Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Blaðsíða 21
S' V LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 21 ^Skák Yfirburðir Kasparovs í New York Garrí Kasparov tók svo sannar- lega við sér í einvíginu við Anand í New York eftir að hann tapaði ní- undu skákinni. Eftir auðveldan sig- ur hans í þeirri tíundu var engu lík- ara en að sjálfstraust Anands hefði brostið. Af fimm næstu skákum í einvíg- inu vann Kasparov fjórar og gerði í raun út um það hver myndi hampa heimsmeistaratitlinum. Staðan að loknum fimmtán skák- um var 9-6 Kasparov í vil og nægði honum einn vinningur til viðbótar til að hreppa sigurlaunin. Fimmt- ánda skákin var tíðindalaus; Anand gerði ekki alvarlega tilraun til þess að vinna með hvítu mönnunum gegn leynivopni heimsmeistarans - drekaafbrigðinu alræmda af Sikil- eyjarvörn. Eftir aðeins 16 leiki og nokkurra mínútna taflmennsku sættust kapparnir á jafntefli. E.t.v. eru þetta merki þess að einvíginu muni ljúka á sama hátt og það hófst. Fyrir fjórtándu skákina átti An- and enn von en fór þar illa að ráði sínu í góðri stöðu. Fyrst gaf hann Kasparov færi á að flækja taflið, tók svo ekki áskoruninni þegar Umsjón Jón L. Árnason Kasparov bauð upp á athyglisverða riddarafórn og í tímahrakiriu tefldi hann veikt. Taflið var enn ekki ljóst í fertug- asta leik en þá lék Anand tilgangs- lausan hróksleik og kaus að gefast upp í næsta leik. Þetta var ein fjörugasta skákin í einvíginu til þessa og trúlega sú sem ræðúr endanlega úrslitum þegar upp er staðið. Fjórtánda einvígisskákin Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Viswanathan Anand Skandinavíski leikurinn. 1. e4 d5 2. exd5 Dxd5 Byrjendum er kennt að forðast drottningarflan snemma tafls en An- and kærir sig koflóttan. Aðalatriðið er að sneiða hjá heimavinnu Kasparovs og manna hans. 3. Rc3 Da5 4. d4 Rf6 5. Rf3 c6 6. Re5 Be6!? Anand teflir þessa fornu byrjun með nútímalegum hætti eins og þessi og næsti leikur hans gefa til kynna. 7. Bd3 Rbd7 8. f4 g6 9. 0-0 Bg7 10. Khl Bf5 11. Bc4 e6 12. Be2 h5 13. Be3 Hd8 14. Bgl Fimm leikir með biskupunum bera vott um heldur ráðleysislega taflmennsku hvíts, enda má svartur nú vel við una. 14. - 0-0 15. Bf3 Rd5 16. Rxd5 exd5 17. Bf2 Dc7 18. Hcl f6?! Betra er 18. - Rc8 með hugmynd- inni að hertaka e4-reitinn með ridd- ara. 19. Rd3 Hfe8 20. b3 Rb6 21. a4 Rc8 22. c4 Df7 23. a5 Bf8 24. cxd5 cxd5 25. Bh4 Rd6 26. a6 b6 27. Re5!? Djörf taflmennska hvíts í síðustu leikjum hefur ekki skilað tilskildum árangri. Nú leggur Kasparov allt á eitt spil því að annars er hætt við að veikleikarnir í hvítu stöðunni færu að segja til sín. 27. - De6? Eftir aðeins 45 sekúndna umhugs- un! Svartur virðist komast upp með 27. - fxe5 28. Bxd8 Hxd8 29. fxe5 Re4. 28. g4! hxg4 29. Rxg4 Bg7 30. Hc7! Re4 31. Re3 Bh3 32. Hgl g5 33. .Bg4!? Mögulegt er 33. fxg5 fxg5 34. Hxa7!, því að 34. - Rc3 strandar þá á 35. Hxg7+! Kxg7 36. Hxg5+ Kf8 37. Dgl með sterkri sókn. 33. - Bxg4 34. Dxg4 Dxg4 35. Hxg4 Rd6 Ekki gengur 35. - gxh4 þvi að biskupinn á g7 yrði þá i uppnámi. 36. Bf2 Rb5 37. Hb7 He4 38. f5 Hxg4?! Betra virðist 38. - Hxd4 39. Hxd4 Rxd4 40. Hxa7 Rxb3 og góðir mögu- leikar á jafntefli. 39. Rxg4 Hc8?! 