Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Qupperneq 4
LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 DV 4 rernr Veiðimannasamfélgið íslenska endurspeglast í óheftu skemmtanahaldi á götunum: Næturklúbbar draga úr átökunum í miðbænum - uppsetning myndavéla og hækkun sjálfræðisaldurs meðal annarra ráða í nýjum tillögum „Það eru flestir sammála um að það sé ekki nógu gott að í miðbænum fari fram um hverja helgi óskipulögð útisamkoma með tilheyrandi látum og slagsmálum," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í Reykjavík og talsmaður for- varnadeildar lögreglunnar, í samtali viö DV. Að mati lögreglunnar eru að jafn- aði tvö til fimm þúsund manns í mið- bænum allar nætur um helgar. Flest eru þetta ungmenni sem annaðhvort hafa verið á skemmtistöðunum fram til lokunar klukkan þrjú eða ungling- ar sem sækja í fjörið í miðbænum. 265 menn barðir Hveija einustu helgi verða átök og oft líkamsmeiðingar. í fyrra skráði lögreglan 265 líkamsárásir í miðbæn- um og vart munu þær verða færri í ár. Viðurkennt er aö mikil bót yrði ef tækist að dreifa mannfjöldanum á fleiri staði og bjóða upp á húsaskjól lengur en til klukkan þijú. Næturklúbbar utan miðbæjarins eru því ein hugsanleg lausn á vand- anum. Lögreglumenn hafa rætt þessa hugmynd í sínum hópi og DV bar hana undir Ómar Smára. Næturklúbbar æskilegir „Þetta er einn möguleikinn til að skapa aðdráttarafl utan miðbæjar- ins,“ sagði Ómar. „Þetta mætti gera til reynslu þannig að heimild yrði veitt til að hafa opið lengur á ákveðn- um stöðum utan miðbæjarins á sama tíma og takmarkað yrði að hafa þar opið. Með góðri samvinnu við rekstraraðila og undir góðu eftirliti gæti þetta heppnast." Hugmyndin er að klúbbar sem þessir geti veriö í úthverfunum en þó ekki í næsta nágrenni við íbúðar- byggö. Næturklúbbar eru þó ekki á dag- skrá hjá yfirvöldum og það eina áþreifanlega sem gert hefur veriö er skipun tveggja framkvæmdanefnda sem eiga að skila tillögum innan tveggja ára - ef það flokkast þá und- ir aðgerðir. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri hefur þrýst á um úrbætur og þegar eru komnar fram tillögur. í fyrsta lagi er ætlunin að setja upp myndavélar á helstu átakastöðun- um, fyrst væntanlega í Austurstræti eöa við Lækjartorg eða á því. Ekkert er þó enn ákveðið hvenær auga fyrstu myndavélarinnar verður beint að vegfarendum. Vélarnar eru til en hugmyndin hefur sætt and- stöðu og ekkert hefur enn orðið úr aðgerðum. Sjálfræðisaldur hækkaður Önnur hugmynd er að hækka sjálf- ræðisaldur úr 16 árum í 18 líkt og þekkist annars staðar á Norðurlönd- unum. Með þvi móti yrði ábyrgð for- eldra aukin og þeir gætu lengur haft eftírlit með börnum sínum. Ómar Smári sagði að sér litist vel á hugmyndina þótt hann hefði verið efins í fyrstu. „Rökin fyrir að hækka sjálfræðisaldurinn liggja eiginlega í augum upp þegar farið er að skoða þau,“ segir hann. „Að vissu marki er verið að vísa ábyrgðinni til for- eldranna en þaö skapar um leið möguleika til að aðstoða foreldra sem eru í vanda. Þetta eykur líka vitund foreldra um hlutverk sitt og þeir fá betra tækifæri tíl að fylgjast með.