Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Page 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsíngar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Apabúrið hreinsað Borgarstjóri og lögreglustjóri Reykjavíkur hafa tekiö saman höndum viö að reyna að hreinsa apabúrið, sem myndast oft að næturlægi í miðbæ Reykjavíkur, er valtrandi, slefandi, gargandi, ælandi og berjandi lýður ráfar þar um og telur sig vera að skemmta sér ærlega. Þótt næturlífið hér sé aðeins brot af næturlífi ýmissa erlendra borga að magni og tíma, tíðkast bara hér, að fólk afklæðist persónuleikanum alveg á almannafæri. Til dæmis er næturlíf margfalt fjölmennara í Madríd og stendur lengur fram á morgun, án slikra vandræða. Munur íslendinga og margra annarra vestrænna. þjóða á þessu sviði, er, að hér er algengast, að fólk kunni ekki með áfengi og önnur fíkniefni að fara. Ann- ars staðar heldur fólk ráði og rænu og er umhverfi sínu ekki til ama, en hér hljótast af leiðindi og lögbrot. Lögreglan í Reykjavík er nú loksins búin að viður- kenna, sem hún hefur hingað til staðfastlega neitað, að afbrotum fer ört fjölgandi í miðbæ Reykjavíkur. í til- efni af samstarfinu við borgarstjóra hefur lögreglu- stjóri nú lagt fram óyggjandi tölur um einmitt þessa aukningu. í leiðurum þessa blaðs hefur áður verið lagt til, að lögreglan í Reykjavík gegni skyldu sinni og hreinsi miðbæ Reykjavíkur af ófögnuðinum, sem er að verða að einu helzta einkennistákni borgarinnar. Þetta gerðu víkingasveitir lögreglunnar í Amsterdam fyrir löngu. Hér fá rónar hins vegar að gefa tón miðbæjarbrags- ins. Á daginn einkennist Austurvöllur og nágrenni vín- búðar Austurstrætis af gömlum rónum og á nóttunni einkennist aUt Austurstræti af ungum rónum. Áfengis- vandinn er tU sýnis á sjálfum miðpunkti íslands. En nú á að fara að stíga fyrstu skrefin tU að breyta þessu. Lögreglumenn ætla að byrja að horfa á ófógnuð- inn á skjá inni á stöð, alveg eins og það dragi úr því að- gerðaleysi, sem þeir hafa hingað tU sýnt sem áhorfend- ur úti á götu. En alténd sýnir þetta vott af viðleitni. Myndatökur borgarstjóra og lögreglustjóra kunna að ná árangri, svo og áhugamál þeirra um hækkun sjálf- ræðisaldurs úr sextán árum í átján og um lokun flestra vínveitingastaða á miðnætti. Það hreinsar þó hvorki miðbæinn, né leysir þjóðfélagsbölið að baki vandans. Hér þarf fyrst og fremst að ná í barsmíðaliðið, kæra það og dæma og taka úr umferð sem aUra lengst. Hér þarf fyrst og fremst að hreinsa miðbæinn og láta þau boð út ganga, að það sé ekki hetjuskapur, heldur aum- ingjaskapur, að valtra, slefa, garga, æla og berja. Stefna þarf að skammtíma- og langtímaárangri í senn. Efna þarf tU lífshátta- og hugarfarsbreytingar, sem fælir fólk smám saman frá því að afklæðast per- sónuleikanum með aðstoð áfengis og annarra fikniefna. Það gUdir um fólk á öUum aldri og á öUum þjóðfélags- stigum. Ágætt er, ef sérstök framkvæmdanefnd, sem skipuð hefur verið á vegum borgarstjóra og lögreglustjóra, get- ur fundið leiðir í málinu á þeim tveimur árum, sem hún hefur fengið tU umráða. En sú nefndarskipun má ekki fresta því, að apabúrið í miðbænum verði lagt nið- ur. Raunar þurfa fleiri aðUar að koma að málunum en embætti