Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif©ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Hörmungarsaga Vonandi veröa dapurleg örlög Kjötframleiðenda hf., þess félags sem bændur stofnuðu fyrir rúmu ári til að hefla sölu á íslensku kjöti til útlanda, öllum þeim bjart- sýnismönnum víti til vamaðar sem halda að það sé ein- falt mál að koma íslenskri landbúnaðarframleiðslu í stór- um stíl á erlenda markaði. Það var á vordögum í fyrra að stofhað var til fyrirtæk- isins af búgreinafélögum kúabænda, sauðfjárbænda og hrossabænda. Fyrsta verkefnið var að knýja fram hækk- un á verði nautakjöts með því að kaupa það í stórum stíl og taka þannig af markaðinum. í þessu skyni keypti fyr- irtækið um 340 tonn af nautakjöti á síðari hluta ársins 1994 og kom því fyrir í frystigeymslum. Eins og DV skýrði frá fyrir skömmu eru um tveir þriðju hlutar þessa nautakjötsflalls, eða um 240 tonn, enn í frystigeymslun- um og liggja þar að sumra mati undir skemmdum. Kjötframleiðendum tókst það ætlunarverk sitt með þessum afskiptum af markaðinum að knýja fram veru- lega hækkun á verði nautakjöts á innanlandsmarkaði vegna minnkandi framboðs. íslenskir neytendur fengu rækilega að finna fyrir þeirri verðhækkim strax síðast- liðinn vetur. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, orðaði það svo í DV á sínum tíma að þetta minnkandi framboð væri eingöngu til komið vegna þvingunaraðgerða samtaka bænda. Það tókst hins vegar ekki eins vel til með síðari hluta áætlunarinnar, það er að hefja verulegan útflutning á ís- lensku nautakjöti - þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar fyrirfram um mikla möguleika íslendinga í því efni. Far- ið var í að úrbeina nokkum hluta nautakjötsbirgðanna og senda um tíu tonn af sérstaklega innpökkuðum nauta- steikum til Bandaríkjanna. Hrakfallasaga þeirrar sölu- mennsku kemur skýrt fram í skýrslu um starfsemi Kjöt- framleiðenda hf. sem lögð var fram á nýlegum aðalfundi kúabænda. Upphaflegar merkingar á steikunum voru til dæmis rangar og þurfti því að breyta þeim. Hver inn- pökkuð steik var nokkru léttari en til stóð og þurfti því að vigta allt kjötið og merkja það upp á nýtt. Og þegar kjötið komst loks á markað þótti það frekar seigt. Jónas Þór kjötverkandi orðaði það svo í viðtali við DV að „öil púðurskot kúabænda á undanfórnum misserum hafa verið á kostnað íslenskra neytenda. Þessi skot hafa verið mörg, stór og kostnaðarsöm.“ Þótt bændur tali sjálfir um að þessi útflutningur til Bandaríkjanna hafl verið „stórkostlegur áfangi fyrir bændur“, eins og það heitir í áðurnefndri skýrslu, er ljóst að hér var um misheppnaða aðgerð að ræða enda hefur útflutningnum verið hætt. Torfi Jónsson, slátur- hússtjóri Hafnar-Þríhymings á Hellu, sagði í viðtali við DV á dögunum að þessi útflutningur til Bandaríkjanna hefði verið „alveg grátlegt dæmi um hvernig ekki á að standa að markaðssetningu kjöts. Menn eru alltaf svo stórtækir. Þetta er eins og ef fugláskytta færi út með haglabyssu til að skjóta snjótittlinga.“ Það sem bændur höfðu hins vegar upp úr þessum að- gerðum var fyrst og fremst að hafa óeðlileg áhrif á inn- anlandsmarkaðinn og knýja með þeim hætti fram veru- lega verðhækkun á nautakjöti til íslenskra neytenda. Og í kjötgeymslum framleiðenda bíða enn um 240 tonn af ársgömlu nautakjöti sem hefðu auðvitað átt að koma á innanlandsmarkað síðastliðinn vetur. Þetta kjöt er nú orðið að gamalli og þar af leiðandi mun lakari vöru. Vitið þér enn, eða hvað? Elías Snæland Jónsson Hinn 14. júní 1993 gaf Al- þjóðadómstóllinn í Haag út op- inbera fréttatilkynningu um að hann hefði fellt úrskurð í deilu Danmerkur og Noregs um botnsgrunns- og veiðiréttindi á svæðinu milli Grænlands og Jan Mayen. - Sjá meðfylgjandi mynd. Miðlínu hafnað Dómstóllinn fjallaði aðeins um veiðiréttindi á loðnu. Þar sem strandlengja Græn- lands er um nífalt lengri (þótt hún sé óbyggileg og lokuð af ísi mestan hluta ársins. ÖÁ.) en strandlengja Jan Mayen kemur ekki til greina að nota miðlínu milli landanna. Línan verður aö liggja nær Jan Mayen, segir dómstóllinn. Danmörk gerði kröfu um viðurkenningu á 200 mílna fiskilögsögu frá Græn- landi en Noregur um miðlínu. Hvorutveggja var hafnað af dómstólnum. Af þessu leiðir að 200 mílna fiskilögsögu hefir ver- ið hafnað við Jan Mayen, bæði í átt til Grænlands og til ís- lands. Loðnusamningurinn milli ís- lands og Noregs frá 1980 viður- kenndi 200 mílna fiskilögsögu íslands í átt til Jan Mayen, sem jafnframt er