“ Ómar Smári sagði aö hluti vandans í miöbænum væri einmitt agaleysið og að í höfuborgum nágrannaland- anna væru unglingar ekki úti á göt- Bankastræti/ Ingólfsstræti BK Éú lÉk " Lækartor^^ ^ Hlemmur Ingólfstorg ^Austurstrætl Lækjargata/ Skólabrú Líkamsmeiðingar -fjöldi tilvika - 1990 1991 1992 1993 1994 Líkamsmeiðingar - flokkaöar^ftir dögum - 12 ■ B ^ío ra rti #* # DV um um nætur vegna þess að hug- myndir um uppeldi væru aðrar og sjálfræðisaldurinn settur við 18 ár. Ekki eru þó allir sammála um að lausnin sé að hækka sjálfræðisaldur- inn. Mörgum þykir sem ekki sé tekið tilht tO að aðstæður hjá nágrönnun- um og hér eru ólíkar. Unglingar eru vanir fijálsræði og munu ekki láta foreldra sína loka sig inni. Málsvarar ungliðahreyfmga rísa því að vonum öndveröir gegn þessu og lýsa hug- myndinni sem dapurlegri og furöu- legri. Dapurleg hugmynd „Þessi hugmynd hljómar afskap- lega dapurlega. Þrátt fyrir þá stað- reynd að sumir einstaklingar fari illa með frelsi sitt þá tengist það ekki fæðingarári. Vandi miðbæjarins er ærinn en örugglega ekki einskorðað- ur við þá yngri,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, við DV. Jón Þór Sturluson, formaður Fé- lags ungra jafnaðarmanna, tók í sama streng. „Það er engin lausn á vandanum í miðbænum að færa upp lögræðisald- urinn. Margir þessara krakka, sem sækja miöbæinn, eru undir 16 ára aldri. Þetta er furðuleg hugmynd og stórt mál þar sem þetta er nefnd á vegum borgar og lögreglu sem ræðir málið í alvöru. Þetta er ósanngjamt, gætí komið afskaplega illa út fyrir Ingibjörgu Sólrúnu,“ segir Jón Þór viö DV. Opið á umdeildum tímum Hugmyndir um breytingar á opn- unartíma falla og í grýttan jarðveg hjá veitíngamönnum. Starfshópur sem skilaði skýrslu til borgarstjóra í vor um ástandið í miðbænum og gerði tillögu tíl úrbóta nefnir einmitt þetta atriði. í skýrslu hópsins er bent á tvo möguleika varðandi opnunartíma veitingahúsanna. Annars vegar að veitíngastööunum verði lokað á mið- nætti eða klukkan eitt og þá gert ráð fyrir að næturklúbbar taki við eftir Fréttaljós Gísii Kristjánsson þann tíma. Hinn möguléikinn er að opnunartími veitíngastaða verði fijáls en sett mun strangari skilyrði um staðsetningu, hávaða, aðkomu og rekstur. „Við veitingamenn erum ekki unglingavandamálið í miðborginni," segir Guðmundur Ingi Kristinsson veitíngamaður um hugmyndirnar um skertan afgreiðslutíma. „Það er ekki hægt að leysa þetta vandamál með því aö skerða vinnutíma okkar og það er í raun hrikalegt að heyra talað um það eins og sjálfsagðan hlut að taka af okkur atvinnuna. Það gleym- ist lika að veitingahúsin, og þá eru öll veitingahús í landinu talin með, selja aðeins 10% af öllu áfengi í landinu. Við erum því ekki vandamáliö." Guðmundur benti einnig á að ekki væri heimilt aö veita uaglingum áfengi, þeir yrðu sér úti um það utan veitingastaðanna og mikill meiri- hlutí unglinganna í miðbænum hefðu aldrei inn á staðina komið. Unglingarnir fara inn Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur hefur aðra sögu að segja um.