Þjóðviljinn - 04.05.1990, Síða 15
^ Tímaferðaskrifstofa Garðars
„Eg heiti Inez
og hef ekki
einu sinni eftirnafn“
14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 4. maí 1990
geri eins og fyrir mig er lagt, reyni
að slaka á við þessar undarlegu
aðstæður og hann spyr mig hvort
ég finni ekki þunga yfir enninu.
Eg jánka því, enda búin að nudda
duglega. Því næst taka við
„teygjuæfingar“. Ég loka augun-
um og Garðar biður mig að reyna
að sjá fyrir mér fætur mína
lengjast um 10 sentimetra. Það
liggur við að ég skelli upp úr en
reyni samt. ímyndunaraflið tekur
til starfa og ég læt fæturna „vaxa“
í huganum. Þá segir hann mér að
láta þá minnka aftur, ég hlýði og
svona „teygir“ hann mig nokkr-
um sinnum. Síðan á ég að láta
höfuðið lengjast. Það er öllu erf-
iðara að ímynda sér það en tekst
þó eftir dágóða stund. Síðan segir
hann mér að „stækka“ enn meira,
um hálfan metra á hvorn veg,
takk fyrir. Ég teygi og teygi í hug-
anum og hann segir mér að halda
stöðunni. Ég stífna í hálsinum en
ekki tekur betra við. Nú á ég að
stækka á alla kanta, blása út!
„Þetta er fáranlegt!" hugsa ég
og læt mig stækka og stækka og
allt í einu líður mér eins og risa-
stórum loftbelg. „Segðu mér nú
hvernig útidyrnar á húsinu þar
sem þú býrð núna líta út,“ segir
Áhugi á dulrænum efnum, sjálfsrækt, miðilsfundum og dáleiðslu
hefur gengið yfir landið síðustu tvö árin eins og bylgja. Félög spretta
upp, námskeið eru auglýst, miðlar anna ekki eftirspurn og fjölmiðlar
birta lærðar greinar um efnið. Hér stendur ekki til að leggja dóm á hvað
er rétt og hvað er rangt, hvort verið er að hafa fé af trúgjörnu fólki eða
hvort verið er að leita að æðri sannleika. Nei, í dag ætlum við bara að
svalaforvitninniáeinusviði.þ.e.dáleiðslunni. Eftirvíðtækaeftir-
grennslan og tugi símtala hafðist upp á Fræðslumiðstöðinni Ásum þar
sem Garðar Garðarsson tekur fólk í einkatíma og dáleiðir eftir pöntun-
um. Hann tók vel í beiðni blaðamanns um „dáleiðslu inn í fyrri líf“ og
tíminn var ákveðinn að morgni í miðri viku.
Við byrjum á því að spjalla saman og að því loknu stillir Ijósmyndar-
inn okkur upp þannig að ekki sjáist í andlit Garðars. „Ég vil ekki láta
birta myndir af mér þannig að ég þekkist, “ segir hann og bætir við: „ Ef
fólk þekkir mig af blaðamyndum mótar það sér skoðanir um mig áður
en ég fæ tækifæri til að kynnast því og það vil ég ekki.“
Þriðja augað
opnað
Á meðan Jim Smart smellir af
horfumst við Garðar í augu og
skyndilega fara undarlegir hlutir
að gerast. Andlit hans hverfur í
móðu og sterka hitatilfinningu
leggur yfir brjóst mitt. Ég depla
augunum hratt, smám saman
skýrist sjónin aftur og hann hlær
við. „Þú ert frekar næm“ segir
hann og mér verður ekki um sel.
Hvers konar maður er þetta
eiginlega? En héðan af verður
ekki aftur snúið og eflaust var
þetta einhvers konar tauga-
veiklun sem greip mig eitt augna-
blik.
Þegar ljósmyndarinn er farinn
segir Garðar mér að leggjast á
rúm, breiðir yfir mig teppi og út-
skýrir hvað koma skal. Hann
nuddar á mér ökklana í nokkrar
mínútur og biður mig að nudda
samtímis fingrunum í litla hringi á
enninu. „Það er svæðið sem við
köllum Þriðja augað og nuddið er
til að opna það,“ segir hann. Ég
hann. Ég hugsa til útidyranna á
kjallaraíbúðinni minni en sú
undarlega tilfinning grípur mig
að þær séu við tærnar á mér og ég
þurfi að beygja mig niður til að
sjá þær.
