Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 17
JOLAMATURINN Jólabrauð- flétta með sesamfræi Fátt er betur við hæfí en að hafa heimabakað brauð á jóla- borðinu. Brauðflétta með sesam- fræi er ítalskt jólabrauð, og er uppskrftin miðuð við tiltölulega lítið brauð. Hægt er stækka upp- skriftina að vild. Efni: 200 gr af hveiti, 10 gr af fersku bjórgeri, salt, 1 dl mjólk, 50 gr smjör, 1 egg og ein eggja- hvíta að auki, 50 gr af niðurrifn- um osti (t.d. óðalsosti), matskeið af sesamfræi. Best er að hafa hveitið við rúm- lega stofuhita áður en deigið er hrært. Leysið gerið upp í mjólk- inni ylvolgri. Hellið henni síðan í hveitihrúguna miðja. Bætið smá- vegis salti útí, mjúku smjöri, egg- inu með eggjarauðunni og hnoð- ið síðan í deig. Hnoðið deigið í um það bil 10 mín. Blandið þá ostinum niður- rifnum útí og hnoðið enn í 5 mín- útur. Látið deigið síðan lyfta sér á hlýjum stað í um það bil klukku- stund, eða þangað til rúmmál þess hefur um það bil tvöfaldast. Skiptið deiginu þá í 3 hluta og rúllið því upp í þrjá jafnlanga strengi og fléttið saman. Setjið fléttuna síðan á smurða ofnplötu og látið fléttuna loka sér í hjartaformi. Látið hana nú lyfta sér enn í klukkustund á hlýjum stað, eða þar til hún hefur enn tvöfaldað rúmmál sitt. Penslið þá með eggjahvítunni og stráið síð- an sesamfræjunum yfir. Bakist í 200° heitum ofni í um það bil klukkustund. Merkía t.. & k ry9gir a. goít . 'nsUto , ~~ - kattJL, U Sú-Ji'iis Cr fenn úrv„i f ðatnanne m j Jtíerandi' K Va“Uií}z ?}°r> " - .... ' °?nSd: arUtti •/i ••-'- 'Æ Síríus Kbnsum suóusúldculaói Gamla góða Síríus Konsum súkkulaðið er í senn úrvals suðusúkkulaði og gott til átu. Það er framleitt úr bestu hráefnum, er sérlega nærandi og drjúgt til suðu og í bakstur, enda jafnuinsælt í nestispökkum ferðamanna og spariuppskriftum húsmæðra. Síríus Konsum er vinsælast hjá þeim sem velja bara það besta. Ma

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.