Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Page 6
6
FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995
Neytendur
Bifreiðaskoðun íslands keppir ekki á jafnréttisgrundvelli:
Hægtaðlækka
verðið enn meira
- segir Bergur Helgason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar hf.
Mosfellsbær,
nærri hesthúsabyggð
móttöku- og
flokkunarstöð
Gylfaflöt,
austan göm/u
Gufuneshauganna
Artúnshöföi,
w'ð Sævarhöföa rðc
Breiöholt,
í Seljahverfi sunnan
Breiöholtsbrautar
Kópavogur,
við Daiveg
Gámastöðvar
„Það er alveg Ijóst að á meðan Bif-
reiðaskoðun íslands hefur einkaleyfi
á nýskráningum og breytingarskoð-
unum og á meðan þeir sitja einir að
eigendaskiptum veröur samkeppnin
í þessari grein ekki á jafnréttisgrund-
velli. Eigendaskipti bifreiða kostar
jafn mikið og jafnvel meira en skoð-
un og BSKÍ er með tvær stúlkur sem
sinna þessu með einni tölvufærslu
og því að senda gögn í pósti. Þama
eru þeir að taka inn um 140 milljónir
í tekjur á ári út á einokun (skv. upp-
lýsingum frá BSKÍ voru 59 þúsund
eigendaskipti skráð 1994 og hvert
skipti kostar 2.400 krónur. - Athuga-
semd blm.). Það er þetta sem okkur
svíður og við erum sannfærðir um
að hægt væri að lækka verðið tölu-
vert til neytenda með því að afnema
einokun Bifreiðaskoðunar íslands
algerlega," sagði Bergur Helgason,
framkvæmdstjóri Aðalskoðunar hf.,
í samtah við DV. Bergur fuhyrti við
DV að síðan einokun á almennri
skoðun heíði verið afnumin hefði
verðið á þessari þjónustu lækkað um
20 prósent.
Reka ökutækjaskrá
„Bifreiðaskoðun rekur ökutækja-
skrána og með henni hefur hún for-
skot á okkur því við höfum aðeins
aðgang til þess að fletta upp í henni.
Þar er hins vegar hægt að fletta upp
á öllum óskráðum ökutækjum á
ákveðnu svæðum og senda til-
boðsbækhng. Þar fyrir utan nýtir
Bifreiðaskoðun sér það að við meg-
um skrá tengibúnað bifreiöa um leið
og þær koma í skoöun en þurfum að
senda henni upplýsingamar til þess
að hún geti fært það inn í tölvukerf-
ið. Bifreiðaskoöun sendir síðan um-
ræddum bifreiöaeigendum skráning-
arskírteini þar sem fram kemur að
búnaöur bifreiðarinnar sé sam-
þykktur. En með skráningarskír-
teininu sendir hún auglýsingabækl-
ing yfir ástandsskoðun. Þannig notar
hún skráningarhlutann, sem hún
hefur einkaleyfi á, til þess að auglýsa
hina starfsemina og notar til þess
póst sem við biðjum hana að senda,“
segir Bergur.
Bergur segir Samkeppnisstofnun
hafa ályktað um aö samkeppnisstaða
skoðunarfyrirtækja sé mjög ójöfn en
ráðamenn hafi ekki enn séð ástæðu
th þess að taka þau tilmæli til athug-
unnar.
Aðskilinn rekstur
„Ökutækjaskráin er algerlega að-
Meö afnámi einokunar Bifreiöaskoðunar íslands hf. á bifreiöaskoðun hefur verð á þeirri þjónustu lækkað um
20%. Spurningin er hvort hægt sé að lækka kostnaðinn enn frekar og afnema einokunina alveg. DV-mynd JAK
skhin öðrum rekstri þannig að alger-
lega er farið eftir samkeppnisreglum.
