Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 Margrét Ágústsdóttir, DV, Washington: í útjaöri Great Falls þjóðgarösins, rétt fyrir utan Washington D.C. í Bandaríkjunum, stendur Skálholt, glæsilegt heimili Katrínar Gunnars- dóttur Trotter og eiginmanns henn- ítr, Haynie S. Trotter. Þangað er för minni heitið til þess að kynnast þessari íslensku konu nánar. Fom- ar eikur mynda eins konar trjágöng upp heimkeyrsluna, sólin þröngvar geislum sínum í gegnum þykkt lauf- fikrúðið. Katrín tekur á móti mér úti á tröppum, klædd vaðstígvélum með stráhatt á höfði og sítt ljóst hárið í íléttu. Hún heldur á vodkaflösku og glasi. Ég segist alveg eins vera til í kaffi. „Nei, þetta er ekki handa þér,“ segir Katrin og hlær. „Þetta er handa garðyrkjumanninum, hann fæst ekki tU þess að vinna nema hann fái smá brjóstbirtu, blessað- ur.“ Hún setur flöskuna og glasið á tröppumar og býður mér að ganga í bæinn. Ólst upp í Litlagerðinu Kata, eins og hún er oftast kölluð, er dóttir hjónanna Gunnars R. Gunnarssonar og Ólafar Sylveris- dóttur. Hún fæddist á Grettisgöt- unni og ólst upp í Litlagerði í Reykjavík. Átján ára hélt hún vest- ur um haf og hefur verið búsett í Bandaríkjunum siðan. „Ég kom hingað til þess að læra ensku en Katrín Gunnarsdóttir er mikill fagurkeri og nýtur þess að punta heimili sitt. 4 * ájr • * ■ t j. . * / W instofu. Fyrir miðri stofunni blasir við málverk af Kötu eftir hinn kunna portret-málara, Robert Bruce Williams. Hann hefur málað ekki ómerkari menn en Bob Hope og hans konunglegu hátign, Abdul Aziz A1 Saud. Myndin er í ekta suður- ríkjastíl sem hæfir Kötu vel. Eiga frægt sumarhús Hjónin eiga sumarhús á friðuðu svæði í Shenandoahvally í Virginíu. Húsið er 160 ára gamalt og var á sín- um tíma byggt fyrir frænda Napole- ons Bonaparte og bandaríska eigin- konu hans. Shenandoahvalley er annáluð náttúraperla og talinn einn af fegurstu stöðum í Bandaríkjun- um. „Þama hef ég alltaf haft ákaf- lega gaman af að vera og fara í gönguferðir en undanfarið hefur skógarbjörnum fjölgað mikið á þessu friðlýsta svæði og nú orðið þori ég helst ekki að ganga þama um alein.“ í samkvæmum með forsetum Kata þekkir félagslíf bandarískra stjómmálamanna í Washington af eigin raun. Hefur hún til að mynda hitt alla forseta repúblikana sl. 20 ár. „Mér fannst Reagan sérstaklega glæsilegur maður, einnig voru Nixon og Bush mjög eftirminnilegar Ameríski draumurinn rættist hjá Katrínu Gunnarsdóttur: Býr í milljón dollara húsi - og hannaði allt sjálf í Georgíustíl áhugi minn beindist fljótlega að garðrækt og ég lærði garðaskipulag en á þeim tíma dvaldi ég í Kaliforn- íu.“ Að námi loknu setti Kata á stofn eigið fyrirtæki sem flutti inn og seldi ullarvömr frá íslandi. Árið 1980 fór verulega að draga úr sölu á íslenskum ullarvörum í Bandaríkj- unum og hefur starfsemi fyrirtækis- ins verið lítil síðan. Frægir nágrannar Kata og eiginmaður hennar leit- uðu lengi að hentugum stað þegar kom að því að byggja draumahúsið. „Við vomm mjög heppin að ná í þessa lóð, nánast í homi þjóðgarðs- ins. Sennilega hafa indíánar búið hér áður fyrr, eins og kom í ljós þeg- ar verið var að grafa fyrir gmnni hússins, þá fann ég örvarodd, sem að öllum líkindum