borgarstjóra og lögreglustjóra. Breyta þarf meðferð dómstóla og herða refsingar fyrir nauðganir og limlestingar af hvers kyns tagi. Siðvæða þarf Rann- sóknalögreglu ríkisins og afturhaldssama dómarastétt. Bezt væri, ef framámenn þjóðarinnar vUdu með góðu fordæmi og markvissum ábendingum stuðla að því, að þessari æluþjóð verði um síðir komið tU manns. Jónas Kristjánsson _______________LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 DV Þegar kynþáttamál blandast morðmáli Málalok í réttarhöldunum yfir Orenthal James Simpson fyrir tvöfalt morð sýna það fyrst og fremst að svertingi getur líka sloppið skaðlaus frá vondu máli í Bandaríkjunum sé hann nógu íjáður. íþróttakappinn með ábata- sömu auglýsingasamningana sest því í sögu bandarísks réttarfars á bekk með auðmanninum í Texas, sem skaut konu sína og friðil hennar fyrir allra augum en fékk engu að síður sýknudóm. Sýknun O.J. Simpsons verður til þess að engin skýring fæst að öllu óbreyttu á því hver varð Nicole Brown Simpson, áður konu sakbornings, og Ronald Goldman kunningja hennar að bana með hnif úti fyrir heimili þeirrar fyrr- nefndu í Los Angeles. Erindi Gold- mans til hennar að kvöldlagi var að færa henni gleraugu sem gleymst höfðu í veitingahúsinu þar sem hann vann. Ákæran á hendur O.J. Simpson byggðist á tímasetningum og nið- urstöðum af rannsókn á blóðblett- um sem fundust á vettvangi, á bil hans og sér í lagi hanska nokkrum. Málsvörn verjenda sak- bornings snerist um að leiða að því líkur að meðferð lögreglu Los Angeles og sérfræðfnga hennar á þessum gögnum hefði verið svo óvönduð að engin leið væri að telja þau óyggjandi sönnunargögn. Þessi málflutningur fékk byr undir báða vængi, þegar verjend- um tókst að sanna að rannsóknar- lögreglumaðurinn Mark Fuhrman, sem stjórnaði rannsókninni á vettvangi og heima hjá O.J. Simpson, laug fyrir réttinum að hann væri ekki haldinn kynþátta- hatri í garð svert- ingja. Fram komu segulbönd af sam- tölum hans við væntanlegan kvik- myndahandritshöf- und austur í Norð- ur-Karólínu, þar sem hann viðhafði versta munnsöfn- uð kynþáttahatara og lýsti því hvern- ig hann notaði lög- regluvald sitt til að ofsækja svertingja og niðurlægja. Þetta atriði var það sem aðalverj- andinn Johnnie Cochran lagði megináherslu á í lokaávarpi sínu til kviðdómsins. Hann Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson staðhæfði að Fuhrmann hefði komið blóði af morðstað á hansk- ann mikilvæga og laumað honum svo heim til Simpsons til að klína sekt á hann. Þar með var kynþáttahatrið og kynþáttafordómarnir, sem ólga óvíða grimmilegar en í Los Ange- les, sett í brennidepil um leið og málið var fengið til úrskurðar kviðdómi sem skipaður var níu svertingjum, tveim hvítum og ein- um af mexíkönskum ættum. Þessi hópur kvað upp sýknudóm eftir fjögurra klukkutíma fund að lokn- um átta mánaða réttarhöldum. Fjölmiðlamenn biðu kviðdóm- enda með ávísanaheftin opin til að kaupa frásagnir þeirra. Réttar- höldin voru út í gegn eitthvert vinsælasta sjónvarpsefni sem um getur í Bandaríkjunum. Skoðana- kannanir leiða í ljós að afstaða áhorfenda til sektar eða sakleysis sakbornings fer yfirgnæfandi eftir kynþætti. Allt að þrír af hverjuiii fjórum hvítra álíta