þetta efni í skýrslu tíl borgaryiirvalda um ástandið í miðbænum. Einar segir að könnun sýni aö auðvelt sé fyrir unglinga yngri en 18 ára að komast inn á vínveitngastaði í miðborginni. Einar hefur einnig heimildir fyrir því að unglingamir fá greiða afgreiðslu á áfengi á börunum. Nefnt er sem dæmi að bekkir í menntaskólunum fari oft saman út að skemmta sér og kaupi áfengi með vitund og vilja veitingamannanna. í þessu efni skorti mikið á eftírlit af hálfu hins opinbera og veitíngamenn eru sakaðir um ábyrgðarleysi. í tillögum starfshóps borgarstjóra um úrbætur í miðbænum er þeirri hugmynd velt upp að óneinkennis- klæddir lögreglumenn fari á veit- ingastaðina eins og hveijir aðrir borgarar og fylgist með hvort lög eru brotin. Þetta mun gert í Ósló meö góðum árangri. í hendur sveitarfélögunum Áöumefndur starfshópur vildi einnig að reglur um leyfi til vínveit- inga yrðu hertar og aö endurnýjun leyfanna gengu ekki sjálfkrafa fyrir sig. Þá er mælt með að úthlutun leyfa verði i höndum sveitarfélaganna en ekki lögreglu eins og nú er. Borgin og önnur sveitarfélög gætu þá mótað stefnuna í vínveitingamálum og ráð- ið staðsetningu veitingahúsa. Ann- ars staðar á Norðurlöndunum mun það regla að sveitarfélögin setji regl- ur um vínveitingar og úthluti leyf- um. Þá er það taliö stuðla að betra ástandi í miðborginni ef Austur- stræti er haft opið fyrir bílaumferð alla nóttina því að öðmm kosti er verið að gefa tilefni til mannsafnaðar í strætinu. Fjögur forgangsmál Af tillögum starfshópsins eru flög- ur atriði tekin út sérstaklega og áhersla lögð á þau sem forgangsmál. Þessi atriði em: • Uppsetning myndavéla í Austur- stræti, Lækjartorgi og Lækjargötu. • Aðgerðir löggæslu, félagsmála- yfirvalda og íþrótta og tómstundar- áös til að halda börnum og ungling- um, 15 ára og yngri frá miðborginni. • Markvisst skal stefnt að því að draga úr ásókn unglinga á aldrinum 16 til 19 ára í miðbæinn á næturnar um helgar. • Reglum um hvenær vínveitinga- hús séu opin verði breytt. Það er því greinilegt að hugmyndir um úrbætur eru margar þótt um- deildar séu. Það er og umdeilt hvort ástandið sé slíkt í miðbænum að óviðunandi teljist. Fólk vill fara út að skemmta sér og það mun og vani íslendinga að gera það með nokkrum látum. Veiðimannasamfélag Einn viðmælenda blaðsins sagði að á íslandi væri enn veiðimannasamfé- lag þar sem fólk væri vant að gera hlutina í skorpum, einnig þegar kæmi að skemmtunum. Ástandinu í miðborg Reykjavíkur væri því ekki svo auðvelt að breyta nema breyta sjálfu þjóðfélaginu. Uppeldisfræðingar benda oft á að ís- lensk börn ganga meira sjálfala en gerist meðal barna og ungmenna í nágrannalöndunum. Þegar mann- söfnuður er í miðborgum erlendra stórborga er fólkið yfirleitt eldra en hér gerist. Þá er á það bent að alvarlegir glæp- ir eru færri í Reykjavík en þekkist í höfuðborgum flestra annarra landa. Unglingarnir eru úti um nætur með hávaða og læti en réttnefndir glæpa- menn eru fáir. Þetta styðst líka við þá staðreynd að flest málin sem upp koma í mið- bænum eru vegna ryskinga og upp- lýsingar frá lögreglu benda til að al- varlegum afbrotum fækki þótt skráð- um málum vegna líkamsmeiöinga flölgi. Spurning um áhuga og vilja Vandamálin í miðbænum eru því vissulega fyrir hendi en ástandiö er ekki eins grábölvað og oft er látið í veðri vaka. „Þetta er ekkert neyðarástand en samt þarf að gera eitthvað til að bæta ástandið og koma í veg fyrir átök í miðbænum," segir Ómar Smári. „Árangur í þeim efnum fer mikið eftir vilja og áhuga almenn- ings. Aðalatriðið er að skoða alla möguleika til að koma til móts við vilja fólksins. Það á ékki að útiloka að fólk geti skemmt sér en skemmt- unin verður þá líka að fara sóma- samlega fram,“ sagði Ómar Smári. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.