Það er ekki hægt að hafa samkeppni
um þessa skrá og ljóst er að einhver
einn þarf að sjá um hana. Rekstur
Ökutækjaskrárinnar er mjög dýr en
auðvitað gæti einhver annar en Bif-
reiöaskoðun séð um hann líkt og ein-
hver annar en Hagstofan gæti haldið
utan um þjóðskrána. Það hafa ahir
sama aðgang að Ökutækj'askránni
hjá SKÝRR,“ sagði Karl Ragnarsson,
framkvæmdastjóri BSKÍ. Karl sagði
að sér fyndist gagnrýni Aðalskoðun-
armanna vera loðin og villandi en
hklega beindist hún að því að þeir
vildu fá að annast svokahaða sér-
skoðun og í raun væri sjálfsagt að
þeir fengju það. Þeir þyrftu bara að
fá heimhd í lögum til að fá fagghd-
ingu.
„Það er rétt að verð á skoðun hefur
lækkað en með því hafa þær tekjur
okkar minnkað sem fóru í það að
greiða niður verð á bifreiðaskoðun-
um úti á landi. Við sinnum skoðun-
arþjónustu úti á landi og ég fagna
því ef rétt er að aðrir séu thbúnir til
þess að taka þátt í þeim kostnaði sem
því fylgir," sagði Ragnar. -sv
Gambaspilpil:
Heitar rækjur
- léttur forréttur frá Spáni
Á Spáni er rétturinn borinn fram
á litlum, flötum leirdiskum og þeir
sem eiga eldfasta diska geta mat-
reitt á þeim. Undirbúa má réttinn
fyrirfram.
500 g smá djúphafsrækja í skel eða
venjuleg rækja
3 hvítlauksrif, söxuð
1 sterkur belgpipar, grófsteyttur
salt
3 msk. ólífuolia
Skelflettið rækjuna, takið burt
dökku rákina í miöjunni og þerrið
þær. Setjið þær á 6 htla, eldfasta
diska og bætið við hvítlauk, belg-
pipar, salti og ólífuolíu. Látið rækj-
umar bíða þannig kryddaðar í 2
klst., eða lengur ef svo ber undir.
Hitið ofninn í 240° og hafið rækj-
urnar í ofninum í 5 th 10 mínútur.
Einnig má matreiða þær ofan á
eldavéhnni við háan hita. Berið
réttinn fram brennheitan.
Uppskriftin er úr nýrri bók íslenska
kiljuklúbbsins, 100 góðir réttir frá
Miðjarðarhafslöndum, eftir Diane
Seed.
Námsmaður utan af landi:
Losnaðiekki
við ruslið
- verkstjóri hjá Sorpu svarar
„Karlmaður hafði samband við
neytendasíðuna í gær og sagðist eftir
flutning utan af landi hafa reynt að
losa sig við fuhan bíl af pappakössum
á föstudagskvöldi. Það hafi ekki tek-
ist og hann hafi þurft að geyma rusl-
ið til morguns, farið þá aftur að
Sorpu í Ánanausti, aftur komið að
lokuðu hliði og því þurft að stelast í
gám við fyrirtæki þar rétt hjá. Hann
vildi vita hvort ekki væri hægt að
losna við rusl nema á skrifstofutíma.
„Þaö er hvergi opið á vetuma á
gámastöðvum á kvöldin eftir 19.30
en við opnum þær kl. 12.30 alla daga.
Fólk verður því bara að geyma rusl
th morguns ef það er að vinna eins
og þessi maður,“ sagði Ásmundur
Jónsson, verkstjóri hjá Sorpu. Hann
sagði að reynt heíði verið aö hafa
opið til 10 á kvöldin en það hefði
ekki svarað kostnaöi. Aðspurður
hvort ekki mætti hafa gáma sem fólk
gæti gengiö að allan daginn sagði
Ásmundur að þá yrði alls konar rusli
hent í sama gáminn og það vildu
þeir forðast.