O.J. Simpson sekan, meðal svertingja eru hlut- föllin næstum nákvæmlega öfug. Þetta mál, og þó sérstaklega sú ákvörðun dómara að gera það að sjónvarpssýningu, hefur þvi orðið til þess að skerpa enn kynþátta- andstæðurnar í Bandaríkjunum, og var þó ekki á bætandi. Sérstak- lega verða eftirhreytur þessa olía á eldinn næst þegar uppúr sýður í Los Angeles. Slíkt hlýtur að vofa yfir meðan fólk eins og Mark Fuhrman fær að gegna ábyrgðarstörfum í lögreglu borgarinnar, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið vegna meðferðar hennar á svertingjum. Mál O.J. Simpsons hefur enn einu sinni af- hjúpað í senn vanhæfni þessarar stofnunar til fagmannlegrar með- ferðar á málsgögnum og kynþátta- hatur einstakra starfsmanna. Þá er með fádæmum að auglýs- ingafíkn einstakra dómara skuli ráða því hvort réttarhöld eru gerð að fjölmiðlaskrípaleik öðrum þræði, með margskonar óæskileg- um afleiðingum fyrir skilvirkni réttarins. í fyrsta lagi fá réttar- höld í sjónvarpi sem vekja næga athygli tilhneig- ingu til að drag- ast á langinn, vegna þess að talsmenn máls- aðila taka að temja sér vinnu- brögð sem lúta að þvl að aug- lýsa ágæti sitt, gerast þekktir og fá með því for- skot á keppi- nauta i stéttinni. í öðru lagi verð- ur almennings- athyglin til að kviðdómendur gánga að hlut- verki sínu með vitneskju um að frásagnir sem þeir láta frá sér fara eftirá geta verið verðmæt söluvara. Það stuðlar ekki að einbeitingu á að dæma rétt eftir bestu vitund. O.J. Simpson í hópi verjenda sinna í réttarsalnum eftir sýknudóminn. Símamynd Reuter skoðanir annarra * Fólk ákveði sjálft „Djarft og ögrandi efni er þegar í boði í kapal- sjónvarpi, upplýsingakerfum fyrir tölvunotendur og í öðrum miðlum. Hafa Bandaríkjamenn því í sí- auknum mæli krafist vemdar fyrir börn og aðra fyrir þessu efni. Krafan um öryggisráðstafanir er skiljanleg en hún má ekki yfirgnæfa grundvallar- rétt til tjáningarfrelsis eða rétt fullorðinna til að ákveða sjálfir hvað þeir vilja sjá og lesa.“ Úr forustugrein The New York Times 3. október. Atlantshafið og Evrópa „Það er ekki létt verk að móta utanríkisstefnu Noregs sem stendur nokkuð einn á báti innan Evr- ópu eftir að aðildinni að ESB var hafnað. En það hjálpar til að forgangsraða. Það er það sem Björn Tore Godal utanríkisráðherra gerði í fyrirlestri sínum um „Noreg, NATO og samvinnuna yfir Atl- antshafið" í Ósló. Hann leitar skýrlega á vit hinn- ar sterku Atlantshafshefðar i norskri utanríkispóli- tík og gefur þessari hefð evrópskt sjónarhorn." Úr forustugrein Aftenposten 4. október. Ógn um hryðjuverk svarað „Trúarleiðtoginn Sheikh Omar Abdel Rahman og níu fylgismenn hans voru dæmdir fyrir hryðju- verkastarfsemi. Ákærur um samsæri til uppreisn- ar og rannsókn með hjálp launaðra uppýóstrara em viðkvæm mál. Þegar þjóðfélagi er ógnað af hryðjuverkum verða yfirvöld að svara af hörku til að vernda lif borgaranna. En í lýðræðisríki er gerð sú krafa aö aðgerðir yfirvalda samrýmist lögum og reglum þar sem vegnar eru saman spumingar um öryggi og réttlæti. Saksóknari og kviðdómendur í þessu sérstaka máli virðast hafa staðist þá kröfu. Úr forustugrein The New York Times 4. október

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.