hefur tilheyrt Po- tomac-indíánum,“ segir Kata. Hún hannaði húsið að mestu leyti sjálf, hefur alltaf verið hrifin af suð- urríkjaarkitektúr og vildi hafa hús- ið í Georgíustíl. Eina skilyrði sem Heynie setti var að lóðin væri flöt svo að hægt væri að gera tennisvöll. Á kyrrlátum kvöldum má heyra nið- inn í Miklufossum í Potomac-ánni af veröndinni hjá Kötu. Það er ótrú- legt að hugsa til þess að höfuðborg Bandaríkjanna sé einungis stein- snar í burtu frá þessum friðsæla stað. Margir kunnir aðilar úr bandarísku stjómmálalífi búa þama í næsta nágrenni en Kennedyamir em sennilega þeir þekktustu. Sex refagreni í garðinum Garðurinn er Kötu mikið áhuga- mál. Þar eyðir hún mörgum stund- um við að gróðursetja og hlú að plöntum. „Ég vil hafa mikiö af trjám og blómum í kringum mig. Einnig er ég alltaf að leita að gömlum fal- legum hlutum í garðinn, t.d. er ég með 18. aldar smíðajámsbekk niðri hjá gosbrunninum. í garðinum er mikið dýralíf, þar eru m.a. ein sex refagreni. Það líður varla sá dagur að ég sjái ekki ref í garðinum,“ seg- ir Kata og er alsendis óhrædd. „Einnig er algengt að sjá dádýr skjótast á milli trjánna, það er gam- an að horfa á þau en ekki eins gam- an þegar þau éta glóðarrósimar mínar en ég hef plantað einum 300 slíkum í kringum húsið.“ Gift lögmanni „Ég er ægilega gamaldags í mér og kann best við mig í sveitinni." Það fer ekki hjá þvi að sú hugmynd læðist að undirritaðri að Kata hefði sómt sér vel sem húsfreyja á stórum suðurríkjabúgarði fyrr á tímum. Reyndar á tengdafjölskylda Kötu ættir að rekja til stórbænda í Virg- iníu. Heynie, eiginmaður Kötu, er af Húsið hennar Kötu heitir Skálholt og þar blasa bæði íslenski og bandaríski fáninn við við inngang- inn. frönskum og skoskum upprana og var fjölskylda hans ein af „fyrstu fjölskyldum" i Virginíu. í landi sem stærir sig af því að hafa enga arf- bundna hástétt skýtur það skökku við að oft er litið á þessar „fyrstu fjölskyldur“ sem aðalsfólk. Forfeður hans áttu stóra plantekru og héldu þræla eins og tíðkaðist á þeim tím- um. Þá má geta þess að langafi Heynie fékk 27 þræla í afmælisgjöf þegar hann var 21 árs. Heynie starfar sem lögmaður og rekur eitt af 60 stærstu lögmannsfyrirtækjum í Bandaríkjunum en hans er m.a. getið í bókinni „The Best Lawyers in America" sem gefin er út af Harvard Law. Vegleg gestaboð Hjá Kötu er alltaf mikill gesta- gangur enda segist hún hafa mjög gaman af aö taka á móti fólki. í gegnum árin hefur Kata haldið mörg boð fyrir íslendinga búsetta á Washington- svæðinu. Árlegur jóla- saumaklúbbur er löngu orðinn fast- ur liður á jólafostunni hjá íslensku konunum. Eitt vorið hélt hún „Vict- orian Teaparty" þar sem allar ís- lensku konumar mættu með hatta og drakku te úti á verönd að ensk- um sið. „Þetta mæltist vel fyrir og hugmyndin er að endurtaka þetta næsta vor. Ég hef alltaf haft mikið af boðum, sama hvar ég hef búið,“ segir Kata og lífsgleðin geislar af henni. Sem dæmi um gestrisni hennar má geta þess að eitt sinn hitti hún hóp íslenskra íþrótta- manna í flugvélinni á leið frá ís- landi til Bandaríkjanna og kom ekki annað til greina en að bjóða hópn- um, alls 24, heim í garðveislu. Keypti allt íslenska vatnið Landkynning