Á tveimur
stöðum í einu
Ég verð mállaus og svara engu
og hann spyr mig þá hvað ég sjái.
Ég ætla í því að svara að ekkert sé
á bak við augnlokin enn nema
svartamyrkur en þá kemur
skyndilega sterkur titringur í
augnlokin og ég kreisti augun til
að losna við hann. Hann hverfur
ekki og myrkrið eykst, verður
svartara og svartara.
Garðar talar, segir mér að
sökkva ofan í myrkrið í áttina að
ljósinu sem er neðst og ganga þar
inn. Ég sé ekkert ljós og heyri
ekkert nema umferðarniðinn
utan af götunni. Verð vonsvikin
og ætla að standa upp en þá finn
ég, eins og í draumi, að ég er úti
og hlý gola leikur um mig. Enn
heyri ég þó rödd Garðars og finn
samtímis fullvel að ég ligg á
bekknum og kreisti aftur augun.
Hann segir mér að finna stað
og stund þar sem mér líði mjög
vel og finni öryggi. Spyr síðan
hvað ég sjái, hvað ég finni. Eftir
nokkra stund skýrist myndin og
svör mín koma eins og ósjálfrátt,
mér til mikillar undrunar. Til-
finningin er líkust draumi en ég er
þó glaðvakandi. Ég stend á gras-
engi og horfi yfir stóra plægða
akra. I fjarska eru lítil hús, tvö
þrjú saman en enginn er á ferli.
Hvergi sjást fjöll, aðeins sléttur í
allar áttir og litlar hæðir. Garðar
spyr hvernig skóm ég sé í og ég
„lít niður“ en sé enga skó því hvít-
ur kjólfaldur hylur fætur mína.
Hann segir mér að horfa á hendur
mínar og ég sé hvítar og fíngerðar
hendur. Um öxl hefég sólhlífogá
höfðinu einhvers konar kjusu
sem hlífir andlitinu fyrir sterkri
sólinni.
Hjálp!
Enn er ég full vantrúar og reyni
að einbeita mér að herberginu
sem ég er stödd í, bekknum sem
ég ligg á. Um leið hverfur myndin
en önnur birtist í staðinn. Stórt
hús, stór hvítmáluð verönd.
Hann biður mig að fara inn í hús-
ið og inn í herbergið mitt en það
tekst ekki. „Hér á ég ekki heima,
hugsa ég mér til undrunar og and-
dyrið er það eina sem ég „má“
skoða. Það er hátt til lofts og stór
málverk hanga á veggjum. Stór
stigi liggur upp á aðra hæð.
Myndin hverfur aftur og nú
segir Garðar mér að þegar hann
hafi talið upp að þremur muni ég
fara inn í atburð sem hafði mikil
áhrif á mig í þessu ákveðna lífi.
„Það sem ímyndunaraflið getur
áorkað“ hugsa ég með mér og
þakka guði fyrir að vera laus við
titringinn í augnlokunum.
Hann telur hægt: „Einn,tveir,
þrír,“ og um leið og hann sleppir
orðunum grípur mig ofboðsleg
skelfing. Eg stend á lökkuðu
eikargólfi í litlu herbergi, ber-
fætt, íklædd náttserk, með slegið
hár og rígheld í rúmstólpa á stórri
himinsæng. Óttinn er yfirþyrm-
andi, einhver ætlar að ráðast á
mig, hann stendur í horninu og
það er engrar undankomu auðið.
að kalla þetta Tímaferðaskrifstofu Garðars.
Mynd Jim Smart
Ég öskra, vitandi að enginn kem-
ur til hjálpar, tárin streyma niður
kinnarnar og ég vil burt. Rödd
Garðars berst eins og að ofan og
hann segir mér að koma aftur um
leið og hann hafi talið upp að
þremur. Hann telur hratt, grípur
hönd mína og talar til mín róandi
röddu. Ég opna augun, titrandi
og skjálfandi. Andlit mitt er tár-
vott og ég er góða stund að jafna
mig.