„Við erum að reyna að flokka þetta
allt saman og reynslan hefur sýnt
okkur að fái fólk frjálsan aðgang að
þessum gámum eru þeir fylltir af
hverju sem er og síðan fer fólk að
henda ruslinu til hhðar við þá. Við
erum bara ekki lengra komin í rusla-
menningunni,“sagðiÁsmundur. -sv
Við Ananaust
RPA
Miöhraun 20,
á mörkum Garöabæjar
og Hafnarfjaröar
á höfuðborgarsvæðinu
dv
Ný matreiðslubók:
100 góðirréttir
frá Miðjarðar-
hafslöndum
íslenski kiljuklúbburinn hefur
sent frá sér nýja matreiðslubók
eftir Diane Seed sem kallast 100
góðir réttir frá Miðjarðarhafs-
löndum. í bókinni eru hundrað
uppskriftir frá ýmsum Miðjarð-
arhafslöndum, súpur, brauð,
pasta- og hrísgrjónaréttir. Áður
hafa komið út eftir sama höfund
bækumar 100 góðar pastasósur
og 100 góðir ítalskir réttir. Helga
Guðmundsdóttir þýddi bókina
sem er 127 blaðsíður. Hún kostar
890 krónur.
Bókin er sögð einfold í notkun,
skrifuð jafnt fyrir byrjendur í
matargerö og lengra komna, og
að leiðbeina fólki hvernig best sé
að nýta hið ljúffenga hráefni seip
réttir frá Miðjarðarhafslöndum
byggjast á: óhfuolíu, tómata, hvít-
lauk, fisk og ýmiss konar græn-
meti og kryddjurtir.
Vínberið á Laugavegi:
Selurbláber
og krækiber
Á neytendasíðu DV á þriðjudag
var fjallaö um berjauppskriftir
og auglýst var eftir stöðum sem
selja þau. Logi Helgason í versl-
uninni Vínberinu á Laugavegi
hafði samband viö blaðið og vhdi
koma því á framfæri áð verslun
hans væri að selja ber. Hann
sagði þau vera á mismunandi
verði eftir því hvort þau væra
handtínd, tínutínd eða hvaðan af
landinu þau kæmu. Tínutínd að-
albláber kosta 998 kr. kg og
handtínd aðalbláber og bláber
kosta um 1.400 kr. kg. Krækiber
kosta 250 kr. í eins kílóa pakkn-
ingum og 5 kílóa pakkning kostar
1.195. Logi sagðist telja að nú færi
hver að verða síðastur að ná sér
í ber.
Slátur í
Miðvangi
Slátursala er nú víða hafm af
fullum krafti og sums staðar er
hún rétt aö fara í gang. í Mið-
vangi í Hafnarfirði vhdu menn
koma því á framfæri, í kjölfar
fréttar hér á síðunni á þriðjudag,
að þeir seldu slátur í lausu, fólk
væri ekki bundið af því að kaupa
ákveðinn fjölda, og slátrið kostaði
489 krónur.
Póstur og simi:
Hækkun
gjaldskrár
Þann 1. ágúst sl. breyttist gjald-
skrá Pósts og síma. Einn er sá
liður sem neytendur gera sér oft
á tíðum ekki grein fyrir hvað
kostar og það er sá kostnaður sem
fylgir því að hringja í boðtæki.
Fyrir gjaldskrárbreytinguna var
aðeins borgað fyrir þann tíma
sem tók að hringja. Eitt skref tek-
ur tólf sekúndur og á þeim Hma
er hægt að hringja í boðtæki. Nú
er búið að fastsetja þriggja skrefa
gjaid fyrir hvert sinn sem hringt
er í þessi htlu nytjatól. Skrefið
kostar 2,67 krónur.
Einkaboðtækin
dýr
Þeir sem fá sér svoköhuð einka-
boðtæki Pósts og síma borga að-
eins 1.600 krónur í skráningar-
gjald en síðan ekkert ársfjórð-
ungslega eins og títt er með aðra
sem hafa boðtæki. Hins vegar
þurfa þeir sem hringja í þessu
merku tæki að borga tólf skref
fyrir hvert skipti, 32,04 krónur.
Rétt er að fólk geri sér grein fyrir
þessuáðurenhringteríþau. -sv
-