40. Hd7 Hc2? Þessi tilgangslausi leikur gefur svörtum strax tapað tafl. Á hinn bóginn væru úrslitin langt því frá ráðin eftir 40. - Hc3 41. Hxd5 Hxb3 o.s.frv. 41. Hxd5 og Anand kaus að gef- ast upp. Áfram gæti teflst 41. - Rc7 42. Hd8+ Kh7 43. Hd7 Kg8 44. h4 og virk staða hvíts og peð meira ættu að tryggja honum ör- uggan sigur. Sveit Taflfélags Reykjavíkur mætti stórsveit Empor Berlinar í 1. umferð Evrópukeppni taflfélaga í Clichy í Frakklandi í síðasta mán- uði og varð að lúta í lægra haldi fyr- ir ofureflinu. Jóhann Hjartarson tapaði fyrir Kramnik, Hannes Hlífar Stefánsson tapaði fyrir Sírov, Karl Þorsteins og Lobron gerðu jafntefli og sömuleiðis Helgi Áss Grétarsson og Luther. Þröstur Þórhallsson tap- aði fyrir Muse og Benedikt Jónas- son fyrir Volke. Berlínarbúar héldu áfram upp- teknum hætti og stóðu að lokum uppi sem siguvegarar í riðlinum. TR-menn urðu hins vegar að sætta sig við að tefla um 5.-8. sæti og gerðu það með sóma. í 2. umferð voru skákmenn Boa- vista í Portúgal lagðir að velli með 3,5 vinningum gegn 2,5 (Jóhann og Antunes gerðu jafntefli á 1: borði, Hannes vann Galego, Helgi Áss vann Damaso, Þröstur vann Frois, Benedikt tapaði fyrir Silva og Magn- ús Örn Úlfarsson tapaði fyrir Ribeiro). í 3. umferð komust íslendingar síðan á flug með sigr'i gegn Slough Chess Club í Englandi, þar sem Helgi Áss missti einn skák sína í jafntefli en aðrir liðsmenn unnu. Jó- hann vann Hodgson á 1. borði og Hannes vann Arkell á 2. borði. Hætt er við að þátttaka íslendinga í Evrópukeppni taflfélaga verði ekki sveipuð jafnmiklum Ijóma að ári, eins og síðustu tvö skipti, því að raðir liðsmanna TR hafa nú þynnst. í deildakeppni Skáksambandsins, sem fram fer nú um helgina í Faxa- feni, teflir Jóhann Hjartarson á 1. borði fyrir Taflfélag Garðabæjar og Hannes Hlifar leiðir sveit Hellis. -JLÁ Canon Canon BP26-D Bleksprautureiknivél 10 stafir í glugga 9.9DD P| IRRI R RÉTTVERÐ: 12.950 J E T Canon FC230 Ljósritunarvél - 4 bls/mín 64.5DD RÉTTVERÐ: 69.900 Opið laugamaga 10-14 Caiion I0pnei^1 VORULISTINN A INTERNETINU: http://www.nyherji.is/vorur/ Canon Canon BJC-4000 4 bls/mín - 720 dpi upplausn 1100 bl. arkamatari - 2 hylkja kerfi 2 9.5 □ □ RÉTT VERÐ: 34.500 9 Canon BJC-70 720 dpi litaprentari 4 bls/mín - 2 hylkja kerfi 30 blaða arkamatari Svart og litur samtímis 2 4.5 □ □ RÉTTVERÐ: 29.500 Canon Canon T20 Faxtæki Símtól - 3 m rúlla Sjálfvirkur skiptir 32.9DD Canon Im-í-úM’- Canon B360 Faxtæki - Sími - Prentari Myndskanni - Tölvufax Ljósritunarvél 1 1 4.5DD RÉTTVERÐ: 145.500 _ O - f ^ ^ • 1 kéé t G <S G i fað'-j. : Vandaðu valið og veldu Canon - þú þekkir Canon - þú þekkir Nýherja\ ■ Trust TÖLVUBÚNAÐUR Kvikunnar! 20 stk. diskettur og hágæða videóspóla RÉTT VERÐ: 2.450 TTUSt DX2/80 PCI 8 MB minni - 850 MB diskur Margmiðlunarbúnaður - 240 W hátalarar Rekstrarvörur rifaitík 1 3 9.9 □ □ Dufthylki í HP laser frá kr: 6.450,- HP 5125/6 Litur/SV.: 2.950,- Prentborði í OK1 182/192: 495,- Dufthylki í OKI 400/800: 2.950,- Dufthylki í Lexmark 4019/29: 13.950,- 57mm tvöfaldar pappírsrúllur: 1.990,- kufcM' lí >NÝHERJA budW' irMA,F5T6A9H780Ð024 ÖLL VERÐ ERU STCR. VERÐ M/VSK - TILBOÐSVERÐ CILDfl TIL 14. OKT. EÐA MEÐflN BIRCÐIR ENDflST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.