„Það má búast við ýmsu,“ segir
Inez í speglinum
Dávaldurinn telur og segir mér
„að fara í það líf þar sem þú hittir
núverandi maka“. Um leið og
hann talar kemur myrkrið aftur
og ég stend við gluggahlera sem
ég opna til að hleypa inn lofti og
sói. Lít út og sé röð sambyggðra
hvítkalkaðra húsa sem standa við
þrönga götu. Herbergið er fátæk-
legt, ég tel upp húsmunina: Tré-
borð, rúm, vaskafat og kanna.
Blaðamaður lætur dáleiða sig og fer á
krá í Frakklandi á miðöldum, skoðar
sig um á Spáni og fer síðan á veiðar á
sléttum N-Ameríku
Garðar og brosir. Tímaferða-
lagið er búið í bili, næsti kúnni
bíður frammi en forvitni mín er
vakin fyrir alvöru og við ákveð-
um að hittast aftur síðar sama
dag.
Krossfarinn
á kránni
í það skiptið gengur dáleiðing-
in mun hraðar fyrir sig og áður en
varir eru augnlokin farin að titra
og myndirnar birtast hver af ann-
arri. Því lengra sem líður á verða
þær skýrari og raunverulegri og
tilfinningarnar sem fylgja þeim
sterkari. Mér finnst ég vera stödd
í skógi í Frakklandi, íklædd her-
klæðum krossfara. Þaðan held ég
til kirkju, biðst fyrir og heimsæki
síðan krána þar sem glaumur og
gleði ríkir og öl er drukkið úr
stórum tinkrúsum. Yngri bróðir
minn situr þar líka og við skellum
saman krúsum. Krossfarinn siglir
á brott og heldur til lands þar sem
gulur eyðimerkursandur hylur
allt, hitinn er kæfandi og hringa-
brynjan íþyngir honum mjög.
„Þetta er leiðinlegt, alltof heitt og
fjandans sandur alls staðar, hefði
aldrei átt að fara þetta,“ heyri ég
sjálfa mig segja í reiðilegum nöld-
urtón.
Spegilbrot. Röddin spyr um útlit
mitt og ég „geng“ að speglinum
og horfi framan í dökkt andlit
ungrar stúlku. Hún er klædd í
grófgerðan og einfaldan hvítan
kjól. Hárið er svart og sítt.
„Þegar ég hef talið upp að
þremur hittir þú núverandi maka
þinn,“ segir röddin og allt í einu
þykir mér ég vera stödd í stórri
stofu. Ég stend aftan við mann
sem situr við skrifborð og skrifar
bréf. Skyndilega ,,veit“ ég að við
erum á Spáni. „Ég heiti Inez og
ég hef ekki einu sinni neitt eftir-
nafn,“ heyri ég sjálfa mig segja
þunglyndislegri röddu. Maður-
inn snýr sér við, réttir stúlkunni
bréfið, brosir og gengur síðan
burt. Alls kyns ruglingslegar til-
finningar brjótast fram, ég fæ
köfnunartilfinningu og rödd
Garðars dregur mig burt á ný.
Indjána-
strákurinn og
hesturinn hans
Þriðja og síðasta ferðalagið er
skýrast og mér til mikillar undr-
unar heyri ég mína eigin rödd
verða barnalega, grobbna og
stolta. „Ég á þennan hest sjálfur
og ég er góður á hestbaki, það
segja allir“ segi ég og hlæ svolítið
vandræðalega. „Hvar ertu?“ spyr
Garðar. Enn er ég glaðvakandi
og vitandi af mér á bekknum en
svara þó kotroskin eins og ekkert
sé eðlilegra: „Ég er ungur ennþá
en verð fljótt karlmaður. Ég er
indjáni og okkar hópur er sá
stærsti á sléttunni. Við erum ör-
ugglega fimm þúsund, kannski
fleiri.“ Ég fer á veiðar, missi af
dádýrinu mínu og verð reið og
blóta. Hitti eldri systur mína í
tjaldinu okkar og hún skammast
yfir brotthlaupi mínu. „Þetta er
eins og að horfa á bíómynd," segi
ég allt í einu, í miðri lýsingu á
indjánabyggðinni okkar. Skyndi-
lega birtist hryllileg mynd af
deyjandi konu með þaninn kvið.
„Hún getur ekki fætt barnið!“
hrópa ég upp skelfingu lostin.
Veinin, svitinn og blóðið eru
alltof raunveruleg, mér finnst ég
þekkja konuna mjög vel og of-
boðsleg hræðsla grípur mig.
