Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Page 10
10
LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 JLj"V
Gerðu rannsókn á kynlífi ungs fólks:
Karlar hafa meiri kynlífs
löngun en konur
- samkvæmt svörum fjögur hundruð háskóla- og framhaldsskólanema
„Okkur langaöi að skoða mál
tengd unglingum, sérstaklega sjálfs-
mynd unglinga. Síðan þróaðist það í
kynlíf ungs fólks og hvernig sjálfs-
virðing og líkamsímynd tengdust
því. Hópurinn var þó heldur eldri
en við ætluðum í fyrstu en það var
til að fá úrtak sem líkast til hefði
einhverja kynlífsreynslu,“ segir
Andrea Dofradóttir sem ásamt Mar-
gréti Kristjánsdóttur, gerði BA
rannsókn á 400 manns í framhalds-
skólum og Háskóla ísland um kyn-
líf, sjálfsvirðingu og líkamsímynd
og tengslin þar á milli. Könnunin er
BA-verkefni þeirra í sálfræði í Há-
skóla íslands undir leiðsögn dr.
Friðriks H. Jónssonar og dr. Þorláks
Karlssonar.
„Fólkið í könnuninni var á aldr-
inum sextán ára til þrítugs,“ segir
Andrea. „Það reyndist ekkert erfitt
að fá fólk til að svara spurningun-
um. Við sóttum um leyfi til tölvu-
nefndar og leyfið var veitt gegn því
að könnunin yrði nafnlaus og
ómerkt umslag fylgdi með spurn-
ingalistanum. Síðan fórum við í
skólana og báðum fólk að svara. Það
gekk mjög vel. Meðal annars fórum
við inn á fyrirlestur í Háskólabíói
og fengum nemendur til að svara
spurningunum í lok tímans. Reynd-
ar átti kvikmyndasýning að hefjast i
salnum um flmmleytið og því var
tíminn naumur. Það endaði með því
að dyravörður bíósins þurfti að reka
mannskapinn út en fólkið fór ekki
fyrr en það var búið að svara öllum
spurningunum. Við fengum því
mjög jákvæð viðbrögð hjá þeim sem
tóku þátt í rannsókninni.“
Sjálfsvirðing
tengist kynlífsvirkni
„Þar sem úrtakið er aðeins fjögur
hundruð manns getum við ekki al-
hæft um niðurstöðumar en könnun-
in gefur ákveðnar vísbendingar,“
segir Andrea.
„Það sem kom okkur kannski
mest á óvart í niðurstööunum var
að við gerðum ráð fyrir að líkamsí-
mynd hefði meiri áhrif á virkni í
kynlifi. Við mældum virknina í
kynlífi með fjölda rekkjunauta og
aldur við fyrstu kynmök. Líkamsí-
mynd tengist ekki kynlífsvirkni en
sjálfsvirðing gerir það aftur á-móti
sterkt.“
Andrea segir að þær Margrét hafi
haft ýmsar rannsóknir til grundvall-
ar könnuninni. „Okkar könnun er
þó fjölbreytilegri. Við lögðum
áherslu á líkamsímynd og sjálfsvirð-
ingu, tengsl við vini, fjölskyldu og
ættingja. Einnig spurðum við um
áfengisnotkun í sambandi við kyn-
líf, um sjálfsfróun, viðhorf og róm-
antíska þætti. Það kom t.d. í ljós að
konur eru rómantískari í hugmynd-
um sínum um kynlíf en karlar. Þær
eru líka opnari að ræða kynlíf. Hins
vegar virðast karlar hafa meiri kyn-
lífslöngun, þeir eiga fleiri rekkju-
nauta og stunda frekar sjálfsfróun.
Karlmenn hafa ekki eins afgerandi
afstöðu til kynlífs t.d. um vændi og
framhjáhald. Þeim fannst reyndar
rangt að stunda vændi og framhjá-
hald en konum fannst það almennt
mjög rangt. Þá kom í ljós að karlar
voru neikvæðari gagnvart samkyn-
Andrea Dofradóttir, nemi í sálfræði-
deild Háskóla íslands, gerði könnun
á kynlífshegðun ungs fólks á ís-
landi. Könnunin var BA-verkefni
hennar og Margrétar Kristjánsdótt-
ur. DV-mynd GVA
hneigðu fólki heldur en konur. Það
mætti því álykta sem svo að konur
hugsi meira um tilfinningalegu
þættina sem tengjast kynlífi. Það
má segja að könnunin sýni að það
eru ólíkir þættir sem liggja til
grundvallar kynlífi karla og
kvenna.“
Öðruvísi könnun
Andrea er að ljúka sálfræði í Há-
skóla íslands og starfar á unglinga-
sambýli en Margrét er í doktors-
námi í Bandaríkjunum. Að sögn
Andreu er það nokkuð algengt að
nemendur vinni saman að rann-
sóknum fyrir BA-ritgerð í sálfræði.
„Það var hins vegar algengara áður
fyrr að einn nemandi skrifaði heim-
ildarritgerð en nú er þetta oft sam-
vinna milli tveggja nemenda ef um
rannsókn er að ræða.“
Andrea segir að þær kynlífskann-
anir sem gerðar hafa verið séu með
tilliti til áhættuþátta eins og al-
næmi. í þessari könnun er meiri
áhersla lögð á sálfræðiþáttinn eða
eins og segir í inngangi verkefnis-
ins: „Rannsóknir á kynlífi hafa flest-
ar verið gerðar í þeim tilgangi að
kortleggja kynlíf eða til að kanna
áhættuhegðun sem getur leitt til
kynsjúkdóma og ótímabærrar þung-
unar. Aftur á móti hefur minna ver-
ið gert af því að rannsaka tengsl
kynlífs við sálfræðilega þætti á borð
við sjálfsvirðingu og líkamsímynd.