er Kötu ofarlega í huga, það fer enginn út úr hennar Kata ásamt eiginmanni sínum, lög- fræðingnum Haynie S. Trotter. DV-myndir Margrét húsi öðruvísi en með bækling um ísland upp á vasann. „Þegar ég kem til íslands sópa ég öllu saman sem ég get um landið, það má segja að ég sé stundum með fullar töskur af bæklingum. Ég vil endilega gera það sem ég get til þess að kynna land og þjóð. Ég rakst t.d. á íslenskt vatn úti í búð um daginn mér til óblandinn- ar ánægju. Ég bað afgreiðslumann- inn um að láta mig hafa allt sem hann átti af vatninu. Fólk sem statt var í búðinni vildi endilega vita hvað væri svona merkilegt við þetta vatn. Ég hélt þarna tölu um ágæti ís- lensks vatns og sagði eins og var að þetta væri allra besta vatn í heimi. Ég veit að kaupmaðurinn þorir ekki annað en að gera stærri pöntun Hér hefur Kata komið sér vel fyrir í arinstofunni á glæsilegu heimili sínu í Virginíu. næst,“ segir Kata, harla ánægð með landkynningarstarf sitt. Heimili Kötu ber þess merki að þar býr fagurkeri og áhugamann- eskja um fommuni. Þar era fágætir hlutir í hverju horni og öll umgjörð um þá hin smekklegasta. „Ég hef unun af því að safná gömlum hlut- um, ég á til dæmis töluvert safn af antikblúndum og einnig safna ég gömlu postulíni, þá aðallega frá Meissen i Þýskalandi," segir Kata um leið og hún býður mér inn í ar- persónur. ísland ber oft á góma þeg- ar fólk fréttir hvaðan ég er. Það má t.d. geta þess að i hvert sinn sem ég hitti John Werner, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, segir hann mér frá ferðum síntun til íslands og hversu heillað- ur hann er af landi og þjóð.“ í gamni má geta þess að hann er einn af mörgum fyrrverandi eiginmönnum Elísabetar Taylor. Kata hefur mikið sinnt alls kyns félagsmálum og þá aðallega því sem tengist listum. Hún er núverandi forseti Washington Art Guild, í listaráði fyrir George Mason Uni- versity og í fjáröflunarnefnd fyrir Virginia Chamber Orchestra. Það má geta þess að í tengslum við fjár- öflun fyrir Virginía Chamber Orchestra hélt Kata kynningu á Eld- ur/is-vodka og notaði þá auðvitað tækifærið og lét bæklinga um ísland liggja frammi. „Þetta var u.þ.b. 80 manna veisla. Ég man hvað mér fannst skrítið að láta fólk sem kom borga aðgangseyri að heimili mínu en slíkar fjáröflunarveislur era al- gengar hér í Bandaríkjunum.“ Talar heim á hverjum degi íslensku ræturnar eru sterkar. „Ég get með sanni sagt að ég ætli að flytja heim einhvem tíma en ég myndi þó alltaf líka vilja eiga minn staö hér. Ég er svo skrítin, ég sakna íslensku rigningarinnar," segir Kata og hlær þegar hún er spurð hvers hún sakni mest að heiman. „Einnig sakna ég fjölskyldunnar og vina. Ég reyni að tala heim á hverj- um degi og held þannig nánu sam- bandi við fólkið mitt. Sennilega tala ég heim fyrir eitt bílverð á ári. Það er kominn tími til að kveðja þessa íslensku húsmóður í Skálholti í Bandaríkjunum. Ég tek eftir því að bæði glasið og vodkaflaskan standa tóm á tröppunum og garðyrkjumað- urinn er í óðaönn að klippa blóma- runna. Ég ek af stað niður trjágöng- in, Kata stendur brosandi á hlaðinu og veifar, umvafm trjágróörinum sem hún elskar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.