viðurkenning á að Jan Mayen hafi ekki slíka lög- sögu. Þessa samningsákvæðis 10° V 10° V Noregshaf Jan Mayen íslandshaf ‘Kolbeinsey Alþjóðadómstóllinn í Haag: Jan Mayen er getið í dómi Alþjóöadómstólsins og það þannig viðurkennt af hon- um. Miðlínu er hafnaö við Jan Mayen, bæði í átt til íslands og til Grænlands. Athygli vekur að á uppdrættinum er Grænlandshafið nefnt Danmerkursund og hafið NA af íslandi er nefnt Norska hafið. Ekkert íslandshaf er til hjá Al- þjóðadómstólnum. Varðandi efnahagsleg rök eða byggðir segir í dómnum: „Réttur- inn ályktar því að við ákvörðun markalínu í þessu tilfelli sé ekki ástæða til að taka tillit til eðlis tak- markaðrar byggðar á Jan Mayen eða hagrænna þátta byggða sem hafi áhrif á þessar aðstæður.“ í framhaidi af þessari staðhæfingu, sem er í algjörri andstööu við við- urkenndar reglur hafréttarins nú, býr dómstóllinn síðan til uppdrátt þann sem lagður er til grundvallar úrskurðinum. Um þétta segir Fischer, sérskipaður -ad hoc- dóm- ari, að úrskurðurinn sé „tilbúning- ur og án grundvöllunar í alþjóða- lögum.“ Ráðherra undrast Þetta er sá grundvöllur, sem Norðmenn byggja reglugerð sína um 200 mílna lögsögu á, bæði við Jan Mayen, Svalbarða og Bjarnar- ey. Utanríkisráðuneytið og fiski- ráðuneytið hér hafa ekki haft fyrir því að kynna landsmönnum þenn- an veika grundvöll undir yfir- gangsstefnu Norðmanna og sjálfur Kjallarinn Öriundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís dómurinn eða útdráttur hans hefir ekki verið þýddur á íslensku. Þessi ráðuneyti hafa látið nægja að stríðsmennirnir á Þórshöfn færu sínu fram í orði og verki gagnvart Norðmönnum. ísland hefir ekki aðstöðu né vilja til að standa í stríðsleikjum við nágranna sína en verður að halda fram málstað sínum með til- vísun til alþjóðalaga. Það þjónar ekki íslenskum málstað að guggna fyrir ofbeldi Norömanna í Norður- hafinu. Norðmenn vita af veik- leika sínum í stöðunni og þess vegna reyna þeir að afla sér stuðn- ings bæði Rússa og nú síðast með viðræðum við Önnu Bonito, fram- kvæmdastjóra fiskveiða Evrópu- bandalagsins. Viðbrögð íslenzka fiskiráðherrans er að undrast þetta framtak Norðmanna í ís- lenska Sjónvarpinu. Island er að tapa rétti sínum til fiskveiða í Norðurhafinu vegna aðgerðaleysis ráðamanna hér. í séráliti sínu styður Fischer þá skoðun að fiskilögsaga verður að byggjast á nýtingu íbúa viðkom- hvorki við um Jan Mayen né Bjarnarey, sem bæði eru óbyggð eyðisker, eins og Rockall. Það sama ætti einnig að gilda um Sval- barða. Það er kominn tími til að menn geri eitthvað í málunum. Önundur Ásgeirsson. andi lands, bls. 4, 7. mgr. Þetta á „ísland hefir ekki aðstööu né vilja til að L standa í stríðsleikjum við nágranna sína 8 en verður að halda fram málstað sínum með tilvísun til alþjóðalaga.“ Skoðanir annarra A launaskrá hjá Ríkisendurskoðun „Þegar leitað er skýringa á því, af hverju þing- menn dúkkuðu allt í einu upp á launaskrá hjá Rík- isendurskoðun, fást þær engar . . . Það er náttúr- lega grátbroslegt að horfa upp á virðulega þing- menn skammast sín svo fyrir blankheitin - og hræðast svo almenningsálitið - að þeir grípa til því- líkra úrræða. Sorglegast er þó að Ríkisendurskoð- un skuli taka þátt í þessum sóðaskap.“ Úr forystugrein Helgarpóstsins 21. sept. Fjárdráttur í fyrirtækjum „Mýmörg dæmi eru um ,það að fyrirtækjum sé haldið í rekstri og standi skil á sköttum sínum og staðgreiðslu starfsmanna til ríkisins - en trassi að greiða í lífeyrissjóði og til stéttarfélaga. Stundi fjár- drátt með öðrum orðum. í mörgum tilfellum draga þessi sömu fyrirtæki fram úr hófi að standa skil á launum . . . Það er óforsvaranlegt að svíkja við- skiptamenn sína og hið opinbera, en ekki síður al- varlegt að standa ekki skil á greiðslum fyrir vinnu- framlag. Það er sameiginlegur hagur allra, atvinnu- lífs, hins opinbera og launþega." Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 20. sept. Grundvallaratriði hermennsku „Það var alltaf fólgin mótsögn í hugmyndinni „Aldrei her í landinu á friðartímum", því einmitt þá skyldi hann vera þar og undirbúa sig sem kostur er. Honum verður ekki rubbað upp þegar á þarf að halda . . . Þau grundvallaratriði sem í upphafi þarf að skoða og taka afstöðu til áður en íslenskur her yrði stofnaður væru til að byrja með helst rædd af viti hjá Siðfræðistofnun Háskólans ef íslendingar eiga ekki að sitja uppi með umbúðir án innihalds." Jón Sveinsson í Alþbl. 21. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.