Þangaö og
heim aftur
Rödd Garðars kemur langt að
og skipar mér að horfa hlutlaust á
atburðinn. Ég róast aftur og lýsi
því sem ég sé. Skömmu síðar
dregst myrkrið yfir aftur og mér
er sagt að vakna. Ég opna augun
og finn að ég er dauðþreytt. Ég
þarf að losa um hendurnar sem ég
virðist hafa þrýst saman af krafti
allan tímann. Garðar spyr hve
lengi ég haldi að ég hafi „verið í
burtu“ og ég tel að það hafi verið
um tíu mínútur. Lít svo á úrið og
sé mér til undrunar að rúmur
klukkutími er liðinn frá því að ég
lagðist á bekkinn.
„Tíminn er afstæður," segir dá-
valdurinn og brosir. Ég borga
honum „fargjaldið“, 3.500 krón-
ur, og held heim. Fyrri líf? Ég
veit ekki. Myndimar, hversu
raunverulegar sem þær virtust,
gætu hafa komið úr bókum, sjón-
varpi eða beint úr ímyndunar-
aflinu. En eitt er víst: Það er hægt
að dáleiða jafnvel hinn tortryggn-
asta blaðamann til að trúa því í
klukkutíma að hann sé fertugur
krossfari, 15 ára spænsk vinnu-
stelpa og jafnvel 12-13 ára
indjánastrákur pg láta hann um
leið upplifa tilfinningalitrófið
eins og það leggur sig...
-vd
Dáleiðsla
„Ég kom hingað
frá Sjöstiminu“
Garðar Garðarsson dávaldur: Hef lifað
64.000 sinnum áður
Dáleiðsla: Ferð inn í innri veruleika?
„Ég hef lifað rúmlega 64.000 líf
og hef verið hér á jörðinni í
700.000 ár. Þetta byggi ég á til-
finningu minni, myndum og sýn-
um sem ég sé. Ég kem frá
stjörnuþoku sem heitir Sjöstirnið
og þekki fullt af fólki bæði hér á
landi og í Bandaríkjunum sem
kemurþaðan." Sásem talar
heitir, hér og nú að minnsta kosti,
Garðar Garðarsson og hefur at-
vinnu af að dáleiða fólk og halda
námskeið um sjálfsrækt.
Fræðslumiðstöðin Ásar er til
húsa í litlu herbergi á Flókagöt-
unni. Þar fer fólk í einkatíma hjá
Garðari sem, með dáleiðslu, fær
það til að hætta að reykja, megra
sig, sigrast á ýmsum vandamálum
og sé þess óskað, veitir því aðstoð
til að ferðast inn í fyrri líf. Mið-
stöðin efnir einnig til námskeiða
ýmis konar og fara þau fram ann-
ars staðar. En úr þessu litla her-
bergi ferðast fólk fram og aftur í
tíma, inn í aðrar víddir jafnvel og
borgar 3.500 krónur fyrir. „Mér
hefur stundum dottið í hug að
kalla miðstöðina einfaldlega
Tímaferðaskrifstofu Garðars,“
segir hann og hlær við.
Tilgangurinn
er aö læra
Þetta er maður á milli þrítugs
og fertugs, ósköp venjulegur í út-
liti og ekkert sérstakt í fari hans
sem gefur til kynna þessa óvenju-
legu atvinnugrein. Garðar kveðst
hafa haft áhuga á dulrænum efn-
um frá því að hann var barn.
Hann segist ungur hafa séð fram-
liðið fólk og fundið hjá sér hæfi-
leika sem ekki öllum eru gefnir.
„Þegar ég dáleiði fólk inn í fyrri
iíf sér það fyrir sér ýmsar myndir
og skynjun þess er missterk.
Hvort það sem fólkið sér eru
raunverulegar minningar úr fyrri
lífum eða brot úr einhverju sem
það hefur lesið eða séð í sjón-
varpi einhvem tímann á lífsleið-
inni get ég ekki dæmt um. Ef
manneskjan tiltekur ákveðinn
tíma, nefnir stað og stund og lýsir
umhverfi í smáatriðum er hægt að
fara á staðinn eða fletta upp í
bókum og fá þannig efnislega
staðfestingu en í mínum huga
skiptir það engu máli. Það er til-
finningin sem skiptir máli. Til-
gangur minn með dáleiðslunni er
að læra af þessum upplifunum,
hvaðan sem þær koma, úr ímynd-
uninni eða úr fyrri lífum, og geta
notað þær til að þroska mig sem
manneskju á heilnæman hátt.“
Engin lög um
dáleiöslu
Garðar kveðst nota dáleiðsl-
una á sjálfan sig einnig. „Þurfi ég
á sjálfstrausti að halda dáleiði ég
mig inn í fyrra líf þar sem ég hafði
mikið traust á sjálfum mér og tek
tilfinninguna með mér til baka,“
segir hann.
