Þjóðviljinn - 08.06.1990, Qupperneq 12
Leir og blóm
Fjórtán leirlistamenn sýna í Epalhúsinu
Framlag Leirlistarfélagsins til
Listahátíðar er sýningin Leir og
blóm, sem opnaði í Epalhúsinu
Faxafeni 7 Reykjavík um síðustu
helgi.
Leirlistamennirnir fengu versl-
unina Blómalist til liðs við sig.
Sýningin er þannig kynning á leir-
list og notkun leirsins með blóm-
um.
Þátttakendur á sýningunni eru
fjórtán liðsmenn Leirlistarfé-
lagsins, þau Áslaug Hösku-
ldsdóttir, Brita Berglund, Brynd-
ís Jónsdóttir, Daði Harðarson,
Elísabet Haraldsdóttir, Ingunn
E. Stefánsdóttir, Jóna
Guðvarðardóttir, Kogga, Kristín
ísleifsdóttir, Margrét Jónsdóttir
og Ólöf Erla Bjarnadóttir.
Saga leirlistar á íslandi er rakin
til stofnunar leirmunaverkstæðis
Guðmundar Einarssonar frá
Miðdal árið 1929, en það var ekki
fyrr en eftir heimsstyrjöldina
síðari sem áhugi listamanna
vaknaði fyrir alvöru á þessari list-
grein. Undir lok sjöunda áratugs-
ins var opnuð keramikdeild við
Myndlista- og handíðaskólann.
Það var svo árið 1979 þegar
nokkrir leirlistamenn héldu sýn-
inguna Líf í leir að áhugi vaknaði
að stofnun Leirlistarfélagsins. Sú
stofnun varð að veruleika
tveimur árum síðar.
Leirlistin á Islandi, eins og
annars staðar í heiminum, hefur
tekið þá stefnu að bilið miili list-
iðnaðar og myndlistar hefur farið
minnkandi. Möguleikar leirsins
eru nýttir á frjálsari máta en áður
tíðkaðist. Hefðbundin form eru
samt sem áður enn í heiðri höfð
þrátt fyrir ofannefnda þróun og
leirlistamenn vinna alls kyns
myndverk úr leirnum, bæði þrí-
víð og í formi veggmynda.
Sýningin er opin á verslunar-
tíma á virkum dögum, og kl. 14-
18 um helgar. Þessi sölusýning
leirlistamannanna stendur til
loka Listahátíðar, 16. júní.
BE
Frá sýningu Leirlistarfélags-
ins í Epalhúsinu Faxafeni 7,
Reykjavík.
p f
' 1'
|W»f jj | f t(
... ^9'" ' *' -
17:17
Um helgina
Uppákomur á vegum Listahá-
tíðar verða í miðbænum alla helg-
ina. í dag hefst dagskrá 17:17 á
tónleikum hljómsveitanna
Nabblastrengja, Frímanns, Sér-
sveitarinnar og Bers að ofan í
Austurstræti kl. 16. Inni á Café
Hressó verður Cheo Cruz með
gjörning alla helgina og hefst
hann í dag kl. 13 og stendur til kl.
17. í kvöld á Hressó kl. 22 verða
tónleikar með Risaeðlunni, Fant-
asía mætir, Christine Quoiraud
og Kramhúsamenn sýna tangó.
Á morgun heldur Cruz áfram
gjörning sínum inni á Hressó og
síðar um kvöldið kl. 22 leika Júp-
iters. Bærinn mun síðan iða af lífi
og fjöri á sunnudaginn. Dagskrá-
in hefst kl. 15 úti við en inni á
kaffihúsinu kl. 16, auk þess er
enn boðið upp á fjölbreytta dag-
skrá síðar um kvöldið.
Umsjónarmenn 17:17 eru Be-
nóný Ægisson og Sigurður G.
Sigurðsson. Uppákomur verða í
bænum og inni á Café Hressó á
meðan Listahátíð stendur til 16.
þessa mánaðar. BE
Hólaskóli Hólum Hjaltadal
Brautarskipt * búnaðarnám
Okkar sérgreinar
Að skilja
og þýða
Fjórtánda ráðstefna norrænna
mannfræðinga verður haldin nú
um helgina í Reykjavík. Tema
ráðstefnunnar er „að skilja og
þýða“. Mannfræðin er í eðli sínu
að glíma við þýðingarvanda þar
sem hún freistar þess að varpa
ljósi á framandi samfélög. Mann-
fræðingar eru þó ekki á einu máli
um þýðingarvandann. Sumir
halda því fram að þýðing sé nán-
ast óhugsanleg en aðrir benda á
að það sé sífellt verið að þýða og
verði ekki betur séð en fólki verði
nokkuð ágengt.
Nokkrir heimsfrægir mann-
fræðingar munu flytja fyrirlestra
á ráðstefnunni m..a. Levon
Abrahamian frá Armeníu, Tim
Ingold frá Englandi, Rayna Rapp
frá Bandaríkjunum, Anna Lena
Siikala frá Finnlandi, Dan Sper-
ber frá Frakklandi og Unni Wik-
an frá Noregi.
Ráðstefnan fer fram í Odda í
Háskóla íslands og hefst kl. 9 á
morgun, laugardag en lýkur mán-
udaginn 11. júní.
Skógardagur í
Hafnarfiröi
Skógardagur Skógræktarfélags
Hafnarfjarðar verður á morgun,
iaugardaginn 9. júní. Safnast
verður saman í Gróðrarstöðinni
við Hvaleyrarvatn kl. 13 og plant-
að út aspartrjám. Síðan verður
m.a. gengið um nokkrar land-
nemaspildur undir leiðsögn land-
nema og fræðst af þeim um
reynslu þeirra í ræktuninni.
Skógræktarfóik er beðið að mæta
vel og stundvíslega.
Fiskeldi - fiskrækt - hrossarækt
reiðmennska - almenn búfjárrækt
Viltu veröa bóndi morgundagsins?
Hefurðu áhuga á hrossarækt og reiömennsku?
Er fiskeldi eða nýting veiði í ám og vötnum eitthvað fyrir þig?
Hyggir þú á framhaldsnám í búfræði, hrossarækt, fiskeldi, fiskrækt?
Veldu Hóla!
Lifandi starfsnám á fögrum, friðsælum stað!
Valgreinar m.a.:
Skógrækt
Heimilisfræði
Hestamennska
Sportveiði
Garðrækt
Loðdýrarækt
Námstíminn er 2 ár - 4 annir
Inntökuskilyrði lágmark:
Grunnskólapróf
1 árs starfsreynsla
Aldur: 17 ár
Aukið nám veitir aukin réttindi:
Komir þú inn með 65 einingar eða meir frá öðrum skólum áttu
möguleika að Ijúka framhaldsskólaprófi sem veitir rétt til náms á
sérhæfðum brautum háskólastigs.
Stúdentspróf eða hliðstæð menntun:
Námstími við skólann 1.5-2 ár.
Góður undirbúningur fyrir sérhæft háskólanám.
Stefnt er að tæknanámi við skólann næsta haust. Fyrst í fiskeldi,
fiskrækt, hrossarækt og almennum búrekstri.
Kröfuharðir nemendur velja Hóla!
Umsóknarfrestur til 10. júní Hólaskóli Hólum í Hjaltadal
Takmarkaður nemendafjöldi 551 Sauðárkrókur
Sími 95-35962
12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