Ekki er ólíklegt að andleg líðan og
sjálfsmynd hafi áhrif á kynlíf. Sýnt
hefur verið fram á að lítil sjálfsvirð-
ing hefur fylgni við ýmiss konar
áhættuhegðun, eins og t.d. flkni-
efnanotkun, ofdrykkju, afhrotahegð-
un og áhættusamt kynlíf. Líkamsí-
mynd tengist sjálfsvirðingu og hafa
rannsóknir sýnt að líkamsímynd
hefur áhrif á kynlíf.“
Meðalaldur fyrstu
kynmaka 16 ár
Samkvæmt könnun Andreu og
Margrétar, sem ætti að gefa ein-
hverja vísbendingu, höfðu konur að
meðaltali minni sjálfsvirðingu held-
ur en karlar. íþróttaiðkun var meiri
hjá körlum en konum en konumar
töldu sig frekar þurfa aö grennast.
Þess ber að geta að úrtakið í
könnuninni var aðeins 400 manns.
Rúmlega 15% þeirra sem svömðu
höfðu aldrei haft kynmök og vom
karlar þar tveir af hveijum þremur.
Meðal þeirra sem höfðu haft kyn-
mök var meðalaldur við fyrstu kyn-
Margrét Kristjánsdóttir vann að kyn-
lífsrannsókninni með Andreu en
hún er nú í doktorsnámi í Bandaríkj-
unum.
mök 16 ár og 2 mánuðir. Ekki reynd-
ist munur á meðalaldri kynja við
fyrstu kynmök en munur var á með-
alaldri rekkjunauta kynjanna við
fyrstu kynmök. Hjá konum var með-
alaldur fyrsta rekkjunautar 18 ár og
2 mánuðir en hjá körlum var meðal-
aldur fyrsta rekkjunautar 16 ár og 2
mánuðir.
Sjö til átta rekkjunautar
Ástæða fyrstu kynmaka reyndist
ólík meðal kynja. Algengasta ástæða
karla reyndist vera forvitni en önn-
ur algengasta ástæðan að þeir vildu
missa sveindóminn eða að þeir hafi
verið undir áhrifum áfengis eða
annarra vímuefna. Algengasta
ástæða kvenna var forvitni en
einnig að þær hafi verið ástfangnar.
Önnur mikilvægasta ástæða kvenna
fyrir fyrstu kynmökunum var að
þau hefðu virst eðlileg framvinda í
samskiptunum.
Stærsti hópurinn eða 33,8% var
hvorki ánægður né óánægður með
sín fyrstu kynmök. Tæplega helm-
ingur eða 47% var undir áhrifum
áfengis eða annarra vímuefna við
fyrstu kynmök og einungis 15%
höfðu skipulagt þau. Þeir sem ekki
voru undir áhrifum áfengis voru
ánægðari með fyrstu kynmökin en
hinir. Einnig var munur á sjálfs-
virðingu kvenna sem höfðu verið
undir áhrifum áfengis eða annarra
vímuefna við sín fyrstu kynmök og
þeirra sem voru alsgáðar.
Fjöldi rekkjunauta var að meðal-
tali sjö til átta hjá þeim sem höfðu
þegar haft kynmök en helmingur
þeirra 50% hafði þó aðeins sofið hjá
einum til fjórum og 5% hafði átt
fleiri en 20 rekkjunauta.
Af þeim sem höfðu haft kynmök
höfðu einungis 8% aldrei verið í
fóstu sambandi en af þeim sem
höfðu verið á fóstu höfðu 85,6% ver-
ið í einu til þremur samböndum. Af
þeim sem höfðu haft kynmök höfðu
25,3% aldrei haft skyndikynni,
34,4% haft ein til tvenn skyndikynni
og 12,8% höfðu haft þrenn til fem
skyndikynni. Um 10% höfðu haft
fleiri en tíu skyndikynni.
Karlar stunda
frekar sjálfsfróun
Rúmlega 30% svarenda stunduðu
ekki sjálfsfróun en hlutfall kynj-
anna var þarna gjörólíkt. 47%
kvenna stunduðu ekki sjálfsfróun
en einungis 19% karla. Karlar fró-
uðu sér að meðaltali u.þ.b. einu
sinni í viku en konur tvisvar til
þrisvar í mánuði. Konur sem fróuðu
sér höfðu meiri sjálfsvirðingu en
konur sem gerðu það ekki.
Langflestir þátttakendur eða
85,0% mátu eigin kynlífsframmi-
stöðu fremur góða eða í meðallagi.
Einnig reyndust flestir vera fremur
ánægðir með kynlíf sitt en þó var
þar munur á milli karla og kvenna.
Konur eiga erfiðara með að fá full-
nægingu en karlar og veldur því
senniiega minni virkni þeirra í kyn-
mökum samanborið við rekkjunaut
því að þær fá síður fullnægingu en
ef þær eru virkari.
í samantekt þeirra Andreu og
Margrétar kemur fram að niður-
stöður sýni að ólíkir þættir liggi til
grundvallar kynlífi karla og kvenna.
Sjálfsvirðing virðist hafa mun
meira vægi í kynlífsvirkni og kyn-
lífsánægju karla en kvenna. í við-
horfum til kynlífs virðist einnig
vera skýr kynjamunur þar sem kon-
ur virðast fremur meta kynlífssam-
skipti á grundvelli tilfmninga en
karlar á grundvelli líkamlegrar at-
hafnar.
Svo virðist vera að algengt sé að unglingar hér á landi byrji aö stunda kyn
líf sextán ára.