„Það eru engin lög til um dá-
leiðslu á íslandi“ segir Garðar
þegar hann er spurður hvort ekki
þurfi starfsleyfí til að leggja stund
á þessa undarlegu atvinnugrein.
„Ég get lifað á þessu og eftirsókn-
in er mikil núna,“ segir hann.
„Sjálfur trúi ég á fyrri líf og
man mörg af mínum eigin og hef
fundið tengsl á milli þeirra og lífs-
ins hér. Ég man eftir ýmsu fólki
sem er nátengt mér, fjölskyldu
minni og vinum, úr fyrri lífum.
Líka óvinum. Það er algengast að
fólk hitti fyrri fjölskyldu ekki fyrr
en eftir 20-30 ár en það er allt til í
þessu.
Ég var um tólf ára þegar ég
byrjaði að lesa mér til um dulræn
efni. Ég las Dale Carnegie bæk-
urnar, Harold Sherman bækurn-
ar og margar fleiri. Þegar ég var
um tvítugt fluttist ég til Reykja-
víkur og skráði mig þá í öll félög
sem fjölluðu um dulspeki, m.a.
Sálarrannsóknafélagið. Ég fór á
námskeið hjá Erlu Stefánsdóttur
og með tímanum hætti ég í dul-
spekinni og fékk áhuga á sjálfs-
rækt og þroska mannsins.
LærÖi í
Bandaríkjunum
Ég kynnti mér það og fór á
námskeið til Bandaríkjanna og
Bretlands og eftir það, árið 1986,
fór ég að halda mín eigin nám-
skeið í sjálfsdáleiðslu. Þau gengu
mjög vel og þegar ég var búinn að
læra allt í sambandi við hana
langaði mig til að fara lengra. Þá
rakst ég á bók um NLP-aðferðina
og sá að þarna var eitthvað fyrir
mig.“
NLP-dáleiðsluaðferðina lærði
hann síðan á mánaðarnámskeiði í
Bandaríkjunum fyrir um tveimur
árum. „Stafirnir NLP eru stytting
á heiti aðferðar sem nefnist Ne-
uro Linguistic Programming.
Hún byggist á þremur þáttum:
Sálfræði, tölvukerfisfræði og
málvísindum. Höfundar hennar,
Richard Bender og Jim Grinder,
hafa stúderað helstu snillinga í
þessum fögum, sérstaklega í sál-
fræði, og tekið út það besta,“
segir hann. „Einn þeirra sem þeir
athuguðu sérstaklega var Milton
Ericson sém var einn helsti dá-
valdur Bandaríkjanna og nú er
látinn. Hann var kallaður krafta-
•verkalæknir og fékk til sín sjúkl-
inga frá fjölda sjúkrahúsa.
Dáleiösla
daglegt fyrirbæri
Að læra þessa aðferð byggist
mjög mikið upp á reynslu, hver
og einn byggir upp sinn eigin stfl
og notar eigin hæfileika. Það geta
allir dáleitt, hafi þeir nægilegt
sjálfstraust til að trúa því að þeir
geti dáleitt. Á þessu námskeiði
fær maður í hendur um 20 bækur
sem allar fjalla um NLP og fer
yfir þær. Verkleg þjálfun hefst úti
og heldur áfram heima.
Dáleiðsla er fyrirbæri sem ger-
ist í daglegu lífi fólks á hverjum
degi, t.d. þegar það ekur bfl eða
gengur um fjölfarna götu niður-
sokkið í hugsanir en fer þó á-
kveðna leið án þess að rekast á
aðra. Dáleiðsla er ekkert annað
en þegar athygli þín eða vitund er
komin inn í innri veruleika hug-
ans úr ytri veruleika skyn-
færanna.“
-vd.
Föstudagur 4. mai 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15