem vitnað er til hér að ofan em ekki sök prófarkalesara, heldur lágu til þeirra tæknilegar orsakir. Ritstj.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.